Morgunblaðið - 30.06.2014, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
Við verðum öll fjölskyldan, kona, börn, barnabörn og makar, áStað í Aðalvík á afmælisdaginn. Við ætlum bara að hafa góðasamveru og hafa það huggulegt, fara í göngutúra og skoða
okkur um,“ segir Magni Örvar Guðmundsson, netagerðarmaður frá
Ísafirði, sem fagnar sjötugsafmæli sínu í dag.
Þó að hann sé kominn á áttræðisaldur vinnur Magni Örvar enn
sem netagerðarmaður hjá Fjarðarneti en er raunar í góðu sumarfríi
um þessar mundir. Hann hefur unnið við netagerð frá árinu 1958,
árið sem hann fermdist, og var meðal annars framkvæmdastjóri
Netagerðar Vestfjarða til ársins 2005.
„Ég kann vel við mig í vinnu og mér finnst gaman að vinna þó að
ég hafi mörg önnur áhugamál. Þetta er gríðarlega fjölbreytt. Það er
svo mikið að gerast í kringum þetta og maður hittir svo marga, sér-
staklega hér á árum áður þegar flotinn var miklu stærri,“ segir
Magni Örvar. Fyrir utan vinnuna hefur hann í nógu að snúast. Hann
á meðal annars trillu, sem hann segist reyndar enn eiga eftir að
setja á flot, og hann heldur landnámshænur ásamt frænda sínum. Þá
er Magni Örvar stjórnarmaður í Sögufélagi Ísafjarðar, sem gefur
m.a. út ársrit með sögulegum fróðleik, aðallega úr Ísafjarðar-
sýslum. „Ég hef mjög mikinn áhuga á sögu, sögulegum heimildum
og fornminjum,“ segir hann. kjartan@mbl.is
Magni Örvar Guðmundsson er sjötugur
Hjónakorn Magni Örvar ásamt konu sinni, Svanhildi Þórðardóttur.
Þau eiga þrjár dætur sem hafa gefið þeim níu barnabörn.
Heldur upp á
afmælið í Aðalvík
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hilmir Guð-
mundsson,
Hafnarfirði, er
áttræður í dag.
Hann fagnar af-
mælinu með
fjölskyldu sinni
á Almería á
Spáni.
Árnað heilla
80 ára
Reykjavík Gabríela fæddist 4. sept-
ember kl. 3.52. Hún vó 3.155 g og var
48 cm löng. Foreldrar hennar eru Elísa
Finnsdóttir og Andri Þór Guðlaugs-
son.
Nýir borgarar
É
g sleit barnsskónum á
Akranesi og átti þar
heima fyrstu 16 ævi-
árin. Þar átti ég yndis-
lega æsku með vinkon-
um sem enn halda hópinn. Lífið
snerist allt um fótbolta þá, enda pabbi
minn gamalreyndur landsliðsmaður
og bróðir minn þá keppandi með
landsliðinu. Ég spilaði fótbolta öllum
stundum, var í ævintýraleikjum í
Skógræktinni eða í götubardögum á
Uppskaganum þar sem ég bjó.
Við keyrðum vestur á Þingeyri á
hverju sumri þar sem mikið af mínu
móðurfólki bjó og vorum við þar hjá
langafa og ömmu í Gamla spítalanum
eins og húsið var kallað, en þar
bjuggu þau eftir að þau brugðu búi á
Brekku í Brekkudal. Þarna var enn
meira frjálsræði en heima á Skag-
anum og lék maður sér úti fram yfir
miðnætti jafnvel, enda fallegt í Dýra-
firði í lognstillum sumarnátta.
Mér leiddist í skóla en hafði gaman
af öllu félagslífi og íþróttum enda í
stórum vinahópi og samheldnum ár-
gangi. Eitthvað reyndi ég fyrir mér á
fiðlu í tónlistarskólanum og var ég í
stúlknakór í nokkur ár en íþróttir
tóku strax við eftir fermingu. Við fjöl-
skyldan fluttum til Reykjavíkur þeg-
ar ég var 16 ára en foreldrar mínir
skilja ári seinna.
Það var alltaf einhver ævintýraþrá
í mér og endaði ég í London sem au
pair hjá góðu fólki og lærði ég mikið
af því að vera ein úti í hinum stóra
heimi eins og manni fannst hann vera
þá. Ég kynnist eiginmanni mínum
þegar ég er 19 ára og þá var bara
strax byrjað að búa, en börnin komu
ekki fyrr en sjö árum seinna.
Ég hef lengst af unnið við sölustörf
en síðastliðin níu ár hef ég unnið hjá
fiskútflutningsfyrirtæki. Ég hef
áhuga á blaki, sem ég æfi með HK í
Kópavogi. Blakið er ein skemmtileg-
asta íþrótt sem hægt er að iðka. Ég
kynntist blakinu allt of seint og var
með fordóma gagnvart því til að
byrja með eins og svo margir hér á
landi en sem betur fer er hægt að
stunda það fram eftir öllum aldri. Það
er alltaf jafn gaman að fara í ferðir og
keppa eins og gert var á æskuár-
unum, verja heilu dögunum í íþrótta-
húsinu, og ekki skemmir fé-
lagsskapurinn, sem skiptir svo miklu
máli.
Unnur Sveinsdóttir, skrifstofukona og hundaræktandi – 50 ára
Fjölskyldan Unnur og Hafþór ásamt dætrunum á Tossa de Mar á Spáni núna í júní. Sonurinn var fjarri góðu gamni.
Hundakona í Elliðaárdal
Drífa Sýningarmeistari og aðal-
ræktunartík Snætindaræktunar.
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
– með morgunkaffinu
Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna
þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða.
með allt fyrir bílinn
Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is
Opið
mánudaga til
fimmtudaga
8-17
föstudögum
8-15
Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda?564 5520
bilajoa.is