Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 15
20.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Hvar og hvenær? Frá föstudegi fram á sunnudag, þétt dagskrá á laugardag frá kl. 13-17. Nánar: Þétt og skemmtileg dagskrá verður í Galtalæk um helgina. Andlitsmálning, blöðru- menn, hoppukastali, Jón Arnar töframaður, Ávaxtakarfan og Ævar vísindamaður og fleiri verða á svæðinu auk þess mun Pollapönk og Ingó halda uppi gleðinni um kvöldið. Fjölskylduhátíð í Galtalæk Friðrika Hjördís Geirsdóttir hefur í nógu að snúast þessa dagana en hún vinnur nú að annarri þáttaröð Léttra spretta á Stöð 2. Þar gefur hún góðar hugmyndir að afþreyingu utandyra en sjálf er hún mikið fyrir útivist. Hún á tvo drengi, 6 og 7 ára, og þykir fátt skemmtilegra en að fræða þá um eitt- hvað nýtt. Þátturinn sem allir geta horft á? Gamlir Fóstbræðraþættir. Við náum öll að hlæja að þeim. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Ætli það sé nú ekki bara heimagerð pitsa. Þá fá allir að velja sér sitt álegg og allir glaðir. Skemmtilegast að gera saman? Mér finnst virkilega skemmtilegt að fræða strákana mína um eitt- hvað nýtt. Það er svo gaman að sjá hvað börn á þess- um aldri (6 og 7 ára) eru að hugsa og hvað þau eru fróðleiksfús. Bestu stundirnar okkar eigum við saman í útivistinni, hvort sem að það sé í formi fjöruferðar eða við að læra eitthvað nýtt eins og að fara á kajak. Borðið þið morgunmat saman? Við náum því því miður allt of sjaldan á virkum dögum en erum dugleg að búa til bröns uppi í sumarbústað um helgar. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Við erum dugleg að drífa okkur út í fótbolta eða hjólatúr eftir skóla og vinnu. Það er svo endurnærandi að fara aðeins út og hreyfa sig eftir langan vinnudag. Hvað er á dagskrá í sumar hjá fjölskyldunni? Við erum mjög dugleg að fara upp í sumarbústað bæði á virkum dögum og um helgar. Það er okkar frí en hver veit nema við kíkjum út fyrir landsteinana áð- ur en skólinn byrjar í haust. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Friðrika Hjördís Geirsdóttir Morgunblaðið/Eva Björk Endurnærandi að hreyfa sig eftir langan vinnudag Uppskriftin er fyrir nokkra liti. 1 ½ tsk. maíssterkja ¼ tsk. fínt hveiti 2 tsk. hunang ½ tsk. vatn Matarlitur Ílát fyrir málninguna Hrærið saman maíssterkjuna og hveitið í litla skál og bætið síðan við vatni og hunangi. Skiptið blöndunni í eins marga hluta og þið viljið, fer eftir því hversu marga liti á að búa til. Snjallt er að nota eggjabakka. Bætið við nokkrum dropum af matarlit út í hvern skammt þar til liturinn verð- ur sá sem á verður kosið. Þá er lít- ið annað að gera en að mála lítil og snotur andlit! Ath. Andlitsmálningin er gerð úr hráefnum sem má borða, svo málningin er fremur eins og varasalvi en t.d. vatns- litir. Gott er að dýfa pensli í hveiti og bursta því aðeins yfir andlitið svo málningin festi sig betur. ANDLITSMÁLNING SEM INNIHELDUR ENGIN AUKAEFNI Heimatilbúin andlitsmálning Það er vinsælt hjá smá- fólkinu að fá andlits- málningu og bregða sér í ýmis hlutverk. Morgunblaðið/Eggert LÍKT OG MEÐ SNYRTIVÖRUR GETA VERIÐ ÝMIS AUKAEFNI Í ANDLITSMÁLNINGU FYRIR BÖRN SEM EKKI ER ÚTLISTAÐ Á INNIHALDSLÝSINGUM. ÞAÐ ER LÍTIÐ MÁL AÐ BÚA TIL EIGIN ANDLITSMÁLNINGU ÚR NÁTTÚRULEGU HRÁEFNI SEM ÓHÆTT ER AÐ BORÐA. ÞÓ MÁ MEÐ SANNI SEGJA AÐ BRAGÐIÐ SÉ EKKERT SÉRSTAKLEGA LJÚFFENGT. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Það er sniðugt að nota eggjabakka sem ílát fyrir málninguna. Hverjum finnst and- litsmálning ekki skemmtileg? Gott er að setja örlítið hveiti yfir andlitið þegar búið er að mála svo málningin haldist betur. Tímón og Púmba. Hakuna Matata! Þessi orð eru sönn.* Hlý r og not aleg ur Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 www.ullarkistan.is Gæða ullarfatnaður á alla fjölskylduna frábært verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.