Morgunblaðið - 12.06.2014, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014
Smáauglýsingar 569 1100
Gisting
Hótel Sandafell, Þingeyri
auglýsir
Gisting og matur. Erum með 2ja
herb. orlofsíbúð til leigu.
Verið velkomin.
Hótel Sandafell Sími 456 1600.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Fornbílar í giftingar, afmæli og
aðra viðburði.
Nánari upplýsingar á
fornbilaleiga@gmail.com
TILBOÐ – TILBOÐ
Sérstakir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Tilboðsverð: 3.500.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
NÝ SENDING!
Teg. 1513: Fallegir, mjúkir og
þægilegir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 41.
Verð: 15.785.
Teg. 1213: Fallegir, mjúkir og
þægilegir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 41.
Verð: 15.900.
Teg. 6113: Fallegir, mjúkir og
þægilegir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Litir: bleikt og
svart/grátt. Stærðir: 36 - 41.
Verð. 15.900.
Teg. 6103: Fallegir, mjúkir og
þægilegir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 37 - 41.
Verð: 15.900.
Teg. 6050: Fallegir, mjúkir og
þægilegir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 41.
Verð: 16.455.
Teg. 6054: Fallegir, mjúkir og
þægilegir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Litir: grátt og svart.
Stærðir: 36 - 42. Verð: 14.685.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.– föst. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Frú Sigurlaug
Mjóddin s. 774-7377
Sundbolir • Tankini
Bikini • Náttföt
Undirföt • Sloppar
Inniskór • Undirkjólar
Aðhaldsföt
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Laga veggjakrot,
hreinsa þakrennur,
laga ryð á þökum
og tek að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
✝ Sigurður ÖrnÚlfarsson
fæddist á Siglu-
firði 3. janúar
1969. Hann lést í
Reykjavík 2. júní
2014.
Móðir hans er
Heiðrún Hulda
Guðmundsdóttir,
fv. póstfulltrúi í
Hafnarfirði, og
faðir hans Úlfar
Sæmundsson. Björn Matthías-
son hagfræðingur er stjúpfað-
ir hans. Systir hans er Sólborg
Gígja Guðmundsdóttir, f. 1.
ágúst 1973, gift Kjartani Þor-
valdssyni og búa þau í Garði,
Gerðahreppi.
Sigurður fluttist með móður
sinni til Hafnarfjarðar. Hann
lauk barnaskólaprófi frá
Lækjarskóla í Hafnarfirði og
stundaði nám við Vélskólann
um tíma en hélt síðan til sjós
og stundaði ýmis störf, aðal-
lega við vélvirkjun. Hann var
m.a. verkstjóri hjá Hampiðj-
unni í nokkur ár
og dvaldi um tíma
í Litháen við upp-
setningu á verk-
smiðju Hampiðj-
unnar þar í landi.
Fyrir u.þ.b. áratug
réðist hann til
verslunarinnar
Poulsen í Skeif-
unni þar sem hann
starfaði sem deild-
arstjóri í bílrúð-
udeild. Árið 2006 kvæntist
Sigurður eftirlifandi eigin-
konu sinni, Hildi Steindórs-
dóttur. Þau eignuðust saman
dótturina Guðrúnu Huldu, f.
17. mars 2006, en fyrir átti
Hildur dótturina Drífu Hrönn
Jónsdóttur, f. 5. apríl 1998,
með Jóni Birni Njálssyni, og
Sigurður hafði eignast soninn
Hermann Örn, f. 13. ágúst
1998, með Dagnýju Her-
mannsdóttur frá Stykkishólmi.
Útför Sigurðar verður frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 12.
júní 2014, kl. 13.
Það er eiginlega erfitt að
trúa því að Sigurður minn skuli
vera horfinn af jörðu hér. Það
eru aðeins nokkrir dagar síðan
ég heyrði síðast í honum. Þá
var létt yfir honum, hann glað-
legur og greiðvikinn að vanda.
Það hafa verið margar stund-
irnar sem hann og fjölskylda
hans hefur setið hér við mat-
arborðið hjá okkur og við öll
hlegið og gantast.
En nú verður manni orða
vant. Við, ástvinir hans, vissum
að hann var með sjúkdóm á
bakinu sem hann réði ekki við,
sjúkdóm sem að lokum heltók
hann.
Við gerðum allt sem í okkar
valdi stóð til að hjálpa honum,
sérstaklega Hildur konan hans
og Gunnar Júlíusson vinur hans
sem fylgdi honum af staðfestu á
síðustu metrunum. En Sigurði
tókst ekki að flýja örlög sín.
Þegar hann var látinn hvíldi
friður yfir svip hans. Það var
auðséð að hann hafði náð þeirri
ró sem hann óskaði, og það er
okkur huggun harmi gegn. Hvíl
í friði, góði drengur og hjartans
vinur.
Björn Matthíasson.
Ég hefði aldrei trúað því að
ég yrði ekkja 39 ára. Það virð-
ist svo stutt síðan ég sá þig
fyrst, laugardagskvöldið 2. des-
ember árið 2000. Þú mundir
alltaf eftir því hvernig ég var
klædd það kvöld. Þegar þú rifj-
aðir það upp kom fallegt bros
hjá þér. Við byrjuðum nánast
strax upp frá því að búa saman.
Þá voru börnin okkar Hermann
Örn og Drífa Hrönn tveggja
ára.
Við trúlofuðum okkur 23.
desember 2001 og giftum okkur
14. júlí 2006, í skírn Guðrúnar
Huldu okkar. Við upplifðum
margt saman, skin, skúrir,
ferðalög.
Ég mun geyma okkar minn-
ingar vel. Ég mun passa upp á
demantana okkar þrjá vel,
Siggi minn. Tíminn líður, Drífa
Hrönn orðin 16 ára, Hermann
Örn að verða 16 og Guðrún
Hulda átta ára.
Mig langar að kveðja þig
með kveðju sem við notuðum
dags daglega þegar við kvödd-
um hvort annað:
See you when I see you, in a
while crocodile.
Hildur Steindórsdóttir.
Elsku pabbi okkar.
Við kveðjum þig hinstu
kveðju vitandi það að nú ert þú
hinum megin og fylgist með
okkur þaðan og hugsar hlýtt til
okkar. Þú varst ekki fullkominn
en við eigum öll okkar slæmu
daga.
En alltaf varstu samt hjálp-
samur með ýmislegt og gerðir
mikið fyrir okkur. Við vitum
líka að nú hvílir þú í friði og þér
líður loksins vel. Við elskum þig
og söknum þín.
Börnin þín,
Hermann Örn, Drífa
Hrönn og Guðrún Hulda.
Elsku vinur, mig langaði að
senda þér þessi orð sem mér
finnst passa þér svo vel.
Þú ert sérstakur
vegna þess að þú ert vinur einhvers.
Þú hefur snert líf einhvers
á sérstæðan hátt eins
og enginn annar getur.
Þú hefur verið til staðar
þegar einhver þarfnaðist þín,
þegar einhver var hryggur og
einmana.
Þú hefur huggað,
þú hefur látið einhvern brosa.
Þú hefur verið til að fagna
góðu dagana
og hlustað þegar einhver þurfti að
tala.
Þú ert sérstakur
vegna þess að þú ert vinur minn
og ég met allt sem þú
hefur gert fyrir mig.
Elsku Hildur og fjölskylda,
ég votta ykkur mína dýpstu
samúð. Góður drengur er fall-
inn frá.
Kæri vinur, ég bið engla
Guðs um að fylgja þér í þessum
nýja leiðangri þínum og bið um
styrk handa konu þinni og
börnum.
Þinn vinur,
Guðrún Pálsdóttir.
Sigurður Örn
Úlfarsson
Villa í undirskrift
Þau leiðu mistök urðu við úr-
vinnslu minningargreinar um
Gunnar
Benedikt
Benediktsson
að nafn Öldu
Steingríms-
dóttur varð
viðskila við
nöfn systra
hennar í und-
irskrift en
undirskriftin átti í raun að
vera þessi:
Sólveig, Svava Ásdís,
Guðrún, Edda Hrönn,
Alda, Kolbrún Lind og
Rósa Steingrímsdætur.
Eru hlutaðeigendur beðnir
velvirðingar á þessum mis-
tökum.
LEIÐRÉTT