Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 25

Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 fjölskyldu og vina Hrundar. Minningin um yndislegu Hrund lifir, alltaf. Svanhildur Ólöf Þórsteins- dóttir, Arndís Sævarsdóttir og Patricia M. Bono. Í dag kveð ég elskulega vin- konu mína, hana Hrund Gunnars- dóttur, sem mér þykir svo enda- laust vænt um. Við kynntumst fyrst fyrir rúm- lega tuttugu árum og ég gleymi því aldrei þegar ég hitti hana fyrst; fallegt bros, ótrúlega skemmtileg og hláturmild og al- gerlega einstakur húmor. Hún var sérstaklega hjartahlý mann- eskja og var alltaf með fullt heim- ili af dýrum og mátti aldrei neitt aumt sjá. Heimilið hennar Hrundar var alltaf fallegt og hlý- legt og var það lýsandi fyrir hana og hversu handlagin og mikill listamaður hún var. Hún málaði einstakar myndir og þegar ég eignaðist strákana mína teiknaði Hrund upp Vögguvísurnar og setti í ramma og héngu þær yfir rúmum þeirra í fleiri, fleiri ár. Þessar teikningar voru eitt það fallegasta sem ég fékk við fæð- ingu þeirra. Hrund var þrautseig og vissi hvað hún vildi, og þegar hún, til dæmis, ákvað að hún vildi vinna hjá Stöð 2 sem grafískur hönn- uður, án þess að vera með mennt- unina, þá las hún allar þær bækur sem hún komst í, æfði sig, komst í atvinnuviðtal, rúllaði því upp og fékk vinnuna. Í gegnum starf sitt sem grafískur hönnuður skein hversu flottur listamaður hún var. Hrund giftist Einari 1998 og saman gengu þau í gegnum súrt og sætt. Það var oft sem ég hugs- aði að nú væri nóg á hana vinkonu mína lagt, en hún reis alltaf upp aftur, sterkari, fallegri og hlýrri en nokkru sinni áður og alltaf með þennan einstaka húmor. Ég á nokkrar minningar sem standa upp úr og eru sérstaklega minn- isstæðar: Þegar hún lá á sjúkra- húsi 2011 að jafna sig eftir upp- skurð og við Lena og Ólöf fórum að heimsækja hana, hlógum út í eitt og gerðum grín hver að ann- arri og Hrund hló mest. Þegar við vinkonurnar fórum í kvennareið um Löngufjörur sumarið 2012 og Hrund lét engan bilbug á sér finna, naut veðursins, hrossanna og náttúrunnar eins og henni einni var lagið. Þegar við vinkon- urnar hittumst síðast í dögurði á Bergssyni í febrúar 2014 og grét- um úr hlátri yfir öllu mögulegu og ómögulegu. Þvílíkur húmor og þvílík gleði sem hún vinkona mín átti til, það var algerlega einstakt. Ég er ríkari að hafa fengið að kynnast Hrund og vera vinkona hennar, og ég geymi minningar um einstaka konu. Elsku Einar, elsku Ólöf, vin- kona Hrundar síðan þið voruð litlar stelpur, elsku Bjarney og Gunnar, elsku Arnar og fjöl- skylda, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið alla góða vætti að vera með ykkur í þessari miklu sorg, minn- ingin um einstaka eiginkonu, vin- konu, dóttur og systur lifir með okkur. Elísabet Austmann (Lís) og Hilmar. Elsku Hrund mín, ég trúi því varla að þú sért farin. Þetta bar svo fljótt að. Þegar ég fékk frétt- irnar af andláti þínu fylltist hugur minn af minningum um þig. Við kynntumst ungar og minn- ingarnar eru margar. Þú varst yndisleg manneskja, svo hjartahlý og góð. Þrátt fyrir þín erfiðu veikindi varstu alltaf til staðar, dag sem nótt, eins og þú orðaðir það sjálf fyrir skömmu þegar ég vildi spjalla við þig. Allt- af varstu kát og glöð og stutt var í húmorinn hjá þér. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar meðal vina. Ég á margar margar góðar minningar eftir öll þessi ár. Þú varst sérlega iðin við að bjóða okkur vinkonunum heim og oftar en ekki varstu búin að setja köku eða eitthvert annað góðgæti í ofn- inn. Það var svo gott að koma til þín á þitt fallega heimili. Ég kveð þig nú, elsku Hrund mín, og þakka þér fyrir allt. Elsku Einar, Bjarney, Gunnar, Arnar og fjölskylda, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Þín vin- kona, Linda. Hún Hrund mín er látin langt fyrir aldur fram. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu aðeins 44 ára gömul. Við urðum vinkonur fyrir 20 árum þegar við bjuggum saman í Sádi-Arabíu. Minningarnar streyma með tárunum þar sem ég fer í gegnum bréf, myndir og föx- in öll sem hún sendi mér. Okkur leiddist aldrei saman og hláturinn og grínið var alltaf það sem stóð upp úr, alveg sama hvað á gekk. Við ferðuðumst saman til Kaíró og þaðan fórum við og skoðuðum píramídana. Það er lýsandi fyrir Hrund að hún mætti í nælon- sokkum og stuttbuxum enda var hún alltaf vel til höfð. Við héldum áfram að vera bestu vinkonur þegar heim var komið og þegar hún flutti á Ljós- vallagötuna með kettina sína fjóra bjó ég með henni þar í nokkra mánuði. Þetta var áhyggjulaus og yndislegur tími. Hún fékk mig með sér til Akur- eyrar í eitt skipti og þar málaði hún okkur í framan eins og ketti og lét mig maula kattamat í mat- vöruverslun til að kynna hvað þetta væri góður kattamatur. Þannig var hún, yndislega uppá- tækjasöm og fékk fólk til að gera allt fyrir sig. Hún Hrund mín kynntist Ein- ari sínum á þessum tíma. Ást þeirra var einstaklega falleg. Það leið ekki á löngu áður en þau giftu sig og hreiðruðu um sig í Hafn- arfirði í gullfallegu húsi. Smekk- vísi Hrundar er þar í öllum horn- um og hún var höfðingi heim að sækja. Hún naut þess að bjóða fólki heim og matarborðin svign- uðu undan kræsingum sem hún töfraði fram. Flest sem hún gerði var einhvern veginn töfrandi. En líf Hrundar minnar og Ein- ars var því miður þyrnum stráð. Fyrir 10 árum eignuðust þau dóttur sem var andvana fædd. Stúlkan var skírð Auður. Hún var þeirra eina barn. Sorg þeirra var mikil en stuttu síðar urðu þau fyr- ir öðru áfalli þegar Hrund greind- ist með krabbamein, fyrst í brjósti og síðar í lifur, en með vilj- ann að vopni sigraðist hún á þess- um vágesti í bæði skiptin. Á síðustu árum höfum við áfram gert skemmtilega hluti saman. Reiðtúr um Löngufjörur er mér ofarlega í huga, Kvenna- þingið og líka þegar við Ólöf og Diljá fórum að hitta Hrund og Einar í Harlem í New York, síð- asta haust. Það var yndislegt að vera með henni. Hún var ham- ingjusöm og lifði í núinu. Með að- stoð AA hafði hún tamið sér æðruleysi sem var aðdáunarvert. Í fyrra kom til þeirra elsku Kardelen, skiptinemi frá Tyrk- landi, og var húsið allt í einu fullt af unglingum sem Hrund elskaði að hafa í kringum sig. Hrund mín verður alltaf með mér. Vináttan, hlýjan, gleðin, hláturinn og öll góðu ráðin sem hún gaf mér munu fylgja mér út lífið. Ég mun ávallt sakna hennar og get með sanni notað hennar eigin orð „Í hjarta mínu ég þig geymi“. Elsku Einar minn, Túlla, Gunnar, Arnar, Kardelen og aðr- ir ástvinir. Við Sindri sendum ykkur öllum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Lena Magnúsdóttir. Í dag kveðjum við ástkæra vin- konu okkar, Hrund Gunnarsdótt- ur, sem var sú hjartahlýjasta, ör- látasta, fyndnasta og skemmtilegasta vinkona sem hægt er að óska sér. Það eru ótal minningar sem leita á hugann þegar við hugsum til hennar. Við minnumst hennar fyrst og fremst hlæjandi og segjandi krassandi skemmtisögur af sér og sam- ferðafólki sínu. Hún hafði ein- staka sýn á lífið og tókst öðrum betur að útlista í orðum og mynd- um hið kómíska í tilverunni. Hár- beitt kímnigáfa hennar gat á tíð- um verið skemmtilega kolsvört, og þær eru margar ógleymanleg- ar frásagnirnar, sögurnar og ný- yrðin sem munu ylja okkur og gleðja um ókomin ár. Við minn- umst ljóðsins hennar um ljótasta jólatréð, besta gamlárskvölds frá upphafi, færeyska þjóðdansins, gervitannanna og diskógallans. Við minnumst hjálpseminnar, samkenndarinnar og ósérhlífn- innar. Við minnumst líka æðru- leysis hennar og innri styrks við þung áföll í lífinu. Þegar við hitt- umst síðast allar heima hjá henni var eins og svo oft áður mikið hlegið og áttum við saman frá- bæra kvöldstund. Það verður tómlegt í hópnum án hennar en eflaust verða þar rifjaðar upp góðar minningar um Hrund og þannig geymum við hana í hjört- um okkar. Elsku Hrund, hafðu þökk fyrir vináttuna og samfylgdina í gegn- um árin. Við munum sakna þín. Elsku Einar, Bjarney, Gunnar og fjölskylda, við vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð. Megið þið finna styrk í minningunni um einstaka stúlku. Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Bryndís Kjartansdóttir, Sigríður Másdóttir. Það er erfitt að sætta sig við það þegar góð vinkona deyr langt fyrir aldur fram. Í dag kveðjum við góða vinkonu okkar, Hrund Gunnarsdóttur, í hinsta sinn. Hún Hrund var einstaklega hjartahlý og brosmild en um leið hörð af sér og ósérhlífin. Það var alltaf stutt í hláturinn og hún gerði óspart grín að sjálfri sér, enda mikill húmoristi og grallari. Hrund átti afskaplega fallegt heimili, hún var mikil smekk- manneskja og höfðingi heim að sækja. Þær eru margar góðar minn- ingarnar sem hellast nú yfir okk- ur æskuvinkonur Hrundar þegar við minnumst saman góðra stunda með henni. Við Hrund hittumst fyrst í sex ára bekk í Fellaskóla og fylgdumst að þar til 9. bekk var lokið og komið að því að halda áfram út í lífið. Þau voru ófá skiptin sem við bröltum á milli heimila í Unufellinu, stundum með fangið fullt af sængum og koddum til að gista hvor hjá ann- arri og önnur skiptin með heilu pokana af Barbie-dúkkum og dóti til að búa til okkar heima, þetta voru heilu íbúðirnar sem fengu gjarnan að standa milli daga eftir mikla fyrirhöfn við hönnun og uppsetningu. Það var líka ýmis- legt brallað með Ólöfu, enda áttu þær Hrund eftir að fylgjast að óslitið til hinsta dags. Tólf ára gamlar fluttumst við Hrund í annan bekk og kynnt- umst þar Annettu og Sigurbjörgu og áður en langt um leið vorum við orðnar bestu vinkonur. Við gerðumst ansi ráðsettar í skólan- um, vorum fastagestir á kaffi- stofu kennara, hjá Arnfinni skóla- stjóra og Guðjóni yfirkennara. Við höfðum líka mikið gaman af að setja upp skemmtiatriði fyr- ir skólakvöld, þær voru þó nokkr- ar skrautlegar tískusýningarnar, þar sem við yfirtókum fataskápa mæðra okkar og eyddum ófáum stundum í að æfa heima hjá hver annarri. Við bjuggum til dulmáls- kóða og stofnuðum leynifélag sem hét Óði örninn, það var auð- vitað nauðsynlegt að hafa dulkóð- aða sneplana sem gengu á milli okkar í kennslustofunni um hver væri sætasti strákurinn o.s.frv. Í 7. og 8. bekk fengum við fjór- ar, Millet-úlpugengið, ásamt nokkrum strákum að sjá um út- gáfu skólablaðs – Grýlusport fékk blaðið að heita og fengum við fyr- ir vikið leyfi í öllum landafræði- tímum, sem við eyddum á bóka- safninu við að vinna blaðið. Þau voru ófá skiptin sem við fórum líka heim til Evu í hléum og gleymdum okkur með Stars on 45 á fóninum eða Bugsy Malone í tækinu, mættum of seint og feng- um vinsamlegt tiltal fyrir vikið. Eftir að Fellaskóla lauk lágu leiðir okkar í ýmsar áttir. Við átt- um þó m.a. frábærar stundir í bú- stað foreldra Annettu uppi í Skorradal á menntaskólaárunum. Leiðir okkar lágu sundur og sam- an í gegnum árin, við vissum allt- af hver af annarri og þegar við heyrðumst eða hittumst var eins og við hefðum síðast hist í gær. Við reyndum síðustu árin að hafa það fyrir reglu að hittast eins oft og við gátum. Við erum ríkar að hafa átt samleið með henni Hrund. Hvíldu í friði elsku vinkona og takk fyrir allt sem þú gafst, minn- ing þín mun ávallt fylgja okkur. Við vottum Einari, Túllu og Gunnari, Arnari og fjölskyldu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð, missir þeirra er mikill. Eva Sif, Annetta og Sigurbjörg. Hrund Gunnarsdóttir, fyrrum vinnufélagi okkar, er fallin frá langt um aldur fram. Hún kom í hópinn sem grafískur hönnuður í markaðsdeild Húsasmiðjunnar á miklum umbrotatímum, fyrir- tækið var að stækka, verslunum var fjölgað og það gekk stundum mikið á. Oft var hlegið og gert að gamni sínu en stundum grátið því Hrund fór ekki varhluta af áföll- um, sumum stærri en hægt er að leggja á venjulegt fólk á langri ævi. Við héldum samt að það væri farið að birta til aftur og mjög er minnisstætt þegar hún bauð okk- ur fyrrverandi vinnufélögunum í kvöldverð í fallega húsinu þeirra Einars Magnúsar við Suðurgöt- una í Hafnarfirði, en handbragðið var vott um mikla smekkvísi þeirra og greinilegt að hönnuður- inn var ekki langt undan. En áföllum var greinilega ekki lokið og núna þurfti hún að láta undan – allt of snemma. Guð blessi Hrund Gunnarsdóttur og hugur okkar fyrrverandi vinnufélaga hjá Húsasmiðjunni er að sjálf- sögðu hjá Einari Magnúsi og fjöl- skyldum þeirra. Jóhannes Reykdal. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Jökulgrunni 26, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Guðrúnar Hjörleifsdóttur og starfsfólks deildar A4, Hrafnistu í Reykjavík, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Gísli Kristjánsson, Guðrún Gísladóttir, Halldór Þórðarson, Kristján Gíslason, Ásdís Rósa Baldursdóttir, Guðmundur Torfi Gíslason, Ragnheiður K. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi okkar og langafi, BALDUR EIRÍKUR JENSSON múrari, lést fimmtudaginn 5. júní á Dvalarheimilinu Grund. Útför fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. júní kl. 13.00. Sérstakar þakkir eru sendar til starfsfólks Grundar fyrir vinahug og góða umönnun. Aðstandendur þakka sýnda samúð. Eyjólfur Baldursson, Þórdís Sigurgeirsdóttir, Hólmfríður Rós Eyjólfsdóttir, Erla Eir Eyjólfsdóttir, Michael Sheehan, Baldur Kári Eyjólfsson, Hildur María Haarde. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, STEINUNN THORARENSEN Hulduhlíð 11, lést að morgni mánudagsins 10. júní á Landspítalanum við Hringbraut. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Grétar Óskarsson, Margeir Ólafsson, Ólafur Agnar Thorarensen, Axel Thorarensen, Hilde B. Hundstuen, Grétar Fannar Ó. Thorarensen,Vigdís Erna Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR INGIMUNDARSON, Grýtu, Djúpavogi, lést fimmtudaginn 5. júní á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn. Útför hans fer fram frá Djúpavogskirkju laugardaginn 14. júní kl. 14.00. Ingimundur Steingrímsson, Arnheiður Kristinsdóttir, Óskar Steingrímsson, Sólrún Sverrisdóttir, Hafsteinn Steingrímsson, Kristbjörg Eiríksdóttir, Ragnhildur Steingrímsdóttir, Vilberg M. Ármannsson, Drífa Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku dóttir okkar, systir, barnabarn og frænka, LÍVEY EIRÍKA LILL BENATOV, lést af slysförum laugardaginn 7. júní. Jarðsett verður í Chevreuse föstudaginn 13. júní kl. 15.00. Leonardo, Lilja, Loriana, Margrét amma, Skafti afi og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARGMUNDUR SIGURJÓNSSON, lést á Landspítalanum sunnudaginn 8. júní. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 16. júní kl. 13.00. Fanney Arnbjörnsdóttir og fjölskylda. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HÓLMFRÍÐUR ELLERTSDÓTTIR, Austurbyggð 17, Akureyri, er látin. Útför hennar fer fram mánudaginn 16. júní kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hlíð, Akureyri. Ellert Kárason, Helga Gunnarsdóttir, Hildur Káradóttir, Þórarinn Sigurðsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.