Morgunblaðið - 02.10.2014, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íliðinni vikuurðu þauánægjulegu
tíðindi að íslenska
ríkið gekk frá fjár-
festingarsamningi
við Silicor Mater-
ials um byggingu sólarkís-
ilverksmiðju á Grundartanga.
Vilji Silicor til að hefja starf-
semi hér er jákvætt merki um
að fjárfestar horfi í meira mæli
og af aukinni alvöru til Íslands
og að hjólin geti farið að snúast
af auknum krafti í atvinnulífinu
hér á landi. Ekki veitir af, því að
merkin um efnahagsbatann eru
misvísandi og full þörf á aukn-
um fjárfestingum, erlendum
sem innlendum, í atvinnulífinu.
Í þessu sambandi er umhugs-
unarvert að í fimmtu grein fjár-
festingarsamningsins, þar sem
fjallað er um skatta, kemur
fram að nýja fyrirtækið skuli
greiða tekjuskatt upp á 15% en
ekki 20% eins og önnur fyr-
irtæki í landinu.
Nú er vissulega skiljanlegt
þegar rekstrarumhverfi fyr-
irtækja af hálfu hins opinbera
er ekki nægilega gott að reynt
sé að liðka til með slíkum und-
anþágum. Mun heppilegra er
hins vegar þegar rekstar-
umhverfið er það hagstætt að
fjárfestar sækist eftir að stofna
fyrirtæki í landinu eða telji um-
hverfið í það minnsta ekki svo
slæmt að fara þurfi fram á und-
anþágur.
Tekjuskattur á
fyrirtæki er einn
þeirra á annað
hundrað skatta sem
vinstri stjórnin
hækkaði, en áður
en hún tók við var
tekjuskattur fyrirtækja 18% og
með það skatthlutfall eru minni
líkur á að veita hefði þurft und-
anþágu, þó að 15% almennt
hlutfall, eins og undanþágan
hljóðar upp á, væri enn ákjós-
anlegra.
Reynslan frá árunum áður en
vinstri stjórnin hóf skattahækk-
unarherferð sína gefur skýra
vísbendingu um kosti lægri
skatta fyrir slíkar fjárfestingar.
Sem dæmi má nefna að Alcoa
Fjarðaál fékk ekki slíkan afslátt
í sínum fjárfestingarsamningi
og að Alcan óskaði eftir því
skömmu eftir aldamót, þegar
skattaumhverfið hafði verið lag-
að hér á landi og áður en vinstri
stjórnin fór höndum um það, að
fallið yrði frá skattaákvæðum
fjárfestingarsamnings fyr-
irtækisins, enda var hið al-
menna umhverfi orðið hag-
stætt.
Vonandi verður fjárfesting-
arsamningurinn við Silicor til
þess að minna núverandi stjórn-
völd á að enn er mikið verk
óunnið við að hreinsa út skatta-
hækkanir vinstri stjórnarinnar
og stuðla þannig að aukinni
fjárfestingu í landinu og öflugra
atvinnulífi.
Fjárfestingarsamn-
ingur Silicor er ágæt
áminning til núver-
andi stjórnvalda}
Skattar þurfa að lækka
Bandaríkja-forseti er í
vörn vegna upp-
gangs liðsmanna
„Ríkis íslams,“
bæði í Írak og
norðausturhluta
Sýrlands. Í sjónvarpsviðtali um
síðustu helgi leitaðist forsetinn
við að koma ábyrgðinni á því,
hve illa væri komið, yfir á
leyniþjónustustofnanir lands-
ins. Þær brugðust hart við, en
auðvitað með sínum sérstaka
hætti.
Fréttum var lekið um það,
hvernig Obama hefur daglega, í
tæp tvö ár, verið varaður við
vaxandi hættu sem stafaði frá
þessum hryðjuverkasamtökum.
Og hinir móðguðu leyniþjón-
ustumenn hafa látið það fljóta
með lekum sínum að forsetinn
hafi hins vegar í meirihluta til-
vika beðist undan því að fá
leyniskýrslur dagsins. Forset-
inn hafi raunar varið lengri
tíma á golfvöllum en þeim sem
hann þóttist ekki hafa til að fá
nýjustu njósnaskýrslur um hið
alvarlega ástand.
Andstæðingar forsetans í
þinginu voru fljótir að fylgja
þessum lekum eftir. Það er að-
eins rétt rúmur mánuður í
þingkosningar og litar það allar
umræður. Repú-
blikanar, sem hafa
meirihluta í full-
trúadeild þingsins,
vonast til að fjölga
sínum mönnum
þar. Í nóvember
verður einnig kosið um þriðj-
ung sæta í öldungadeildinni og
Repúblikana klæjar í að ná
jafnframt meirihluta þar, en
kannanir benda til þess, að þeir
kunni að eiga raunhæfan kost á
því.
Óumdeilt er að Obama for-
seti hefði mátt halda betur á
þessum málum. En á móti kem-
ur að hann á engan góðan kost í
vondri stöðu. Forsetinn vill alls
ekki senda landherinn inn í
Írak á nýjan leik, en hæpið er
að loftárásir, án eftirfylgni hers
á jörðu niðri, dugi til að vinna
sigur á liðsmönnum „Ríkis ísl-
ams.“
Þótt andstæðingar forsetans
spari sig hvergi í gagnrýni á
hik og úrræðaleysi hans, gera
þeir ekki kröfu um að land-
herinn verði ræstur út til að
brjóta hryðjuverkasveitirnar á
bak aftur. Þeir vita að slík
krafa myndi sennilega spilla
fyrir þeim í þingkosningunum.
Því þykir ýmsum sem heilindi
skorti hjá gagnrýniskórnum.
Obama er í vörn
vegna framgangs
hryðjuverkamanna í
Írak og Sýrlandi}
Kosningar lita flókna stöðu
F
jölmenn trúarhátið var haldin um
síðustu helgi í Hörpu undir yf-
irskriftinni Kristsdagur. Í bæna-
skjali hátíðarinnar var að finna
bænir um hin ýmsu efni, eins og
til dæmis bæn fyrir kvótakerfinu – en það eitt
og sér gerir bænaskrána æði undarlega og
reyndar fremur skondna. Einnig var talið
æskilegt að biðja fyrir breyttu viðhorfi til fóst-
ureyðinga en ekkert er skondið við það. Fjöl-
miðlar nenntu ekki að leita skýringa á því
hvers vegna nauðsynlega þyrfti að biðja fyrir
kvótakerfinu en bænir vegna fóstureyðinga
rötuðu í fjölmiðla og einhverjir hafa furðað sig
á því. Einn af skipuleggjendum hátíðarinnar,
kona, sagðist til dæmis harma að frétta-
umfjöllun um hátíðina hefði snúist um þessa
tilteknu bæn. Fyrrverandi ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins sagði fréttastofu Ríkisútvarpsins draga
upp neikvæða mynd af framtakinu og dómkirkjuprestur
sagði fréttastofuna á leið með að verða afbrigðileg.
Þetta eru furðulegar yfirlýsingar um fréttastofu sem
nýtur mikils og maklegs trausts. Fréttastofan, og aðrir
fréttamiðlar, sem vöktu athygli á umræddri bæn, voru
einmitt að vinna vinnuna sína. Það er fréttnæmt þegar
sýndir eru tilburðir til að gagnrýna mannréttindi kvenna
og gefið sterklega í skyn að rétt sé að afnema þau.
Það er grundvallaratriði í kvenfrelsisbaráttu að konur
ráði sjálfar yfir líkama sínum. Það á ekki að þvinga
nokkra konu til að eignast barn. Hún á að ráða því sjálf
hvenær og hvort hún vill verða móðir. Þetta
er ósköp einfalt atriði, sem mörgum virðist þó
ganga illa að skilja. Þegar kristnir menn eru
beðnir um það á hátíð að nota bænina í bar-
áttu gegn réttindum og frelsi kvenna þá er
sannarlega ástæða til að bregðast harkalega
við. Það hafa allmargir prestar blessunarlega
þegar gert og eru kvenprestar þar áberandi.
Þessir prestar vita að ef kristin kirkja ætlar
að samþykkja að gengið sé gegn réttindum
kvenna þá er um leið verið að segja konum að
trúin sé ekki fyrir þær, þær verði að afsala
sér ákveðnum réttindum vilji þær komast í
guðs hús
Alls kyns kristnir söfnuðir eru í landinu og
boðskapur þeirra allra er greinilega ekki góð-
ur því þarna finnst fólk sem veifar Biblíunni,
sem það túlkar bókstaflega, og upphefur
bænakvak og segir öðrum, í nafni harðlínu-trúarsetn-
ingar, hvað þeir megi og hvað þeir megi ekki gera. Við
vitum hvaða viðhorf þetta fólk hefur til samkynhneigðra
og nú vitum við hvaða skoðanir það hefur á sjálfsákvörð-
unarrétti kvenna. Vissulega er þessu fólki frjálst að viðra
skoðanir sínar, jafn hættulegar sem þær eru, en þeir hin-
ir sömu geta ekki búist við að íslenskur almenningur
breiði fagnandi út faðminn og segi: Hallelúja.
Sagt er að kvenréttindabaráttunni ljúki aldrei. Þegar
horft er til Kristsdags og bænar sem beindist gegn kven-
frelsi þá er manni ljóst hvað átt er við.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Bæn gegn kvenfrelsi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ekki er líklegt að sam-dráttur í veiðiráðgjöf, einsog kynnt var í fyrradag,auðveldi samkomulag í
makríldeilunni. Fyrsti fundur
haustsins um makrílveiðar næsta árs
verður í London á mánudag er for-
menn samninganefnda hittast ásamt
minni hópum. Á fundinum verða
fulltrúar Íslands, Noregs, Færeyja
og Evrópusambandsins, þá hefur
fulltrúum Grænlendinga og Rússa
verið boðið til fundarins. Venjubund-
inn strandríkjafundur hefst síðan 21.
október og er Sigurgeir Þorgeirsson,
formaður íslensku nefndarinnar.
Eftir marga fundi síðasta vetur um
samkomulag strandríkjanna lauk
viðræðum þannig að Evrópusam-
bandið, Noregur og Færeyjar gerðu
með sér samkomulag um veiðarnar
en Ísland var enn án samnings.
Lengst af í samningalotunni voru
bundnar vonir við að Ísland yrði aðili
að samkomulagi með tæplega 12% af
heildaraflamarki. Á síðustu stundu
varð breyting á og ESB, Noregur og
Færeyjar sömdu sín á milli.
Á næsta ári er ráðlagður heildar-
afli um 900 þúsund tonn, sem er um
100 þúsund tonnum undir ráðgjöf
þessa árs. Hins vegar er útlit fyrir að
heildarafli á makríl í NA-Atlantshafi í
ár verði um 1400 þúsund tonn.
Norðmenn gagnrýndir
Hérlendis voru Norðmenn gagn-
rýndir fyrir afstöðu sína og fram-
göngu í makríldeilunni síðasta vetur
og skrifaði Sigurður Ingi Jóhannsson
sjávarútvegsráðherra meðal annars
eftirfarandi:
„Í samningalotum vetrarins hefur
stærsta verkefni samninganefndar
okkar verið að tryggja samkomulag
sem ekki byggðist á verulegri ofveiði.
Þar hefur verið við ramman reip að
draga undir stífri kröfu Norðmanna
um veiðar umfram ráðgjöf, og gagn-
vart sinnuleysi Færeyinga þegar
kemur að sjónarmiðum sjálfbærrar
nýtingar. Þessum aðilum var fullljóst
þetta sjónarmið Íslands. Ég get enga
aðra ályktun dregið af lyktum mála
en þá að þessi þrjú ríki hafi gefist upp
á viðræðum á ábyrgum grundvelli,
eins og krafa var um af okkar hálfu.
Þegar ljóst var að ESB var tilbúið
að víkja frá því samkomulagi sem það
hafði gert við Ísland, og víkja frá
sjálfbærum nýtingarsjónarmiðum,
ákvað sambandið að freista þess að
ná þríhliða samningi utan formlegs
strandríkjafundar. Það gefur auga
leið að það þurfti ekki miklar við-
ræður milli Noregs og ESB um að
auka sínar heimildir frá fyrri árum
og bjóða Færeyingum far til viðbótar
eins og niðurstaðan er.“
Hranalegt orðalag
Elisabeth Aspaker, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs, svaraði þessari
grein Sigurðar Inga og þau hafa hist
tvívegis í sumar. Ekki er þó talið að
miklar þreifingar hafi verið bak við
tjöldin á hinu pólitíska sviði síðustu
mánuði. Ætla má að afstaða ESB og
Færeyja liggi fyrir, en frekar sé
spurning hver afstaða Norðmanna
verði á fundum haustsins. Í svari sínu
við grein Sigurðar Inga sagði Aspa-
ker meðal annars:
„Ég er einnig hissa á því að Sig-
urður Ingi Jóhannsson skuli heldur
ekki minnast á það að Íslendingar
vildu einir samningsaðila ekki sætta
sig við takmarkanir á fiskveiðum ís-
lenskra fiskiskipa í lögsögu annarra
ríkja, svo sem við Grænland. Þetta
er ein mikilvægasta ástæða þess að
samkomulag allra ríkjanna náðist
ekki. Norðmenn leggja á það mikla
áherslu að aðilar að samningum
strandríkja geti ekki bæði veitt
„innan“ og „utan“ samningsins og
þannig í raun úthlutað sjálfum sér
stærri kvóta en samningar gera ráð
fyrir. Þessi staðreynd varpar einnig
einkennilegu ljósi á áhyggjur Ís-
lendinga af of stórum heild-
arkvótum …
Ég er líka nokkuð undrandi á því
hranalega orðalagi sem íslensk yf-
irvöld nú nota um Norðmenn, orða-
lag sem ég sé engin rök fyrir…“
Ný lota makrílvið-
ræðna að hefjast
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Verðmæti Heimaey kemur til löndunar á Þórshöfn. Makríll hefur skapað
aukna atvinnu víða um land á síðustu árum og þjóðarbúinu mikil verðmæti.
Grænlendingar tóku sér í ár um 100 þúsund tonna makrílkvóta til svo-
kallaðra tilraunaveiða og er það meira en áður. Hér á landi hafði um
miðja síðustu viku verið landað 46 þúsund tonnum úr grænlenskri lög-
sögu. Grænlensk skip höfðu landað 33,6 þúsund tonnum og íslensk skip
rúmum 12 þúsund tonnum.
Ekki liggur fyrir hvort Grænlendingar hyggist óska eftir að koma að
samningaborðinu sem strandríki í makrílveiðum eða halda áfram til-
raunaveiðum eins og þeir hafa gert. Ef það verður forsenda samnings
við Íslendinga að þeir banni eða takmarki landanir grænlenskra skipa
hér á landi og veiðar íslenskra skipa við Grænland versnar staða Græn-
lendinga mjög eins og sjá má af fyrrnefndum löndunartölum.
Strandríki eða tilraunir?
AUKNING Á MAKRÍLVEIÐUM VIÐ GRÆNLAND