Morgunblaðið - 02.10.2014, Side 2

Morgunblaðið - 02.10.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Gjóður, öðru nafni fiskiörn (Pandion haliaetus), afar sjaldgæfur gestur, mjög svo tignarlegur, hefur undan- farna daga haldið til í Siglufirði. Fram til síðustu alda- móta höfðu einungis sést um 20 fuglar af þessari teg- und á Íslandi frá upphafi. Þetta er miðlungsstór rán- fugl, um 60 cm á hæð og með um 1,8 m vænghaf, fiskiæta, sem veiðir á daginn, og hefur einmitt sést koma með bleikju upp úr Hólsánni þar nyrðra og gæða sér á henni. Til ættbálks ránfugla teljast fimm ættir. Þær eru haukaætt, sem m.a. íslenski haförninn tilheyrir, fálka- ætt, hrævaætt, gjóðaætt og örvaætt. Gjóðurinn finnst í öllum heimsálfum, að Suður- skautslandinu undanskildu. Sjaldgæfur ránfugl á Siglufirði Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Gjóður grípur með sér bleikju Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Herdísi Herbertsdóttur brá í brún þegar hún fór með 1.062 kr. af silfr- aðri mynt í sjálfsafgreiðslutalninga- vél sem tekur við smámynt í Arion banka í Kringlunni. Henni til undr- unar tók bankinn 990. kr fyrir veitta þjónustu og sat hún eftir með 72 krónur eftir að hún hafði notað vél- ina. Merkingar eru við hlið vél- arinnar þar sem skýrt er frá því að tekið er gjald fyrir þjónustuna frá þeim sem ekki eru í viðskiptum við bankann. Ekki er tekið gjald af við- skiptamönnum hans. Tók hún ekki eftir þeirri merkingu en þessar upplýsingar voru að henn- ar sögn ekki í tölvukerfi eða á vélinni sjálfri. „Ég hefði kannski getað kynnt mér þetta betur og ég hélt kannski að ég myndi þurfa að borga eitthvað smá. En það hvarflaði ekki að mér að þetta væri svona hátt verð,“ segir Herdís. Fær allt fyrir enga vinnu Tekin eru 3% af myntupphæðinni í Landsbankanum og hefði Herdís því greitt 32 krónur fyrir þjónustuna þar. Ekkert gjald er tekið fyrir notk- un á sjálfsafgreiðslutalningavélum í Íslandsbanka óháð því hvort viðkom- andi eigi í viðskiptum við bankann. Samkvæmt upplýsingum úr Arion banka var gjaldið sett á áður en sjálfsafgreiðslutalningavélar voru settar upp. „Það var ekki fyrr en ég fór til gjaldkera sem ég sá að lágmarks- gjald er 990 krónur. Ég sagði við gjaldkera að mér þætti þetta hrylli- lega ósanngjarnt og hún bauð mér kurteislega að leggja fram kvörtun. Ég sagði einnig við hana að ég skildi ekki af hverju ég ætti ekkert að fá en bankinn allt fyrir enga vinnu. Gjald- kerinn sýndi því skilning og var kurt- eis. Svo gekk ég út með mínar 72 krónur og bankinn fékk rest,“ segir Herdís sem lagði fram kvörtun. Hún telur þessa gjaldtöku siðlausa. „Fyrstu sex mánuðina fékk bankinn 17,4 milljarða króna í hagnað, m.a. með því að blóðmjólka okkur. Það er álíka mikið og kostnaðurinn við að greiða öllum starfsmönnum Land- spítalans laun,“ segir Herdís. Sat eftir með aðeins 72 krónur  Fór með 1.062 krónur í talningavél Arionbanka  Bankinn tók 990 krónur Morgunblaðið/Árni Sæberg Mynttalningarvél Gjaldið er hátt. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fluttir voru út áfengir drykkir fyrir 245,9 milljónir króna á fyrstu átta mánuðum ársins, borið saman við 143,7 milljónir sömu mánuði í fyrra. Það er 71% aukning milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Mest er flutt út af bjór í lítrum talið og eru nokkrir framleiðendur að baki þeim útflutningi, þar með talin Ölgerðin og Vífilfell. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir útflutninginn hafa „farið á flug síðustu 12-18 mánuði“. „Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar sú að við lögðum í fyrsta skipti áherslu á útflutning. Hins vegar hafa verðlaunin sem við höfum fengið fyrir bjórinn okkar vakið athygli og leitt til mikillar eftir- spurnar. Það er í kjölfar þeirra sem útflutningurinn hefur byrjað að blómstra.“ Spurður hvort raunhæft sé að útflutningur áfengra drykkja frá Íslandi fari yfir milljarð á einu ári innan fárra ára segist Andri Þór mundu „verða fyrir von- brigðum ef Ölgerðinni myndi ekki takast það“. „Á næstu fimm árum tel ég að við getum margfaldað útflutninginn. Við höfum fjárfest fyrir um 200 milljónir í nýjum búnaði í ár sem eykur afkastagetuna okkar.“ Útflutningur á sterkum drykkjum eykst líka. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur verslunum sem selja Reyka Vodka í Bandaríkjunum fjölgað mikið í ár og eykst landsfræðileg dreifing þess á Bandaríkjamarkaði stöðugt. Þá er sala á Martin Miller’s Gin í örum vexti og er það orðið eitt mest selda lúxusgin í heiminum í dag. Pure Spirits í Borgarnesi framleiðir þessa drykki. Útflutningur áfengra drykkja eykst um 71%  Ör vöxtur milli ára  Íslenskt gin orðið eitt hið mest selda Martin Miller’s Gin 20% afsláttur Gildir í október Lyfjaauglýsing Kristján H. Johannessen Anna Marsibil Clausen Ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfan í gær til að taka afstöðu til mögu- legrar endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála vegna vensla sinna við einn rannsakenda mál- anna, um einu og hálfu ári eftir að málið kom inn á borð hans. Lög- maður tveggja einstaklinga sem voru dæmdir í málunum segir ákvörðunina rétta en að hún hafi átt að liggja fyrir mun fyrr. Örn Höskuldsson, fulltrúi yfir- sakadómara, sem vann að rannsókn málanna og stýrði á tímabili, er kvæntur móðursystur Sigríðar J. Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara. Af þeim sökum sagði Sigríður í bréfi til dómsmálaráðherra að réttmætt tilefni væri til að efast um óhlut- drægni sína. Því teldi hún sig van- hæfa til að taka afstöðu til mögu- legrar endurupptöku. Ekki til formlegrar skoðunar Málið barst fyrst inn á borð rík- issaksóknara í mars 2013 í kjölfar þess að starfshópur sem fór yfir rannsóknina á málunum lagði til mögulegar leiðir til að málin væru tekin upp að nýju. Ein þeirra var að ríkissaksóknari tæki afstöðu til þess. Sagðist Sigríður þá ætla að fara yfir málið með tveimur sak- sóknurum fram yfir páska. „Þetta eru auðvitað vonbrigði vegna þess að þetta mun tefja mál- ið. Nú þarf dómsmálaráðherra að finna löghæfan mann til að taka á sig verkefnið og það tekur tíma og sá þarf síðan að setja sig inn í málið og taka afstöðu,“ segir Ragnar Að- alsteinsson, lögmaður Erlu Bolla- dóttur og Guðjóns Skarphéðinsson- ar. Hann segir engan vafa leika á því að ríkissaksóknari hafi tekið rétta ákvörðun um hæfi sitt en niðurstað- an hafi átt að koma fram miklu fyrr þar sem Sigríður hafi haft afskipti af málinu fyrir 1-2 árum. „Þó skýrslan [starfshópsins] hafi komið út þá var málið ekki til neinnar formlegrar meðferðar hjá embætti ríkissaksóknara. Það eina sem ég gerði var að senda út bréf þar sem leitað var eftir afstöðu til hugsanlegrar endurupptöku,“ segir Sigríður og bendir á að ríkissak- sóknari hafi ekki að eigin frum- kvæði farið fram á endurupptöku þessara mála. Var því að mati rík- issaksóknara ekki hægt að taka af- stöðu til hæfis fyrr en beiðnir um endurupptöku bárust embættinu frá málsaðilum. Taldi sig ekki geta metið hæfi fyrr  Ákvörðun ríkissaksóknara um vanhæfi rétt en átti að liggja fyrir mun fyrr, að mati lögmanns Dómur Frá málflutningi í Guð- mundar- og Geirfinnsmálunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.