Morgunblaðið - 30.06.2014, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
Malín Brand
malin@mbl.is
Norðurbandalagið er leik-hópur á Akureyri undirstjórn Jóns GunnarsÞórðarsonar. Það er
starfrækt á sumrin og hefur vakið
töluverða athygli fyrir uppsetningu
á áhugaverðum verkum. Síðasta
sumar var leikritið Lúkas sýnt og í
kjölfarið skapaðist heilmikil um-
ræða um netníð og einelti á netinu.
Norðurbandalagið státar af mynd-
arlegum hópi leikara sem eiga það
sameiginlegt að vera annaðhvort á
leið í leiklistarnám, í leiklistarnámi
eða hafa lokið því. „Það eru sjö
leikarar, þrír af þeim úr Leiklist-
arskóla Íslands, tveir búnir að læra
í New York, einn úti í Danmörku
og ein stelpa úr Menntaskólanum á
Akureyri,“ segir Jón Gunnar, sem
bindur miklar vonir við þetta unga
og efnilega fólk.
Að búa í Ræflavík
Í leikritinu Ræflavík fer hver
og einn með eitt hlutverk og það er
einn söguþráður. „Þetta fjallar um
ungt fólk sem býr í Ræflavík, sem
getur verið samheiti yfir marga
smærri bæi á Íslandi. Þau eiga sér
drauma um að komast í burtu og
verkið er í raun samfélagsspegill
um drauma þeirra, vonir og þrár.
Þegar þú býrð á stað og lendir á
vegg, hvort sem það er samfélagið,
einelti eða vinnustaðurinn, og ert
lokaður inni er spurning hvernig
þú tekur á því. Því miður eru þeir
margir sem finna ekki leið út úr því
og aðra dreymir um það. Það má
segja að við búum öll í okkar
Ræflavík,“ segir Jón Gunnar.
Verkið er byggt á leikritinu Punk
Rock eftir breska leikskáldið Sim-
on Stephens. Það hefur ekki verið
sett upp hér á landi og þess vegna
staðfærði Norðurbandalagið verkið
og útkoman er Ræflavík.
Boðskapurinn með verkinu er
sterkur, að sögn leikstjórans.
„Verkið er karakterdrifið verk,
eins og Tsjekov skrifaði mörg sinna
verka. Þá fylgist áhorfandinn með
persónum og í fyrstu líta þær út
fyrir að vera einhvern veginn á yf-
irborðinu en smám saman er því
uppljóstrað hvaða persóna hver er,
vegna þess að allir leika eina per-
sónu í mismunandi aðstæðum,“ út-
skýrir Jón Gunnar, en allar persón-
urnar í Ræflavík opna sig einhvern
Við búum öll í okkar
eigin Ræflavík
Hópur ungra og upprennandi leikara hefur að undanförnu komið sér fyrir í
Ræflavík. Það hafa þau gert undir stjórn leikstjórans Jóns Gunnars Þórðarsonar í
Rýminu á Akureyri og verður leiksýningin Ræflavík frumsýnd 3. júlí. Verkið er
eins konar samfélagsspegill þar sem ljósi er varpað á brýn málefni sem oft eru
vandlega falin í skólum og á vinnustöðum, til dæmis samfélagsmeinið einelti.
Leikstjórinn Jón Gunnar Þórðarson setur upp Ræflavík undir merkjum
Norðurbandalagsins í Rýminu á Akureyri þann 3. júlí.
Einelti Verkið er eins konar samfélagsspegill og tekur á málum á borð við
einelti. Hér eru hendur lagðar á eina persónuna og hún höfð að háði.
Þjálfari nokkur sem á enskri tungu er
kallaður Fit Bird, eða fimi fugl, er
þjálfari sem hver sem er, hvar sem er
í veröldinni getur fengið sem sinn
einkaþjálfara í líkamsræktinni. Á tím-
um tölvualdar og tækni er einfaldlega
hægt að sækja sér smáforrit (app) í
símann (fitbird.com) þar sem fimi
fuglinn segir fólki hvað og hvernig
það eigi að gera æfingarnar sínar.
Einnig eru myndbönd sem sýna
hvernig bera skuli sig að í einstökum
æfingum, því mikilvægt er að gera
hlutina rétt til að ná árangri. Hver og
einn getur haft samband beint við
sinn þjálfara, komið á framfæri hvers
er óskað, fengið ráð, spurt spurninga
og svo framvegis. Sérdeilis frábært
fyrir fólk á öllum aldri, bæði þá sem
kæra sig ekki um að fara á líkams-
ræktarstöðvar með mörgu öðru fólki
en ekki síst fyrir þá sem hafa ekki
tíma til þess. Gera þetta bara heima!
Vefsíðan www.fitbird.com
Morgunblaðið/ÞÖK
Úti í guðsgrænni Það hefur ákveðna kosti að geta æft sig hvar sem er.
Fjarþjálfun í appi á símanum
Kona er nefnd Katrine van Wyk, hún
er norsk en flutti ung til vesturheims
til að stunda fyrirsætustörf í stóra
eplinu New York. Katrine hefur lært
heildræna heilsuþjálfun og starfar
sem næringarráðgjafi, og er jóga-
kennari og heilsuráðgjafi hjá Mind-
BodyGreen.com. Hún er meðal þeirra
sem búa til uppskriftir fyrir Equinox-
safabarina í London og Toronto. Nú
hefur verið þýdd á íslensku bók eftir
Katrine sem heitir Grænt, grænt og
meira grænt. Salka gefur bókina út
en hún er stútfull af uppskriftum af
grænum þeytingum og söfum ásamt
ráðleggingum og fróðleiksmolum.
Endilega...
...fáið ykkur
grænt og vænt
Grænt Allt er vænt sem vel er grænt.
Húsnæði Leikfélags Akureyrar, Rýmið, má nýta á ótal
vegu. Í þessu verki er það nýtt með helst til óvenju-
legum hætti sem kemur áhorfendum eflaust á óvart
því þeir sitja ofan við sviðið og horfa á leiksviðið sem
er eins og gryfja fyrir neðan þá. Fyrir vikið hefur
áhorfandinn mjög góða yfirsýn yfir sviðið og gengur
þar töluvert á í sýningunni. Ekkert fer því framhjá
áhorfendum sem eru nálægir en þó ekki of nálægt.
Sviðsmyndin er einföld og dregur ekki athyglina frá
leik þessa unga hæfileikafólks. Leikstjórinn Jón Gunn-
ar Þórðarson segir að þetta sé hættuleg sýning sem
best sé að segja sem minnst frá til að ljóstra engu
upp en lofar því að mikið verði hlegið því sýningin sé
stútfull af kolsvörtum húmor. Upphaflega útgáfa leik-
veksins byggist sem fyrr segir á verkinu Punk Rock
sem fyrst var sett upp ytra árið 2009 og er sögusvið-
ið þar smábærinn Stockport, bær sem er í leit að
sjálfsmynd. Hann er þvert á milli þar sem lestartein-
arnir ganga til London og Bristol. Í leikritinu er sá
bær einhvers konar millistig, rétt eins og Ræflavík og
„fjallar um það að vera fastur og það á líka mjög vel
við þessa íslensku staði,“ útskýrir Jón Gunnar. Eftir
sem áður er það undir persónum verksins komið,
hvort heldur sem er í Stockport eða Ræflavík, hvort
þær eru fastar í aðstæðunum eða ekki.
Hættulegt verk
Kolsvartur húmor og
vel nýtt rými
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
0 kr. útborgun
Langtímaleiga
Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram
allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða.
Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun,
tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert
vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.
Losnaðu við vesenið með langtímaleigu
Kynntu þér málið í síma 591-4000
Á
R
N
A
S
Y
N
IR