Morgunblaðið - 02.10.2014, Page 19
hins himneska friðar voru kveðin
niður. „Ég gat ekki tára bundist,“
sagði hann í viðtali við fréttaveituna
Bloomberg í maí. „Ég fór með bæn:
Guð, hvað getum við gert?“
Á meðal annarra í Occupy-hreyf-
ingunni er stjórnandi vogunarsjóðs,
Edward Chin, sem er á meðal fé-
sýslumanna sem hafa tekið þátt í
baráttunni fyrir lýðræði.
Sautján ára skörungur
Tveir námsmenn hafa einnig verið
mjög áberandi í fjöldamótmælunum.
Annar þeirra, Joshua Wong Chi-
fung, er aðeins sautján ára og hefur
vakið mikla athygli með skörulegum
ræðum og beinskeyttri gagnrýni á
yfirvöldin. Hann var aðeins fimmtán
ára þegar hann stofnaði nemenda-
hreyfingu árið 2012 til að berjast
gegn áformum yfirvaldanna um að
taka upp nýja og „þjóðræknislega“
námskrá í skólum Hong Kong til að
styrkja tengslin við Kína. Tugir þús-
unda nemenda tóku þátt í mótmæl-
um hreyfingarinnar og þau urðu til
þess að hætt var við námskrána.
Joshua Wong hóf nýlega há-
skólanám í Hong Kong. Kínversk
yfirvöld hafa reynt að ófrægja hann
með ásökunum um að hann sé á
mála hjá leyniþjónustu Bandaríkj-
anna en hann þvertekur fyrir það.
Alex Chow Yong-kang, 24 ára
leiðtogi samtaka námsmanna í Hong
Kong, hefur verið helsti samstarfs-
maður Joshua Wong í baráttunni.
Chow nemur félagsfræði og bók-
menntafræði við Hong Kong-
háskóla og hefur einnig starfað sem
blaðamaður við blað lýðræðissinna.
Áður en fjöldamótmælin hófust
hafði hann skipulagt mótmæli sem
fólust í því að námsmenn hættu að
mæta í tíma til að leggja áherslu á
kröfuna um lýðræðisumbætur.
Krefst afsagnar
» Forystumaður í samtökum
námsmanna í Hong Kong hót-
aði í gær frekari mótmælaað-
gerðum ef Leung Chun-ying
segði ekki af sér sem æðsti
embættismaður sjálfstjórnar-
svæðisins ekki síðar en í dag.
» Námsmannasamtökin hóta
meðal annars að leggja undir
sig opinberar skrifstofur.
AFP
Krefst lýðræðis Kona tekur þátt í fjöldamótmælum og heldur á spjaldi með
áletruninni „Vegna þess að ég elska HK“ í miðborg Hong Kong í gær.
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
Dýrum jarðar hefur fækkað miklu
meira en áður var talið, ef marka má
nýja skýrslu Dýrafræðifélags Lund-
úna (ZSL). Skýrsluhöfundarnir
segja að dýrastofnar hafi minnkað
um 52% á 40 árum, en ekki 30% eins
og talið var í skýrslu þess fyrir
tveimur árum. Félagið rekur hnign-
un dýrastofnanna einkum til skógar-
höggs, ofveiði og mikillar áveitu. Í
skýrslunni kemur fram að fiskum í
ám og vötnum hefur fækkað um
76%. Í Gana hefur
ljónum fækkað um
90% á 40 árum á einu
friðlýstu landsvæði. Í
Vestur-Afríku hefur
skógarhögg orðið til
þess að búsvæði fíla
er nú aðeins um 6-7%
af því sem það var
áður. Þá hefur tígrisdýrum fækkað
úr 100.000 í aðeins 3.000 á hundrað
árum.
DÝRAFRÆÐIFÉLAG LUNDÚNA
Fílum hefur
fækkað.
Telur að dýrum hafi fækkað um helming
Rafveitufyrirtæki í Bandaríkjunum
hafa áhyggjur af því að æ fleiri fjár-
festa í sólarrafhlöðum til að verða
sjálfum sér nógir um raforku.
Aðeins um 0,4% af raforkunni, sem
notuð er í Bandaríkjunum, koma nú
úr sólarrafhlöðum en gert er ráð fyrir
því hlutfallið hækki til mikilla muna á
næstu árum þar sem tæknin eru orð-
in ódýrari en áður. Tugir þúsunda
Bandaríkjamanna hafa keypt sólar-
rafhlöður til að setja þær upp á þök-
um húsa sinna. Þetta hefur sett
rafveitufyrirtæki í vanda vegna þess
að í 43 sambandsríkjum Bandaríkj-
anna hafa verið sett lög sem heimila
fólki að selja alla umframorku í raf-
veitunetið á smásöluverði.
Tekjur rafveitna minnka
Vandinn felst í því að heimilin sem
nota sólarrafhlöður kaupa sífellt
minni raforku en veitufyrirtækin
þurfa enn að standa straum af kostn-
aðinum af því að tengja heimilin við
rafveitunetið, að því er fram kemur á
bandaríska fréttavefnum vox.com.
Nýleg rannsókn bendir til þess að ef
fram heldur sem horfir lendi veitu-
fyrirtækin í miklum fjárhagsvanda.
Ef sólarrafhlöður á húsþökum næðu
um 10% af raforkumarkaðinum á
næstu tíu árum gætu tekjur veitu-
fyrirtækjanna minnkað um allt að
41%. Mörg veitufyrirtækjanna hafa
því beitt sér fyrir því að lögunum
verði breytt, að sögn Brads Plumer,
ritstjóra vox.com og sérfræðings í
orku- og umhverfismálum.
Reynt að finna
málamiðlunarlausn
Plumer segir að þetta hafi leitt til
rimmu milli ólíkra hagsmunahópa.
Stuðningsmenn aðgerða til að auka
hlut sólarrafhlaðna í orkuframleiðsl-
unni ljái ekki máls á því að breyta lög-
unum. Nokkur hægrisinnuð samtök
hafa á hinn bóginn beitt sér gegn
hvers konar niðurgreiðslum til að
auka hlut sólarrafhlaðna. Félagar í
Teboðshreyfingunni svonefndu, sem
berst gegn miklum ríkisumsvifum og
fyrir auknu einstaklingsframtaki, eru
nú farnir að verja réttinn til að fram-
leiða eigin orku, að sögn Brads Plum-
er. Þingmenn sambandsríkjanna hafa
því reynt að finna einhvers konar
málamiðlunarlausn sem feli í sér að
hlutur sólarrafhlaðna geti aukist en
tryggi samt um leið að nægilegir fjár-
munir verði til að reka rafveitunetið.
bogi@mbl.is
Reyna að hindra aukna
notkun sólarrafhlaðna
Sólarorkan setur bandarísk rafveitufyrirtæki í vanda
AFP
Sólarorka Sólarrafhlöður á þaki
verslunarmiðstöðvar í Kaliforníu.
Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30
BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is2012
Dekkjaveisla
í BJB Hafnarfirði
Afsláttur allt að40%