Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 ✝ Guðgeir HallurHeimisson fæddist í Reykjavík 26. september 1956. Hann lést á heimili sínu 1. júní 2014. Foreldrar hans eru Heimir Björn Ingimarsson og Stefanía Rósa Sigurjónsdóttir. Systkini Halls eru 1) Sigþór, í sambúð með Hildi Óladóttur, börn Sigþórs af fyrra hjónabandi eru Atli, Olga og Einar, 2) Lára Ósk, hennar mað- og Guðgeir Rúnar, 2) Benjamín Ingi, f. 1989, sonur hans og Fanndísar Óskar Brynjars- dóttur er Fenrir Ingi. Fyrir átti Hallur soninn Þröst, f. 1980, móðir hans er Kristbjörg Hilm- arsdóttir. Frá unga aldri stund- aði Hallur sjómennsku og lauk stýrimannsprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1979. Eftir að hann hætti til sjós starfaði hann sem bókari hjá Hagþjónustunni á Akureyri þangað til hann veiktist í janúar síðastliðnum. Hallur var virkur í ýmsum félagsstörfum, m.a. Samfylkingarfélaginu á Akur- eyri og var þar formaður um tíma, Hollvinum Húna, Strand- menningarfélaginu og AA sam- tökunum. Útför Halls verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 12. júní, 2014, kl. 13.30. ur er Björn Krist- inn Björnsson, þeirra börn eru Heimir, Laufey og Björk, 3) Hafþór Ingi, hans kona er Jenný Valdimars- dóttir, þeirra börn eru Össur og María. 3. september 1983 kvæntist Hallur eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Benja- mínsdóttur, f. 5.9. 1961. Þeirra börn eru 1) Rósa Dröfn, f. 1985, börn hennar og Inga Karls Sig- ríðarsonar eru Sigríður Karen Elsku hjartans Hallur minn. Ég var á ferð og flugi ástin mín, og alltof sjaldan fékk ég notið þín, þvílíkar tarnir enn ég ekki skil, því miklu minna hefði dugað til. Og vorið leið og við tók sumarið, við áttum samleið, gengum hlið við hlið. Lifðum marga gleði og gæfustund, við örlög grá við áttum seinna fund. Lífið er vatn sem vætlar undir brú, og enginn veit hvert liggur leiðin sú. En þegar lýkur jarðlífsgöngunni, aftur hittumst við í blómabrekkunni. Og þó nú skilji leiðir að um sinn, þér alltaf fylgir vinarhugur minn. Ég þakka fyrir hverja unaðsstund, við munum aftur eiga endurfund. Alltaf fjölgar himnakórnum í, og vinir hverfa, koma mun að því. En þegar lýkur jarðlífsgöngunni, aftur hittumst við í blómabrekkunni. (Magnús Eiríksson) Takk fyrir allt og allt elsku Hallur minn og Guð geymi þig. Þín, Sigríður Benjamínsdóttir (Sigga). Elsku Hallur, nú er lífs- göngu þinni lokið hér í heimi og viljum við þakka þér sam- fylgdina undanfarna áratugi. Minningin um góðan dreng mun lifa með okkur. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farinn þú sért, og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Elsku Sigga systir, Rósa, Benni, Þröstur, foreldrar Halls, systkini og ástvinir allir, Guð gefi ykkur styrk. Anna og Brynjar. Genginn er Hallur svili minn eftir snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Krabbinn náði honum og hafði betur. Ég kynntist Halli fyrst fyrir rúmum þrjátíu árum þegar við Greta byrjuðum að stinga saman nefjum. Hann var þá á sjó og þau Sigga bjuggu í Sta- pasíðunni. Skömmu síðar fluttum við Greta af landi brott og það var í raun ekki fyrr en við komum aftur heim eftir þriggja ára fjarveru að kynnin urðu meiri. Og sam- gangurinn var alltaf mikill, sérstaklega meðan þær syst- urnar voru báðar heimavinn- andi með lítil börn og bjuggu í nánd hvor við aðra. Það sem mér er minnis- stæðast er rimmurnar sem við Hallur tókum um pólitík, en þær voru ófáar. Við vorum kannski ekkert á ósvipaðri línu í pólitíkinni en gátum samt alltaf rifist og tekist á um hana enda lítið gaman að því að vera alltaf sammála. Þegar bullið í mér gekk alveg fram af Halli byrjaði hann setningarnar yfirleitt á „Helgi Haraldsson!“ og það var ánægjulegt að heyra hann vera kominn í þennan gír núna fyrir nokkrum vikum síðan meðan veikindin slökuðu að- eins á klónni gagnvart honum. Hallur var jafnaðarmaður og virkur innan Samfylking- arinnar hérna á Akureyri. Hann sat í nefndum og stjórn- um og lét ekki sitt eftir liggja á þeim vettvangi. Eftir að hann kom í land hélt hann tengslum við sjómennskuna með því að vera í Hollvina- félagi Húna og sigldi með Húna síðastliðið sumar, fræga ferð. Eftir að hann veiktist varð ferðin honum afar hug- leikin og greinilegt að hann hafði notið hennar og fé- lagsskaparins mikið. Það var líka ánægjulegt að upplifa tryggð þeirra Húnafélaga við Hall eftir að hann veiktist, en slík tryggð er þakkarverð og greinilegt að hún var honum og fjölskyldunni mikils virði. Hallur var hvorki með há- vöxnustu mönnum né fyrir- ferðarmikill en hópurinn í kringum hann var stór og þéttur. Það sýndi sig best þeg- ar vinir hans tóku sig til og héldu styrktartónleika fyrir hann og fjölskylduna núna í maí. Akureyrarkirkja var fengin undir tónleikana og dugði varla til því hún fylltist og það var alveg ótrúlegt að vera þar og upplifa samkennd- ina sem einkenndi það kvöld. Ég hef sjaldan verið jafn stolt- ur af okkar norðlenska sam- félagi og það kvöld. Hallur hafði enda lagt mikið til þessa samfélags, í gegnum sveitar- stjórnarpólitíkina, Hollvini Húna, AA samtökin og fleira. Hallur háði sína baráttu keikur og lét ekki bugast. Það var við hæfi að hann kveddi á sjómannadaginn því sjórinn og sjómennskan átti stóran hlut í honum. Hallur minn, við Greta þökk- um þér samfylgdina og hlökk- um til að hitta þig aftur í Blómabrekkunni. Við vottum Siggu, Rósu, Benna, Þresti og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Helgi. Elsku Hallur minn. Mikið finnst manni lífið geta verið ósanngjarnt. Minningarnar eru margar, hvort sem það var í Stapas- íðunni eða í bústaðnum ykkar. Ég var oft hjá ykkur Siggu sem barn og þið voruð alltaf svo góð við mig. Lífið er ekki alltaf auðvelt og síðustu mán- uðir hafa verið erfiðir, því við vissum hvert stefndi. Það var yndislegt að fá ykk- ur til mín í janúar og ég gerði mitt besta til að elda góðan kvöldmat handa ykkur, þar sem ég er ekki sú besta í eld- húsinu. Þú talaðir sérstaklega um hvað maturinn var góður, það gladdi mig. Ég reyndi að koma norður eins oft og ég gat síðastliðna mánuði til að knúsa þig og spjalla. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað núna, þar sem þér líður vel. Ég veit að þar geturðu gert það sem þú vilt og tekið í nefið eins og þig lystir. Andreu, Elísu og Brynjari Narfa fannst þú svo skemmti- legur og stríðinn, enda varstu í góðri æfingu með barnabörnin þín og þau voru heppin að eiga þig sem afa. Elsku besta Sigga frænka, hugur minn er hjá ykkur öll- um. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ebba Særún Brynj- arsdóttir og fjölskylda. Í fimmtán ár höfum við setið vikulega fundi með fólki sem lærir að sætta sig við það sem það fær ekki breytt. Þar er unnið að mannrækt sem skilar oft góðum árangri, æðruleysi og lífsfyllingu. Hallur sat ætíð á sama stað við borðendann og tók í nefið. Hann mætti venju- lega fyrstur og sþegar ég gekk inn skaut hann á mig ýmsum athugasemdum: „Nei, nei, sjáiði hver er kominn, þessu átti maður nú ekki von á, ég er svo aldeilis hissa.“ Ég svaraði með álíka gáfulegum athuga- semdum á móti, fékk mér sæti og skömmu síðar hófst fundur. Svona var þetta alla föstudaga, hlýlegt og alltaf með sama sniðinu. Þegar hann tjáði sig ræddi hann grunngildin, hegð- un og hamingju, verðmætin sem fólgin eru í fjölskyldunni og var áberandi stoltur af barnabörnunum. Hann var tryggur og til staðar fyrir aðra. Hann var sjálfur þessi mikil- væga fasta stærð í okkar hópi, sat á sínum stað og tjáði sig um það sem máli skiptir. Fátt er mikilvægara en reglufesta og merkilegt hvað hún gerir mann hamingjusaman. Halli verður aldrei fullþakkað fyrir að hafa verið nákvæmlega eins og hann var. Allan tímann. Þessi dreng- ur var eðaleintak. Margir eiga um sárt að binda og þeim er vottuð djúp samúð. Þessi stutta kveðja er rituð fyrir mína hönd og hópsins. Nú verður engu breytt en það er erfitt að sætta sig við þetta. Bjarni Hafþór Helgason. Hallur Heimisson, vinur minn og samherji til margra ára, er fallinn frá. Farinn í sína hinstu sjóferð. Samstarf okkar Halls hófst á tröppum Lárus- arhúss á haustdögum 2005. Framundan var undirbúnings- vetur fyrir sveitarstjórnar- kosningar á vori komandi og það þurfti að gera klárt. Þar kom Hallur ætíð fyrstur að, fyrsti háseti í Lárusarhúsi. Staðan var ekki góð. Eini bæjarfulltrúi Samfylkingarinn- ar á Akureyri hafði flutt sig yf- ir á íhaldið og öll gögn þurfti að sækja í Ráðhúsið. Hallur átti því mörg spor í Ráðhúsið þann veturinn. Eins og gengur þá gat hvesst á fundum í Lár- usarhúsi og jafnvel talsverður öldugangur. En alltaf stóð Hallur pollrólegur vaktina og róaði ölduganginn. Hallur var nefnilega maður friðsemdar og æðruleysis. Um langt skeið hélt Hallur utan um reikningshald flokks- ins bæði á bæjar- og kjördæm- isvísu. Hallur var menntaður á þessu sviði og sá alltaf leiðir út úr þrengstu skerjagörðum fjármálanna. Hallur sinnti ekki einungis félagsmálum stjórnmálanna heldur einnig þeirra sem minna mega sín. Þá var hann einnig innanborðs á Húna II og fór í sögulega ferð kringum landið á síðasta ári. En minningin um Hall er skýr. Sé hann enn fyrir mér á góðum sigurdegi að vorlagi 2006 á tröppunum á Lárusar- húsi. Með glettni í augum og gleði í hjarta. Far vel, kæri vinur og góða ferð um himnahöfin. Sigríði og börnunum sendi ég mínar sam- úðarkveðjur. Kær kveðja úr Kópavogi. Gísli Baldvinsson. „Nei, ert þú hér skrattakoll- ur?“ sagði Hallur við mig þeg- ar ég heilsaði upp á hann í lok styrktartónleika sem haldnir voru fyrir hann og fjölskyldu hans í Akureyrarkirkju fyrir nokkrum vikum. Þótt mjög væri af honum dregið var grág- lettnin fylgifiskur hans allt til enda. Það var mannbætandi að fá að taka þátt í þeirri stóru uppákomu sem styrktar- tónleikarnir voru, með Halli og fjölskyldu hans. Troðfull Ak- ureyrarkirkja og rausnarskap- ur tónlistarfólks bar vitni um þann góða hug sem vinir og samferðamenn báru til þessa öðlingsmanns. Við í Samfylkingunni eigum Halli mikið að þakka. Um ára- bil gegndi hann trúnaðarstörf- um fyrir flokkinn á Akureyri og í Norðausturkjördæmi og var formaður Samfylkingar- innar á Akureyri, allt þar til hann veiktist í upphafi ársins. Skrifstofa hans var fyrsti við- komustaður minn og þing- manna flokksins þegar við komum norður síðasta haust til fundahalda og hann var ávallt fyrsta andlit sem mætti manni í flokkserindum á Akureyri. Persónulega þakka ég honum eindreginn stuðning sem aldrei hvikaði. Fyrir hönd Samfylk- ingarinnar – jafnaðarmanna- flokks Íslands þakka ég sam- fylgd og fórnfýsi í þágu hreyfingar jafnaðarmanna. Fjölskyldu hans færi ég okkar innilegustu samúðarkveðjur. Árni Páll Árnason. Kveðja frá Hollvinafélagi Húna II Fallinn er frá Guðgeir Hall- ur Heimisson. Hallur, eins og hann var jafnan kallaður, gekk í Hollvinafélag Húna II er það var stofnað og var kosinn í stjórn félagsins árið 2006. Hann tók fljótt við gjaldkera- starfinu og gegndi því allt þar til að hann veiktist í upphafi þessa árs. Hann var ötull og útsjónarsamur gjaldkeri er gegndi starfi sínu af natni og trúmennsku. Hallur hafði mik- inn metnað fyrir hönd félags- ins og vildi hag þess sem mest- an og tók virkan þátt í allri starfsemi þess eins og sigling- um og viðhaldsvinnu. Reynsla hans til sjós kom þar vel fram, hann var snöggur til og kunni vel til verka og var öruggur í sínum störfum. Hallur tók þátt í hringferðum Húna II á síð- astliðnu sumri og þar var rétt- ur maður á réttum stað því Hallur átti auðvelt með að um- gangast fólk og stutt var í húmorinn og augljóst að hann naut sín vel í þessum ferðum. Hallur hafði mikinn áhuga á öllu sem tengist bátum, varð- veislu þeirra og þeirrar menn- ingararfleiðar sem tengjast bátum og sjósókn og náði sá áhugi út fyrir ramma Hollvina- félagsins. Hallur tók þátt í að stofna Strandmenningarfélag Akureyrar og var að vinna í því með öðrum að bjarga fleiri bát- um, öðrum munum og verð- mætum frá glötun þegar hann féll frá. Hér er verk að vinna fyrir okkur sem eftir stöndum. Það er stundum sagt að það sé erfitt að kynnast Akureyr- ingum, en starf mitt með holl- vinum Húna II sýnir, allavega hvað mig varðar að það er ekki rétt. Þar átti Hallur drjúgan þátt í að bjóða mig velkominn og koma mér í hópinn sem ég er mjög þakklátur fyrir. Hallur hafði munstrað sig á stóru sigl- ingu sumarsins á mikla strand- menningarhátíð í Osló. Örlögin gripu hinsvegar inn og hann var munstraður í aðra ferð. Enginn mun svikinn af því að hafa hann um borð á þeirri siglingu en hans mun verða sárt saknað úr okkar áhöfn. Eftirlifandi eiginkonu, Sig- ríði Benjamínsdóttur, börnum þeirra og foreldrum hans og öðrum aðstandendum vottum við samúð okkar. Fyrir hönd Hollvinafélags Húna II, Hjörleifur Einarsson, formaður. Guðgeir Hallur Heimisson ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður míns, RAGNARS BÖÐVARSSONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Böðvar Jens Ragnarsson. „Kvíga í skurði!“ Þegar þessi skila- boð komu var eins gott að mæta í kjaftaklúbbinn því þá var von á tíðindum. Klúbb- urinn stóð saman af nokkrum vinnufélögum í Gagganum ásamt fleiri vinum. Meðlimir komu hver úr sinni áttinni með mismunandi Sigurður Eggert Davíðsson ✝ Sigurður Egg-ert Davíðsson fæddist 12. júlí 1946. Hann lést 15. maí 2014. Kveðju- stund Sigurðar var 23. maí 2014. bakgrunn og ein- kenndist samveran af einlægri og góðri vináttu. Aðalmaður- inn var Siggi Dav- íðs, hann var mið- punkturinn og eru upphafsorðin frá honum komin. Ef rétt er munað eru þau fengin að láni úr forsíðufrétt í dagblaðinu Degi á Akureyri. Hópurinn hélt þétt saman í löngu frímínútunum og hittist þar að auki einu sinni í viku í Kristjánsbakaríi í Sunnuhlíð og síðar á Café Karólínu á Akureyri. Hópnum var ekkert óviðkom- andi. Málefni bæjarins og bæjar- búa voru vinsælt umræðuefni og fékk hver málaflokkur sann- gjarna umfjöllun eða þannig. Starfsemi klúbbsins lá niðri um árabil en síðustu endurfundir voru fyrir fimm árum og var þá eins og hópurinn hefði hist í gær. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í hópinn því að aðalmað- urinn, Siggi Davíðs, er fallinn frá. Við sem eftir sitjum eigum bara góðar minningar um okkar kæra vin, því að aldrei bar skugga á vináttuna og það voru öngvar „skandínavískar vælu- uppákomur“ í okkar hópi. Siggi Davíðs var traustur vinur, hjartahlýr, kjaftfor, með bíla-, úra- og gleraugnadellu, lestrar- hestur, elskaði konu sína og börn heitt, eldaði góðan grjónagraut, var stoltur Eyrarpúki og Þórs- ari, frábær kennari, góður sögu- maður og þannig mætti lengi telja. Sögurnar eru ótalmargar sem hægt er að segja um þennan mæta mann en það er með þær eins og myndirnar úr einni af vorferðum starfsmanna Gaggans á árum áður, að best er að halda þeim aðeins fyrir fáa útvalda og þökkum við fyrir að á þeim tíma var ekkert internet né myndsím- ar. Elsku Regína og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Helga Steinunn Guð- mundsdóttir, Bryndís Arnardóttir, Sólveig Hrafnsdóttir, Hjördís Stefánsdóttir, Óskar Kristinsson, Baldvin Ringsted, Jóhannes G. Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.