Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 19
inn að kaupa eitthvað af þeim, svona búninga.“ Er meira úrval af þeim þeim hér en heima? – Nei, það er meira heima,“ segir hann og dregur seim- inn. En eru þeir þá ódýrari hér? „Nei, ekkert svo, það munar kannski bara svona 2.000 krónum. En ég fór í H&M keypti mest þar, fyrir 120 evrur, sem ég var búinn að safna mér,“ segir þessi mikli verslunarmaður. Tinna fór líka í H&M en segist ekki hafa verslað eins mikið. Ég er búin að kaupa mér einn kjól, skyrtu og buxur. Það er alveg nóg fyrir mig. Þau segja að fjölskyldur þeirra beggja hafi ákveðið með skömmum fyr- irvara að fara til Mallorca. „Við héldum að það yrði rigning heima í sumar eins og í fyrrasumar,“ en bæði búa þau í Reykjavík. „Reynd- ar var ég í Danmörku í fyrrasumar og þar var veðrið fínt,“ segir Tinna og brosir. Þeim finnst æðislegt að geta vaknað á morgnana og farið beint út í sundlaug í góða veðrinu. En mynduð þið vilja búa á Mal- lorca allan ársins hring? „Þetta er erfið spurning,“ segja þau bæði og hugsa sig um. „Hitinn er stundum of mikill og það er geggjað að vera á hóteli en að búa hérna, það er dálítið annað mál,“ segja frænd- systkinin og sættast á að allt sé gott í hófi. Ætla aftur til Mallorca þegar þær eru orðnar stórar Þær eru veraldarvanar tvíburasyst- urnar Birna Rut og Auður Bergr- ún Snorradætur því þær hafa að eigin sögn farið fjórum sinnum í sumarfrí til Mallorca og einu sinni til Tenerife. Það er öðruvísi að vera í sumarfríi á Mallorca en á Akureyri þar sem við búum,“ segja þær. Það er engin sundlaug í garð- inum heima.“ En hvernig er það með sólina, er hún jafnmikil á Akureyri? „Nei,“ svara þær í kór en finnst sólin á Mallorca samt ekkert of heit. „Ef það er of heitt úti þá för- um við bara inn eða á trampól- ínið.“ Eruð þið búnar að versla svolít- ið? Já, við erum búnar að kaupa fullt af ís, blævængi, veski, kjóla, leggings og boli,“ og að sjálfsögðu fóru þær í H&M. „Við keyptum golfbuxur þar. Á ég að segja þér hvað við æfum?“ spyr Birna Rut og þær systurnar halda áfram eins og samhæfður kór: Við æfum sund, skíði, golf, handbolta og fót- bolta.“ Vá, og hvort æfið þið með KA eða Þór? „Þór og í handboltanum KA/Þór. Og eruð þið búnar að fara í minigolf? „Minigolf? hvá þær. „Nei, við erum ekkert búnar að fara í golf hér, við tókum ekki golfsettið með,“ segja þær og horfa undrandi á þennan skilnings- sljóa blaðamann. Viljið þið fara aftur til Íslands? „Nei.“ Svarið er stutt og laggott. „En þegar við erum orðnar stórar ætlum við að koma hingað aftur,“ og þar með voru þær roknar út í sundlaug. Krökkunum fannst æðislegt að vakna á morgnana og hoppa beint út í sundlaug. 20.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Ferðalög og flakk Hringinn í kringum eyjuna Valldemossa er einn af þessum litlu, yndislegu bæjum á Mallorca sem eru svo allt öðruvísi en við eigum að venjast. Þröngar götur, kaffihús og markaðir. Jafnvel þótt börnum þyki flestum ekkert of skemmtilegt að sitja í bíl í sumarfríinu sínu þá er það kostur góður að taka bílaleigubíl á Mallorca og ferðast sjálfstætt í eins og þrjá daga. Það er mjög auðvelt að keyra bíl á Mallorca. Bílaleigubíll er ódýr farkostur (ólíkt því sem hann er hér á landi) en þriggja daga leiga hjá viðurkenndri bílaleigu kostar frá 18-25 þúsund miðað við ódýrari flokka. En kosturinn við það að vera á bíl er að geta ferðast sjálfstætt og það er bæði miklu þægilegra og skemmtilegra en að vera upp á ferðaskrifstofu kominn þótt þær geti verið ágætar. Á eigin bíl er hægt að fara með krakkana í alla skemmti- og vatnsrennibrautargarða hvenær sem er og hvar sem er og áreiðanlega fyrir minna fé en ferða- skrifstofurnar taka fyrir umsjónina. Auk þess er hægt að skoða eyjuna betur en það er nokkuð fljótgert, enda er hún lítil. Það er hins vegar ágætt að panta bíl hjá þeirri bílaleigu sem ferðaskrifstofan eða hótelið mælir með eða hjá alþjóðlegum þekktum bílaleigum, það geta verið óprúttnir í þessum bransa á netinu. Ég komst að því í skyndirannsókn að krakkarnir í ferðinni höfðu ekkert síður gaman af því að versla en hinir fullorðnu og höfðu oftar en ekki með sér eigin gjaldeyri, sem þeim hafði annaðhvort verið gefinn eða þau safnað sér fyrir. Ferð í verslunarmiðstöðina Porto Pi í Palma og sér- staklega í sænska móðurskipið H&M naut sérlegra vinsælda hjá ungu kyn- slóðinni. Unga kynslóðin hefur einnig gott af því að kynnast annarri menningu og skoða annað en strendurnar á Mallorca og það sem meira er, hún hefur gaman af því – enda eru t.d. allt öðruvísi hús og götur á Mal- lorca en heima. Valldemossa er lítill og fallegur bæ, í vesturátt frá Palma, og þangað er ekki nema klukkustundarakstur. Endilega farið fjallveginn þótt hann sé svolítið bugðóttur en landslagið þar er dálítið öðruvísi og hrjóstugra en annars staðar á eyjunni. Á heimleiðinni mætti koma við í bænum Sóller. Ef maður fer í austurátt frá Palma er hægt að koma við í Manacor en þar eru hinar frægu Mallorca-perlur framleiddar og á efri hæð í stórri búð er sýnt hvernig framleiðsluferlið fer fram. Ekki langt frá eru Drekahellarnir. Á leiðinni niður í hellana, sem eru þekktir frá því í lok 19. aldar, birtast gestum sérkennilegar bergmyndanir sem minna helst á grýlukerti. Falleg lýsingin gerir þetta að algjörri veislu fyrir augað. Þegar nær dregur vatn- inu heyrast fallegir sínfónískir tónar. Hægt er að sigla á vatninu með bát en heimsókn tekur um eina klukkutund af farið er í hellana með leiðsögn. Ef stefnunni er svo snúið og haldið í norðaustur, til Alcudia, er þar virki sem er skemmtilegt að skoða, þröngar verslunargötur sem eru dálítið einkennandi fyrir gamla miðbæi á Mallorca og kaffihús en í bænum er einnig að finna vatnsrennibrautargarð. Aksturinn frá Palma til Alcudia tekur um eina og hálfa klukkustund og jafnvel mætti bæta Inca við á baka- leiðinni en sá bær er frægur fyrir leðurframleiðslu sína. Það er því stutt á milli staða á Mallorca og hægt að keyra á milli margra bæja á einum degi, bara að muna að stoppa nógu oft fyrir ungu kynslóðina og leyfa henni að skoða sig um og finna ævintýrin. Það er nánast sama á hvaða strönd er komið, alls staðar er hægt að finna góða matsölustaði á Mallorca. Sums staðar eins og í Playa de Palma og í Palma Nova er fjöl- breytnin mjög mikil. Þar er t.d. hægt að finna franska, gríska, ítalska og kínverska matsölustaði sem allir eru mjög góðir. Flestir veitinga- staðir bjóða einnig upp á sérstakan barnamatseðill, þar sem eru sér- stakir barnaskammtar og eru því á lægra verði en fullorðinsskammtar. Þar má t.d. fá hamborgara, lasagna og spagettí bolognese en algengt verð á þeim réttum var um 800- 1.000 kr. Góð aðalmáltíð, eins og sirloin-steik eða önd kostaði um 2.000-3.000 kr. Gos kostaði á milli 200-300 kr. á veitingastað. Glas af víni hússins var frá 450-600 kr. og kaffi var á 250-300 kr. Það sem börnunum fannst hins vegar oftast best voru veitingahúsin sem voru ekki heima, nefnilega þessi heims- frægu Burger King og McDonalds – og vissulega varð að láta það eftir þeim kvöld og kvöld og sleppa hin- um girnilegu veitingastöðum en fyrir vikið varð kvöldmáltíðin í það heila ódýrari! Þá má ekki gleyma pitsunni sem er alltaf vinsæl hjá krökkum en á Mallorca eru búnar til ágætis pitsur. Þá var ekkert mál að panta einn rétt og fá tvo, jafnvel þrjá diska til þess að dreifa rétt- inum á, því stundum er matarlystin ekki upp á marga fiska hjá börnum í sólarlöndum og skammtarnir oft stórir. Þá er um að gera að deila. En varðandi verðlag þá er það almennt ólíkt betra á Mallorca en í mörgum stórborgum heims, stórborgin okkar, Reykjavík, þar með talin, en gæðin ekki minni og oftast gat fjöl- skyldan öll fengið eitthvað við sitt hæfi. Í heild er dýrt að fara í fjöl- skyldufrí í 10-14 daga og fyrir fjög- urra manna fjölskyldu er reikning- urinn varla undir 600.000 krónum og er þá varlega áætlað. SÉRSTAKIR BARNAMATSEÐLAR MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja lágkolvetnabrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.