Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2014næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 0 kr. útborgun Langtímaleiga Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Á R N A S Y N IR Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn nú er tækifærið ! Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu Eitt verð niðurkomið kr. 5.980 m2 Hljómsveitin Brother Grass sem flytur alþýðutónlist og þá oftast í ætt við „bluegrass“ og „Americ- ana“, heldur í stutta tónleikaferð um landið á morgun en áður en hún leggur af stað heldur hún tónleika á Café Rosenberg í kvöld kl. 21. Á morgun treður hún upp á Hótel Reynihlíð við Mývatn og 14. júní í Skjálftasetrinu á Kópaskeri kl. 20.30. Komið er að Dalvík 15. júní og leikur hljómsveitin þá í leikhúsi bæjarins kl. 21. Ferðinni lýkur svo á Græna hattinum á Akureyri 16. júní þar sem tónleikar hefjast kl. 21. Í Brother Grass eru fjórar söng- konur sem leika á ýmis hljóðfæri, m.a. þvottabretti og harmoniku og einn karlkyns gítarleikari sem syngur einnig. Þar sem hljómsveit- armeðlimir eru sjaldan á landinu á sama tíma spilar hljómsveitin nær eingöngu á sumrin og um jólin. Alþýðusveit Brother Grass. Brother Grass heldur í ferðalag Ljósmynd/Nína Salvarar Karlakór Kaffibarsins, Bartónar, heldur í kvöld kl. 20 sumartónleika í Tjarnarbíói og mun aðgangseyrir renna til styrktar Stígamótum. Sér- stakir vinir Bartóna koma einnig fram á tónleikunum: Emmsjé Gauti mun flytja nútímakveðskap og Original Melody, sem sagðir eru mögulega fallegustu menn rapp- senunnar í tilkynningu, flytja hressa tóna. Þá mun Mike Lindsay, liðsmaður Tunng með meiru, leika á gítar og syngja. Kórinn var stofn- aður fyrir fimm árum og stýrir hon- um söngvarinn Jón Svavar Jósefs- son. Í upphafi voru Bartónar átta manna skemmtiatriði en eru nú fjögurra radda 35 manna kór. „Fyrst um sinn voru aðalmarkmið kórsins að dressa sig upp og taka þetta á kúlinu en nú hafa raddgæði og fágun náð jafnvægi við skemmti- lega framkomu,“ segir í tilkynn- ingu. Fágaðir Bartónar syngja til styrktar Stígamótum í Tjarnarbíói í kvöld. Bartónar og vinir á sumartónleikum Danski leikarinn Kim Bodnia mun ekki leika í þriðju þáttaröðinni af Brúnni, sjónvarpsseríunni vinsælu. Bodnia fór með hlutverk rannsókn- arlögreglumannsins Martins Rohde, sem var aðalsamstarfsmaður Sögu Norén sem Sofia Helin leikur. Í frétt danska dagblaðsins Politik- en um málið er haft eftir Anders Landstrøm, einum framleiðendanna, að Bodnia hafi verið ósáttur við þró- un persónu sinnar. Í nóvember sl. lét handritshöfundurinn Hans Rosen- feldt hafa eftir sér í viðtali að sjón- varpsáhorfendur mættu búast við að sjá meira til Rohde og fjölskyldu hans í nýju þáttaröðinni en nú er ljóst að það gengur ekki eftir. Í stað- inn er ætlunin að skrifa inn í þættina norskan rannsóknarlögreglumann, sem enn er óljóst hver muni leika. Hins vegar er staðfest að Helin fer áfram með hlutverk Norén. Teymi Helin og Bodnia í hlut- verkum sínum. Margir munu eflaust sakna hans úr þáttunum um Brúna. Bodnia vill ekki lengur vera með í Brúnni Vorhefti Sögu 2014 er komið út. Þar er m.a. að finna greinar eftir Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur um þróun garðræktar á Íslandi á síðari hluta 18. aldar og Sverri Jakobsson um leiguhirðstjórn sem tekin var upp á Íslandi um miðja 14. öld. Guðmundur Hálfdanarson veltir fyrir sér hvort Íslands hafi verið nýlenda og Helga Kress bregst við nýlegri grein Eggerts Þórs Bern- harðssonar um sögulegar heimildir er varða morðið á Natani Ketils- syni. Þá fjallar þeir Loftur Gutt- ormsson og Helgi Skúli Kjartans- son um rannsóknir á sögu siða- skiptanna á íslandi, en Óðinn Melsteð skrifar um umhverfis- sagnfræði. Að venju birtir Saga andmæli við doktorsvörn í sagnfræði og fjölda ritdóma um nýlegar bæk- ur, þar á meðal einn ítardóm um sögur þriggja stjórnmálamanna sem komu út fyr- ir síðustu jól, þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Össurar Skarp- héðinssonar. Ritstjóri er Sigrún Pálsdóttir. Vorhefti Sögu 2014 komið út Breska leikskáldið Alan Ayckbourn hefur áhyggjur af því að beinar út- sendingar af leiksviðum stóru bresku leikhúsanna í kvikmynda- húsum hafi neikvæð áhrif á leiklistarstarf minni leikhúsa þar í landi. „Mögulega er ótti minn ástæðulaus en ég hef áhyggjur af því að beinar útsendingar frá úrvals- leikhúsum landsins muni hafa letj- andi áhrif á starfsemi minni leikhús- anna,“ segir Ayckbourn í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, en með minni leikhúsum vísar hann m.a. til Stephen Joseph-leikhússins í Scar- borough sem hann sjálfur stýrði um 37 ára skeið. Frá árinu 2009 hafa um 30 sviðsupp- færslur Breska þjóðleikhússins (NT) verið send- ar út í beinni út- sendingu í kvik- myndahúsum víðs vegar um heiminn, þeirra á meðal rómuð uppfærsla á Furðulagi háttalagi hunds um nótt. Seint á síðasta ári fór Royal Shakespeare Company (RSC) síðan að dæmi NT þegar send var út uppfærsla á Ríkharði öðrum með David Tennant í titilhlutverkinu. David Sabel, yfirmaður stafrænn- ar deildar NT, segir beinu útsend- ingarnar hugsaðar sem viðbót við leikhúsferðir en ekki ætlað að koma í stað þeirra. Segist hann sann- færður um að fyrirhuguð úttekt á leikhúsaðsókn landsmanna muni staðfesta þetta. Segist hann gera sér vonir um að Ayckbourn verði sáttur við hvernig til takist í dag þegar uppfærsla NT á leikritinu A Small Family Business eftir Ayckbourn verði send út í beinni. Óttast neikvæð áhrif beinna útsendinga Alan Ayckbourn

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 137. tölublað (12.06.2014)
https://timarit.is/issue/373445

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

137. tölublað (12.06.2014)

Aðgerðir: