Morgunblaðið - 30.06.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Varast þarf að draga of víðtækar
ályktanir um stöðu skólanna út frá
niðurstöðum PISA-kannana, þar sem
þær taka einungis til nokkurra þátta
af mörgum sem einkenna skólastarf
og hvern skóla. „Þetta er bara einn
mælikvarði af mörgum,“ segir Ingi-
björg Jósefsdóttir, skólastjóri Haga-
skóla, um niðurstöður PISA--
könnunarinnar sem gerð var árið
2012, en niðurstöður hennar voru
gerðar opinberar fyrir helgi. Ingi-
björg segir að í skólastarfi sé ýmis-
legt mælt og enginn einn mælikvarði
nái yfir allt sem gerist í skólastarfi.
En er hægt að stilla niðurstöðum
könnunarinnar þannig upp að sumir
skólar séu betri eða verri en aðrir? „Í
mínum huga er þetta ekki svo einfalt.
Bæði er bakland allra skóla í Reykja-
vík ólíkt og nemendahópar geta verið
ólíkir milli ára,“ segir Ingibjörg.
Þá þurfi einnig að hafa í huga að
ýmislegt geti breyst á tveimur árum í
skólastarfi. „Auðvitað eru svona
niðurstöður alltaf umhugsunarefni í
hverjum einasta skóla, og spurt er:
„Get ég gert betur?“ eða þá í þeim
skólum þar sem könnunin kemur vel
út: „Hvernig get ég haldið þeim ár-
angri sem hefur náðst?“ Það er í
höndum hvers og eins að skoða það,
og ég efast ekki um að skólastjórar
muni gera það fyrir sína skóla,“ segir
Ingibjörg.
Spurð hvort það sé gagnlegt að
birta upplýsingar af þessu tagi
opinberlega segir Ingibjörg að upp-
lýsingar sem þessar verði alltaf að
skoðast í samhengi við annað skóla-
starf. „Við getum ekki tekið niður-
stöður úr einhverju einu verkefni og
sagt annaðhvort að skólinn sé frábær
eða fellt hann út frá því eina verkefni.
Það sem skiptir svo miklu máli er að
skoða skólann í heild sinni,“ segir
Ingibjörg.
Getur haft neikvæð áhrif
Kolbrún Baldursdóttir skólasál-
fræðingur segir að umræða á borð við
þá sem skapist í kringum kannanir
geti vissulega haft áhrif á nemendur
þeirra skóla sem fjallað sé um.
„Krakkar hafa auðvitað metnað fyrir
hönd síns skóla,“ segir Kolbrún og
bætir við að börn hlusti að sjálfsögðu
á umfjöllun um þá skóla sem þau
gangi í og geti jafnvel tekið gagnrýn-
ina til sín.
„Ég segi ekki að áhrifin verði nei-
kvæð til lengri tíma en það gætu hæg-
lega skapast aðstæður þar sem nem-
endur í neðstu skólunum eru spurðir
hvert þeir fari í skóla, og þeir upplifi
skömm hafi nýlega verið neikvæð um-
ræða um þeirra skóla í fjölmiðlum,“
segir Kolbrún.
Kolbrún segir gott að kannanir af
þessu tagi séu gerðar og nauðsynlegt
að hafa upplýsingar en að þeir sem
sjái um fréttaflutning af þessum mál-
um þurfi að íhuga hagsmuni
barnanna. „Mér finnst ábyrgð þeirra
sem skrifa fréttir sem tengjast börn-
um vera mikil. Ef fréttir varða börn á
ávallt að hafa hagsmuni þeirra í fyrir-
rúmi,“ segir Kolbrún. Það skipti máli
þegar samanburður sé gerður á milli
hópa að grunnforsendur séu eins, og
nefnir Kolbrún sem dæmi að í Fella-
skóla, sem hafi komið lakast út í les-
skilningi, séu margir nemendur sem
hafi íslensku ekki að móðurmáli. „Það
er því spurning hvort ekki hefði átt að
taka það inn í myndina strax frá byrj-
un.“
Aðeins einn þáttur af mörgum
PISA-kannanir segja ekki alla sög-
una um stöðu skóla, segir skólastjóri
Morgunblaðið/ÞÖK
Lestrarkennsla PISA-kannanir eru
bara einn mælikvarði á skólastarf.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Veðurstofa Íslands varar við því
að gert sé ráð fyrir óvenju öflugri
lægð miðað við árstíma á morgun,
og á lægðin að fara yfir landið á
miðvikudag.
Í fréttatilkynningu frá Veður-
stofunni segir að á þriðjudag
verði lægðin vestur af landinu og
vindáttin því suðaustlæg. Má bú-
ast við að vindstyrkurinn verði á
bilinu 10-18 m/s, einna hvassast
um landið suðvestanvert, og hvið-
ur við fjöll allt að 35 m/s. Þessu
fylgi mikil rigning, mest sunnan-
lands síðdegis og um kvöldið.
Segir jafnframt að á miðviku-
daginn líti út fyrir að lægðin fari
til norðausturs og verði skammt
norður af landinu. Óvíst sé hvar
versta veðrið verði en vísbend-
ingar séu um að mesti vindurinn
verði úr norðvestri um landið suð-
vestanvert um kvöldið á meðan
mesta úrkoman verði líklega
norðvestanlands og á Vest-
fjörðum. Síðan er gert ráð fyrir
að lægðin fari til austurs og
ákveðin norðanátt taki yfir með
rigningu fyrir norðan en þurrt
verði að kalla syðra.
„Að gefnu tilefni viljum við
minna þá ferðalanga sem eru með
aftanívagna á að huga sér-
staklega að veðurathugunum og
veðurspá næstu daga og þá sem
eru að fara að heiman að huga að
lausamunum,“ segir að lokum í
tilkynningu Veðurstofunnar.
Morgunblaðið/Kristinn
Veður Gert er ráð fyrir óvenju-
djúpri lægð á morgun og hinn.
Óvenju
öflug lægð
á leiðinni
Ferðalangar með
vagna athugi spár
Brákarhátíðin í Borgarnesi var haldin í sjötta skipti nú
um helgina. Á hátíðinni, sem er í víkingastíl og nefnd
eftir Þorgerði brák, var meðal annars boðið upp á báta-
siglingu, skrúðgöngu og loks Sálarball.
Morgunblaðið/Ómar
Víkingar börðust hraustlega í Borgarnesi
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Sæði úr kynbótanautinu Bamba
08049, fæddu 4. nóvember 2008, sem
er nýtt til notkunar þetta árið, er svo
vinsælt að nú hefur verið settur kvóti
á skammta af því. Til að nýta erfða-
efni Bamba sem best og jafna fram-
boð nautkálfa undan honum ákvað
fagráð að dreifing sæðisins yrði ekki
frjáls og óháð. Þannig mun það ein-
göngu standa bændum í skýrsluhaldi
til boða auk þess sem fjöldi skammta
sem hver og einn fær til nota verður
miðaður við fjölda árskúa í maí síðast-
liðnum.
Bambi, sem féll frá fyrir fjórum ár-
um, er það naut sem hefur hæstu
heildareinkunn reyndra nauta í notk-
un, eða 118. Bambi gefur kýr með
góða afurðagetu og há efnahlutföll og
eru dætur hans í flokki mjög vinsælla
kúa með úrvalsgóða júgur- og spena-
gerð. Einnig gefur hann frábærar
mjaltir og skap.
Þegar Bambi var ársgamall var
farið að taka úr honum sæði, sem allt
var fryst. Um þúsund skammtar af
sæði úr honum voru notaðir strax, og
voru þeir sendir til frjótækna sem
notuðu þá hjá bændum. Úr því urðu
til þó nokkuð margar kvígur sem
komu inn á skýrsluhald og gáfu upp-
lýsingar um það hvert kynbótagildi
nautsins væri. Nú eru komnar nógu
margar dætur undan Bamba til að
óhætt sé að telja að þarna sé yfir-
burðagripur á ferðinni. Þegar teknir
höfðu verið 6.600 skammtar úr
Bamba var hann sendur í sláturhús.
Þetta var gert til þess að koma í veg
fyrir úrkynjun vegna skyldleika-
ræktar. Þar sem stofninn er lítill er
þetta hámarksnotkun á yfirburða-
gripum. Stofninn þolir hreinlega ekki
að fleiri skammtar séu notaðir úr
hverju nauti, þar sem of margar kýr
undan sama nauti myndu leiða til of
mikils skyldleika og úrkynjunar.
Mikill áhugi á sæðinu
Sveinbjörn Eyjólfsson hjá Nauta-
stöðinni á Hesti segir mikinn áhuga
vera fyrir sæði Bamba. „Við teljum
okkur nokkuð viss um að þarna séum
við með yfirburðanaut og eigum þess
vegna um 5.500 skammta núna sem
margir bændur eru áhugasamir um
að nýta við að kynbæta sína stofna.“
Sveinbjörn segir það afar sjald-
gæft að settur sé kvóti á sæði. „Það
hefur gerst einu sinni áður að við
sáum fyrir fram að áhugi á ákveðnu
nauti ætti eftir að verða meiri en við
gætum sinnt og þá þurftum við að
skipta þessu á milli bænda,“ segir
hann að lokum.
Kvóti settur á sæði úr Bamba
Sæði úr kynbótanautinu Bamba er vinsælt Mun eingöngu standa bændum
í skýrsluhaldi til boða Fjöldi skammta á bú verður miðaður við fjölda árskúa
Ljósmynd/Nautaskrá
Kynbætur Bambi var yfirburðagripur. Bændur vilja láta sæða kýrnar með
Bamba í von um að fá enn betri grip, hvort sem verður kvíga eða tuddi.
Karlmaður slas-
aðist við fallhlífar-
stökk laust eftir
klukkan 14 á
laugardag. Var
maðurinn fluttur
með þyrlu
Landhelgisgæsl-
unnar á Landspít-
alann. Þar er hon-
um haldið sofandi
í öndunarvél.
Að sögn læknis munu áverkar
mannsins vera alvarlegir.
Maðurinn, sem er vanur fallhlífar-
stökkvari, hafði stokkið ásamt fjór-
um öðrum úr flugvél við Hellu-
flugvöll þegar slysið átti sér stað. Að
sögn Hjartar Blöndal, kennara hjá
Skydive.is, voru aðstæður góðar til
stökks. Ljósmyndari Morgunblaðs-
ins var viðstaddur og náði myndum
af stökkvurunum.
Slasaðist
við fallhíf-
arstökk
Karlmanni haldið
sofandi í öndunarvél
Svifið Vel viðraði
til fallhlífarstökks.