Morgunblaðið - 02.10.2014, Side 18
Heimild: Yfirvöld í sjálfstjórnarsvæðinu Hong Kong
Leung Chun-ying, æðsti embættismaður Hong Kong, hefur fengið viðurnefnið 689
vegna atkvæðanna sem hann fékk þegar hann var kosinn í embættið árið 2012
Hvers vegna kalla þeir hann 689?
Þar af höfðu 249.499
rétt til að kjósa alls 1.200
fulltrúa í kjörnefnd
Flestir þessara kjósenda
voru fulltrúar ýmissa
greina atvinnulífsins
eða stjórnkerfisins
Hver hópur átti
300 fulltrúa
í kjörnefndinni
Kjörnefndin kaus...
Nú kallaður 689
Árið 2012
*Með rétt til að kjósa í þann
hluta þings Hong Kong sem
er kjörinn í almennum
og lýðræðislegum kosningum
26.828 fulltrúar
Fjármál
Hótel
Tryggingar
Flutningar
Menntamál
Heilbrigðismál
Upplýsingatækni
Lögfræði
1.050 gild
atkvæði voru
greidd
25. mars 2012 689 nefndarmannanna
kusu Leung
Stéttarfélög
Trúarhópar
Velferðarmál
Fulltrúar
pólitískra
flokka
og stofnana
204.399
300 300
Æðsti embættismaðurinn
300 300
17.572 700
= 100.000
= 10.000
= 10
1.200manna
kjörnefnd
Í Hong Kong voru
3,5 milljónir
skráðra kjósenda*
1
2
Kjósendunum var skipt
í fjóra misstóra hópa
M.a. fulltrúa þessara greina (t.h.):
3
4
5
6
Fæddist í Hong Kong 1954
Leung Chun-ying
SVIÐSLJÓS
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Mótmælendurnir sem hafa lagt und-
ir sig götur í viðskiptahverfinu í mið-
borg Hong Kong eru sundurleitur
hópur og án óumdeilds leiðtoga. Á
meðal þeirra sem hafa verið í
fylkingarbrjósti í fjöldamótmæl-
unum eru sautján ára námsmaður,
prófessorar, baptistaprestur og fé-
sýslumaður.
Flestir þeirra sem hafa tekið þátt
í mótmælunum eru námsmenn og
fólk sem kennir sig við Occupy-
hreyfinguna sem hófst í Bandaríkj-
unum. „Styrkur mótmælanna er
fólginn í því að valddreifingin er svo
mikil í hreyfingunni, þannig að það
er ekki hægt að kveða þau niður með
því að handtaka leiðtoga,“ hefur The
New York Times eftir Maya Wang,
sem hefur fylgst með mótmælunum
á vegum mannréttindasamtakanna
Human Rights Watch. „Veikleiki
mótmælanna felst auðvitað í því að
komið gæti upp glundroði og klofn-
ingur ef ástandið breytist hratt.
Þetta hefur gengið óvenjuvel til
þessa en það gæti breyst.“
Beiti ekki ofbeldi
The Wall Street Journal hafði eft-
ir heimildarmanni í stjórnkerfi
Hong Kong að Leung Chun-ying,
æðsti embættismaður sjálfstjórnar-
svæðisins, hygðist reyna að þrauka
mótmælin í von um að þau myndu
fjara út, frekar en að beita valdi.
Stjórnvöld í Kína hefðu sagt honum
að hann gæti ekki kveðið mótmælin
niður með ofbeldi og þyrfti að binda
enda á þau með friðsamlegum hætti.
Þúsundir mótmælenda hafa sofið
á götunum í viðskiptahverfinu síð-
ustu nætur og lagt sig fram um að
koma í veg fyrir óeirðir eða átök við
lögreglumenn. Þeir hafa þótt sér-
lega agaðir og hæverskir í fram-
komu, beðið vegfarendur afsökunar
á óþægindunum sem mótmælin hafa
valdið í viðskiptahverfinu. Þeir hafa
meðal annars hreinsað allt rusl á
götunum til að koma í veg fyrir að
það safnist upp og jafnvel gefið sér
tíma til að flokka það.
Einu verjur mótmælendanna eru
regnhlífar sem þeir hafa notað til að
verjast rigningu, geislum sólarinnar
og piparúða sem lögregla borgar-
innar hefur beitt. Mótmælin hafa því
verið kölluð „regnhlífabyltingin“.
Hræðist ekki saksókn
Á meðal þeirra sem hafa verið í
fylkingarbrjósti í mótmælunum er
Benny Tai, fimmtugur lagaprófessor
og einn stofnenda Occupy-hreyf-
ingarinnar í Hong Kong. Hann seg-
ist hafa lifað mjög þægilegu fjöl-
skyldulífi áður en hann hóf baráttu
fyrir lýðræði en hermt er að hann
hafi fengið morðhótanir að undan-
förnu, að sögn The Guardian. „Ég er
fullviss um að lýðræði verði einhvern
tíma að veruleika í Hong Kong,“
sagði hann nýlega í viðtali.
Á meðal annarra sem stofnuðu
Occupy-hreyfinguna í Hong Kong
fyrir einu og hálfu ári er Chan Kin-
man, 55 ára fyrrverandi félagsfræði-
prófessor. Chan segist hafa verið
hlynntur viðræðum við yfirvöld í
Hong Kong en kveðst nú vilja taka
þátt í borgaralegri óhlýðni til að
knýja fram lýðræðisumbætur. „Ef
við verðum dregnir fyrir rétt ætlum
við ekki að neita því að við höfum
brotið lögin og við hyggjumst lesa
upp pólitíska yfirlýsingu fyrir rétt-
inum til að útskýra hugsjón okkar,“
hefur The Guardian eftir honum.
Sjötugur baptistaprestur, Chu
Yiu-ming, hafði beitt sér fyrir lýð-
ræðisumbótum í um það bil áratug
þegar hann tók þátt í stofnun Occ-
upy-hreyfingarinnar. Hann stjórn-
aði leynilegum aðgerðum til að
hjálpa kínverskum andófsmönnum
að komast hjá handtöku og saksókn.
Hann skaut yfir þá öruggu skjóls-
húsi í Hong Kong og hjálpaði þeim
að sækja um hæli erlendis.
Baptistapresturinn hóf baráttuna
eftir fjöldamorðin í Peking árið 1989
þegar mótmælin á torginu við Hlið
Friðsamir, agaðir og hæverskir
Ekki hægt að kveða fjöldamótmælin
niður með því að handtaka leiðtoga
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver
www. .is
Velkomin á nýjan vef
Bakarameistarans
Nú getur þú pantað
Tertur, Brauðmeti og bakkelsi
Veislu og fundarpakka
og margt fleira í vefverslunni okkar
. ..
. ..
. ..
Aleqa Hammond, formaður græn-
lensku landstjórnarinnar, sagði af
sér sem formaður Siumut-flokks-
ins í gærkvöldi. Þrír ráðherrar
hafa sagt af sér eftir að Hammond
óskaði eftir leyfi frá störfum í
fyrradag vegna rannsóknar á
ásökunum um að hún hefði notað
rúmar 106.000 danskar krónur (2,2
milljónir íslenskra) af opinberu fé í
eigin þágu.
Frjálslyndi flokkurinn Atassut
ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu
við flokk Hammond, jafnaðar-
mannaflokkinn Siumut, og krafðist
þess að efnt yrði til kosninga, að
sögn grænlenska blaðsins Ser-
mitsiaq. Landstjórnin er ekki með
meirihluta á grænlenska þinginu
án stuðnings Atassut.
Tveir flokksbræður Hammond
sögðu af sér vegna málsins, þeir
Nick Nielsen menntamálaráðherra
og Jens Erik Kirkegaard iðnaðar-
ráðherra. Steen Lynge, sem er í
Atassut, sagði af sér sem heil-
brigðisráðherra áður en flokkurinn
ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu.
AFP
Aleqa Hammond Formaður grænlensku heimastjórnarinnar ræðir við
fréttamann í Hofi á Akureyri á fundi norrænna forsætisráðherra í maí.
Grænlenska land-
stjórnin sprungin
Atassut sleit stjórnarsamstarfinu