Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.7. 2014
Á
rni Einarsson var í
mörg ár einn áhrifa-
mesti maður í ís-
lenskri bókaútgáfu,
hann var meðal ann-
ars verslunarstjóri Máls og menn-
ingar, varð framkvæmdastjóri árið
1984 og við tóku miklir uppgangs-
tímar félagsins. Hann varð forstjóri
bókaforlagsins Eddu árið 2007, sem
varð að Forlaginu, en flutti síðan til
Berlínar þar sem hann bjó í nokkur
ár. Hann rekur nú bóka- og blóma-
búð í tónlistarhúsinu Hörpu ásamt
eiginmanni sínum og tveimur vin-
um, en kemur enn nálægt bókaút-
gáfu því hann er stjórnarformaður
Forlagsins.
Árni vill ekki gera mikið úr áhrif-
um sínum í bókaútgáfu. „Mitt hlut-
verk var að halda um tékkheftið,“
segir hann. „Ég byrjaði sem sextán
ára stráklingur í jólaafgreiðslunni í
bókabúð Máls og menningar og var
tvítugur að klára stúdentspróf þeg-
ar mér var falin umsjón með er-
lendu deildinni, og þá fannst ýms-
um að það hefði átt að leita víðar.
Ég varð síðan verslunarstjóri á
tíma þegar Mál og menning var
með stóra arfleifð en um leið fyr-
irtæki sem skorti sjálfstraust og
stefnu. Mér var boðið að verða
framkvæmdastjóri ásamt því að
vera áfram verslunarstjóri, Halldór
Guðmundsson, sem ég þekkti ekki
áður, varð útgáfustjóri og það var
gæfa mín að vinna með honum og
Silju Aðalsteinsdóttur og fleira
góðu fólki. Þarna skapaðist liðsandi
þar sem markmiðið var að end-
urvekja Mál og menningu, og það
tókst.
Íslensk bókaútgáfa er merkilegt
fyrirbæri sem margir koma að. Ís-
lendingar vilja trúa því að vel-
gengni fyrirtækja sé fyrst og
fremst sterkum stjórnendum að
þakka en það er ekki þannig. Það
er bjargföst trú mín að góð liðs-
heild skapi velgengni. Slík heild
verður að einhverju leyti til fyrir
tilviljanir, en líka vegna þess að til
er fólk sem er með loftnet upp úr
höfðinu sem fangar hugmyndir.
Mér finnst mjög gaman að hitta
fólk sem hefur loftnet upp úr höfð-
inu og skynjar aðstæður, les í þær
og framkvæmir. Samferðafólk mitt
hefur margt haft gríðarleg áhrif á
mig, þar má kannski segja að ég
hafi verið eins konar svampur, og í
stjórnunarstörfum mínum reyndi
ég að skynja það sem fólk hafði
fram að færa og hef vonandi kunn-
að að nota það.
Mín skoðun er sú að engin hug-
mynd á Íslandi sé betri en fram-
kvæmdin. Það er bjargföst trú mín
að í þessu litla dýnamíska samfélagi
getum við ekki treyst því að ein-
hver annar fái góða hugmynd og
hrindi henni í framkvæmd, við
verðum að gera það sjálf. Ég ber
djúpa virðingu fyrir fólki sem fær
góða hugmynd og hefur þolinmæði
og úthald til að fylgja henni eftir.
Það reynir svo sannarlega oft á út-
haldið, menn mæta þögn og af-
skiptaleysi, en þeir sem hafa úthald
láta það ekki á sig fá og fram-
kvæma. Eitthvað af þessum hug-
myndum mistekst vitanlega en æði
margt hjá okkur Íslendingum finnst
mér við eiga úthaldi að þakka.
Bygging Hörpu er gott dæmi um
þetta, þar var ekki gefist upp þrátt
fyrir mótbyr heldur lokið við húsið
sem 5.000 manns að meðaltali
heimsækja á dag.“
Hvikull bókamarkaður
Þú kynntist bókaútgáfu sextán ára
gamall og varst þar lengi í hópi
stjórnenda og ert núna stjórn-
arformaður Forlagsins. Hvaða þró-
un í bókaútgáfu finnst þér hafa ver-
ið mest áberandi á þessum
áratugum?
„Meðal stærstu forréttinda í lífi
mínu eru að hafa tengst því góða
fólki sem rekur íslenska bókaútgáfu
og kynnst viðskiptavinum sem eru
sannarlega sérstakir. Hinn sauð-
tryggi, fróðleiksfúsi almenningur
sem íslenskir bókaútgefendur hafa
getað reitt sig á er orðinn miklu
sjálfstæðari en áður, betur mennt-
aður, óvæginn, kannski dálítið
grimmur. Ég held að rithöfundi sé
fyrirgefið eitt feilspor en ekki mikið
meira en það, því kröfurnar um að
innihaldið standi undir væntingum
eru miklar. Þetta er síkvikur og
skapandi markaður en hlutskipti
rithöfundanna er erfitt því þeir
geta ekki gengið að lifibrauði sínu
vísu eins og sumir þeirra gátu áður.
Þegar ég byrjaði að afgreiða í Máli
og menningu var Laxness enn að
gefa út bækur og það voru áskrif-
endur að þeim, eins og reyndar
einnig að bókum Alistair MacLean,
en þannig er það ekki í dag. Ég
held að rithöfundarnir skynji
hversu hvikull markaðurinn er og
átti sig á að þeir eiga ekki lengur
örugga áskrifendur og ég dáist að
því hvernig þeir takast á við það.
Höfundar hafa leitað ýmissa leiða
til að auka tengsl sín við almenning
og eru orðnir sýnilegri við að skrifa
leikgerðir, sinna greinaskrifum og
vera álitsgjafar.
Það er ekki hægt að tala um þró-
un bókaútgáfu án þess að nefna
rafbækur. Sannarlega öfunda ég
framtíðina af rafbókum sem ég tel
ekki vera óvin prentaðra bóka held-
ur einungis annað form. Áður var
það þannig að ef bók seldist upp og
hafði ekki verið endurprentuð þá
kostaði mikið erfiði og fyrirhöfn að
finna eintak af henni. Í framtíðinni
höfum við þægilegan aðgang að því
sem hefur verið skrifað. Við erum á
þröskuldi geysilegra merkilegrar
byltingar sem mun gagnast les-
endum, rithöfundum og bóka-
forlögum á hátt sem við höfum ekki
áður kynnst. Rafbókaútgáfa í dag
er bara bernskubrek miðað við það
sem koma skal.“
Loftkastalahugmyndir og
ærandi smámunasemi
Þetta er sennilega erfið spurning
en finnst þér hafa orðið mikil
breyting í hugsunarhætti þjóð-
arinnar og áherslum frá því þú
varst unglingur?
„Mér finnst orðið æ meira áber-
andi að fólk þorir að fylgja sann-
færingu sinni. Þegar ég var að alast
upp var viðmótið: Hvað ert þú að
vilja upp á dekk, drengur? Þetta
segir enginn lengur við ungt fólk
og er til marks um það hversu
miklar samfélagsframfarirnar hafa
verið síðustu áratugi. Ég held að
þetta sé að einhverju leyti því að
þakka hversu margir Íslendingar
fara í listnám. Í stærri samfélögum
finnst fólki ekki að það eigi erindi
við listirnar en í litlu samfélagi eins
og okkar er listamaður í hverri fjöl-
skyldu, einstaklingur sem lét ekki
segja sér að hann gæti ekki lifað af
listinni einni saman heldur varð
listamaður eða fann sér starfsvett-
vang í skapandi greinum. Við vitum
sannarlega að mörgu af þessu fólki
hefur gengið það vel að það er orð-
ið að fyrirmynd yngra fólks. Á bak
við listir og listnám býr ákveðið
hugarfar sem hefur áhrif langt út
fyrir listgreinarnar sjálfar. Fjöl-
margt ungt fólk nýtir listamenntun
þegar það fer út á vinnumarkaðinn,
hvort sem það eru læknar sem
kunna að bródera vel eða heim-
spekingar sem verða góðir við-
skiptamenn.
Annað sem hefur breyst er þátt-
taka kvenna í atvinnu- og þjóðlífi.
Þegar ég var ungur stjórnandi árið
1984 voru konur farnar að láta til
sín taka og tíðarandinn fór smám
saman að breytast. Þar sem ég var
liðstjórnandi þurfti ég að sitja ótal
fundi og þar lærði ég dýrmæta
lexíu. Ég tók eftir því að leiðinleg-
ustu fundirnir voru þeir þar sem
voru bara karlmenn, þar var hræði-
legur karlahúmor áberandi og fund-
irnir fullkomlega árangurslausir.
Svo sat ég fundi með konum þar
sem ég var eini karlmaðurinn og
Engin hug-
mynd er betri
en fram-
kvæmdin
ÁRNI EINARSSON TELST EINN ÁHRIFAMESTI MAÐUR Í ÍS-
LENSKRI BÓKAÚTGÁFU SÍÐUSTU ÁRATUGA. Í VIÐTALI
RÆÐIR HANN MEÐAL ANNARS UM BÓKAÚTGÁFU OG
HLUTSKIPTI RITHÖFUNDA, SAMFÉLAGSFRAMFARIR OG MIK-
ILVÆGI ÞESS AÐ VERA MEÐ LOFTNET UPP ÚR HÖFÐINU
OG KUNNA AÐ FANGA HUGMYNDIR.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
* Þegar ég var að alast upp var við-mótið: Hvað ert þú að vilja upp ádekk, drengur? Þetta segir enginn lengur
við ungt fólk og er til marks um það
hversu miklar samfélagsframfarirnar hafa
verið síðustu áratugi.
Svipmynd