Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 33
Miðlungs: Philips Verð: 11.995 krónur Fæst í: Heimilistæki Aðeins um: Tekur allt að fimm kíló með nákvæmni upp á eitt gramm. Digital skjár og slekkur sjálf á sér. ÓDÝRT, MIÐLUNGS, DÝRT Ódýrt: Clatronic Verð: 2.495 krónur Fæst í: Elkó Aðeins um: Vigtar allt að fimm kílóum. Nákvæmni upp á eitt gramm. Eldhúsvogir Dýrt: Siemens Porche Verð: 17.900 Fæst í: Smith & Norland Aðeins um: Hönnuð af F. A. Porsche. Gerð til að festa á vegg. Framhlið úr hágæða burstuðu áli. Vigtar allt að tveimur kílóum. Slekkur sjálf á sér. 20.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Mín einkunnarorð eru: Tæknigeirinn er of mikilvægur til að vera skilinn eftir hjá körlum. Karen Spärck Jones tölvunarfræðingur GAMLA GRÆJAN Tölvuleikurinn Libero Grande naut vinsælda fyrir aldamótin. Fótbolti í fyrstu persónu Nú þegar HM í knattspyrnu er búið er ágætt að rifja upp knattspyrnutölvuleikinn Libero Grande sem kom út árið 1997 fyrir Playstation-leikjatölvuna. Leikurinn breytti knattspyrnutölvuleikjum til frambúðar og er hann fyrirmyndin af tölvuleikjum dagsins í dag, FIFA og PES. Fram að Libero Grande höfðu knattspyrnutölvuleikir ann- aðhvort verið í stjórnunarstílnum eins og Championship Manager, þar sem hægt var að stjórna heilu knattspyrnufélagi eða þar sem notandinn stýrði þeim leikmanni sem var með boltann. Í Libero Grande valdi notandinn einn leikmann til að vera hann allan leikinn. Hægt var að velja um töluvert mörg sjónarhorn en í dómi Morg- unblaðsins um leikinn 1998 kemur fram að það hafi verið skemmtilegast að spila frá fyrstu persónu sjónarhorninu. „Það gerir hann afar raunverulegan, nokkuð sem til þessa hefur nokkuð skort í íþróttaleikjum,“ segir í dómnum. Libero Grande notaði ekki alvöru nöfn leikmanna því ann- ars hefðu þeir þurft að borga leikmönnum ímyndarrétt. Þannig var Zinedine Zidane kallaður Zenon Zadkine en hann þótti besti leikmaðurinn í leiknum – eins og í alvörunni. Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, fékk sér eitt sinn ansi vel í aðra tána árið 2009 á hótelinu St. Regis. Með honum voru stofnendur Twitter, þeir Evan Williams og Biz Stone. Þegar langt var liðið á kvöldið og mikið magn af Patron tequila hafði runnið niður í þá félaga bauðst Gore til að kaupa Twitter. Eftir smá umhugsun sögðu þeir fé- lagar takk en nei takk. Þetta kem- ur fram í bókinni Hatching Twitter eftir Nick Bilton þar sem saga Twitter er rakin. Twitter er stofnað árið 2006 og gekk ekkert alltof vel til að byrja með. Samfélagsmiðillinn hefur hins vegar dafnað vel undanfarin ár eft- ir heldur erfiða byrjun. Twitter er sögð hafa 200 milljónir virkra not- enda og enn fleiri óvirka. Fjöl- margir bætast við á degi hverjum. Þrjú þúsund manns vinna hjá fyr- irtækinu sem er metið á rúma 20 milljarða dollara sem eru margar íslenskar krónur. Al Gore er mjög tæknivæddur og vissi alveg hvað hann var að gera þegar hann vildi kaupa fyr- irtækið. Hann situr jú í stjórn Apple og stofnaði Current TV sjónvarpsstöðina árið 2005 sem Al Jazeera keypti á 500 milljónir dollara 2013. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Al Gore vildi kaupa Twitter Al Gore og stofnendur Twitter áttu saman góða kvöldstund. AFP Epic-lyklaborðið getur varpað laser lyklaborði á hvaða flata flöt sem er og getur snjallsíma- eða spjaldtölvueigand- inn nú slegið á QWERTY lyklaborð í fullri stærð hvar sem er. Lyklaborðið skynjar allar hreyfingar og er líka hægt að nota lyklaborðið sem músabendil. Lyklaborðið er 10 senti- metrar á hæð og 24 sentimetrar á breidd. Sem stendur kemur lyklaborðið einungis á ensku en hægt er að stilla það á íslensku með einföldum aðgerðum. Epic-tækið passar auðveldlega í vasa því það er tveir sentimetrar á breidd, þrír og hálfur á dýpt og sjö sentimetrar á hæð. Þyngdin er heldur ekki að þvæl- ast fyrir tækinu því það vegur ekki nema 57 grömm. Verðið út úr búð er 20 þúsund og virkar þetta framtíðarlyklaborð með öllum tækjum sem styðja blátönn – sem eru flest ef ekki öll snjalltæki. Pikkaðu hvar sem er LASER-LYKLABORÐIÐ EPIC FRÁ CELLUON TENGIST VIÐ SNJALLSÍMANN EÐA SPJALDTÖLVUNA MEÐ BLÁTÖNN. LASER-LYKLABORÐIÐ Tækið passar auðveldlega í vasa og hægt að nota á hvaða flata flöt sem er. Ný rafhlöðutækni gæti bylt rafbílamarkaðnum og ýtt undir enn frekari rafbílavæðingu, en innan fárra mánaða ætlar japanskt fyrirtæki að hefja framleiðslu á „Power Japan Plus’ Ryden dual-carbon cells“ eða kolefn- israfhlöðu sem hleður sig margfalt hraðar en hefðbundnar rafhlöður. Nýjar rafhlöður í vændum KLASSÍSK ÍSLENSK GÆÐA ARMBANDSÚR www.gilbert.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.