Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014
Mín elskulega
vinkona, hún Inga
Huld, er látin eftir
nokkurra ára veik-
indi og kveð ég
hana með sorg í hjarta. Við
kynntumst þegar við vorum 12
ára, vorum um árabil saman í
skóla og fermdumst saman. Æ
síðan, þótt leiðir hafi skilið um
stundarsakir, jafnvel um nokk-
ur ár, voru endurfundirnir allt-
af eins og við hefðum hist í
gær.
Ég dáðist alla tíð að Ingu,
hún var svo einstaklega gáfuð
og stálminnug. En hún var líka
svo óhagganlega traust vinkona
og var mér vinátta hennar al-
veg ómetanleg. Þrátt fyrir
hjónaband á yngri árum og
þrjú börn náði hún þeim stóra
árangri að verða sagnfræðing-
ur, en háskólamenntun var ekki
algeng hjá giftum konum og
mæðrum í þá daga.
Hún vann sem blaðamaður,
rithöfundur og margt fleira.
Ég hefi lesið flest af því sem
hún skrifaði og er ákaflega
stolt af henni.
Það verður í verkahring
fræðimanna að skilgreina nán-
ar ritverk Ingu, en hún var allt-
af ákaflega vandvirk.
Börnin okkar kynntust þegar
þau voru lítil og eru á svipuðum
aldri og er þeim ennþá vel til
vina.
Ég og börnin mín, Sigrún,
Jóhann, Ólöf og Þorsteinn
Gauti, sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til Krist-
jáns, Hákonar, Öldu Lóu og
Þórarins, einnig til systra Ingu,
barnabarna, tengdabarna og
annarra fjölskyldumeðlima.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Birna Hannesdóttir.
Inga Huld, Leifur, Tumi og
Alda Lóa fluttu í Miðstræti
Þingholtanna um miðjan sjö-
unda áratug síðustu aldar. Sú
eldri og Tumi þóttust ekki börn
en Alda Lóa og Oddrún Vala
ultu saman ómálga og örvita
um garða Þingholtanna, alsæl-
ar. Foreldrum okkar var vel til
vina og samgangur var mikill á
tyllidögum, hvunndags eða
bara til að horfa á sjónvarpið
sem við áttum en þau ekki.
Ekki leið á löngu þar til Inga
Huld tók að þykkna undir belti
á háhæluðu töfflunum, stuttu
pilsunum og kjólunum.
Svo fæddist drengurinn Tóti
í júlí 1966 og sumarið eftir var
sú eldri munstruð í barnapíu-
starf í Miðstrætinu enda hafði
húsmóðirin þar í nógu að snú-
ast í námi sínu í sagnfræði og
enskri tungu við háskólann og
auðvitað í blaðamennskunni.
Auga þurfti að hafa með Tóta
og Öldu Lóu, því sinnti sú eldri
og oftast í félagi við Tuma.
Ekki er hægt að segja að starf-
ið hafi verið íþyngjandi og laun
voru greidd eftir samkomulagi.
En Inga Huld hafði ekki al-
veg sömu hugmyndir um launa-
greiðslur til barnapía og flestar
húsmæður í Þingholtunum.
Laun í peningum voru sam-
viskusamlega lögð inn á banka-
bók en barnapíunni var líka ek-
ið í bláum Moskvits með óræða
gírskiptingu í leirlistartíma hjá
Steinunni Marteinsdóttur, Leif-
ur reyndi að kenna henni á pí-
anó þangað til þau gáfust bæði
upp á að bíða eftir snilldinni í
hljóðfæraleik og tónsmíðum og
þau Tumi stunduðu nám í lát-
Inga Huld
Hákonardóttir
✝ Inga Huld Há-konardóttir
fæddist 15. mars
1936. Hún lést 27.
maí 2014. Útför
Ingu Huldar var
gerð 10. júní 2014.
bragðsleik hjá frú
Teng Gee Sigurðs-
son í nokkur ár.
Þannig launaði
Inga Huld Há-
konardóttir barna-
píu sinni greiðann.
Börnin uxu úr
grasi en áfram
skröfuðu foreldr-
arnir. Inga Huld
gaf sér þó alltaf
tíma til að inna eft-
ir helstu viðfangsefnum í námi,
bókakosti við rúmstokkinn og
áhugamálum almennt. En hún
var svo reynd kona og séð, hún
Inga Huld, að hún mundi líka
eftir að hrósa ungum stúlkum
fyrir helstu kosti þeirra til
munns og handa – vitsmuni og
húmor.
Nú vildi Inga Huld læra
meiri sagnfræði og fjölskyldan
flutti alla leið á Rosenvængets
Allé á Austurbrú í Kaupmanna-
höfn. Ekki var ónýtt að gista
þar á leið í og úr Inter-
Rail-ferðalögum um Evrópu,
þiggja veitingar, almenna um-
hyggju og skraf eða dvelja
langdvölum í vellystingum vik-
um saman á sumrin. Hjóla um
Kaupmannahöfn þvera og endi-
langa, koma heim á Rosen-
vængets Allé og háma í sig buff
tartare – húsmóðirin og sagn-
fræðineminn hugsaði fyrir öllu.
Þau fluttu loks aftur heim og
Inga Huld hélt áfram að ráða
ungum konum heilt á göngu
þeirra um lífsins refilstigu.
Tíminn nagar allt, líka sam-
skipti fólks, og nú dró nokkuð
úr þeim. Við hittum Ingu Huld
stundum síðari árin á förnum
vegi; á rölti í Þingholtunum, á
sagnfræðiþingum eða í boðum,
og alltaf voru það fagnaðar-
fundir. Þar til sjúkdómurinn
herti tök sín.
Við vottum börnum Ingu
Huldar, tengdabörnum, barna-
börnum, þeirra mökum og
Kristjáni Árnasyni samúð okk-
ar. Minning hennar lifir og ekki
síst veganestið dýrmæta sem
hún lagði í okkar lífsfarteski.
Oddrún Vala og Ragnheið-
ur Gyða Jónsdætur.
Hún Inga Huld var glæsileg
kona, afar skemmtileg mann-
eskja og þar að auki sérlega
frumlegur sagnfræðingur. Hún
var meðal fyrstu íslenskra
kvenna sem héldu út í heim til
að stunda nám í sagnfræði. Ár-
ið 1971 flutti hún ásamt fjöl-
skyldu sinni til Kaupmanna-
hafnar þar sem hún stundaði
sagnfræðirannsóknir við há-
skólann í samtals sjö ár. Hún
var að skrifa magistersritgerð
um Stóradóm.
En eins og hún skrifaði sjálf
þá sprengdi ritgerðin „alla aka-
demíska ramma“ og birtist ritið
síðar árið 1992 undir titlinum
Fjarri hlýju hjónasængur.
Öðruvísi Íslandssaga. Og það
var nafn með rentu, hér var á
ferðinni rit vissulega ólíkt þeim
sagnfræðiverkum sem höfðu
komið út til þessa, enda var það
tilnefnt til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna.
Hér var fjallað um örlög ein-
staklinga sem hlýddu ekki yf-
irvaldinu og lauk atburða-
rásinni oft ekki fyrr en
„böðulsöxi kyssti háls saka-
manns eða nýorðinni móður var
sökkt í kaldan Drekkingarhyl –
fjarri hlýju hjónasængur“. Stíll
Ingu Huldar var hennar eigin,
hann var aldeilis ekki þurr
fræðimannastíll.
Inga Huld átti frumkvæði að
því að heiðra Sigríði Th. Er-
lendsdóttur með afmælisriti
þegar hún varð sjötug árið
2000. Við vorum sex konur í
sagnfræðingastétt sem stóðum
að Kvennaslóðum. Þetta var
ótrúlega skemmtileg ritstjórn.
Við hittumst heima hjá hver
annarri í matarboðum og rædd-
um þessar fjörutíu ritgerðir
starfssystra okkar, mjög gef-
andi og ánægjulegt samstarf.
Inga Huld skrifaði um Guðríði
Þorbjarnardóttur – hina víð-
förlu sem fór ótroðnar slóðir
eins og hún gerði sjálf í rann-
sóknum sínum. Inga Huld
kenndi sem stundakennari við
Háskóla Íslands og stundaði
rannsóknir í kvennasögu með
áherslu á konur og kristni og
ófáir eru þeir fyrirlestrar sem
ég hlýddi á hana flytja, alltaf
jafn fróðlegir og skemmtilegir.
Ég votta Kristjáni og afkom-
endum hennar mína innilegustu
samúð.
Anna Agnarsdóttir.
Inga Huld sat í gallabuxum
og gallajakka á pólitískum
fundi hjá námsmönnum í Lundi
í Svíþjóð þegar við sáum hana
fyrst. Með þetta mikla dökka
hár og reykti lítinn vindil. Hún
var fráskilin, bjó í Kaupmanna-
höfn, átti þrjú börn á unglings-
aldri og stundaði nám í sagn-
fræði. Á dögum rósta í
réttindabaráttu kvenna var hún
nútímakonan holdi klædd. Og
hvað við dáðumst að henni.
Inga bjó í stórri „herskabs“-
íbúð á Rosenvængets Allé og
þar var veislum slegið upp fyr-
irvaralaust enda mikið um
gesti. Einhver keypti bjór, ann-
ar spilaði á gítar og Inga var í
eldhúsinu og eldaði súpu úr því
sem var til í ísskápnum. Alltaf
var súpan góð, sama hvað til
var í ísskápnum.
Umræður yfir borðum voru
fjörugar. Það fylgdi Ingu alla
tíð að vera vinmörg. Hún var
heimskona og hafði búið bæði
austan og vestan Atlantsála og
aldrei heyrðist hún halla orði á
nokkurn mann.
Inga Huld var glæsileg kona
og skemmtileg en einnig fræði-
maður sem var stundum svolít-
ið utan við sig. Málefni kvenna
voru henni hugleikin og það
sem hún lagði áherslu á í sagn-
fræðinni. Bókin hennar, Fjarri
hlýju hjónasængur, var fræði-
bók skrifuð á mannamáli, sem
er ekki alltaf sjálfgefið. Hún
lýsir nöturlegum aðstæðum á
tímum þegar það kostaði ungar
konur lífið að eignast barn utan
hjónabands. Falleg bók og lík
höfundinum.
Á síðari árum áttu konur og
kristindómur hug hennar allan.
Hún sagði svo skemmtilega frá
nunnunum sem skáru af sér
nefið á miðöldum til að þeim
yrði ekki nauðgað af ribböldum
og frá Hildegaard von Bingen,
hámenntaðri abbadís í Þýska-
landi og tónskáldi, að okkur
nokkrum áhugasömum konum
datt í hug að gera heimilda-
mynd um efnið. Hún átti að
lýsa ferð Guðríðar Þorbjarnar-
dóttur til Rómar og ætlunin var
að flétta inn í það sögurnar
hennar Ingu af konum og
kristni í Evrópu, en kristin-
dómurinn frelsaði þær sumar
frá þeim örlögum að þurfa að
giftast gegn vilja sínum og
þræla allt sitt líf. Mörgum þótti
betra að ganga í klaustur og
mennta sig en hljóta hlutskipti
eiginkonunnar. Við sáum sagn-
fræðinginn Ingu Huld fyrir
okkur feta í fótspor Guðríðar
og ferðast um í gallabuxum og
Nike-skóm.
Og við minnumst ljóðrænna
upphafsorða hennar í handrit-
inu. „Stúlka, skip, fuglar á
ströndu. Í baksýn Snæfellsjök-
ull. Stúlkan teygir hendurnar
upp eftir fuglunum eins og hún
vilji líka hefja sig á loft.“ En
þar lýsir hún uppvexti Guðríðar
á Snæfellsnesi.
Handritið endaði í kassa
niðri í kjallara. Aðallega vegna
anna þeirra kvenna sem ætluðu
að gera myndina að veruleika.
Það bíður. Inga átti við veikindi
að stríða síðustu árin og var
búin að kveðja þetta líf, þótt
enn væri hún hér á meðal okk-
ar. Nú hefur hún lagt upp í sína
hinstu för, kannski fetar hún í
fótspor Guðríðar á öðru tilveru-
stigi. Minningin um einstaka
vinkonu og fræðikonu mun lifa
og á kveðjustund er efst í huga
þakklæti fyrir að hafa átt hana
að samferðamanni og vini. Það
er ómetanlegt. Við sendum
Kristjáni og börnunum hennar
Tuma, Öldu Lóu, Þórarni og
fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Erna Indriðadóttir og
Hrafnhildur Schram.
Elsku Inga mín. Í vináttu
okkar átti ég mikinn fjársjóð.
Meðan þú lifðir gat ég sótt til
þín það sem mér var dýrmætt.
Sjúkdómur síðustu áranna tók
frá þér tjáningarmáttinn og
rændi þig því sem þú gast gert
miklu betur en fjöldinn. En þú
brostir fagnandi til vina og
gafst hlýju og vinahót. Með fal-
legu höndunum vermdir þú
mínar þegar ég kom inn til þín
úr kuldanum.
Þú misstir okkur aldrei al-
veg, né fegurð og reisn þótt
hart væri að þér sótt. Við hitt-
umst í gaggó, vorum að byrja í
2. bekk í nýja húsinu á Skóla-
vörðuholti. Þú, mannblendin og
glaðleg í viðmóti, kynntir þig
fyrir mér og sagðist vera ná-
frænka mín. Ömmur okkar,
Auður sem bjó hjá hjá ykkur í
Bjarkahlíð og Þóra Friðrika
sem bjó hjá okkur í Eskihlíð,
væru systkinabörn í báðar ætt-
ir. Á þessu mátti byggja vinátt-
una og saman gengum við inn á
menntasviðið, bestu vinkonur
frá fyrsta degi. Það var ljúft að
koma í Bjarkahlíð, þar var eld-
ur í arni og tónlist spiluð á
grammófón eða píanóið, góðar
bækur prýddu heimilið og tvær
litlar skemmtilegar systur. Við
Inga drógum okkur virðulega í
hlé og tíndum upp ljóð úr bók-
um, gömlum og nýjum, lásum
hvor fyrir aðra og vorum heim-
spekingar í reifum, en leidd-
umst líka út í stjörnuspeki,
lófalestur, tísku- og fegrunar-
málin.
Við fórum saman í góð ferða-
lög. Inga var vinsæl og
skemmtileg, hún átti marga
vini sem þótti mjög vænt um
hana og naut þess að safna sem
flestum í kringum sig. Þegar ég
fór af landi burt með Leifi mín-
um, nýstúdent og nýgift 1955,
hófust bréfaskipti okkar Ingu
sem héldust alla tíð meðan við
vorum hvor í sínu landinu. Hún
fann seinna sinn Leif á Borg-
inni og giftist honum 1957. Þau
fóru að vinna og undirbúa nám
erlendis, eignuðust börnin þrjú
sem hún elskaði og dáði og
hamingjan blasti við. Bréfin
hennar Ingu segja mér margt
um ástina, gleðina og fegurð
lífsins, en líka basl og erfitt líf í
útlöndum. Bréfin eru leikandi
vel skrifuð, góð fréttabréf, full
af húmor og vinarþeli, enginn
barlómur þar.
Ég geymi þau mér til sálu-
bótar, þannig voru þau líka
meint. Inga Huld var afburða-
blaðamaður og rithöfundur.
Hún hafði köllun til að rann-
saka stöðu kvenna í samfélag-
inu bæði nú og til forna, segja
frá og fræða, eins og bækur
hennar alkunnar bera vott um.
Hún hafði menntað sig vel, nam
sagnfræði hér heima og í Kaup-
mannahöfn og tók lokaáfanga
þar 1984. En alla tíð frá stúd-
entsprófi heyjaði hún sér
menntun á ólíkustu sviðum. Í
mörgum löndum, borgum og
skólum eignaðist hún víðan
reynsluheim, þangað sótti hún
gott krydd í skrifin sín. Inga
sleit samvistum við Leif Þór-
arinsson, en seinni lífsförunaut-
ur hennar, Kristján Árnason,
sem reyndist henni svo vel,
syrgir hana látna. Þau áttu
traust og fallegt samband og
innileg samúð mín er með hon-
um og með börnunum hennar,
sem minna mig á lífshamingju
okkar, fjölskyldum þeirra og
systrum hennar tveim. Elsku
vinir, forsjónin gefi ykkur
gleðina og lífið góða sem Inga
Huld óskaði ykkur til handa.
Blessuð sé minning hennar.
„Hjarta mitt brotnaði í þúsund mola,
en ég hef ekki glatað neinum
þeirra.“
Þín Rikka.
Friðrika Gunnlaug
Geirsdóttir.
Það kom flatt upp á mig að
lesa að kunningjakona mín,
Inga Huld Hákonardóttir, hefði
látist. En hana þekkti ég eink-
um sem eiginkonu míns góða
vinar úr Grikklandsvinafélag-
inu Hellas, Kristjáns Árnason-
ar, og sem fyrrverandi bók-
menntafræðikennara minn í
Háskóla Íslands.
Ég hafði nýverið sent til
þeirra eintak af nítjándu bók
minni, „Sögur og þýdd ljóð“; og
er að uppistöðu ljóðaþýðingar
mínar frá fornöld Grikkja og
Rómverja. En þau hefðu bæði
haft áhuga á henni; verandi
sögulega sinnuð og skráð sem
þýðendur með meiru í félaga-
tali Rithöfundasambands Ís-
lands. (Og sú bók gerir einnig
skáldkonum fornaldarinnar
hátt undir höfði.)
Ég sé nú, að Inga Huld hef-
ur verið leiðandi í þeirri bylgju
kvenréttindarithöfunda sem fór
af stað í kringum 1970. En það
varð einkum mín kynslóð; sem
var um fimmtán árum yngri, og
einnig mömmu; blaðamennsku-
rithöfundarins og sagnaskálds-
ins Amalíu Líndal, sem urðu þá
til að svara kallinu.
Ég vil kveðja hana með
minningarljóði mínu um skáld-
konuna Saffó frá Lesbos, sem
var uppi á sjöundu öld f. Kr.;
en hún varð helsta skáldkona
sögunnar næstu tvö þúsund ár-
in á eftir og rúmlega það. Það
ljóð er að finna í fjórtándu
ljóðabók minni; Lífljóðum
(2013), og heitir Eykonan
Saffó. En það hefst með þess-
um orðum:
Saffó orti um
purpuralitar svuntur frá Sardis
sem bylgjuðust í andblænum.
á Lesbos, því þar bylgjast líka and-
vari
rétt eins og á öðrum eyjum.
Og Lesbos: ein önnur grjóthrúgan
í Miðjarðarhafi: sem
ímyndunanarafl Saffóar gæddi þó
lífi:
Saffó reyndist vera helsta planta
eyjarinnar:
ef ekki alls eyjahafsins?
Tryggvi V. Líndal.
Ég er dæmalaust þakklát
fyrir að hafa kynnst Ingu Huld
og notið vináttu hennar og
visku. Hún var engri lík nema
sjálfri sér … og stundum ekki
alveg.
Hún sagðist kunna vel við
sig hátt uppi, hún sagði það
vitaverðinum og hún sagði mér
það og vitavörðurinn í Stór-
höfða hló og sagði að hún hlyti
að kunna best við sig „uppi á
þaki í heiminum“. „Það getur
vel verið satt, ég get alveg
ímyndað mér það,“ sagði Inga
Huld.
Hún hafði ráðið sig í vitann
sumarlangt út af bókinni um
Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, til
að fá næði. Stundum fannst
mér ég vera stödd í málverki
eftir Van Gogh, sagði hún
seinna þegar hún kom úr vit-
anum, birtan svo skær og lit-
irnir sterkir.
Í Kaupmannahöfn hitti ég
Ingu Huld og fjölskyldu hennar
fyrst, og við vorum nágrannar í
Vesturbæ Reykjavíkur þegar
hún vann sína fyrstu bók, við-
talsbókina Hélstu að lífið væri
svona (1981). Það reyndist mér
lærdómsríkt að fá innsýn í þá
vinnu. Inga Huld varð á svo
margan hátt snjall leiðbeinandi
í mínu lífi. Hún var fagurkeri
og haldin merkilegri mann-
þekkingu. Með auðmýkt og
dirfsku í senn nálgaðist hún
verkefni sín og fann töfra ævi-
sögunnar í að viðfangsefnið er
manneskjan sjálf. Aldrei heyrði
ég hana hallmæla nokkrum.
Sama hve undarlega fólk hag-
aði sér, hún glímdi með natni
við að átta sig á hvað olli, tók
upp málstað þeirra sem minna
máttu sín og kunni að hlúa að,
láta orðin virka.
Fegurð er vandmeðfarin
gáfa, sagði hún eitt vorkvöld í
Reykjavík og hlúði þannig að
fegurðarskyni hlustandans.
Með klókindum kom hún mér í
skilning um að ég þyrfti
kannski að mennta mig smá til
að geta leyft mér að halda
áfram að skrifa.
Inga Huld reyndist aldrei
langt undan, sama hvort vant-
aði góð ráð, orð, uppskrift að
hádegisverði fyrir tónlistarfólk,
ferðafélaga í leikhús eða sund í
Reykjavík, gistingu í Kaup-
mannahöfn eða fyrirlesara
handa fróðleiksfúsum Íslend-
ingum í Gautaborg.
„Ætli sé ekki best að birtast
á spariskónum,“ sagði hún þeg-
ar við fylgdumst að í blaða-
kvennahlutverki með heimalit-
að hár á Bókastefnuna í
Gautaborg haustið 1986, þá
glænýtt og forvitnilegt fyrir-
bæri. Síðasta heimsókn hennar
hingað til Gautaborgar varð
tæpum 20 árum seinna,
snemma árs 2006, í boði okkar
sem höfðum hrifist af snilld-
arverkinu Fjarri hlýju hjóna-
sængur. Nú kom hún með nýtt
efni úr Íslandssögunni. Ég
missti af þeim fyrirlestri vegna
veikinda en hún kom til mín,
færði mér bleika snyrtituðru til
að hafa á spítalann, skreytta
fiðrildi úr glerperlum.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að vera samferða meðan
ég enn var ung. Hún er fyrir
löngu ódauðleg í mínu lífi, svo
margt sem hún kenndi mér og
gaf. Samt sakna ég hennar og
syrgi. En ég sé hana fyrir mér,
með hrynjandina í þykku dökku
hárinu og bergmál af hiki í
röddinni. Uppi á þaki í heim-
inum.
Elsku Alda Lóa, Tóti og
Tumi, Hjördís og Hildur. Og
Kristján. Ég votta ykkur inni-
lega samúð, svo og fjölskyldum
ykkar og öðrum ástvinum
hennar og vinum.
Kristín Bjarnadóttir.