Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 34

Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Goldberg-tilbrigðin eru eins og Rubik- kubbur, þeim má snúa á alla kanta og fá út allskyns samsetningar. Það er svo fallegt hvað þau eru minimal-maximal,“ segir Vík- ingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og vísar í slagorð hátíðarinnar Reykjavík Mid- summer Music. Hann flytur þetta víðfræga verk eftir J.S. Bach á tónleikum á hátíðinni í Hörpu, annað kvöld, þ.e. föstudagskvöld. Tónleikarnir hefjast á því að Sayaka Shoji leikur Chaconne úr Partítu no. 2 eftir Bach en síðan leikur Víkingur Heiðar þessi frægu tilbrigði, sem hann hefur æft und- anfarin misseri og margir kunnustu píanó- leikarar liðinnar aldar hafa glímt við. „Goldberg-tilbrigðin hefjast og enda á aríunni frægu, eftirlætistónlist Hannibals Lechter,“ segir Víkingur, brosir og vísar í hina frægu persónu sögunnar Lömbin þagna. „Úr aríunni skapaði Bach þrjátíu tilbrigði sem eru eins og míkrókosmos. Hann nær að opna ótrúlega stóra heima í verkinu, tilbrigðin endurspegla þemað að svo mörgu leyti. Flytjandinn fær ótrúlega stórbrotið tón- verk upp í hendurnar en því fylgja nær engar merkingar eða túlkunarleiðbein- ingar. Það eru engar leiðbeiningar um dýnamík, nær engin tempó eru gefin upp. Þetta er hreint og tært. Við fáum eitthvað gríðarstórt en hrátt upp í hendurnar, til að móta.“ Erfitt að læra tilbrigðin Víkingur Heiðar segir verkið byggja á endurtekningum sem séu afar mikilvægar, tími verksins byggi á þeim. Hann segist leika það á um sjötíu mínútum og það sé mikið einbeitingarferðalag. „Ég hef verið að hugsa um þetta verk í ein fimmtán ár,“ segir hann og bætir við að margir eigi eftirlætis upptökur af því og oftar en ekki séu þær með kanadíska pí- anóleikaranum Glenn Gould. „Oftast eru það upptökurnar með honum frá árinum 1955 eða 1981. Mín eftirlætis upptaka með honum er hinsvegar frá 1959, af tónleikum í Salzburg. Það er stórkostleg hljóðritun. Já, ég hef hugsað lengi um þetta verk og hef hlustað á margar upptökur með fólki sem hefur leikið það og þorað að hljóðrita það. Upp á síðkastið, í um hálft ár, hef ég ekki hlustað á neina þeirra. Það tók mig al- veg hálft ár að læra þetta verk, mun lengri tíma en öll önnur verk sem ég hef lært á síðustu árum.“ Verkið er ráðgáta – Hvers vegna var það erfiðara en önnur verk? „Nóturnar eru mjög erfiðar en eitt eru tæknilegir erfiðleikar – og þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert – en það er bara byrjunin. Það tók mig líka langan tíma að átta mig á samhengi hlutanna og fá þann stóra boga sem ég vildi fá yfir verkið, til að fá heildarmyndina rétta. Þetta eru þrjátíu tilbrigði og hvert og eitt þeirra getur virk- að á ótrúlega mismunandi hátt. Á þau má beita öllum þeim þáttum sem skapa píanó- tónlist og hvert og eitt tilbrigði getur virk- að sjálfstætt, en það þýðir ekki að þau lifni í samhenginu. Mér finnst þetta verk vera mikil ráðgáta, gáta sem ég mun aldrei fá svar við, en ég aðhyllst að reyna að skapa það á tónleikum þannig að stór bogi svífi yfir öllum þrjátíu tilbrigðunum og myndi ákveðið samhengi sem þó er erfitt að festa hendur á.“ Stefnir hann markvisst að því við flutn- inginn, frá því hann leikur aríuna í upphafi, að endurtekningunni á henni í lokin? „Eitt af því fallega við þetta verk er að í því er sífellt nýtt upphaf. Þegar arían hefur verið leikin í byrjun kemur fyrsta tilbrigði og þegar maður er búinn með fyrri hluta þess þá er hann endurtekinn. Þar er upp- haf, annað þegar byrjað er á seinni hlut- anum og svo stórt upphaf þegar byrjað er á tilbrigði númer tvö. Þannig gengur þetta áfram. Þegar maður heyrir svo aríuna aftur í lokin leikna á tónleikum, þá gerist eitt- hvað töfrum líkast. Eitthvað sem ekki er hægt að festa í orð. Þá er eins og arían hafi verið þarna allan tímann en einhver hafi skrúfað niður í henni um tíma. Mér finnst þar vera eitt fallegasta augnablik tónlistar- sögunnar, þegar arían birtist aftur. Ég held enginn sé ósnortinn af því augnabliki.“ „Eitt falleg- asta augna- blik tónlistar- sögunnar“  Víkingur Heiðar leikur Goldberg-tilbrigðin eftir J.S. Bach í Hörpu annað kvöld kl. 20 Morgunblaðið/Einar Falur Píanóleikarinn „Eitt af því fallega við þetta verk er að í því er sífellt nýtt upphaf,“ segir Vík- ingur Heiðar um Goldberg-tilbrigðin. Hann er hér við menningarhúsið Skúrinn við Hörpu, þar sem hann hefur leikið fyrir og rætt við gesti og gangandi síðustu daga. Víkingur Heiðar Ólafsson leikur Goldberg- tilbrigðin á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á föstudagskvöldið klukkan 20. Goldberg- tilbrigðin, sem voru fyrst gefin út árið 1741, voru samin af Johanni Sebastian Bach (1685- 1750) fyrir sembal og eru eitt kunnasta dæmi um tilbrigði í sögu klassískrar tónlistar. Verk- ið hefst með svokallaðri „aríu“, ofurfallegu lagi, þá taka við þrjátíu tilbrigði við stefið, byggð á ákveðinni hrynjandi og endurtekn- ingum, og í lokin er arían leikin að nýju. Verkið er kennt við Johann Gottlieb Gold- berg sem kann að hafa flutt það fyrstur. Sag- an um tilurð verksins er fræg, þótt ekki séu allir sannfærðir um að hún sé sönn. Bach er sagður hafa samið verkið fyrir rússneska sendiherrann í Saxlandi, Kaiserling greifa, en Goldberg mun hafa starfað sem tónlistar- maður hjá honum. Greifinn glímdi við van- heilsu, var iðulega andvaka og óskaði eftir því að Goldberg léki á sembalinn fyrir hann á slíkum stundum. Bach er sagður hafa samið tilbrigðin eftir að greifinn óskaði eftir verki sem væri létt og gleddi sig á svefnlausum nóttum. Eftr að Bach hafði samið verkið þreyttist greifinn aldrei á tilbrigðunum og lét Goldberg iðulega leika hluta þeirra fyrir sig þegar hann fékk ekki sofið. Fjölmargir listamenn hafa leikið Goldberg- tilbrigðin, fyrst á sembal en síðan á píanó og í útsetningum fyrir önnur hljóðfæri og hljóm- sveitir. Verk fyrir andvökunætur GOLDBERG-TILBRIGÐIN EFTIR J.S. BACH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.