Morgunblaðið - 30.06.2014, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Malín Brand
Efnileg Þau Katrín Mist Haraldsdóttir, Gísli Björgvin Gíslason, Birgitta Björg Bergsdóttir, Aron Már Ólafsson,
María Dögg Nelson og Hjalti Rúnar Jónsson í hlutverkum sínum. Á myndina vantar Jóhann Axel Ingólfsson.
tíma í verkinu á mismunandi hátt.
„Það getur verið með einlægni, feg-
urð, fyndni, bröndurum eða með of-
beldi. Þannig kemur í ljós hver
hinn innri maður er.“
Gróska í menningarlífinu
Norðurbandalagið hefur sínar
vinnureglur sem eru byggðar á
breskum aðferðum, að sögn leik-
stjórans. „Við karaktergreinum
verkið á einni viku, svo vinnum við
og æfum í þrjár vikur og frum-
sýnum. Þetta gerist hratt og það er
mjög skemmtilegt. Það er gaman
að vinna undir tímapressu því það
er eitthvað sem gerist í tímapressu.
Allir eru á tánum allan tímann. Við
verðum að gera þetta og það mun
skila sér í orkunni á frumsýning-
unni eins og á æfingunum,“ segir
Jón Gunnar.
Það er ýmislegt um að vera í
menningarlífinu á Akureyri um
þessar mundir og varla hægt að
ganga um miðbæinn án þess að
verða vitni að einhvers konar list-
sköpun. „Menningarlífið á Ak-
ureyri blómstrar á sumrin og það
er virkilega gaman að því. Það er
sérstaklega út af grasrótinni í
myndlist og leiklist. Akureyrarbær
er iðinn og duglegur við að styrkja
ýmis verkefni og síðan gerir at-
vinnuátak bæjarins okkur þetta
kleift því að bærinn greiðir leik-
urum Norðurbandalagsins laun og
þannig hefur það verið síðustu þrjú
árin. Norðurbandalagið er einn af
mörgum hópum sem starfandi eru
yfir sumarið og þetta er frábært
framtak, bæði til þess að lífga upp
á sumarið og sem atvinnuátak til að
gefa fjölda fólks tækifæri til að
vinna við það sem það hefur áhuga
á, sanna sig, koma sér á framfæri
og gera eitthvað virkilega gott yfir
sumarið. Það mun skila sér yfir
veturinn,“ segir Jón Gunnar.
Hugmyndin að Norður-
bandalaginu byggir að hans sögn á
þeim mikla krafti sem fólkið á
Norðurlandi býr yfir. Sjálfur hefur
Jón Gunnar leikstýrt víða á svæð-
inu, til dæmis í Freyvangsleikhús-
inu, leikfélagi Hörgdæla og Leik-
félagi Akureyrar, auk þess að hafa
sett upp sjálfstæðar sýningar og
stýrt Akureyrarvöku. „Þar hafa
þessir kraftar verið sameinaðir.
Hvort sem það eru tæknimenn,
grafískir hönnuðir eða annað er
mjög gaman á sumrin að sameina
kraftana úr áhugafélögunum og
þeim áhugamönnum sem eru að
verða atvinnumenn og þeir verða
að Norðurbandalaginu. Þetta eru
leikarar framtíðarinnar,“ segir
leikstjórinn Jón Gunnar Þórð-
arson.
Miða á sýningar Norður-
bandalagsins má kaupa í verslun
Eymundsson á Akureyri og við inn-
gang Rýmisins að Hafnarstræti 73.
Leikur Hér er Hjalti Rúnar Jónsson í tilþrifamiklum leik á sviði Rýmisins.
Ýmislegt gengur á í þessu leikverki og reynir mjög á leikarana ungu.
Norðurbandalagið er
einn margra hópa sem
starfandi eru yfir sum-
arið og lífga upp á
bæjarlífið.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
Líkaminn er yndislegur eins og
hann kemur frá náttúrunnar hendi
– honum er jafnvægi eiginlegt og
eðlilegt. Hann býr yfir ýmiskonar
stillikerfum til að leiðrétta eða
bregðast við ójafnvægi og áföllum.
Líkaminn fer í „survival mode“, ef
hann upplifir skort. Þróun-
arsögulega séð er mikilvægt fyrir
lífveruna að verjast hungri. Hvað
gerir móðir með mörg börn að
fæða, sem upplifir ótraust ástand;
stundum er hægt að fá mat en
stundum er ekkert til? Fer hún
ekki að nýta betur það sem hún
hefur úr að spila og hamstra þegar
hún getur? Á sama hátt bregst lík-
aminn við stífu aðhaldi eða átaki.
Hann hægir á brennslu, lækkar
hitastig o.s.frv. Viðkomandi er einn-
ig hættara við að missa sig í átköst,
háma í sig hitaeiningaríkan mat,
þ.e. hamstra. Móðirin hættir hvorki
að nýta vel allt sem hún hefur né
safna forða þegar hún hefur færi á,
fyrr en hún er orðin öruggari og
getur farið að treysta því að það
muni alltaf verða til nóg.
Fólk léttist fyrst á hitaein-
ingalágu fæði en svo bregst lík-
aminn við með því m.a. að hægja á
brennslu. Að stífu aðhaldi loknu
fitnar viðkomandi á þeim fjölda
hitaeininga sem áður viðhélt
óbreyttu ástandi. Manneskjan situr
uppi með vanlíðan, niðurlægingu,
uppgjöf og sjálfsásakanir (og e.t.v
einnig annarra) um skort á vilja-
styrk; rís svo upp aftur og ætlar að
reyna enn betur, nýtt átak, vera
strangari, „engan aumingjaskap“.
En sjálfsásakanir eru fyllilega
óréttmætar. Þessi viðbrögð eru inn-
byggð í líkamann og koma einnig
fram hjá rottum í tilraunaað-
stæðum, sem vart verða sakaðar
um skort á viljastyrk. Það er að-
ferðin sem beitt er sem er söku-
dólgurinn. Það er freistandi og
mannlegt að vilja sjá árangur strax,
þótt hann sé eingöngu til skamms
tíma.
Leiðin út hlýtur að fela í sér virð-
ingu fyrir jafnvægi líkamans, í takt
við þarfir hans og eðli. Líklegt er að
honum henti fjölbreyttur matur í
hæfilegu magni og með reglulegu
millibili. Líkaminn býr yfir innri
visku og er fullfær um að segja
okkur til – við þurfum þó oft að
læra upp á nýtt að hlusta á hann.
Færa okkur nær því að borða eftir
innri merkjum um svengd og seddu
og fjær ytri boðum og bönnum og
ýmsum ytri áreitum. Stundum þarf
maður líka að spyrja sig „Er ég
kannske frekar reiður, hræddur,
eða leiður en svangur?“
Getum við endurheimt traust og
náð tengslum með „átaki“ – getum
við „kýlt á það“? Mikilvægt er að
leyfa ferlinu að taka þann tíma sem
þarf. Jafnframt að leyfa sjálfum sér
að njóta þess að „vera á leiðinni“,
fremur en að slá lífinu á frest „þar
til allt er komið í lag“. Það er
ánægjulegt að fara að upplifa jafn-
vægið, borða þegar maður er
svangur, það sem mann langar í og
verður gott af og hætta þegar mað-
ur er saddur. Finna langanir í át-
köst fjarlægjast. Borða eðlilega án
þess að sveiflast í þyngd og eiga
hugann frjálsan að því að hugsa um
eitthvað allt annað en næstu máltíð,
hitaeiningar og þyngd.
Morgunblaðið/Árni
Að vega salt Okkur er jafnvægið eiginlegt og eðlilegt.
Heilsupistill
Heiðdís Sigurðardóttir
sálfræðingur
Gengur það upp ef
ég hætti að hamast?
Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafarþjón-
usta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is
Ræflavík Það er snúið
að vera fastur og van-
sæll í einhverju
krummaskuði.
Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is
1975-2014
GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við
leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu.
Við tökum málin þín í okkar hendur
Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki