Morgunblaðið - 12.06.2014, Síða 17

Morgunblaðið - 12.06.2014, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Gotti Staflanlegur fjölnota stóll með eða án arma Fáanlegur í mörgum litum Verð frá kr. 28.500 Gerum tilboð í stærri verk www.facebook.com/solohusgogn Íslensk hönnun og framleiðsla Ný hönnun frá Sturlu Má Jónssyni Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Í gær fór fram hádegisverðarfundur um nýj- ungar í samfélagsmiðlum og loftlagsbreyt- ingar á vegum íslensku félagssamtakanna Vox Naturae, Veðurstofunnar, Landgræðslunnar og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands um norðurslóðir á Hilton Reykjavík Nordica. Á fundinum komu fram leiðandi sérfræðingar frá Microsoft og alþjóðlegum vísindastofn- unum til að kynna hvernig ný tækni í upplýs- inga- og samfélagsmiðlum verður notuð til að koma á hnattrænu samstarfi um loftslags- breytingar. Þessar aðferðir verða notaðar af alþjóð- legum samráðsvettvangi, the Ice Circle, sem unnið er því að stofna á Íslandi. The Ice Circle mun beita sér sérstaklega gagnvart áskor- unum sem fylgja því að jöklar, snjór og ís hopa ört um allan heim. Vitundarvakning mikilvæg Fyrirlesarar á fundinum voru Páll A. Dav- íðsson, stofnandi og framkvæmdarstjóri Vox Naturae, Bob Sandford, formaður Canadian Partnership Initiative í tengslum við Water for Life Decade á vegum Sameinuðu þjóðanna, Christopher Gideon frá Microsoft, dr. Bob Raleigh, forstjóri Rockefeller Consulting og forstöðumaður hjá Institute of Scientific Interchange, ásamt Árna Snorrasyni, for- stjóra Veðurstofu Íslands. Bráðnun jökla er stórt vandamál í heiminum í dag, en hugmyndin að samráðsverkefninu varð einmitt til á ráðstefnu í Himalaya-fjöll- unum sem Sameinuðu þjóðirnar skipulögðu og fjallaði um þetta tiltekna málefni. Ráðstefnan snerist um það hvað flóð frá bráðnandi jöklum valda gríðarlega miklum skaða, hvort sem um ræðir náttúru, mannvirki eða líf. Þrátt fyrir að þetta gerist um allan heim vanti möguleikann fyrir fólk til að koma saman og taka á þessum áskorunum, að sögn Páls. Ná til fólks með greiningum Á fundinum kynnti Bob Raleigh tækni sem hægt er að nota til að greina fólk í þeim til- gangi að ná betur til þess. The Ice Circle mun koma til með að vinna með greiningar sem þessar, til þess að koma þessum mikilvægu skilaboðum áleiðis. Nú þegar hafa stjórnvöld stofnað samráðs- nefnd svo það er allt til staðar svo hægt sé að taka næstu skref, og er hugmyndin sú að gera Ísland að miðpunkti fyrir alþjóðlegt samstarf um jökla, ís og snjó. Þetta telur Páll geta haft jákvæðar afleiðingar í för með sér, svo sem vit- undarvakningu og aukið flæði fólks til landsins sem sæki ráðstefnur. Ísland miðpunktur alþjóðasamstarfs  Alþjóðlegi samráðsvettvangurinn The Ice Circle kynntur  Alþjóðlegt samstarf um jökla Morgunblaðið/RAX. Samstarf Fjöldi aðila kemur að verkefninu sem snýr að alþjóðlegu samstarfi um jökla, ís og vatn. Notast er við samfélagsmiðla og greiningar til að ná til fólks varðandi málefnið. Bob Raleigh sagði það tilvalið að Ísland yrði gert að miðpunkti sam- ráðsvettvangsins. Hann telur nándina við jökla, sjó og vatn gera það að verkum að landið sé hinn fullkomni vettvangur. Með hjálp greininga og samfélagsmiðla sé svo hægt að upplýsa fólk um allan heim um mikilvægi málefnisins. „Ég er að koma í fyrsta skipti til Íslands og mér finnst frábært að sjá í hversu miklu samhengi landið er við verkefnið,“ sagði hann, „svo er landið bara svo rosalega fal- legt“. Páll A. Davíðsson, frumkvöðull verkefnisins segir málefnið áríð- andi. „Ef við tækjum allan ís sem er í jöklum á landi og breyttum honum í vatn þá myndi yfirborð sjávar hækka; heilu vistkerfin eru háð snjó og ís, heilir menningar- heimar eru háðir snjó og ís, til að mynda inúítar og að sjálfsögðu fólk sem hefur gaman af því að skíða. Einnig eru veðrakerfi og haf- straumar tengdir þeim eiginleikum sem snjór og ís hafa fram að færa,“ segir hann. „Snjór er undir- staða svo margs. Sem dæmi má nefna að hver og ein vínflaska sem er framleidd í Suður-Ameríku fær sitt vatn frá snjó, sem hefur þennan einstaka eiginleika að geyma vatn og deila út á lengri tíma.“ Hvað varðar greininguna telur Páll algjörlega nýja nálgun eiga sér stað. „Við fórum á fullt með Microsoft og Int- ernational Scientific Interchange í það hvernig hægt er að greina fólk og senda því skilaboð sem snertir það. Það er hægt að senda skila- boð á ákveðna hópa og fá í kjölfar- ið mun áhrifaríkari niðurstöður. Það er mun áhrifameira en að segja við alla að nú sé fyrir hönd- um vandamál sem við þurfum að leysa,“ segir Páll og telur persónu- legri nálgun mun áhrifameiri. „Einhverjir hafa áhuga á um- hverfismálum og þá er hægt að sýna fram á hvaða áhrif þetta hef- ur fyrir umhverfið. Svo eru aðrir sem gæti ekki verið meira sama um umhverfið en er annt um börn- in sín og þá er hægt að sýna fram á það hver áhrifin væru fyrir börn- in. Í þriðja lagi er hægt að ná til viðskiptafólks með því að sýna fram á að það er ekkert fyrirtæki í dag sem ekki notast við vatn.“ Ísland hinn fullkomni vettvangur samstarfsins SPENNTIR FYRIR FRAMTÍÐARMÖGULEIKUM Páll A. Davíðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.