Morgunblaðið - 30.06.2014, Síða 13

Morgunblaðið - 30.06.2014, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014 Flokkunarílát sem einfalda ferlið Viðarhöfða 2 110 Reykjavík | Sími 577 6500 | www.takk.is | takk@takk.is ýmsar stærðir og gerðir Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Sérhver stígur hefur sína polla og er vegurinn sem liggur á landi Óm- ars Antonssonar á Stokksnesi ekki undanskilinn þeirri reglu. Þar hefur í nokkur ár verið deilt um hver skuli sjá um viðhald vegarins, allt frá því að Ratsjárstofnun hætti rekstri rat- sjárstöðvanna og Landhelgisgæslan tók við. Landhelgisgæslan leigir í dag hluta landsins undir rekstur ratsjárstöðvarinnar. Stokksnes hef- ur verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna undanfarin ár og fóru um 10 þúsund bílar um veginn á síð- asta ári. Í síðustu viku hóf Ómar að rukka þjónustugjald á svæðinu, sem nem- ur 600 krónum á mann, og hótaði Landhelgisgæslan í kjölfarið að fá lögbann á gjaldtökuna. Ómar segist hafa séð um viðhald vegarins í hartnær fimm ár og kostnaður hans vegna þess slagi í 10 milljónir króna, en um það bil tvær milljónir fara í viðhald vegarins á hverju ári. Þá hefur hann einnig starfsmann í vinnu við upplýsinga- gjöf um svæðið, hefur merkt göngu- leiðir og komið upp salernisaðstöðu fyrir ferðamenn. Fjárfesting hans á svæðinu nemur því um það bil 20 milljónum króna að hans sögn. „Þetta er ekki náttúrugjald, þetta er þjónustugjald. Mér ætti að vera frjálst að rukka gjald til að standa straum af kostnaði vegna svæðisins. Það hefur kostað sitt að halda þess- um vegi við,“ segir Ómar um gjald- tökuna. Hann segir það hafa gengið vel að rukka fólk á svæðinu þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert eftirlit með svæðinu. Hann hafi sett upp skilti þar sem á standi að borga eigi inni í kaffihúsinu. „Nú hagar fólkið sér allt öðru vísi hérna. Áður var meira og minna rykmökkur við veginn þar sem fólk kom keyrandi á 100 kíló- metra hraða, stoppaði stutt og brunaði til baka. Núna stoppa ferðamennirnir á planinu hjá mér, ganga hér um svæðið og virðast njóta svæðisins mun betur. Þetta er miklu skemmtilegri hegðun og betri aðkoma að fólkinu,“ segir Óm- ar. Vegagerðin er komin í málið Að sögn Sveins Sveinssonar, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi, hafa viðræður vegna umrædds vegar staðið yfir í rúm- lega ár og hefur Vegagerðin óskað eftir því að gera veginn að þjóð- vegi. Hann yrði þá í umsjá Vega- gerðarinnar. Sveinn segir samn- ingsdrög komin á borðið og vonast til að málið fari að skýrast núna á næstu vikum. Hann segir að ekki sé verið að deila um upphæð heldur þurfi að fá botn í ýmis túlkunar- atriði. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, segir sveitarfélagið leitast eftir því að finna farsæla lausn á málinu. „Við erum hvorki á því að hægt sé að leggja það á einhvern einka- aðila að viðhalda vegi þar sem fólk keyrir um, né að að það sé eðlileg þróun að rukka sex hundruð krón- ur fyrir hvern einstakling sem kemur á landið,“ segir Björn. Hann segir sveitarfélagið reyna að að- stoða báða aðila við samningavið- ræðurnar en segir óánægju ríkja vegna gjaldtökunnar. „Við viljum ekki horfa upp á að hér í sveitarfélaginu þurfi ferða- menn að rífa upp veskið á nokkurra kílómetra fresti,“ segir Björn. Deilt um gjaldtöku á Stokksnesi  Landeigandi innheimtir þjónustu- gjald vegna viðhalds vegarins Vegurinn sem deilt er um Höfn í Hornafirði Ratsjárstöðin á Stokksnesi Loftmyndir ehf. Stokksnesvegur Ljósmynd/Ómar Antonsson Landeigandi Ómar Antonsson hefur eytt um 20 milljónum í svæðið. Veiðidagur fjölskyldunnar var haldinn hátíðlegur í gær og gafst því fólki kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötn- um víðsvegar um landið. Eru það Landssamband Stangaveiði- félaga og veiðiréttareigendur sem staðið hafa fyrir uppá- komunni í á þriðja áratug. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins lagði leið sína að Vífilsstaðavatni var þessi áhugasami hópur að renna fyrir fisk. Hvort eitthvað hefur veiðst skal ósagt látið. Sameinast við vatnið Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.