Morgunblaðið - 02.10.2014, Qupperneq 17
sækja Kerlingarfjöll heim eru frá
löndunum í Mið-Evrópu. Þetta er
fólk sem ferðast á eigin vegum á
bílaleigubílum og leitar að áhuga-
verðum viðkomustöðum, meðal ann-
ars á hálendinu. Íslendingar eru
ekki stór hluti þeirra sem sækja
fjöllin heim þessi árin. Margir eiga
góðar minningar um þennan stað frá
tímum skíðaskólans og því umhverfi
sem þá var hér, en Kerlingarfjöll eru
bara svo miklu, miklu meira,“ segir
Páll Gíslason að síðustu.
Hveradalir Við hverina eru jarðmyndanir í öllum litum
regnbogans. Þegar gufumóða leggjst yfir dalverpin má
rifja upp máltækið að margt býr í þokunni.
Morgunblaðið/Þorkell
„Þetta er mjög spennandi. Við
erum í þessu verkefni vegna
þess að við höfum fulla trú á
því,“ segir Ásgeir E. Guðnason,
framkvæmdastjóri Sæbýlis ehf.
Fyrirtækið hefur í nokkur ár
stundað umfangsmikið tilrauna-
eldi með japönsk sæeyru á
Eyrarbakka. Er það nú komið í
300 fermetra húsnæði á staðn-
um. Vonast Ásgeir til þess að
hægt verði að hefja útflutning
árið 2016. Gangi áformin
eftir gæti útflutningur á
fleiri botnlægum
sjávardýrum, svo sem
sæbjúgum og ígulkerj-
um, fylgt í kjölfarið.
Tveir starfsmenn vinna
nú hjá Sæbýli sem hlotið
hefur ýmsa styrki til þró-
unar verkefnisins. Haft hefur
verið samstarf við Nýsköpunar-
miðstöðina, Matís og Atvinnu-
þróunarfélag Suður-
lands.
Sæeyru eru stór-
vaxnir, ætir sæsniglar.
Sterk hefð er fyrir
neyslu þeirra í Asíu,
einkum Japan. Þá er
einnig talinn vænlegur
markaður fyrir sæeyru í Evrópu
og Bandaríkjunum.
gudmundur@mbl.is
Nýsköpunarstarf Sæbýlis á Eyrarbakka
Undirbúa útflutn-
ing á sæeyrum
Morgunblaðið/Ásdís
Fiskeldi Sæeyra er álitið lostæti í Asíulöndum. Er sagt auka kynorku.
Eyrarbakki Atvinna gæti eflst.
Kerlingarfjöll setja sterkan svip á
landið þegar ekið er yfir hálendið
um Kjalveg. Fjallaklasinn er ekki
langt suðvestur af Hofsjökli og er
lýst sem „hvirfingu af strókmynd-
uðum tindum og eggjum af ýms-
um gerðum, þeir hæstu nálægt
1.500 m, með snarbröttum skrið-
um. Í dalkvosum, skörðum og gilj-
um eru víða jökulsporðar og fann-
ir en upp úr þeim gnæfa tindarnir
sem blasa við úr öllum áttum,“
segir í Árbók Ferðafélags Íslands
1996.
Frá Skagafirði til
Vestmannaeyja
Segja má að Kerlingarfjöll séu
klofin í tvennt. Ásgarðsá og Kisa
mynda mikil árskörð í gegnum
fjöllin og skipta þeim í austur- og
vesturfjöll. Austurfjöll eru svip-
mesti hluti fjallaklasans og þar
eru hæstu tindarnir, svo sem Snæ-
kollur sem er 1.477 metrar yfir
sjó og Loðmundur sem er litlu
lægri. Ónefnd eru þá fjöll eins og
Fannborg, Höttur og Ögmundur
og fleiri. Af hæstu tindunum sést í
góðu skyggni vítt og breitt yfir
landið, það er allt norður í Skaga-
fjörð og jafnvel er hægt að greina
fjöll á Ströndum. Til suðurs sér
allt til Vestmannaeyja.
Grágrýtis- og móbergsfjöll eru
áberandi þegar farið er um Kjal-
veg. Kerlingarfjöll eru hins vegar
undantekning. Þau eru að mestu
leyti úr ljósbrúnu líparíti. Svo er
bullandi jarðhiti á svæðinu meðal,
annars í Hveradölum en þangað
er stutt ganga frá vegi sem Fann-
borgarmenn lögðu á sínum tíma
vegna reksturs skíðaskólans. Þar
eru gil, skörð og slakkar og niðri í
hvilftum renna ár nærri kraum-
andi hverum. Allt myndar þetta
einstæða litasinfóníu í viðkvæmri
náttúru.
Brýr, stígar og tröppur
Æ fleiri leggja leið sína um
þetta svæði sem nú þykir nauð-
synlegt að verja álagi. Vegna þess
voru í sumar markaðir göngustíg-
ar í Hveradölum, settar brýr yfir
læki og tröppur lagðar í bröttustu
brekkum, en landið er mjög leir-
kennt og rokgjarnt og því geta
fótspor markað áberandi för í
landslagið. Erlendir sjálfboða-
liðar á vegum samtakanna
SEEDS komu að þessu verkefni,
sem var fjármagnað með 10,5
milljóna króna tilstyrk úr Fram-
kvæmdasjóði ferðamannastaða.
Kerlingarfjallaklasinn blasir við af Kjalvegi
Hveradalir Tröppur og stígar hafa verið lagðir um líparítgula hjalla.
Fjöll Horft til hins foldgnáa Loð-
mundar af veginum yfir Kjöl.
Lita-
sinfónía
VITINN 2014
Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni
leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu
lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda
blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is.
Undirþrýstingur í miðeyra með vökva.
Eftir þrýstingsjöfnunmeðOtoventblöðru,
miðeyrað opið og engin vökvi.
Otovent meðferðin er til að létta á undirþrýsting
í miðeyra.
Getur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan
með því að tryggja að loftflæði og vökvi eigi greiða leið
frá miðeyra.
Meðferð getur dregið úr eyrnabólgum, sýklalyfjanotkun,
ástungumog rörísetningum. Læknar mæla með Otovent.
Klínískar rannsóknir sýna gagnsemi við lokun í miðeyra,
skertri heyrn eftir eyrnabólgur, óþægindum í eyrum við
flug, sundferðir eða köfun.
Otovent er einfalt og þægilegt fyrir börn og fullorðna.
Rannsóknir sýna góðan árangur. CE merkt.
Fæst í apótekum
Fyrsta hjálp til að
laga og fyrirbyggja
eyrnabólgur Viðurkennd meðferð
Umboð Celsus ehf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014