Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 2

Morgunblaðið - 12.06.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is „Ég held að það sé óhætt að segja að almennt séð standi hjúkrunarheimilin enn frekar illa,“ segir Júlíus Rafnsson, forstöðumaður Dvalar- og hjúkrunar- heimilisins Áss í Hveragerði en Sam- tök fyrirtækja í velferðarþjónustu gerðu á þriðjudag samning við fjár- mála- og efnahagsráðuneytið þar sem ríkið yfirtók nær allar lífeyrisskuld- bindingar hjúkrunarheimila vegna starfsmanna þeirra í B-deild LSR og LH. Fjárhæð yfirtekinna lífeyris- skuldbindinga nemur tæplega sex milljörðum króna og segir Júlíus mik- inn kost fólginn í því að samningur hafi náðst milli ríkis og hjúkrunarheimil- anna. „Það er ekki hægt að neita því að samningurinn léttir örlítið undir í okk- ar rekstri og fjármálaráðherra á þakk- ir skildar fyrir að hafa fallist á að af- greiða hlutina með þessum hætti. Daggjöld eru hins vegar of lág og það bitnar mismunandi á hjúkrunarheim- ilunum. Sjálfseignarstofnanir fara hvað verst út úr því. Ríkið treystir á að sveitarfélögin greiði taprekstur elli- heimila í eigu sveitarfélaga á meðan sjálfseignarstofnanir þurfa að ganga á eigið fé með sölu fasteigna eða öðru slíku,“ segir Júlíus. Ríkið gerði tímabundinn samning um að yfirtaka rekstur hjúkrunar- heimilisins Sunnuhlíðar um seinustu áramót vegna rekstrarerfiðleika en samningurinn er tímabundinn og gild- ir til næstu áramóta. Engin niðurstaða Að sögn Þóru Þórarinsdóttur, for- manns stjórnar Sunnuhlíðar, eru mál Sunnuhlíðar í vinnslu en ekki er komin nein niðurstaða varðandi framhald rekstrarins. „Það er verið að vinna í bæði gömlum málum og nýjum svo þetta er stór pakki sem við erum að vinna með. Það er því lítið hægt að segja til um framhaldið á þessu stigi málsins. Ég finn hins vegar ekki annað en að það sé fullur vilji ríkisins og Kópavogsbæjar að halda áfram að styðja við þetta,“ segir Þóra. Daggjöld of lág og rekstur hjúkrunarheimila erfiður  Samningur við ríkið léttir undir  Mál Sunnuhlíðar í vinnslu Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Hérna er að koma saman fjöl- breytilegur hópur fólks og ég held að það endurspegli borgina líka. Þessi framboð voru með stuðning 2/3 borgarbúa á bak við sig þannig að við erum að fara að stýra breið- um meirihluta,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar og verðandi borgarstjóri í Reykja- vík. Samstarfssáttmáli við myndun meirihluta borgarstjórnar Reykja- víkur var kynntur í Elliðaárdalnum í gær. Eru það fjórir flokkar, Sam- fylking, Björt framtíð, Vinstri græn og Píratar sem koma til með að mynda nýja borgarstjórn. Mun S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, verða formaður borgar- ráðs, Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, verður forseti borg- arstjórnar og Halldór Auðar Svans- son, oddviti Pírata, mun taka að sér að leiða nýtt lýðræðisverkefni í borginni sem formaður stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar. Verðandi borgarstjóri segir nýjan meirihluta koma til með að leggja áherslu á íbúalýðræði, samráð, þjón- ustu við fjölskyldur og húsnæðismál. Ábyrg fjármálastjórn á oddinn Í nýkynntum samstarfssáttmála kemur m.a. fram að borgin mun koma til með að beita sér fyrir því að 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir fari í uppbygg- ingu í Reykjavík á næstu þremur til fimm árum. Í viðtali sem birtist á mbl.is í gær þvertekur Dagur fyrir að útgjöld tengd húsnæðismálum eða auknum framlögum til skóla- og frístundamála muni leiða til hækk- ana á álögum. „Við byggjum þetta á traustum rekstri og ábyrgri fjármálastjórn. Við stefnum að því að húsnæðismál- in verði unnin í samvinnu við mjög marga,“ segir Dagur og bætir við að meginmarkmiðið sé heilbrigður hús- næðismarkaður í höfuðborginni. S. Björn Blöndal, verðandi for- maður borgarráðs, segir flokkana fjóra vera sammála um hvert stefna skal í breiðu línunum. „Við erum öll sammála um að þróa þessa borg í ákveðna átt en síðan eru mismun- andi skoðanir um ákveðin útfærslu- atriði,“ segir S. Björn. Aðspurður segir hann meirihlutaviðræður flokkanna hafa gengið vel. „Við vor- um mjög samstiga og sammála um að finna lausnir á þeim ágreinings- efnum sem komu upp, vorum ófeim- in við að setja hugsanleg ágreinings- efni á borðið og leysa þau strax.“ Til stendur að auka fjármagn til skóla- og frístundasviðs um 100 m.kr. á næsta ári auk þess sem 200 m.kr. til viðbótar verða settar til lækkunar á námsgjöldum í leikskól- um árið 2016. Aðspurður segir S. Björn borgina hafa rými til þessara skrefa. „Svo sjáum við til síðari hluta kjörtímabilsins hvernig fjár- hagsstaðan verður og þá hvort tekin verði frekari skref.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Borgarstjórn Reykjavíkur Boðað var til blaðamannafundar í Elliðaárdal síðdegis í gær þar sem samstarfssáttmáli nýs meirihluta í borginni var kynntur. Álögur munu ekki hækka  Borgin mun beita sér fyrir því að 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir fari í uppbyggingu á næstunni  Nýr meirihluti sagður endurspegla fjölbreytta borg „Ég þakka þessa niðurstöðu því að ég er búinn að vera virkur í samninga- viðræðum um hafréttarmál á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna undan- farna tvo áratugi. Svo skiptir máli að Ísland hefur mjög gott orðspor á þessu sviði. Þetta er viðurkenning fyrir mig persónulega en ekki síður fyrir Ísland,“ sagði Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur í samtali við Morgunblaðið. Hann var í gær kjör- inn dómari við Alþjóðlega hafréttar- dóminn í Hamborg. Kosningin fór fram á fundi aðildar- ríkja hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna í New York. Tómas hlaut afgerandi kosningu í sæti sem til- heyrir Vesturlöndum, fékk 124 at- kvæði, en mótframbjóðandi hans frá Austurríki hlaut 30 atkvæði. Hafrétt- ardómurinn er skipaður 21 dómara, þar af þremur frá Vesturlöndum. Sex aðrir dómarar voru kjörnir að þessu sinni. Tómas var í framboði af hálfu Íslands og annarra norrænna ríkja. Keppinautur hans um sætið var Hel- mut Türk frá Austurríki sem hefur gegnt stöðu dómara við Hafréttar- dómstólinn undanfarin níu ár. Hann sóttist eftir endurkjöri og var að þessu sinni tilnefndur af Möltu. Kosinn til níu ára Tómas mun taka við dómaraemb- ættinu 1. október en hann var kjörinn til níu ára. Hann hefur gegnt starfi þjóðréttarfræðings í utanríkisráðu- neytinu frá árinu 1996 en lætur nú af því starfi. Hann verður áfram for- stöðumaður Hafréttarstofnunar Ís- lands. „Það starf er akademískt og fer mjög vel saman við dómaraemb- ættið,“ sagði Tómas. „Þetta er mikil viður- kenning“  Íslenskur dómari við hafréttardóminn Dómari Tómas með Grétu Gunnars- dóttur (t.h.) og Maríu Mjöll Jónsdótt- ur sem stjórnaði kosningabaráttunni. „Ég er ágætlega spenntur og ég held að við höfum náð fínni lend- ingu í sáttmálanum okkar,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata og verðandi formaður stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar. Aðspurður segir hann mörg áherslumál Pírata hafa komist á blað en helst vill hann nú sjá að aukið aðgengi að upplýsingum verði sett í forgang. „Það er einnig lykilatriði í lýð- ræðislegri þátttöku að almenn- ingur sé sáttari við ákvarðana- tökuna og geti haft meira um hana að segja. En eitt af því sem fólk kvartar undan er að það fær að vita af hlutunum of seint til þess að geta haft eitthvað um þá að segja.“ Auka flæði upplýsinga til fólks STEFNUMÁL PÍRATA FÁ HLJÓMGRUNN Í BORGINNI Halldór Auðar Svansson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.