Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 22
fótboltaæfingar. Pole fitness er íþróttagrein eins og bæði fimleikar og fótbolti. Auðvitað skiptir máli að æfingarnar séu í sam- ræmi við aldur og þroska þátttak- enda en fyrir utan það er þetta alveg eins og að senda börnin þín á fimleikaæfingu eða í samkvæmisdans,“ segir Nanna og þakkar aukinni umfjöllun í fjölmiðlum og fjölgun þátt- takenda í pole fitness þann viðsnúning sem hef- ur verið í viðhorfi til greinarinnar. Íþrótt sem reynir á alla vöðva Einhverjum kann að þykja lítið til þess koma að gera æfingar á súlu en sá hinn sami gerir sér ekki grein fyrir þeirri gífurlegu tækni, einbeit- ingu og úthaldi sem þarf til að gera jafnvel ein- földustu æfingar við og á súlunni. „Í fimleik- unum kynntist ég ströngum æfingum og pole fitness er ekki svo ólíkt þeim enda reynir á alla vöðva líkamans og margir sem hafa ekki grunn úr öðrum íþróttum munu uppgötva vöðva sem þeir vissu ekki að væru til. Í raun er þetta ekki svo frábrugðið öðrum æfingakerfum sem reyna á eigin líkamsþyngd eins og í t.d. crossfit sem hefur farið sigurför um landið á undanförnum árum. Munurinn er kannski sá að hér vinnum við með og við súluna og skiptir tækni ekki síð- ur máli en styrkur og þol.“ Byrjendur mega því búast við erfiðum æfingum sem reyna vel á en eru að sögn Nönnu skemmtilegar og blanda saman list og þrekæfingum. „Hreint pole fitness er ekkert annað en mjög öflugt æfingakerfi til að æfa og styrkja líkamann. Aðrir sem vilja út- rás fyrir listræna sköpun sína geta blandað saman pole fitness og dansi í svo köll- uðu pole dans en þar er formið frjálsara en engu að síður krefjandi.“ N ýjungagirni Íslendinga sést vel í öllum þeim fjölda nýrra íþróttagreina sem njóta vinsælda hér á landi. Pole fit- ness er ein þeirra vinsælu íþrótta- greina sem hafa numið hér land undanfarinn ára- tug en það voru nokkrar framtakssamar stelpur sem hófu að stunda íþróttina og kenna hana hér á landi. Þrátt fyrir að njóta ekki sömu vinsælda og mörg önnur ný æfingakerfi líkt og crossfit eða bootcamp er engu að síður töluverður fjöldi sem stundar pole fitness og fer vaxandi samkvæmt Nönnu Yngvadóttur, pole fitness kennara og keppanda, en hún hefur kennt og keppt í pole fit- ness bæð á Íslandi og í Danmörku. „Það heftir vöxt greinarinnar að strákar sækja í miklu minna mæli í hana en stelpur. Það er þó alls kostar ekki þannig að strákar stundi íþróttina ekki yfirhöfuð og við finnum fyrir auknum áhuga stráka sem vilja prófa að spreyta sig á stönginni og kynnast þessu krefjandi æfingakerfi,“ segir Nanna, sem jafnframt bendir á að í dag megi finna stráka sem stundi íþróttina reglulega og keppi í henni. Sjálf byrjaði Nanna að stunda pole fitness árið 2009 þegar vinkonur hennar drógu hana með sér á æfingu. „Ég hafði verið í fimleikum í mörg ár og var að leita mér að einhverju nýju þegar vin- konur mínar fengu mig með sér á eina æfingu. Í dag eru þær löngu hættar en ég er enn að og hef bæði keppt og kennt pole fitness síðan.“ Bakgrunnur Nönnu úr fimleikum hefur hjálpað henni mikið og segir hún gott að fólk hafi einhvern bakgrunn úr fim- leikum eða dansi. „Fimleikarnir gerðu mér auð- veldara fyrir að gera margar krefjandi æfingar á súlunni en það er alls engin nauðsyn að fólk hafi bakgrunn úr öðrum íþróttum áður en það kemur í pole fitness. Það skiptir mestu máli að fara ró- lega af stað, hlusta á kennarann og læra und- irstöðuatriðin vel. Skiptir engu hvort fólk komi sprenglært úr öðrum íþróttagreinum, allir þurfa að læra sama grunninn áður en farið er í flóknari og erfiðari æfingar á súlunni.“ Fordómarnir minni en í upphafi Nýjar íþróttagreinar þurfa oft að vinna gegn for- dómum en fáar jafn mikið og pole fitness. Sam- sömun við súludans, sem flestir þekkja sem eró- tískan dans á súlu, hefur ekki verið íþróttagreininni til framdráttar en Nanna segir fólk farið að átta sig á því að þó að súlan sé sam- nefnari erótíska súludansins og pole fitness sé fátt annað líkt með þessum tveimur greinum. „Auðvitað höfum við fundið fyrir fordómum og finnum enn fyrir þeim. Mér finnst samt sem áður að fólk líti íþróttina öðrum augum í dag en það gerði fyrir örfáum árum. Það væri ekki heldur allur þessi fjöldi að æfa ef viðhorf fólks hefðu ekki breyst eitthvað.“ Enn heyrast þó gagnrýnisraddir þegar auglýst eru námskeið fyrir börn og unglinga í pole fitness og þykir þá eflaust einhverjum ekki viðeigandi að börn séu að sveifla sér á súlu. „Sama gagnrýni heyrist ekki þegar auglýst eru dansnámskeið fyrir börn eða NÝ ÍÞRÓTTAGREIN Í MIKLUM VEXTI Pole fitness byggir upp styrk og þol NANNA YNGVADÓTTIR HEFUR ÆFT, KENNT OG KEPPT Í POLE FITNESS Í AÐ VERÐA FIMM ÁR. HÚN SEGIR ÍÞRÓTTAGREININA VERA KREFJANDI OG ERFIÐA EN VIRKILEGA SKEMMTILEGA OG GEFANDI. GREININ ER EKKI LAUS VIÐ ALLA FORDÓMA EN VIÐHORF HAFA BREYST MIKIÐ OG ÞÁTTTAKENDUM FJÖLGAÐ HRATT Á UNDANFÖRNUM ÁRUM. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Fimleikar og aðrar krefjandi íþróttir eru góður undirbúningur en alls engin nauðsyn fyrir þá sem vilja æfa pole fitness. Morgunblaðið/Eggert Morgunblaðið/Styrmir Kári Iðkendur fá einnig útrás fyrir listræna sköpun í gegnum æfingakerfið. Þrátt fyrir að súlan virki sakleysisleg eru æfingarnar á henni einstaklega krefjandi. Nanna Yngvadóttir byrjaði að æfa polefitness fyrir fimm árum og í dag kennir hún og keppir í íþróttagreininni. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.7. 2014 Heilsa og hreyfing Íslendingar eru ansi margir nokkuð yfir kjörþyngd og þar sem holdafar hefur áhrif á heilsuna ættu allir að huga vel að þyngdinni og huga að því að vera innan eðlilegra marka. Með því að fylgja ráð- leggingum sem t.d. landlæknisembættið hefur gefið út er hægt að koma í veg fyrir óæskilega þyngd- araukningu og koma þyngdinni í eðlilegri mörk með réttu mataræði og hreyfingu. Holdafar hefur áhrif á heilsu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.