Morgunblaðið - 30.06.2014, Síða 23
Hundaræktunin
Ég eignaðist minn fyrsta hund ár-
ið 1997. Þá fengum við hjónin okkur
íslenskan fjárhund í vinnuskiptum.
Við vorum í rauninni pínd í það af
ræktanda hans að fara með hann á
hundasýningu og urðum við svo
heilluð að við erum enn að sýna og
gengur það glimrandi vel. Íslenski
fjárhundurinn er svo lifandi og
skemmtilegur heimilis- og vinnu-
hundur. Alltaf til í að gera eitthvað
skemmtilegt eða læra eitthvað nyt-
samlegt. Íslendingar hafa löngum
haft ranga mynd af þessum hundi en
útlendingar kunna vel að meta hann.
Ég byrjaði sjálf að rækta íslenska
hunda árið 2008 undir ræktunar-
nafninu „Snætindaræktun“ og hef
fengið viðurkenningu frá hinum
ýmsu dómurum að utan og hér
heima um að ég sé að gera mjög góða
hluti og er ég mjög stolt af því. Það
liggur mikil vinna og þekking á bak
við góða hundarækt og kostnaðurinn
er mikill, enda felst mikil ábyrgð í því
að rækta þjóðarhundinn eins og til er
ætlast því hann er ein sjaldgæfasta
og elsta hundategund í heimi. Hægt
er að líta inn á heimasíðuna okkar
undir snaetinda.com og skoða hvað
við erum að gera. Afmælisdeginum
ver ég með fjölskyldunni heima í ró-
legheitum eins og ég vil hafa það.
Fjölskylda
Eiginmaður Unnar er Hafþór
Snæbjörnsson pípulagningameistari,
f. 24. ágúst 1961. Foreldrar hans:
Snæbjörn Snæbjörnsson, f. 9. ágúst
1936, d. 18. mars 1995, pípulagninga-
meistari í Reykjavík, og Guðrún
Mýrdal Björgvinsdóttir, f. 7. sept.
1936, húsmóðir og fv. verkakona.
Börn þeirra eru Sunna Líf, f. 4. jan-
úar 1990, lífsstílsleiðbeinandi hjá
Herbalife, maki Baldvin Þór Sævars-
son, f. 19. apríl 1988; sonur þeirra er
Nói Þór Baldvinsson, f. 8. apríl 2013;
Ágúst Máni, f. 17. nóv. 1992, Íslands-
meistari í blaki, og Guðrún Ísold, f.
14. sept. 1999, unglingalandsliðskona
í blaki.
Systkini Unnar eru Árni, f. 12. feb.
1956, trésmíðameistari og fv. lands-
liðsmaður í knattspyrnu, og Halla, f.
10. sept. 1959, húsmóðir í Reykjavík;
d. 12. febrúar 2003.
Foreldrar Unnar eru Ágústa
Aðalheiður Ágústsdóttir söngkona, f.
20. júní 1937, og Sveinn Teitsson, f. 1.
mars 1931, málarameistari og fv.
landsliðsmaður í knattspyrnu. Seinni
eiginmaður Ágústu er sr. Gunnar
Björnsson.
Úr frændgarði Unnar Sveinsdóttur
Unnur
Sveinsdóttir
Guðrún Margrét Júlía
Steinþórsdóttir
skreðari og húsfreyja á Brekku
Guðmunda Jónsdóttir
húsmóðir og verkakona á Þingeyri
Ágústa Aðalheiður Ágústsdóttir
söngkona og prestfrú
Ágúst Aðalsteinn Jónsson
sjómaður á Þingeyri
Jón Hólmsteinn Guðmundsson
skipstjóri á Þingeyri
Ólafína Ásmundsdóttir
húsmóðir og kjólameistari á Akranesi
Sveinn Ingjaldsson
bóndi í Nýlendu á Akranesi
Unnur Sveinsdóttir
húsmóðir og matráður í
olíustöðinni í Hvalfirði
Teitur Benediktsson
sjómaður á Akranesi
Sveinn Teitsson
fyrrv. landsliðsm. í knattspyrnu,
húsasmiður og málari
Margrét Teitsdóttir
sjúkraliði
Ester Teitsdóttir
húsfr. á Akranesi
Sigursteinn Gíslason
knattspyrnum. og þjálfari
Þórður
Þórðarson
framkvstj.
á Akranesi
Guðný Guðlaugsdóttir
húsmóðir á Bjargi á Akranesi
Benedikt Teitsson
frá Sandabæ, formaður á Bjargi á Akranesi
Jón Jóhannsson
frá Lækjartungu á Þingeyri,
verkamaður á Þingeyri
Guðmundur
Jóhannes Jóhannss.
sjómaður á Þing-
eyri, síðar verkam. í
Hafnarf. og Rvík
Una Huld
Guðmundsdóttir
húsfr. á Tjörnum
undir Eyjafjöllum
Þórhallur
Sigurðsson
(Laddi)
leikari og
skemmtikraftur
Ólína Bjarnadóttir
húsfreyja, frá Hamarlandi
í Reykhólasveit
Hjörtur Bjarnason
bóndi á Gerð-
hömrum við Dýrafjörð
Ólafur Ragnar
Hjartar
járnsm. á Þingeyri
Svanhildur
Ólafsdóttir Hjartar
húsfreyja á Ísafirði
Ólafur Ragnar
Grímsson
forseti Íslands
Teitur
Þórðarson
knatt-
spyrnum.
og þjálfari
Ólafur
Þórðarson
knatt-
spyrnum.
og þjálfari
Stefán
Þórðarson
knatt-
spyrnum.
Þórður
Þórðarson
knatt-
spyrnum.
og þjálfari
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
Dr. Sigurbjörn Einarssonfæddist á Efri-Steinsmýri íMeðallandi 30.6. 1911. For-
eldrar hans voru Magnús Kristinn
Einar Sigurfinnsson bóndi og Gíslr-
ún Sigurbergsdóttir húsfreyja.
Eiginkona Sigurbjörns var Magn-
ea Þorkelsdóttir biskupsfrú sem lést
2006 og eignuðust þau átta börn.
Sigurbjörn lauk stúdentsprófi frá
MR 1931; embættisprófi í grísku og
prófum í klassískum fornfræðum og
sögu frá Uppsalaháskóla; fil. kand.-
prófi í almennum trúarbragðafræð-
um og sögu frá Stokkhólmsháskóla;
embættisprófi í guðfræði frá HÍ;
framhaldsnámi í Nýjatestamentis-
fræðum við Uppsalaháskóla; í trú-
fræði í Cambridge 1945 og stundaði
nám í almennri trúarbragðasögu í
Sviss, Danmörku og Svíþjóð.
Sigurbjörn var sóknarprestur á
Breiðabólstað 1938-41; í Hallgríms-
prestakalli 1941-44; dósent í guð-
fræði við HÍ 1944-49; prófessor
1949-59 og biskup Íslands 1959-81.
Hann var lengi forseti Hins íslenska
biblíufélags; formaður SVF Ingólfs;
sat í stjórn Prestafélags Íslands;
var formaður Þjóðvarnarfélags Ís-
lands; formaður Skálholtsfélagsins;
þýðingarnefndar Nýja testament-
isins; handbókanefndar og sálma-
bókarnefndar; var forseti kirkjuráðs
og kirkjuþings 1959-81 og sat í
nefnd á vegum Lútherska heims-
sambandsins um trúariðkun og
trúarlíf, og var afkastamikill rithöf-
undur um guðfræðileg og trúarleg
efni.
Sigurbjörn var dr. theol. hon.
causa við HÍ og Háskólann í Winni-
peg; hlaut heiðursverðlaun Ásu
Guðmundsdóttur Wright 1987; var
félagi í Vísindafélagi Íslendinga;
hlaut stórriddarakross hinnar ís-
lensku fálkaorðu og verðlaun Jón-
asar Hallgrímssonar.
Sigurbjörn er án efa virtasti og
áhrifamesti málsvari kristinnar trú-
ar hér á landi á síðustu öld, flug-
greindur, hámenntaður, sanntrúað-
ur og flestum ritfimari og mælskari.
Árið 1988 kom út bókin Sigur-
björn biskup – ævi og starf, skráð af
Sigurði A. Magnússyni rithöfundi.
Sigurbjörn lést 28.8. 2008.
Merkir Íslendingar
Sigurbjörn
Einarsson
90 ára
Þorsteinn Þorvaldsson
85 ára
Atli Steinarsson
Rósamunda Arnórsdóttir
80 ára
Brynhildur B. Líndal
Hilmir Guðmundsson
Hjalti Sigurðsson
Ólöf Bjarnadóttir
75 ára
Birgir H. Björgvinsson
Guðbjörg Ársælsdóttir
Guðjón I. Sigurgeirsson
Hannes Sigurðsson
Jón Brynjólfsson
Jón Pétursson
Ólafur Garðar
Gunnlaugsson
Sigfús Sigfússon
70 ára
Ester Valtýsdóttir
Guðbjörg Þorbjarnardóttir
Gunna Kristjánsdóttir
Sigrún Björk Einarsdóttir
Stefán Arnar Kárason
60 ára
Hallgrímur V. Jónsson
Hanna Klimek
Hörður Bjartmar Níelsson
Jörgen Pétur Lange
Guðjónsson
Katrín Eygló Hjaltadóttir
Kjartan Oddur Jóhannsson
Margrét Teitsdóttir
Rebekka Svanbjörg
Björnsdóttir
Svanhildur N. Erlingsdóttir
Theódór Gunnarsson
Tryggvi Harðarson
Wieslaw Bialobrzeski
50 ára
Baldur N. Snæland
Dagbjört I. Bæringsdóttir
Eyþór Unnarsson
Guðný Margrét Emilsdóttir
Guðrún Helga Jakobsdóttir
Hildur Þóra Bragadóttir
Hólmar Ólafsson
Jóhanna Bjarnadóttir
Jón Pétur Karlsson Trampe
Karen Lien Thi Nguyen
Kristbjörg Hilmarsdóttir
Magnús Arason
Runólfur Runólfsson
Thomas Paul A. Fremeaux
40 ára
Claudia Trinidad Gomez
Vides
Eiríkur Heimir Sigurðsson
Guðmundur Helgi
Ingimarsson
Hildur Birna Gunnarsdóttir
Michal Cichy
Nicole Krysiak
Petrea Ingileif
Guðmundsdóttir
Sjöfn Anna Halldórsdóttir
Sólrún Svandal
Suphon Viktor Kaeram
Þorsteinn Geir Jónsson
30 ára
Arnar Kormákur
Friðriksson
Ásta Jóna Jónsdóttir
Beata Krystyna Wojtowicz
Björg Ólafsdóttir
Jón Bjarki Magnússon
Miroslav Hudek
Sveinbjörg M.
Dagbjartsdóttir
Tomasz Grzybowski
Þórey Björk Þórisdóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Hjálmar býr í
Hafnarfirði, er húsa-
smíðameistari og einn af
eigendum Fjarðarmóta.
Maki: Kristrún Gunn-
arsd., f. 1975, förðunarfr.,
er yfir snyrtivörud. Lyfja
og heilsu í Kringlunni.
Börn: Halla Líf, f. 1996,
og Jökull Mar, f. 2001.
Foreldrar: Hafsteinn
Ragnarsson, f. 1952, sölu-
maður hjá VÍS, og Stein-
unn Hjálmarsdóttir, f.
1951, vinnur hjá Norvik.
Hjálmar Rúnar
Hafsteinsson
30 ára Svanhvít býr í
Innri-Njarðvík, er fædd
þar og uppalin. Hún er
nemi í háskólabrú á Keili
og vinnur í Verksmiðjunni
Sæveri.
Börn: Sólveig Rut, f.
2004, og Gunnar Logi, f.
2009.
Foreldrar: Gunnar Indr-
iðason, f. 1955, rekur
Verksmiðjuna Sæver, og
Guðrún Guðjónsdóttir, f.
1960, endurskoðandi,
bús. í Innri-Njarðvík.
Svanhvít Erla
Gunnarsdóttir
40 ára Katrín Huld er
Reykvíkingur og er fjár-
festingarstjóri hjá
Íslandssjóðum.
Maki: Lee Roy Tipton, f.
1972, tölvunarfræðingur
hjá Meniga.
Börn: Einar Geir, f. 2001,
og María Sjöfn, f. 2006.
Foreldrar: Grétar Geir
Nikulásson, f. 1933, vann
hjá Ríkisendurskoðun, og
Sjöfn Björg Kristinsdóttir,
f. 1934, vann hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Katrín Huld
Grétarsdóttir
Innihurðir
í öllum stærðum
og gerðum!
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Lei
tið
tilb
oða
hjá
fag
mö
nnu
m o
kka
r
• Hvítar innihurðir
• Spónlagðar innihurðir
• Eldvarnarhurðir
• Hljóðvistarhurðir
• Hótelhurðir
• Rennihurðir
• Með og án gerefta