Morgunblaðið - 30.06.2014, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2014
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
hefur kveðið upp úrskurð í kæru
Ingunnar Björnsdóttur, lyfjafræð-
ings og dósents við Óslóarháskóla,
gegn Embætti landlæknis um það á
hvaða formi landlæknir hygðist fara
að úrskurði nefndarinnar um af-
hendingu gagna um gæðaúttekt á
lyfjagagnagrunni embættisins. Ing-
unn kærði Embætti landlæknis fyrir
að neita að afhenda henni gögnin
gjaldfrjálst á rafrænu formi en emb-
ættið hefur aðeins viljað afhenda
gögnin á pdf-formi. Embættið vísar í
gjaldskrá forsætisráðuneytisins fyr-
ir ljósrit eða afrit sem veitt eru á
grundvelli upplýsingalaga og vill fá
143.615 krónur fyrir ómakið.
Málinu vísað frá
Í úrskurði nefndarinnar segir að
við meðferð málsins hafi komið í ljós
að bæði kærandi og Embætti land-
læknis voru því samþykk að umrædd
gögn yrðu brennd á óendurskrifan-
legan geisladisk og afhent þannig.
Nefndin taldi því ekki vera efni til
frekari umfjöllunar um málið og vís-
aði því frá nefndinni.
Ingunn segir úrskurðinn vera at-
hyglisverðan þar sem nefndin telji
ekki liggja fyrir að stjórnvald hafi
neitað því að afhenda gögnin á því
formi sem beðið var um.
„Líklega hefur nefndinni yfirsést
sú fyrirætlan embættisins að af-
henda mér gögnin á pdf-formi. Ég
vona hins vegar að skýringin sé sú að
Embætti landlæknis hafi fallið frá
þeirri hugmynd og sé tilbúið til þess
að afhenda mér gögnin á uppruna-
legu formi,“ segir Ingunn.
Ingunn bað fyrst um að fá gögnin
afhent á óendurskrifanlegum geisla-
diski 7. janúar 2013 en embættið
neitaði því og hefur gert ítrekað síð-
an. Ingunn kærði það til úrskurðar-
nefndar um upplýsingamál sem úr-
skurðaði henni í hag 16. ágúst 2013.
Þrátt fyrir það hefur hún ekki enn
fengið gögnin. „Mér finnst með ólík-
indum hversu langan tíma málið hef-
ur tekið. Ég þurfti að vekja athygli
embættisins á því að þarna væri ókl-
árað mál. Eftir að fyrri úrskurðurinn
kom gerðist ekkert embættisins
megin og ég þurfti í tvígang að vekja
athygli á úrskurði nefndarinnar og
að þeim bæri að bregðast við hon-
um,“ segir Ingunn.
Rannsóknir vel þegnar
Í tilkynningu sem birtist á vef
Embættis landlæknis kemur fram að
fram til þessa hafi ekki verið sótt um
aðgang að gögnum úr lyfjagagna-
grunni til rannsókna sem snúa bein-
línis að gæðum gagna í grunninum.
Einnig kemur fram að slíkar rann-
sóknir séu bæði eftirsóknarverðar
og vel þegnar. Í ljósi atburða segist
Ingunn ekkert botna í þeirri yfirlýs-
ingu. „Það er akkúrat það sem ég er
að gera. Ég er að biðja um gögn sem
urðu til fyrir tilstilli vinnu minnar og
annarra og ég hef gert það nokkrum
sinnum síðan í janúar 2013,“ segir
Ingunn en velferðarráðuneytið er
með málið til meðferðar hjá sér og
mun úrskurða um heimild Embættis
landlæknis til gjaldtöku í þessu til-
viki.
Sammála um af-
hendingarformið
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki vera efni til
frekari umfjöllunar um mál lyfjafræðings gegn landlækni
Morgunblaðið/Kristinn
Landlæknir Segir slíkar rannsóknir bæði eftirsóknarverðar og vel þegnar.
Takmörkunum háð
» Ingunn telur að Embætti
landlæknis óttist að láta hana
fá gögnin til rannsókna og
reyni því að tefja málið.
» Í tilkynningu frá embættinu
kemur fram að ekki sé unnt að
útiloka að réttur viðkomandi til
aðgangs að umræddum gögn-
um kunni að vera takmörk-
unum háður.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra og Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra eru báð-
ir skyldir yfirmanni lífvarðasveitar
Jörundar hundadagakonungs, sem
tók stjórn yfir Íslandi í byltingunni
sumarið 1809 og lýsti Ísland „laust
og liðugt frá Danmerkur Ríkis-
ráðum“.
Yfirmaður lífvarðasveitarinnar
hét Jón Guðmundsson og var sonur
Guðmundar Jónssonar, bónda og
lögréttumanns í Skildinganesi í
Reykjavík, og Guðríðar Ottadóttur.
Bæði Sigmundur og Bjarni eru
komnir af ætt Guðmundar. Sig-
mundur er kominn af Margréti
Guðmundsdóttur og Bjarni af Pétri
Guðmundssyni, en Engeyjarættin
er rakin til Péturs.
Margir íslenskir stjórnmálamenn
eru af Engeyjarættinni. Þar má
meðal annarra nefna Benedikt
Sveinsson, föður Bjarna Benedikts-
sonar, fyrrv. forsætisráðherra, og
Péturs Benediktssonar alþingis-
manns. Afabörn Benedikts eru
Björn Bjarnason, fyrrv. dóms-
málaráðherra, og Halldór Blöndal,
fyrrv. samgönguráðherra.
Flúði land og fór til Færeyja
Jón Guðmundsson flúði Ísland og
fór til Færeyja eftir að Bretar hand-
tóku Jörund hundadagakonung og
bundu þar með enda á valdatíð
hans. Jón gerðist kennari og síðar
bókbindari í konungsversluninni í
Þórshöfn. „Við höfum fundið 80 af-
komendur Jóns Guðmundssonar á
Norðurlöndunum,“ segir Oddur
Helgason, æviskrárritari og fram-
kvæmdastjóri ættifræðiþjónust-
unnar ÓRG, en hann vill meina að
Engeyjarættin byrji með Guðmundi
Jónssyni og væri því réttara að
kalla hana Skildinganessættina.
Bjarni Ben og Sig-
mundur Davíð skyldir
Tengdir lífverði
Jörundar hunda-
dagakonungs
Konungur Jörundur stjórnaði Ís-
landi í tvo mánuði sumarið 1809
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Tíðarfar hefur verið hagstætt til
ræktunar grænmetis þetta árið og
uppskera tveimur til þremur vikum
fyrr en síðustu ár. Vorið var gott og
sést hafa fín þrif á mörgum gróðri.
Guðríður Helgadóttir, garðyrkju-
fræðingur hjá Landbúnaðarháskóla
Íslands, segir vaxtarskilyrði hafa
verið betri en síðustu ár. „Á síðasta
ári var uppskerubrestur á ýmsu
grænmeti vegna þess að það var
svo blautt og árið þar áður var kalt
í maí. Í ár hefur hins vegar ekki
verið jafnblautt og næturfrost var
lítið sem ekkert í maí svo það mun-
ar alveg rosalega miklu,“ segir hún.
Þar sem maímánuður var hlýr þetta
árið var hægt að setja niður fyrr,
sem lengir vaxtartímann hjá plönt-
unum mikið og afurðirnar koma
upp fyrr en ella. Að sögn Guðríðar
mun þroskinn á plöntunum aukast
enn frekar fari sólin að láta sjá sig.
Hins vegar segir hún óheppilegt ef
áfram verður votviðrasamt.
„Rótargrænmetið fer illa ef það
er blautt í veðri, það er að segja
rófur, gulrætur og kartöflur til
dæmis. Salat getur einnig farið illa í
mikilli vætu og á það til að mygla,“
segir Guðríður: „Ef við verðum
ótrúlega óheppin og fáum aftur
rigningasumar myndi ég ráðleggja
fólki að huga að því að hafa ein-
hvers konar yfirbreiðslur yfir við-
kvæmari tegundir eins og salat.“
Hjörtur Benediktsson garðyrkju-
bóndi segir sprettuna hafa verið
sérlega góða. Hann opnaði í gær
sinn árlega grænmetismarkað í
Hveragerði, fyrr en nokkru sinni.
Markaðurinn hefur verið opnaður
um miðjan júlí seinustu ár en þar
sem uppskeran kom fyrr þetta árið
ákvað Hjörtur að bíða ekki með það
að opna hann.
„Það er komið upp salat, græn-
kál, steinselja, kínakál og hnúðkál
til dæmis, en tegundirnar sem
þurfa lengri tíma eins og brokkólí,
blómkál og rauðrófur koma inn á
markaðinn um leið og þær spretta
upp.“
Hjörtur segir skilyrðin mun betri
en á síðasta ári. „Í fyrra fór maður
varla úr úlpunni því það var svo
kalt, en núna liggur við að ég sé
bara hérna á bikiníinu,“ segir hann
hlæjandi að lokum.
Morgunblaðið / Sigmundur Sigurgeirsson
Uppskera Hjörtur Benediktsson hugar að kálinu í byrjun júní. Hann hefur
opnað sinn árlega grænmetismarkað í Hveragerði, fyrr en nokkru sinni.
Grænmetisuppskera
fyrr á ferð en síðustu ár
Garðyrkjufræðingur segir skilyrðin
góð Vaxtartíminn lengri en áður
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík
www.bjorg.is • Sími 553 1380
EFNALAUG
ÞVOTTAHÚS
DÚKALEIGA
GÆÐI – ÞEKKING
ÞJÓNUSTA