Morgunblaðið - 30.06.2014, Side 1
M Á N U D A G U R 3 0. J Ú N Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 151. tölublað 102. árgangur
VIÐ BÚUM ÖLL
Í OKKAR EIGIN
RÆFLAVÍK GLEÐIN MIKILVÆGUST
FORYSTUFÉÐ
Á ENGAN SINN
LÍKA Í HEIMINUM
PORTISHEAD GAT EKKI HAFNAÐ ÍSLANDI 26 NÝTT FRÆÐASETUR 6NORÐURBANDALAGIÐ 10
Morgunblaðið/ÞÖK
Skólastarf Nokkur umræða hefur skap-
ast um niðurstöður PISA-könnunarinnar.
Þó að niðurstöður PISA-
könnunarinnar 2012, sem gerðar
voru opinberar fyrir helgi, séu að
mörgu leyti gagnlegar, segja þær
ekki alla söguna um starfið sem
unnið er í grunnskólum borg-
arinnar. Þess vegna má ekki horfa
eingöngu til þeirra og draga of víð-
tækar ályktanir um gæði skóla-
starfs á hverjum stað fyrir sig.
Ingibjörg Jósefsdóttir, skóla-
stjóri Hagaskóla, segir að meðal
annars sé bakland hvers skóla í
Reykjavík ólíkt og ýmislegt geti
breyst í skólastarfi á þeim tveimur
árum sem liðin séu frá því að könn-
unin var gerð. Upplýsingar af því
tagi sem birtist í könnuninni verði
því að skoðast í samhengi við annað
starf sem unnið sé í skólanum. »2
PISA-kannanir ekki
eini mælikvarðinn á
stöðu grunnskóla
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Opinber byggðastefna hefur verið
sú að reyna eigi að dreifa störfum á
vegum ríkisins í meiri mæli en verið
hefur að undanförnu,“ segir Þór-
oddur Bjarnason, formaður stjórnar
Byggðastofnunar, og vísar til
fregna nýliðinn föstudag þess efnis
að til standi að færa aðalskrifstofu
Fiskistofu til Akureyrar. Á það að
gerast fyrir lok næsta árs, en skrif-
stofan hefur frá byrjun árs 2006
haft aðsetur að Dalshrauni í
Hafnarfirði.
Að flytja stofnun á milli lands-
hluta er einn af mörgum möguleik-
um stjórnvalda til að dreifa ríkis-
störfum, en að sögn Þórodds hefur
slíkt allnokkrum sinnum komið til
tals í gegnum árin. „Það hefur ekki
verið gert oft en nokkrar stofnanir
voru þó fluttar um og eftir síðustu
aldamót,“ segir hann, en þær eru
Skógrækt ríkisins, sem flutt var á
Egilsstaði, Byggðastofnun, sem nú
er á Sauðárkróki, og Landmælingar
Íslands, sem hafa aðsetur á Akra-
nesi.
Fjölskyldan er mjög föst fyrir
Aðspurður segir Þóroddur allar
rannsóknir sýna að fólk sé mun lík-
legra til að sækja í störf nálægt
heimilum sínum en það sé til þess
að rífa upp fjölskylduna og elta
vinnustaðinn sé hann fluttur á milli
staða. „Fjölskyldan er mjög föst
fyrir en vinnustaðirnir eru hins veg-
ar mun hreyfanlegri en áður. Það er
auðveldara fyrir fólk að fá sér vinnu
nær heimilinu en að elta vinnustað-
inn og er þetta í samræmi við það
sem gerst hefur þegar stofnanir eru
fluttar; fáir starfsmenn þeirra elta.“
MVegið að starfsmönnum »4
Vinnan flytur en fólkið ekki
Fólk er mun líklegra til að sækja í störf nálægt heimilum sínum Þrjár ríkis-
stofnanir voru fluttar um og eftir síðustu aldamót Fáir starfsmenn þeirra eltu
Morgunblaðið/Eggert
Landsmót Rétt innan við þúsund
hestar keppa á mótinu á Hellu.
Landsmót hestamanna hófst í gær í
blíðskaparveðri á Gaddstaðaflötum
á Hellu á kynbótadómum í flokki
hryssna 7 vetra og eldri. Kolka frá
Hákoti var efst í lok dags.
Axel Ómarsson, framkvæmda-
stjóri mótsins, segir allt líta mjög vel
út. „Þetta byrjar mjög vel; vellirnir
eru frábærir og tæknilegu atriðin
ganga mjög vel upp,“ segir hann, en
útsendingu á mótinu er streymt
bæði innan lands og til útlanda. „Við
erum að streyma í sjónvarpi Símans
hérna heima og svo einnig til útlanda
svo það er fjöldi fólks erlendis sem
fylgist með þessu líka,“ segir Axel.
Mikill fjöldi keppenda á mótinu
Axel segir að um eitt þúsund
manns sé mætt á svæðið, en þó eigi
stjórnendur mótsins von á um 10-12
þúsund manns í heildina. Á mótinu
keppa rétt innan við 1.000 hestar.
Mikill fjöldi kynbótahrossa komst
inn á mótið, svo hefja þurfti keppni
einum degi fyrr en vanalega. „Við
urðum að byrja með einn völlinn ein-
um degi fyrr vegna mikils fjölda svo
þetta var í raun aukadagur,“ segir
Axel, en mótið átti að hefjast í dag.
Það stendur til 6. júlí.
Mótið skiptist í tvennt, og eru þar
annars vegar kynbótahross og hins
vegar gæðingar. Gæðingamótið
hefst í dag á aðalvellinum.
if@mbl.is »4
Keppni hófst degi fyrr en vanalega
Landsmót hestamanna hófst í gær Mikill fjöldi kynbótahrossa Lítur vel út
Leitaraðgerðum sem staðið hafa yfir í Fljótshlíð
síðustu vikur hefur nú verið hætt. Leitað hefur
verið að Ástu Stefánsdóttur, 35 ára lögfræðingi,
frá 10. júní síðastliðnum. Unnusta hennar, Pino
De Los Angeles Becerra Bolanos, fannst látin í
Bleiksárgljúfri sama dag og leit hófst.
Að sögn Svans Sævars Lárussonar, stjórnanda
leitaraðgerðarinnar, eru aðstæður of hættulegar
til að leit geti haldið áfram. „Við erum búin að
gera allt sem við getum gert,“ segir Svanur.
„Það er því miður þannig að við urðum að játa
okkur sigruð.“ »6
Umfangsmikil leit í Bleiksárgljúfri bar ekki árangur
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi sam-
þykkti nýverið
þingsályktun um
aðgerðir í þágu
lækningar við
mænuskaða.
Auður Guðjóns-
dóttir, stjórnar-
formaður Mænu-
skaðastofnunar
Íslands, segir
ríkisstjórnina
geta beitt sér fyrir því að koma
málinu inn sem einu af þróunar-
markmiðum Sameinuðu þjóðanna
sem sett verði á næsta ári. Verði
tækifærið ekki nýtt núna gefst ekki
annað tækifæri hjá Sameinuðu
þjóðunum fyrr en árið 2030 að sögn
Auðar. »16
Aðgerðir í þágu
taugakerfisins
Auður
Guðjónsdóttir
„Við urðum svolítið að finna upp
hjólið í byrjun enda engan að finna
hér á landi með reynslu af ein-
hverju svipuðu,“ segir Valur Her-
mannsson, einn eigenda Eldum
rétt, en fjölskyldufyrirtækið býður
viðskiptavinum sínum að fá sent
heim hráefni til að elda þrjár mál-
tíðir í viku. Segir hann sambæri-
lega þjónustu vera að finna í flest-
um vestrænum stórborgum.
Uppskriftirnar eru svo hannaðar
í samvinnu við Freydísi Hjálmars-
dóttur næringarfræðing. »14
Hráefni til máltíða
sent heim að dyrum