Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 Lokun goshversins Stróks í Öskju- hlíð á ekki endilega að verða til fram- búðar, að sögn Hjálmars Sveinsson- ar, borgarfulltrúa Samfylk- ingarinnar. „Ekki hefur verið forgangsverkefni að halda Stróki opnum en þar með er ekki sagt að skrúfað hafi verið fyrir til eilífðar. Það getur vel verið að vilji verði til að opna hann aftur og því lít ég á þetta sem millibilsástand,“ segir Hjálmar. Málið hefur ekki komið inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs. Strókur hefur verið lokaður síðan borgin keypti Perluna árið 2012 en rekstrarkostnaður hans er talinn of mikill til að halda honum opnum. Það var Orkuveita Reykjavíkur sem byggði goshverinn árið 1998. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri hjá skrifstofu eigna- og atvinnuþró- unar Reykjavíkurborgar, segir að vakta þurfi hverinn þegar hann er í notkun, sem er dýrt. „Þegar gos- hverinn er í gangi þarf starfsmaður að vera á svæðinu til að passa að fólk standi ekki við hverinn,“ segir Hrólf- ur, en Strókur þeytir 125° heitu vatni upp í loftið og því er mikil hætta fólg- in í því að standa of nálægt honum þegar hann gýs. Hrólfur bætir við: „Þessi ákvörðun var tekin til að draga úr rekstarkostnaði Perlunnar. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvað eigi að gera við hverinn. Óvissa hefur verið um hver eigi að hirða um svæðið í kringum Strók, en leyst hefur verið úr því og hirt verður um svæðið á morgun.“ Helgi Hjörvar lagði upphaflega fram tillöguna að því að byggður yrði goshver í Öskjuhlíðinni. „Alltaf þarf að huga að forgangsröðun, sérstak- lega þegar takmarkaðir fjármunir eru til ráðstöfunar. Ég treysti þeim sem sjá um að meta þetta.“ sagði Helgi Hjörvar um lokun Stróks. isb@mbl.is Goshverinn Strókur er ekki forgangsverkefni  Dýrt að halda Stróki opnum Morgunblaðið/Eggert Órækt Illa hefur verið hirt um um- hverfi Stróks eftir lokun hans. Fjölmenni sótti tónleika bandarísku rokksveitarinnar Pixies í Laugardals- höllinni í gærkvöldi. Fékk sveitin góðar undirtektir gestanna sem voru á öllum aldri. Mono Town annaðist upphitun. Pixies sendi frá sér fyrstu breiðskífuna í þrettán ár í vor og hefur hún fengið jákvæðar viðtökur. Fjölmenni og góð stemning á tónleikum Pixies í Laugardalshöll Morgunblaðið/Eva Björk Gestir á öllum aldri Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Sérfróður meðdómsmaður ber sömu skyldur og embættisdómari og það eru sömu kröfur gerðar um hæfi hans og til embættisdómara. Þetta segir Skúli Magnússon, for- maður Dómarafélagsins. „Ef fyrir liggur óvild eða annarleg sjónar- mið dómara í garð málsaðila, þar á meðal ákæruvalds, getur það vald- ið vanhæfi og ef vanhæfur dómari tekur þátt í meðferð máls getur það leitt til ómerkingar dóms á grundvelli almennu vanhæfisregln- anna,“ segir Skúli og vísar til g- liðar 6. gr. laga um meðferð saka- mála. Sverrir Ólafsson var meðdóm- andi í svonefndu Aurum-máli. Eft- ir uppkvaðningu dómsins lýsti Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, því yfir að sér hefði ekki verið kunnugt um að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar at- hafnamanns. Ólafur var einn sak- borninga í svonefndu Al-Thani máli þar sem reyndi á áþekk álita- efni fyrir dómi. Í kjölfar dómsuppkvaðningar sagði Sverrir í samtali við frétta- stofu RÚV að hann tryði því ekki að sérstakur saksóknari hefði ekki vitað af tengslunum. Svo segir Sverrir: „Mér finnst viðbrögð hans hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafn- vel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnun- ar er eiginlega í molum.“ Fordæmalaust á Íslandi Ómögulegt er að segja á þessari stundu um hver áhrif ummælin kunna að hafa á framvindu málsins en ljóst er að það er í höndum Hæstaréttar að skera úr um hvort þau leiði til vanhæfis dómara. Skúli segir örfá dæmi til um að dómarar tjái sig um dóma eftir að þeir eru kveðnir upp og að slíkar yfirlýsingar hafi verið gagnrýndar. „Mér er ekki kunnugt um að ís- lenskur dómari hafi valdið vanhæfi með yfirlýsingum eftir uppkvaðn- ingu dóms. Það er óhætt að segja að sú óskráða regla gildi að dómari tjái sig um dómsmál í dómi og öðr- um úrlausnum en ekki með yfirlýs- ingum í fjölmiðlum og það sama á þá við um aðila dómsmáls,“ segir Skúli en bendir á að dómarar geti tjáð sig á fræðilegum vettvangi eða leiðrétt bersýnilegar missagnir. Ingimundur Einarsson, dóm- stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, tekur í sama streng og segist ekki minnast þess að dómari hafi talist vanhæfur vegna ummæla sinna eftir dómsuppkvaðningu. Dómur kann að verða ómerktur  Fordæmalaust í íslenskri réttarsögu að dómari teljist vanhæfur vegna ummæla sinna  Hæsti- réttur hefur endanlegt úrskurðarvald  Endurtaka þyrfti allar skýrslutökur fyrir nýjum dómurum Skúli Magnússon Ingimundur Einarsson Ef svo fer að Hæstiréttur ómerki héraðsdóm sökum van- hæfis dómara þarf að endur- taka aðalmeðferðina frá upp- hafi. „Það er meginreglan. Ef að það koma nýir dómarar að mál- inu þá er það augljóst mál að það þarf að endurtaka allar skýrslutökur,“ segir Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðs- dóms Reykjavíkur. Endurtekin aðalmeðferð HÆSTIRÉTTUR ÁKVEÐUR Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofn- unar Íslands í vor sýna fjölgun víða um land. Samandregið fyrir öll taln- ingasvæði var meðalfjölgun rjúpna 41% á milli áranna 2013 og 2014. Þessar niður- stöður eru í sam- ræmi við niður- stöðu rjúpna- talninga vorið 2013 en þær sýndu að fækk- unarskeiði sem hófst 2009–2010 lauk eftir aðeins tvö til þrjú ár. Þetta er óvanalegt þar sem fyrri fækkunarskeið hafa varað í 5 til 8 ár og samkvæmt því átti næsta lágmark að vera á árunum 2015 til 2018. Aukning rjúpnastofnsins 2013- 2014 er mismikil eftir landshlutum og á Suðurlandi og Norðvesturlandi er kyrrstaða eða fækkun. Í sögulegu samhengi er rjúpnafjöldinn 2014 und- ir meðallagi. Mat á veiðiþoli stofnsins og nánari greining á ástæðum fjölg- unar munu liggja fyrir í ágúst í kjöl- far mælinga á varpárangri rjúpna, af- föllum 2013 til 2014 og veiði 2013. Fjölgun rjúpu víða um land  Mat á veiðiþoli liggur fyrir í ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.