Morgunblaðið - 30.06.2014, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
✝ Trausti HelgiÁrnason fædd-
ist á Atlastöðum í
Svarfaðardal 21.
maí 1929. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Lögmannshlíð
á Akureyri 20. júní
2014.
Foreldrar
Trausta Helga
voru: Árni Árnason,
f. 19. júní 1892, d. 4.
desember 1962, og Rannveig
Rögnvaldsdóttir, f. 8. október
1894, d. 14. júlí 1989, ábúendur á
Atlastöðum í Svarfaðardal.
Systkini Trausta Helga voru:
Sigríður, f. 22. maí 1917, d. 4.
maí 2003, Anna, f. 26. janúar
1919, d. 12. október 1980, Rögn-
valdur, f. 16. mars 1920, d. 11.
janúar 2010, Sigurlína, f. 26. apr-
íl 1922, d. 30. október 2011,
Ragnhildur, f. 5. nóvember 1923,
f. 22. maí 1957. Börn þeirra:
Margrét, f. 23. ágúst 1989, og
Sólveig, f. 20. júlí 1996. c) Hólm-
fríður, hjúkrunarfræðingur, f. 7.
mars 1959.
Trausti Helgi fluttist frá Atla-
stöðum með foreldrum sínum og
öðru heimilisfólki að Syðri-
Hofdölum í Viðvíkurhreppi í
Skagafirði árið 1936 og ólst þar
upp til fullorðinsára. Trausti
Helgi lauk stúdentsprófi frá MA
1950, BA-prófi í dönsku, sögu og
uppeldisfræðum frá HÍ 1953.
Hann hlaut meistararéttindi í
múraraiðn 1966. Námsdvöl í
Danmörku 1967-1968.
Trausti Helgi var kennari á
Finnbogastöðum í Árneshreppi
1950-1951, kennari við Alþýðu-
skólann á Eiðum 1953-1955,
kennari við Gagnfræðaskóla
Siglufjarðar 1955-1967 og kenn-
ari við Menntaskólann á Ak-
ureyri til 1976. Hann kenndi
nemendum í múraraiðn frá 1968.
Trausti Helgi starfaði sem múr-
arameistari fram til ársins 2012.
Útför Trausta Helga verður
gerð frá Glerárkirkju í dag, 30.
júní, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
d. 3. maí 2014, og
Ísak Árni, f. 23 maí
1925, d. 15. apríl
2004. Trausti Helgi
giftist 27. desember
1953 Margréti Jóns-
dóttur frá Ytri-
Hofdölum í Viðvík-
urhreppi, fædd í
Langhúsum í Við-
víkursveit 25. jan-
úar 1927.
Börn þeirra: a)
Sigurður, lyfjafræðingur, f. 11.
maí 1954, maki Jónína Lár-
usdóttir, f. 30. júlí 1959. Börn
þeirra: 1) Helgi Alexander, f. 6.
apríl 1981, maki Sigrún Sif
Kristjánsdóttir, f. 28. febrúar
1982. Börn þeirra: Lukka, f. 12.
ágúst 2010, og Máni, f. 27. des-
ember 2012. 2) Margrét Lára, f.
7. nóvember 1984. b) Rannveig,
sérkennari, f. 3. nóvember 1956,
maki Einar Birgir Steinþórsson,
Það eru liðin rúm 40 ár frá því að
við hittumst í fyrsta sinn en þó man
ég daginn þann vel. Ég var 16 ára
óharðnaður unglingur að austan að
sækja dóttur þína heim og þú fullur
efasemda um þennan strákling og
fyrirætlanir hans. Ég vissi áður en
við hittumst að þú hefðir áhuga á
ætterni mínu og uppruna, ekki síst
vegna þess að þú þekktir vel til á
Fljótsdalshéraði eftir að hafa
kennt tvo vetur á Eiðum. Ekki
hafði mig þó dreymt um að það
tæki mig meira en tvo tíma að
komast inn úr holinu í Espilundi í
þessari fyrstu heimsókn. Það kom
reyndar fljótt í ljós í samtalinu að
þú þekktir vel til minna ættmenna,
hverra manna ég væri og varst vel
sáttur við það. Þá var hins vegar
farið að spyrja frétta af mönnum
og málefnum fyrir austan og sem
betur fer var ég vel heima í flestu
sem spurt var um. Stóðst prófið vel
sagðir þú seinna þegar við
skemmtum okkur við að rifja upp
þessi fyrstu kynni. Þarna tókst
strax með okkur vinátta og traust
sem hélst óslitið síðan.
Vinnan er leikur og leikur er
vinna var þitt lífsviðhorf. Þú varst
alltaf reiðubúinn til verka jafnt á
nóttu sem degi alla daga ársins.
Með þér er genginn einstakur fag-
maður í múrverki og flísalögnum
með verkþekkingu sem sennilega
fáir af komandi kynslóðum búa yfir
enda hafa verk þín ávallt staðist vel
tímans tönn.
Ég var svo heppinn að fá að vera
þér til aðstoðar í nokkrum verkum
innan fjölskyldunnar þar sem við
vorum að leggja flísar. Við áttum
alla tíð gott með að vinna saman og
þú hafðir einstakt lag á að leiðbeina
til verka og fá mann til að trúa að
aðstoðin væri til einhvers gagns.
Þessar samverustundir í vinnu
með þér voru mér dýrmætar, ekki
síst því þar áttum við mörg
skemmtileg samtöl. Þú varst víð-
lesinn, áttir auðvelt með að setja
saman tækifærisvísur, söngmaður
góður og einstaklega minnugur
fram til síðasta dags. Það var því
mörgu að miðla.
Þér var alltaf mjög umhugað um
velferð fjölskyldunnar og hjálp-
semi þín og greiðvikni við sam-
ferðamenn átti sér fá takmörk. Þú
varst sannur vinur vina þinna. Þeg-
ar Margrét tengdamóðir mín fór
að glíma við sín veikindi þurftir þú
að taka yfir öll almenn heimilis-
störf sem þú sannarlega hafði lítið
snert á áður. Það var aðdáunarvert
að fylgjast með hvernig þú leystir
það verk af hendi og lagðir þig
fram um að annast Margréti af
umhyggjusemi og nærgætni þar til
hún flutti á hjúkrunarheimili fyrir
ári.
Veikindi þín tóku sinn toll, sér-
staklega þessa síðustu mánuði, en
þú vissir vel í hvað stefndi og skipu-
lagðir þín mál vel eins og þinn var
háttur. Það var ógleymanleg stund
sem við áttum saman á 85 ára af-
mælinu þínu fyrir rúmum mánuði
þegar við Rannveig og dætur okkar
heimsóttum þig og áttum einstak-
lega góða stund þar sem þær sungu
fyrir ykkur Margréti nokkur af
þínum uppáhaldslögum. Þegar ég
heimsótti þig árla þann dag vissum
við báðir að það væri sennilega okk-
ar síðasta samtal. Þá lokuðum við
því sem hófst fyrir rúmum 40 árum.
Trausti, minn kæri tengdafaðir,
ég kveð þig með söknuði og votta
Margréti og öðrum aðstandendum
samúð mína.
Einar Birgir Steinþórsson.
Elsku besti afi, ég mun seint ef
nokkurn tímann gleyma okkar dýr-
mætu stundum saman; að heyra af-
mælissönginn sunginn af þér í síma
hvert einasta ár, hlusta á munn-
hörpuspil og reyna sjálf en mistak-
ast hrapallega, leggja saman flísar
á teppinu inni í stóru stofu, en mikið
þótti mér samt óþægilegt að kyssa
þig á kinnina fyrir öllu skegginu.
Eins sárt og það er að þurfa að
skiljast að í þessu lífi, þá er hægt að
hugga sig við þá yndislegu stund
sem við áttum á afmælisdaginn
þinn fyrir stuttu, ein af mörgum
sem ég mun varðveita í hjarta mínu
svo lengi sem ég lifi.
Ég kveð þig með ljóðinu sem við
sömdum saman við laufa-
brauðsbakstur síðustu jóla:
Laufabrauð í Lindarsíðu,
lífleg tónlist og gaman.
Flettandi undir tónum blíðum,
fjölskyldan fögur saman.
Takk fyrir allan stuðninginn og
umhyggjuna sem þú og amma haf-
ið veitt mér gegnum árin, ég sam-
hryggist þér innilega, elsku amma.
Margrét Einarsdóttir.
Þótt Trausti Helgi Árnason
segðist stundum kankvís vera barn
kreppunnar, sem reið yfir á haust-
dögum árið sem hann fæddist, var
það ekki svo. Sá heimur, sem hann
fæddist inn í, var hlýr og fágaður og
á sinn hátt öruggur. Hann stóð
nærri sjálfsbjörginni. Gólfið á Atl-
astöðum var hreint og snyrtilegt.
Skánin fægð. Múrarinn trausti,
sem átti eftir að leggja betri gólf en
aðrir að öllum ólöstuðum, steig sín
fyrstu skref á mjúku moldargólfi,
yngstur sjö systkina. Ég er nokk-
urn veginn viss um að drengurinn
hefur litið þennan viðsjárverða
heim opnum augum, jákvæðum en
alvarlegum. Trausti var vorbarn,
fæddur 21. maí 1929.
Atlastaðir, fremsti bær að vest-
anverðu í Svarfaðardal, var síðasti
bær, sem farið var hjá áður en
haldið var á Heljardalsheiði yfir í
Kolbeinsdal. Fjölskyldan flutti bú-
ferlum frá Svarfaðardal og leiðin lá
til Skagafjarðar. Faðir hans var
ekki heilsuhraustur, en dugnaðar-
maður og kjarkmikill. Hann keypti
Syðri-Hofdali í Viðvíkursveit. Þar
ólst Trausti upp frá sjö ára aldri.
Trausti minntist foreldra sinna
og æskuheimilis með mikilli virð-
ingu og hlýju. Hann hefur eflaust
sótt til þeirra margt af því sem var
mest áberandi í fari hans. Vand-
virkni, vinnusemi og kjark hefur
hann líklega sótt til föður síns, en
frá móður sinni finnst mér senni-
legt að hann hafi haft hlýju, um-
burðarlyndi og virðingu fyrir þekk-
ingu og lærdómi.
Þrátt fyrir lítil efni og erfiða
tíma braust Trausti til mennta. Síð-
ustu tvo veturna í MA var hann ut-
anskóla af fjárhagsástæðum. Hann
hafði veikst af botnlangabólgu á
leið heim úr skóla og legið í þrjár
vikur á Silfrastöðum.
Trausti lauk prófi frá Háskóla
Íslands í dönsku, sagnfræði, sálar-
og uppeldisfræði. Hann dvaldi síð-
ar í Danmörku, lagði stund á
dönsku og kynnti sér kennslu-
hætti. Alla ævi sína bætti Trausti
við sig þekkingu. Það var ekki síst
á sviði sígildrar evrópskrar menn-
ingar og sögu, sem Trausti var vel
að sér og öðrum mönnum fróðari.
Trausti Árnason sótti sér lífs-
förunaut sinn, Margréti Jónsdótt-
ur, yfir lækinn til Ytri-Hofdala.
Þau Margrét bjuggu í 12 ár á
Siglufirði, þar sem Trausti kenndi
við Gagnfræðaskóla og Iðnskóla.
Það var á þeim árum, sem Trausti
lærði múraraiðn hjá mági sínum
Kára Hermannssyni.
Við Trausti kynntumst á kenn-
arastofu Menntaskólans á Akur-
eyri. Hann hvarf hins vegar frá
kennslustörfum 1976 og stofnaði
byggingafyrirtæki. Síðar, þegar
harðnaði á dalnum, fór Trausti að
flytja inn flísar og fylgiefni. Fyr-
irtækið bar nafn með rentu, hét
Traustverk og er enn við lýði.
Með okkur Trausta mynduðust
sterk vinabönd. Hann var afbragðs
kennari, en í múrverkinu var hann
listamaður. Það var unun að horfa
á hann vinna og læra af honum. Til
hans leitaði ég alltaf, en þó einkum
þegar ég lét reisa mér hús á
Festarkletti. Þar var Trausti um-
sjónarmaður með byggingafram-
kvæmdum og vakti af alúð yfir öll-
um málum. Rúmlega áttræður
leysti hann öll vandmeðfarin flísa-
mál og sagði mér til um þau auð-
leystari. Múrarameistari hússins
var Jón Illugason, einn af fjórum
lærlingum sem Trausti valdi af
varfærni og ól upp af alúð. Allir
urðu þeir afburða múrarar.
Trausti átti marga vini, naut
þess að umgangast þá og reyndist
þeim vel. Þegar smámunum var
gaukað að honum var sem hann
hefði himin höndum tekið. Á hinn
bóginn var hann ekki smátækur í
örlæti sínu. Þótt Trausti væri dag-
farsprúður, kurteis og yfirvegaður
gat hann einnig verið mjög fastur
fyrir. Harður var hann þó einkum
við sjálfan sig. Þegar hann veiktist
alvarlega og gekkst undir erfiða
hjartaaðgerð beitti hann sig ein-
stakri hörku til að ná fyrri líkams-
burðum. Handtakið var þétt til
hinstu stundar.
Múrarinn Trausti var heil-
steyptur maður og einn sá besti
sem ég hef kynnst. Hann var jarð-
bundinn í þess orðs dýpstu merk-
ingu og ræturnar sterkar. Þegar
hann er borinn til moldar er þetta
vorbarn komið heim, hvílir að
dagsverki loknu í þeirri fósturjörð,
sem hann unni og auðgaði.
Eiginkonu hans og fjölskyldu
sendum við hjónin okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Tómas Ingi Olrich.
Trausti Helgi
Árnason
Fleiri minningargreinar
um Trausta Helga Árna-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ RagnhildurHelgadóttir
fæddist 11. desem-
ber 1937. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Grund 14. júní
2014. Foreldrar
hennar voru Björn
Jónsson, f. 20.3.
1910, d. 6.7. 1983,
og Ingibjörg Páls-
dóttir, f. 28.12.
1916, d. 10.10.
2008. Kjörforeldrar Ragnhildar
voru sr. Helgi Konráðsson prest-
ur á Sauðárkróki, f. 24.11. 1902,
d. 30.6. 1959, og kona hans, Jó-
hanna (Petrea) Þorsteinsdóttir,
f. 14.4. 1911, d. 8.9. 1973. Ragn-
hildur átti eldri bróður, Pál, f.
3.6. 1936, d. 1941. Hálfsystkini
sammæðra eru Rannveig Lár-
usdóttir, f. 27.2. 1949, og Þránd-
ur Andersen, f. 11.7. 1954. Hálf-
systkini samfeðra eru Hulda, f.
1.4. 1931, d. 12.1. 2008, Pála
vörður á Borgarbókasafni 1959-
69, skólasafnskennari við Laug-
arnesskóla 1970-75 og starfaði
þá jafnframt við Borg-
arbókasafnið. Ragnhildur var
skólasafnskennari við Valhúsa-
skóla á fyrstu árum skólans, síð-
an starfaði hún við Æfingadeild
Kennaraháskólans til ársins
2001. Hún gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir skólasafns-
verði og kennara og var einn af
fjórum stofnendum bókaútgáf-
unnar Bjöllunnar.
Eiginmaður Ragnhildar var
Bolli Thoroddsen hagræðing-
arráðunautur hjá ASÍ, f. 13.3.
1933, d. 18.7. 2013. Þau voru
gefin saman 27. mars 1960. Son-
ur þeirra er Helgi (Konráð)
arkitekt, f. 10.2. 1961. Kona
hans er Sigrún B. Bergmunds-
dóttir sjúkraþjálfari, f. 25.4.
1963. Þau eiga tvo syni, Berg-
mund Bolla, f. 31.10. 1997, og Jó-
hannes, f. 2.12. 2000. Áður átti
Bolli Emil, félags- og rekstr-
arhagfræðing, f. 26.12. 1956.
Heimili þeirra Bolla var löngum
við Sæbraut á Seltjarnarnesi.
Ragnhildur verður jarð-
sungin frá Neskirkju við Haga-
torg í dag, 30. júní, kl. 15.
Jóna, f. 17.7. 1941,
Guðmundur, f. 4.12.
1944, Jón Trausti, f.
23.9. 1947, Kristín,
14.9. 1948, Sig-
urður Björgvin, f.
15.3. 1951, Hörður
Geir, f. 27.12. 1954,
og Björg, f. 4.1.
1959.
Ragnhildur ólst
upp á Sauðárkróki
og lauk þar barna-
skóla og síðar landsprófi. Kenn-
araprófi lauk hún frá Kenn-
araskóla Íslands 1958. Hún
stundaði framhaldsnám um
skólasöfn í Danmarks Lærerhøj-
skole 1969-70 og meistaranámi
lauk hún frá KHÍ 1999. Hún sótti
fjölda námskeiða, einkum um
skólasöfn og safnakennslu og
stýrði slíkum námskeiðum
ásamt Kristínu Unnsteinsdóttur.
Hún var stundakennari við Vest-
urbæjarskóla 1958-59, bóka-
Hér sit ég og hlusta á Billie
Holiday og minnist Ragnhildar
tengdamömmu. Ég er sannfærð
um að hún hefur hlustað á Billie á
einhverjum tíma lífs síns.
Ég var 18 ára þegar ég hitti
Ragnhildi fyrst á heimili þeirra
tengdapabba Bolla á Sæbraut.
Hún vildi alltaf að ég kallaði sig
tengdamömmu. Við áttum ágæt-
lega saman og gátum hlegið að
sömu hlutunum og grúskað í ætt-
fræði í og með. Vikulega vorum
við Emil boðin í mat til þeirra þeg-
ar við vorum í skóla. Við höfðum
báðar gaman af fallegum fötum og
Ragnhildur var með sinn sértaka
stíl í klæðnaði sem mér féll alltaf
mjög vel. Ég man þegar við
bjuggum á Skerjabrautinni og
vinkona mín sá hana tilsýndar og
gat ekki orða bundist um það hve
hún væri flott klædd.
Einu sinni fórum við Dúna
tengdamamma og Ragnhildur á
Hótel Sögu til að skemmta okkur
og það var skemmtun í lagi sem ég
mun seint gleyma. Við hlógum,
spjölluðum og skemmtum okkur
vel það kvöld, þótt Dúna hafi
dregið mesta athygli að sér af
karlkyninu, okkur Ragnhildi til
nokkurs ama því við vorum yngri.
Þegar við Emil eignuðumst
okkar fyrsta barn Gunnar Atla þá
komu þau Ragnhildur og Bolli til
mín á fæðingardeildina með eld-
rauðar gladíólur, ég gleymi þeim
blómvendi aldrei. Tveimur vikum
eftir fæðinguna þurfti Emil til út-
landa og þá var Ragnhildur boðin
og búin að hjálpa mér, kom dag-
lega og gáði að okkur. Henni var
umhugað um að mér og barninu
liði vel.
Amma Lagga var amma hans
Gunnars Atla sonar míns svo
sannarlega. Hann kallaði hana
alltaf ömmu Löggu og olli það
stundum misskilningi hjá vinum
hans. Þeir héldu nefnilega að hún
væri í lögreglunni. Á sunnudögum
vorum við boðin í kaffi og með því
og þá var amma búin að kaupa sér
alls kyns þroskaleikföng til að
kenna barninu. Svo vorum við
boðin á jólaböll í skólann sem hún
vann í okkur til mikillar ánægju.
Ragnhildur lagði mikla áherslu á
að synir mínir Gunnar og Oddur
lærðu stærðfræði áður en þeir
færu í skóla frekar en lestur og tel
ég það hafa verið gott ráð því báð-
um hefur gengið vel á þeirri braut.
Ragnhildur átti sterkan
vinkonuhóp sem ég fékk að kynn-
ast. Hún hélt mjög upp á vinkonur
sínar sem voru bæði æskuvinkon-
ur og vinkonur í gegnum líf henn-
ar og starf sem kennara. Sú vin-
átta var dýrmæt allt til loka.
Nýlega skemmtilega minningu
á ég um Ragnhildi eftir að hún
veiktist af Alzheimer. Þá fórum
við saman í búðir. Ragnhildur
vissi nákvæmlega í hvaða búðir
hún vildi fara og keypti sér svo fal-
legan rauðan jakka sem hún not-
aði mikið. Smekkur hennar á föt-
um var ekki frá henni tekinn. Á
eftir fórum við á kaffihús og feng-
um okkur sérrítár. Þegar við fór-
um í bæinn saman enduðum við
gjarnan á kaffihúsi okkur til
ánægju.
Ragnhildur háði harða baráttu
við erfiðan sjúkdóm. Aðdáunar-
vert var hve hún hélt sínu góða
skapi, geðprýði og reisn alla tíð.
Okkur hér á Hagamel 44 er efst
í huga þakklæti fyrir samferðina.
Ragnhildur fór allt of fljótt. Guð
blessi minningu Ragnhildar
Helgadóttur.
Katla Gunnarsdóttir.
Ragnhildur tengdamóðir mín
er nú látin eftir langvinn og erfið
veikindi. Hún var einstök kona,
ljúf og góð í viðmóti og mikill
mannvinur. Ragnhildur var mikil
bókakona, víðlesin og vann innan
um bækur alla sína starfsævi.
Ragnhildur skar sig úr hvar
sem hún kom, hún hafði sérstakan
fatastíl, bar gjarnan stórar og lit-
ríkar hálsfestar, yfirbragðið var
elegant og fágað og viðmótið hlýtt.
Ragnhildur hafði góða nærveru.
Hún var mikil sögukona, kunni
ógrynni af sögum af fólki og at-
burðum. Það var oft setið yfir kaffi
með dísætum kökum sem voru í
miklu uppáhaldi og spjallað vítt og
breitt um atburði líðandi stundar,
bækur, ættfræði og og ekki síst um
sonarsynina, viðfangsefni þeirra
og velferð. Þessar samverustundir
skilja eftir sig góðar minningar.
Ragnhildur var sífellt með hug-
ann við að færa sonarsonum sín-
um, þeim Bergmundi Bolla og Jó-
hannesi, bækur og lesefni sem
hæfði aldri þeirra og þroska hverju
sinni. Sonarsynir hennar áttu hug
hennar allan og veittu henni og
Bolla afa þeirra mikla ánægju.
Þeir eiga margar góðar minningar
um ömmu sína. Ömmu að lesa upp-
hátt fyrir þá með leikrænum til-
burðum, ömmu sem fræddi þá um
jurtir og blómaheiti, ömmu sem
kom stundum óvænt í heimsókn á
hjólinu sínu með góðgæti í poka úr
bakaríinu, ömmu sem var svo gott
að eiga stund með.
Ragnhildur var áhugasöm um
myndlist og hélt mikið upp á hina
dönsku Skagen-málara. Það var
eftirminnilegt þegar hún fór með
Herdísi vinkonu sinni í hálfgerða
pílagrímsferð til Skagen á Jótlandi
í þeim tilgangi að skoða söfn með
verkum Skagen-málaranna og
ekki síst til að skoða umhverfið á
Skagen og upplifa hina sérstöku
birtu sem þar ríkir.
Í gegnum tíðina lágu leiðir
Ragnhildar oft til Kaupmanna-
hafnar, ýmist í tengslum við störf
hennar eða til að heimsækja Rann-
veigu hálfsystur sem þar er búsett
og síðast en ekki síst til að upplifa
danska menningu. Safnið um
skáldkonuna Karen Blixen í
Rungsted fyrir utan Kaupmanna-
höfn var einn af uppáhaldsstöðum
Ragnhildar til að heimsækja í
þessum ferðum og heillaði hún
okkur með frásögnum sínum af
því sem hún hafði orðið vísari um
líf og störf skáldkonunnar.
Ragnhildur veiktist af Alzheim-
er-sjúkdómnum sem leiddi til þess
að hún þurfti að fara á hjúkrunar-
heimilið Grund fyrir rúmum 2 ár-
um vegna versnandi sjálfsbjarg-
argetu. Þar naut hún einstakrar
hlýju og umönnunar og er starfs-
fólkinu á Grund þakkað fyrir það.
Það er aðeins tæpt ár á milli
andláts Ragnhildar og Bolla,
tengdaforeldra minna. Bolli lagð-
ist inn á Grund vegna heilsubrests
um svipað leyti og Ragnhildur fyr-
ir tveimur árum síðan og lést þar í
júlí í fyrra. Ragnhildur og Bolli
bjuggu á Sæbraut á Seltjarnar-
nesi í tæp fjörutíu ár. Um tíma var
Ragnhildur virk í bæjarpólitíkinni
á Seltjarnarnesi og bauð sig fram
til bæjarstjórnar, fyrst á lista Al-
þýðubandalagsins og síðar á lista
Neslistans.
Vinkonur Ragnhildar veittu
henni einstakan stuðning í veik-
indum hennar og sýndu henni
mikla tryggð og alúð.
Það er með djúpri sorg sem við
fjölskyldan kveðjum Ragnhildi í
dag. Við þökkum henni samfylgd-
ina og huggum okkur við að nú er
hún laus úr fjötrum þessa erfiða
sjúkdóms og þökkum um leið fyrir
góðar minningar sem eftir standa.
Blessuð sé minning Ragnhildar
Helgadóttur.
Sigrún B. Bergmundsdóttir.
Ragnhildur
Helgadóttir
Fleiri minningargreinar
um Ragnhildi Helgadótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.