Morgunblaðið - 30.06.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.06.2014, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014 Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 HarðskeljadekkTIRES Mundueftir að finnaBESTAVERÐIÐáður en þú kaupirdekk! Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki leyfa rökhugsuninni að afneita fyrirbærum á borð við töfra og heppni. Gleymdu þó ekki í allri gleðinni þeim sem standa þér næst og þurfa stuðning. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu ekki að skjóta þér á bak við loðnar upplýsingar. Hvað sem þú gerir mun það verða til þess að þú vex í áliti hjá félögum og vinum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er alltaf gaman að skiptast á skoðunum við fólk í öðru starfi. Leitaðu hjálp- ar tafarlaust ef þú telur það nauðsynlegt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er svo sem nóg að láta sig dreyma um ríkmannlegt umhverfi ef þú hefur í huga að margur verður af aurum api. Reyndu að beina viðkomandi inn á nýja braut. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Metnaður þinn er minni en venjulega og þú finnur fyrir þreytu. Leyfðu þér að hvíla lúg- in bein. Farðu að hlusta og leyfðu þér að njóta sannmælis. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert að eiga við fólk sem er erfitt að ná til tilfinningalega, en þú getur það ef þú reynir. Eins og stendur leggurðu höfuð- áherslu á tekjuöflun og sparnað. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt það sé freistandi að flýja vanda- málin græðirðu lítið á því sé til lengri tíma lit- ið. Veldu annan dag ef nauðsynlegt er að ræða eitthvað mikilvægt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að venja þig af því að ætla að keyra skoðanir þínar ofan í annað fólk. Fólk er ekki opið, en það er ekki áhyggju- efni og þú skalt halda í vonina og jákvæðnina. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Skoðir þú gang mála undanfarinn áratug kemstu að því að þú hefur tekið stakkaskiptum. Láttu ekki aðra stjórna ferð- inni heldur fylgdu eigin sannfæringu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Leyfðu sjálfum þér að hafa svolít- inn forgang í dag. Hristu af þér slenið og brjóstu út því þú hefur þá hæfileika sem til þarf. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ókyrrð kemur ekki til vegna óheppni, heldur vegna sambandsleysis eða tæknilegra erfiðleika. Allir þurfa sína næringu svo finndu eitthvað sem slær í takt við þínar þarfir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur þörf fyrir að hafa betur í rök- ræðum í dag. En ef þú gerir þitt besta ættu hlutirnir að ganga upp hjá þér og veita þér varanlega uppreisn æru. Séra Hjálmari Jónssyni segistsvo frá: „Karl Kristensen er kirkjuhaldari Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, áður var hann til margra ára í Hallgrímskirkju.Ég þekki ekki deili á Karli, að rekja ætt eða uppruna. Hef hins vegar kynnst honum vel í starfi og tómstundastarfi. Kveðskapinn ber þar hæst. Karl er leiftrandi hagyrðingur. Eitt sinn var Karl að sækja móð- ur sína, Ingunni, á samkomu eldri borgara. Ingunn er að austan og þegar Kalli var kominn að sækja hana hafði hún fest augun á konu nokkurri sem hún taldi sig þekkja frá ungum aldri. Karl sá að þetta gæti tekið nokkurn tíma, settist út í bíl en fylgdist með álengdar. Hann orti: Ingunn af forvitni ætterni konunnar hleraði, af einskærri kurteisi mærði hana bæði og þéraði. Tanngarðinn allan í ljúfasta brosi hún beraði þegar blessuð konan sagðist veŕ austan af Héraði. Þetta hófst allt með því að Ólaf- ur Stefánsson sagði á Leirnum: „Nú, á Jónsmessu, er rigning eins og búið er að vera með fáum upp- styttum síðan ég veit ekki hvenær í vor. Fyrst var þetta gott fyrir gróðurinn og bændur og garða- menn voru himinlifandi, en nú fer gamanið af þegar gleymst hefur að skrúfa fyrir himinlindirnar. Þó ég sýnist sultuslakur er súldartíð nú engu lík. Alla daga er ég rakur, ekki þornar nokkur flík. Fátækra- vildi’ að fengi þerri, feyktust skýin sólu frá. En tíðin bara verður verri og vætan meiri, er líður á. Ármann Þorgrímsson svarar og segir, að það sé misskipt bleyt- unni: Til himins líta og hágráta, hafa fengið nóg af bleytu og slori það rignir meira á rangláta en réttláta á þessu hlýja vori. Og áréttar að nú vanti meiri bleytu fyrir norðan. Sigrún Haraldsdóttir segir Ár- manni, að þetta sé ekki alveg svona: Hvorki er ég af skömm að skrökva, skálda eða tala grín; Drottinn ætlar drjúgt að vökva dýrmætustu blómin sín. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kona að austan og veðrið norðan lands og sunnan Í klípu „ÉG VISSI EKKI EINU SINNI AÐ ÉG VÆRI LOFTHRÆDDUR ÁÐUR EN ÉG FÓR AÐ KOMA TIL ÞÍN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „LEYFÐU MÉR AÐ HRINGJA Í ÞIG AFTUR EFTIR SVONA TVO DAGA, ÞAÐ ER SVO MIKIÐ AÐ GERA HJÁ MÉR NÚNA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... tvö hjörtu sameinuð í eitt. ÉG KREFST VIRÐINGAR! ÉG VIRÐI ÞIG, GRETTIR. ÉG HEFÐI GETAÐ KRAFIST PITSU! SLAPP! HVENÆR ER KVÖLD- MATUR, HELGA? ÞÚ FÆRÐ KVÖLDMAT EINHVERN TÍMA Á MILLI NÚNA OG ÞEGAR ÞÚ FERÐ AÐ SOFA! ÞAÐ ER ALLA VEGA GOTT AÐ HAFA EITTHVERT VIÐMIÐ. Í rigningatíðinni miklu í síðustu vikublandaðist Víkverji í samræður um hvað ylli því að Íslendingar væru ekki allir löngu flúnir land. x x x Sá sem spurði spurningarinnarvildi meina að hér á landi væri hvorki sumar né vetur, í það minnsta ekki á suðvesturhorninu, heldur að- eins lengri vor og haust en þekkjast annars staðar. Þá væru sólskinsdagar alltof fáir, hitastig of lágt, vindur of mikill og rigningin of blaut. Og hann var hvergi nærri hættur. x x x Lág laun, háir skattar, verðtrygg-ing, lítill kaupmáttur launa og leiðinlegir nágrannar voru líka hluti af rökstuðningnum fyrir því að við ættum öll að flytja suður á bóginn. Án þess að það kæmi nákvæmlega fram hvert. x x x Aðrir viðstaddir bentu á að á Ís-landi væru annars konar gæði. Til dæmis væri hér hreint loft, hreint vatn, ódýrt rafmagn og hiti, lág glæpatíðni, mikið einstaklingsfrelsi og almennt lítið um að fólk leiddist út í ofbeldi vegna eigin fordóma í garð þjóðfélags- eða minnihlutahópa sem það tilheyrir ekki sjálft. Að því ógleymdu að landið sjálft er útivistar- og náttúruparadís. Víkverji skilur bæði sjónarmiðin, en finnst þó að kostirnir vegi þyngra en gallarnir. Hann hefur því í hyggju að búa áfram á Íslandi. x x x Nema auðvitað ef framtíðin ber ískauti sér tóma stóriðju og virkj- anir sem framleiða ódýrt rafmagn. Ef ferðamönnum verður áfram dælt inn í landið í tonnavís, til þess eins að þeir geti traðkað niður þær útvöldu nátt- úruperlur sem hafðar eru til sýnis. x x x Dag einn gæti loftið ekki lengurverið hreint, né heldur vatnið. Landið útsparkað og lítt eftirsókn- arvert sem sumarleyfisstaður. Verð á rafmagni og hita mun hærra, til að borga upp allar virkjanaframkvæmd- irnar. Þá pakkar Víkverji í töskurnar og heldur á vit annarra ævintýra. víkverji@mbl.is Víkverji Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til. (Síðara Korintubréf 5:17)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.