Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
Blómabúðadagar
2.-5. október 2014
Líttu við í næstu blómabúð.
Fjölbreytt úrval talandi blóma á frábæru verði.
Breytingar á deiliskipulagi vegna
uppbyggingar á aðstöðu fyrir
ferðamenn við Dyrhólaey þarf ekki
að fara í gegnum umhverfismat
samkvæmt ákvörðun Skipulags-
stofnunar.
Náttúruverndarsamtök Suður-
lands óskuðu eftir því að stofnunin
ákveddi hvort deiliskipulagsbreyt-
ingin væri háð ákvæðum laga um
umhverfismat áætlana. Í breytingu
á deiliskipulaginu felst að bílastæði
á Lágeynni verði fært og stækkað
og allt að hundrað fermetra hús
með salernisaðstöðu rísi við það.
Borað verður fyrir köldu vatni fyrir
salernin og rotþró komið fyrir.
Skipulagsstofnun komst að þeirri
niðurstöðu að uppbyggingin falli
ekki undir skilgreiningu laga um
umhverfismat hvað varðar umfang
og eðli. Hægt er að kæra ákvörðun-
in til umhverfis- og auðlindaráð-
herra og rennur frestur til þess út
2. nóvember.
Ekki talin
þörf á um-
hverfismati
Byggja upp að-
stöðu við Dyrhólaey
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Við Dyrhólaey Til stendur að bæta
aðstöðu ferðamanna við eyna.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Áfram er spáð gasmengun frá eld-
gosinu í Holuhrauni í Mývatnssveit í
dag en mikið magn brennisteins-
tvíildis mældist í lofti þar í fyrrinótt
og gærmorgun. Hæsti styrkur sem
mældist á tíu mínútna tímabili var
vel yfir hættumörkum, um 5.800
míkrógrömm á rúmmetra. Að sögn
Gunnars Atla Fríðusonar, fram-
kvæmdastjóra Jarðbaðanna við Mý-
vatn, fundu menn sem unnu að við-
haldi og öðrum framkvæmdum í
böðunum í gær fyrir gasinu.
„Mínir menn sem voru að vinna
hérna í [gær] voru að tala um að það
hafi ekki alltaf verið gott að draga
djúpt andann í [gærmorgun] þegar
þetta var hvað mest,“ segir hann en
jarðböðin voru lokuð í gær og áfram í
dag vegna framkvæmdanna.
Gunnar Atli segist ekki hafa
merkt það að gasmengun frá gosinu
hafi haft áhrif á aðsókn í jarðböðin.
Grannt sé fylgst með mælum í ná-
grenninu og verði böðunum lokað ef
styrkur eiturgass verði of hár. Enn
hafi þó ekki komið til þess.
Áfram búist við gasmengun
frá gosinu í Mývatnssveit
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Gasmengun Mengunarmælir er við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit.
Fylgjast vel með mælingum á styrk brennisteinstvíildis
Fulltrúar starfs-
mannafélags
Kópavogsbæjar
og fulltrúar sam-
bands íslenskra
sveitarfélaga
funduðu hjá ríkis-
sáttasemjara í
gær án árangurs.
Næsti fundur
hefur verið boð-
aður á mánudag-
inn. „Það er verið að reyna að finna
lausn á deilunni en mér sýnist hún
ekki vera í sjónmáli,“ segir Jófríður
Hanna Sigfúsdóttir, formaður
Starfsmannafélags Kópavogsbæjar í
samtali við mbl.is.
Starfsmannafélagið hefur sam-
þykkt verkfallsboðun. Náist ekki
samningar leggja félagsmenn niður
störf dagana 14., 15., 21. og 22. októ-
ber. Þá hefst ótímabundið verkfall 1.
nóvember. Jófríður telur að rúm-
lega 700 manns myndu leggja niður
störf ef til verkfalls kemur.
Engin lausn í
sjónmáli í
kjaradeilunni
Kópavogur.