Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.7. 2014 Auschwitz lægi vel við samgöngum og væri fjarri þéttbýliskjörnum. Auschwitz varð stærsta miðstöð fjöldamorða í heimssögunni. Sumarið 1941 voru fangar í Auschwitz og gæslumenn þeirra úr röðum SS-sveitanna að sótthreinsa klæði og rúmföt með skor- dýraeitrinu Zyklon-B, sem meðal annars inniheldur blásýru. Þeir tóku eftir því að köttur, sem villtist inn í herbergið, drapst á augabragði af gasinu. Einn varðanna velti fyrir sér hvort ekki mætti nota gasið til að drepa fólk. Gasklefarnir verða til Snemma í september voru 600 sovéskir stríðsfangar, sem lögreglan Gestapo hafði skilgreint „fanatíska kommúnista“, sendir í kjallara aðalbúðanna ásamt 250 sjúklingum þar sem þeir voru myrtir með gasi. Síðar í sama mánuði var tilraunin endurtekin. Þá voru 900 heilbrigðir fangar úr Rauða hern- um drepnir með gasi í líkhúsi búðanna. Dyrnar voru innsiglaðar og Zyklon-B í duftformi sáldrað niður í herbergið í gegn- um göt í loftinu. Hitinn af líkömum fang- anna í herberginu gerði að verkum að duftið breyttist í gas. Höss var viðstaddur og lýsti aftökunum: „Í smá tíma heyrðist suð. Þegar duftinu var hent inn heyrðist hrópað „Gas!“, síðan mikil öskur og innilokaðir fangarnir köstuðu sér á hurðirnar. En hurðirnar héldu.“ Allir fangarnir létu lífið. Næst þegar Adolf Eichmann, sem síðar var dreginn fyr- ir dóm í Jerúsalem, heimsótti búðirnar var ákveðið að byrja að nota gas kerfisbundið. Líkhúsið var hins vegar svo nálægt helstu stjórnarbyggingunni að starfsfólkið heyrði öskur fanganna þegar þeir voru teknir af lífi. Því var ákveðið að aftökurnar færu fram í Auschwitz-Birkenau, nógu fjarri að- albúðunum til að öskrin heyrðust ekki. Brátt risu tveir gasklefar, rauða húsið og hvíta húsið, og fyrstu fórnarlömbin voru myrt 20. mars 1942. Síðar voru reist lík- brennsluhús, sem voru falin bak við tré og runna. Á fyrri hluta árs 1943 komu nýir gasklefar. „Hefur þú ekkert hjarta?“ Höss lýsti því hvernig aftökurnar fóru fram. Litlir hópar voru skotnir til bana, stærri hópar drepnir með gasi. Gasklefarnir voru að mestu niðurgrafnir, látnir líta út fyrir að vera sturtuklefar og lokað með loftþéttum hurðum með gægjugati. Höss skrifaði að mikilvægast hefði verið að eins mikil ró og hægt væri ríkti þegar komið var með fólkið og það var látið afklæðast. Þeir sem voru tregir til að klæða sig úr fengu „hjálp“. Þeir sem byrj- uðu að öskra og hrópa voru færðir út fyrir og skotnir í hnakkann. Margir áttuðu sig á því hvað var að gerast. Mæður reyndu stundum að fela börn sín í fata- hrúgum. Börn grétu oft, en flest „fóru inn í gasklefana, léku sér eða göntuðust hvert við annað og héldu á leikföngunum sínum“, skrifaði Höss. „Kona ein vék sér að mér þegar hún gekk framhjá,“ greindi hann síð- ar frá, „og benti á eitt af fjórum börnum sínum sem æðrulaus voru að hjálpa þeim minnstu að komast leiðar sinnar og hvíslaði: „Hvernig getur þú fengið af þér að drepa svona falleg, yndisleg börn? Hefur þú ekk- ert hjarta?““ Þegar fórnarlömbin voru komin inn í gas- klefann létu liðsmenn SS hylki með Zyklon- B-töflum síga niður um fjögur op í þakinu. Um leið og hlýnaði í gasklefanum vegna lík- amshita fanganna losnaði gasið úr töflunum. Eftir tuttugu mínútur voru hylkin dregin upp aftur til að tryggja að ekki losnaði um meira gas. Klefinn var ræstur og sérstök deild fanga úr röðum gyðinga var látin draga líkin inn í annað herbergi, draga úr þeim gulltennur og fyllingar, klippa hárið af konunum, fjarlægja gullhringi og gleraugu, gerviliði og aðra lausamuni. Gyðingar víða að voru myrtir í Auschwitz. Þeir komu frá Slóvakíu, Frakklandi, Pól- landi, Belgíu, Hollandi, Rúmeníu, Króatíu, Finnlandi, Noregi, Búlgaríu, Ítalíu, Ung- verjalandi, Serbíu, Danmörku og Grikklandi. Íbúarnir kvörtuðu undan lyktinni Lítill bær reis fyrir liðsmenn SS-sveitanna, sem ráku búðirnar í Auschwitz. Í mars 1941 unnu þar 700 verðir úr röðum SS. Í júní 1942 voru þeir orðnir rúmlega 2.000. Alls unnu 7.000 SS-menn í Auschwitz á meðan búðirnar voru reknar. Skammt frá í Mono- witz voru risavaxnar efnaverksmiðjur fyr- irtækisins I.G. Farben. Monowitz var hluti af búðunum í Auschwitz og útveguðu SS- sveitum I.G. Farben fanga gegn greiðslu til að vinna í verksmiðjunni. SS-mennirnir bjuggu í bænum ásamt fjölskyldum sínum. Einnig störfuðu þar ritarar og stjórnendur. Haldnir voru tónleikar og leikhópar komu og settu upp sýningar. Reist voru hús fyrir starfsfólkið og því var séð fyrir nægum mat. Helst var að íbúar bæjarins kvörtuðu undan því að óþægilega lykt legði yfir hann frá brennsluofnum búðanna. Elie Wiesel var einn af þeim, sem voru fluttir í Auschwitz og lifðu af. Í bók sinni Nótt, sem kom út á íslensku 2009 í þýðingu Stefáns Einars Stefánssonar, lýsir hann komunni þangað: „Við störðum á logana í myrkrinu. Ömurlegur daunn lék um loftið … Í loftinu fannst lyktin af brennandi holdi.“ Wiesel kom í búðirnar 15 ára 1944 ásamt föður sínum, grunlaus um hvað beið þeirra. Í búðunum tekur á móti þeim fangi, ómyrk- ur í máli: „„Þú hefðir fremur átt að hengja þig en að koma hingað. Vissir þú ekki hvað bíður þín hér í Auschwitz? Vissir þú ekki? Árið 1944“ Satt. við vissum það ekki. enginn hafði sagt okkur það. Hann trúði því ekki sem hann heyrði. Tónn hans gerðist enn hrana- legri: „Þarna. Sérðu reykháfinn þarna? Sérðu hann? Og logana, sérðu þá?“ (Já, við sáum logana.) „Þarna, þangað fara þeir með ykkur. Þarna er gröfin ykkar. Náið þið þessu ekki enn? Tíkarsynir. Skiljið þið ekki neitt? Þið verðir brenndir! Brenndir þar til þið verðið að glóðarmola. Breytt í ösku.““ „Miðpunktur heimsins“ Þegar Wiesel tók við friðarverðlaunum Nób- els 1986 minntist hann angistar sinnar þeg- ar hann, ungur dreng- ur af gyðingaættum „uppgötvaði ríki næt- urinnar. Ég minnist úrræðaleysis, ég minn- ist angistar hans.“ Hann rifjaði upp að hann hefði spurt föður sinn hver myndi á tuttugustu öldinni leyfa slíkum glæpum að eiga sér stað, hvernig heimurinn gæti þagað. Nú spyrji þessi sami drengur og hann svari og útskýri „fyrir honum hversu barnaleg við vorum, að heimurinn vissi og stóð þegjandi hjá. Og af þeim sök- um hét ég því að ég myndi aldrei og hvergi þegja, þar sem manneskjur þurfa að þola þjáningu og niðurlægingu. Við verðum að taka afstöðu. Hlutleysi styður kúgarann, aldrei fórnarlambið. Þögnin er kvalaranum hvatning, aldrei hinum pínda. Stundum verðum við að grípa inn í. Þegar líf mann- eskju er í hættu, þegar mannlegri reisn er stefnt í voða skipta landamæri þjóða og við- kvæmni litlu máli. Hvar sem karlar og kon- ur verða fyrir ofsóknum vegna kynþáttar, trúarbragða eða pólitískra viðhorfa verður sá sami staður - á þeim tímapunkti - að verða miðpunktur heimsins.“ Talið er að ekki færri en 1,1 milljón manna hafi verið myrt í Auschwitz og jafn- vel 1,5 milljónir. 90% fórnarlambanna hafi verið gyðingar, sennilega um 960 þúsund manns eða á milli fimmtungur og fjórðungur allra gyðinga, sem drepnir voru í stríðinu. * „Náið þið þessuekki enn? Tík-arsynir. Skiljið þið ekki neitt? Þið verðir brenndir! Brenndir þar til þið verðið að glóð- armola. Breytt í ösku.“ Foringi úr SS-sveitum Hitlers skýtur mann til bana við fjöldagröf. Fjöldi fanga fylgist með aftökunni. Í myndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.