Morgunblaðið - 02.10.2014, Page 1
F I M M T U D A G U R 2. O K T Ó B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 230. tölublað 102. árgangur
HVERNIG HUGSA
ÍSLENSKIR
STJÓRNENDUR?
ELTIST VIÐ
UFSA Á
HALANUM
PLATAN SEM HANA
HEFUR ALLTAF
LANGAÐ AÐ GERA
SKIPSTJÓRI ÁRSINS 12 ÓLÖF ARNALDS 38VIÐSKIPTAMOGGINN
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Sérstakur saksóknari hefur enn 96
mál til rannsóknar, þar af 39 hrun-
mál sem stefnt er að að ljúka fyrir
áramót. Fjöldi annarra mála er í
ákærumeðferð eða til meðferðar
fyrir dómi, að sögn Ólafs Þórs
Haukssonar, sérstaks saksóknara.
Hann segir að uppsagnir átta
starfsmanna og lausn átta lög-
reglumanna frá embætti í vikunni
muni tvímælalaust hafa áhrif á af-
köstin.
„Það verður bara að segjast eins
og er, að það er mjög bagalegt að fá
niðurskurðinn á þeim tíma þar sem
við erum að keppast við að reyna að
ljúka þessu annars vegar og hins
vegar þar sem við er að taka
mannaflsfrek málsmeðferð fyrir
dómi,“ segir Ólafur.
Ólafur segir mikla vinnu liggja
að baki þeim málum sem hafa end-
að fyrir dómi og ekki hafi dregið úr
álaginu hjá embættinu. Hann hefur
verulegar áhyggjur af því að draga
muni úr framleiðni og mál dragast
á langinn vegna fækkunarinnar.
Ólafur segir enga áætlun liggja
fyrir um 2015, þar sem enn hafi
engin ákvörðun verið tekin um til-
högun rannsókna og saksóknar í
efnahagsbrotamálum til framtíðar.
Brýnt sé að þessum málum verði
markaður ákveðinn farvegur.
MNiðurskurðarhnífurinn … »6
96 mál enn í rannsókn
Óheppilega tímasettur niðurskurður Stefnt á að ljúka rannsókn 39 hrun-
mála fyrir áramót Kallar eftir ákvörðun um tilhögun mála til framtíðar
Sérstakur saksóknari
» 637 mál hafa verið tekin til
rannsóknar af embætti sér-
staks saksóknara.
» Alls hafa 187 mál verið send
í ákærumeðferð en 330 málum
hefur verið lokið með öðrum
hætti.
Nemendur og kennarar í Kvennaskólanum í Reykjavík brugðu á leik í
tilefni af 140 ára afmæli skólans í gær og mynduðu keðju umhverfis
Tjörnina, en hringurinn er 1050 metrar. Ljósmyndari Morgunblaðsins
brá linsunni milli þeirra sem kræktu saman höndum öðrum megin.
Mynduðu keðju í kringum Reykjavíkurtjörn
Morgunblaðið/Golli
Ísland mun, samhliða innleiðingu
ESB-tilskipunar um eftirlit með fjár-
málaþjónustu, þurfa að setja reglur
um uppljóstrun. Uppljóstrarar eru
starfsmenn sem tilkynna um ólög-
mætt athæfi eða ámælisverða hegð-
un innan fyrirtækis.
ESB-tilskipunin gerir ráð fyrir að
Ísland og önnur EES-ríki innleiði
málsmeðferðarreglur sem gefa
starfsmönnum fjármálafyrirtækja
tækifæri til að greina frá ólögmætu
athæfi með nafnlausum hætti.
Nefnd sem falið var að yfirfara
refsiheimildir í löggjöf á fjár-
málamarkaði mun bráðlega skila af
sér tillögum að slíkum reglum, í
formi lagafrumvarps.
Einn nefndarmanna segir nefnd-
ina mjög áhugasama um upptöku
einhvers konar uppljóstrunarkerfis,
sem tryggi vernd uppljóstrara.
Nefndin hafi því skoðað löggjöf
nokkurra landa sem hafi tekið upp
reglur um verndun uppljóstrara í
löggjöf sína. »Viðskipti
Unnið að gerð reglna
um uppljóstrun
Íslandi gert að vernda uppljóstraraByrjað er að undirbúa yfirvofandiverkfall lækna á Landspítalanum.
Meðal annars hefur verið boðað til
fundar á skurðlækningasviði í næstu
viku með yfirlæknum og fulltrúum
mannauðsdeildar og lögfræðingum,
þar sem farið verður yfir undan-
þágulistann og skýrt vel út hvaða
reglur gilda í verkföllum. Spítalinn
verður þó rekinn á eðlilegan hátt
fram á síðustu stundu. „Við munum
halda áfram að kalla fólk inn til að-
gerða en ef ekki semst fyrir boðaðan
verkfallsdag verður fólki gerð grein
fyrir því,“ segir Lilja Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri skurðlækninga-
sviðs spítalans.
Ólafur Baldursson framkvæmda-
stjóri lækninga á LSH segir að allar
deildir séu að skoða aðgerðir með
einhverjum hætti og að undirbún-
ingur sé að fara í gang. „Ef til verk-
falls kemur mun það hafa gríðarleg
áhrif á starfsemina og gera hana
mjög erfiða. Það þarf að huga að öll-
um þáttum starfseminnar ef til þessa
kemur,“ segir Ólafur.
Þorbjörn Jónsson formaður
Læknafélags Íslands (LÍ) segir að ef
farið verði í verkfall nái það til allra
þeirra sem starfa samkvæmt kjara-
samningi LÍ. Það gildi um sjúkra-
hús, heilbrigðisstofnanir og heilsu-
gæslu um allt land. »4
Allar deildir undirbúnar
Spítali Öll starfsemi mun fara úr
skorðum ef til verkfallsins kemur.
Landspítalinn rekinn eðlilega fram á síðustu stundu
Ágúst Ingi Jónsson
Baldur Arnarson
Útflutningstekjur af kolmunna, norsk-
íslenskri síld og makríl munu dragast sam-
an um tæpa sjö milljarða á næsta ári, ef far-
ið verður eftir nýrri veiðiráðgjöf Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins (ICES).
Þetta er mat Landssambands íslenskra
útvegsmanna (LÍÚ).
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri
LÍÚ, segir þennan samdrátt munu hafa af-
leiðingar fyrir þjóðarbúið og minnir á að
samanlagt útflutningsverðmæti þessara
þriggja tegunda í fyrra hafi verið 38 millj-
arðar. Það hafi mest farið í 77 ma. 2011.
„Verðum af gríðarlegum tekjum“
„Þarna er um að ræða tapaðar gjald-
eyristekjur upp á sjö milljarða. Við verðum
því af gríðarlegum tekjum. Heildartekjur
af sjávarútveginum á síðasta ári voru tæpir
260 milljarðar. Það er því auðséð að þetta
hefur veruleg áhrif. Samdrátturinn er um
10% í kolmunna og makríl og næstum því
50% í síldinni. Fyrir einstök fyrirtæki, sem
eru mestmegnis í uppsjávarfiski, er þetta
því stærra högg. Þetta eru grundvallar-
stofnar í uppsjávarveiðum, að loðnunni og
íslensku síldinni viðbættri.“
Fram kemur í nýjum tölum Hagstof-
unnar að svokallað FOB-verðmæti útfluttra
sjávarafurða á fyrstu átta mánuðum ársins
minnkaði úr 173,8 milljörðum króna í fyrra
í 153,2 milljarða í ár, eða um 11,8%. »20
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Makríll ICES leggur til minni veiðar.
Tapið yrði
um sjö
milljarðar
Tekjur þjóðarbúsins af
makríl skerðast verulega