Morgunblaðið - 12.06.2014, Qupperneq 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þegar við ákváðum í upphafi þessa
árs að senda frá okkur plötu í júní og
bókuðum Hörpu fyrir útgáfutónleika
um miðjan júnímánuð vorum við
hvorki búnir að semja eitt einasta lag
né lagatexta,“ segir Ingó Geirdal, gít-
arleikari þungarokkssveitarinnar
Dimmu sem nýverið gaf út sína
fjórðu hljóðversskífu sem nefnist Vél-
ráð. Sveitin heldur fyrri útgáfutón-
leika sína í Norðurljósasal Hörpu í
kvöld kl. 20 og seinni útgáfutónleik-
ana á Græna hattinum á Akureyri
annað kvöld kl. 22.
Aðspurður viðurkennir Ingó að
það hafi sett töluverðan þrýsting á
hljómsveitarmeðlimi að semja og
taka upp plötu á svo skömmum tíma.
„En að sama skapi má segja að við
höfum komist að því að við vinnum
best undir pressu,“ segir Ingó og tek-
ur fram að markmiðið með plötunni
sé „að taka sumarið með trompi. Í
janúar vorum við búnir að fá töluvert
af bókunum fyrir sumarið og þá
fannst okkur tilvalin hugmynd að
vinda okkur í plötugerð og nota tón-
leikana til að fylgja plötunni eftir,“
segir Ingó og upplýsir að Dimma
muni spila á tónleikum um allt land í
sumar jafnframt því að koma fram á
hinum ýmsu tónlistarhátíðum hér-
lendis. Sem dæmi má nefna að
Dimma verður í Vestmannaeyjum 20.
júní og á Sauðárkróki 21. júní, en
tæmandi tónleikadagskrá má nálgast
á Facebook-síðu sveitarinnar.
Meiri breidd en áður
Að sögn Ingós er Vélráð tónlist-
arlega býsna rökrétt framhald af
Myrkraverkum, síðustu plötu sveit-
arinnar, sem út kom í október 2012.
„Það má segja að Vélráð sé syst-
urplata Myrkraverka, Þó má segja að
við séum að breikka okkar tónlist-
arsvið. Nýja platan er fjölbreyttasta
platan okkar tónlistarlega séð, því
þarna er allt frá ljúfum kraftballöðum
yfir í harðasta þungarokk sem við höf-
um spilað og allt þar á milli,“ segir
Ingó og nefnir að nota hafi þurft 160
rásir til að taka upp lokalag plötunnar
með strengjasveit og kór. En þess má
geta að amiina sér um strengjaleik í
fjórum af níu lögum plötunnar.
Áherslan á hið sjónræna
Yrkisefnið á nýju plötunni er, að
sögn Ingós, dimmt og drungalegt.
„Tónlistin er níðþung og óvægin en
jafnframt melódísk og aðgengileg,
enda er stundum ljós við enda gang-
anna,“ segir Ingó og tekur fram að það
fari vel á því að leika dimma og
drungalega tónlist á albjörtum sum-
arnóttum. „Tónlistin skapar ágætis
mótvægi við endalausar sumarnætur.“
Dimma hefur líkt og t.d. þunga-
rokkshljómsveitin Skálmöld notið
mikilla vinsælda hjá landsmönnum á
seinustu misserum. Aðspurður segist
Ingó ekki kunna neina skýringu á
skyndilegu ástfóstri landans á þunga-
rokki. „Ég held að þessi áhugi hafi
verið ólgandi undir yfirborðinu býsna
lengi, en sé núna að blómstra. Það er
ótrúlegt hvað landslagið hefur breyst.
Við héldum fimm tónleika í Hörpu í
fyrra og það var uppselt á þá alla.
Eins höfum við á aðeins hálfu öðru ári
gefið út tvær hljóðversbreiðskífur og
tvöfalda tónleikaplötu með DVD.
Þetta hefði ekki gerst fyrir aðeins
nokkrum árum,“ segir Ingó og bætir
við: „Það hefur aldrei áður gerst í ís-
lenskri tónlistarsögu að þungarokk
hafi náð svona vel upp á yfirborðið.“
Spurður á hverju tónleikagestir
megi eiga von á í kvöld minnir Ingó á
að Dimma hafi ávallt lagt mikla
áherslu á sjónrænan þátt tónleika
sinna. „Okkur finnst mikilvægt að
tónleikar feli í sér sterka sjónræna
upplifun, því annars getur fólk bara
hlustað á plötuna í græjunum heima.
Í kvöld munum við ekkert gefa eftir.
Það er því hægt að lofa miklu sjón-
arspili í Hörpu,“ segir Ingó leynd-
ardómsfullur og vill lítið annað gefa
upp í samtali við blaðamann.
„Við vinnum best
undir pressu“
Vélráð var
skyndiákvörðun
hjá Dimmu
Drungalegir Dimmu skipa þeir Silli Geirdal á bassa, Stefán Jakobsson
söngvari, Ingó Geirdal á gítar og Birgir Jónsson á trommur. Þeir hafa leikið
saman sl. þrjú ár, en sveitina stofnuðu Silli og Ingó fyrir tæpum tíu árum.
Sérstakir aukatónleikar verða
haldnir í dag kl. 16 í sumartónleika-
röð Jómfrúarinnar. Að þessu sinni
troða upp tónlistarmenn ýmissa
þjóðerna af djass-skemmtiferðaskip-
inu Crystal Symphony. Að því er
fram kemur í tilkynningu, munu þeir
bregða sér í land og skemmta sjófar-
endum og landkröbbum. Hljóðfæra-
leikararnir eru Pieter Meijers sem
leikur á saxófón, Antti Sarpila sem leikur á klarinett, Nicki Parrott sem
syngur og leikur á kontrabassa, Randy Morris sem syngur og leikur á ýmis
hljóðfæri, Dave Tatrow trompetleikari, Yve Evans söngvari og píanóleik-
ari og trymbillinn Danny Coots.
„Þau eru öll sérfræðingar í swing og annarri eldri klassískri jazztónlist,“
segir í tilkynningu frá Sigurði Flosasyni, umsjónarmanni tónleikarað-
arinnar. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu og er að-
gangur ókeypis.
Sveifla Nicki Parrot syngur og leikur.
Bregða sér í land fyrir Jómfrúna
Eftirminnileg upplifun
– steik eins og steik á að bragðast
Barónsstíg 11
101 Reykjavík
argentina.is
Borðapantanir
551 9555
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
BLAM (Stóra sviðið)
Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas
Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas
Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar!
Ferjan (Litla sviðið)
Fim 12/6 kl. 20:00 Fös 13/6 kl. 20:00
Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar
BLAM! - síðasti séns að næla sér í miða