Morgunblaðið - 02.10.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.10.2014, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014 Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010www.heilsuborg.is Í tilefni af 5 ára afmæli Heilsuborgar langar okkur að bjóða þér á eftirtalda fyrirlestra: Kort til áramóta - 13.450 kr. Fimmtudagur 2. október Heilsa og Húmor kl. 20:00-21:00 Gleðifyrirlestur með Nobert Muller hjúkrunarfræðingi Þriðjudagur 7. október Sykur og sætuefni kl. 20:00-21:00 Má borða sykur? Er einhver sykur betri en annar? Erla Gerður Sveinsdóttir læknir segir okkur sannleikann um sykur og sætuefni Fimmtudaguri 9. október Fyrirlestur um Svefnog slökun kl. 20:00-21:30 Erla Björnsdóttir sálfr. ogGréta Bjarnadóttir hjúkrunarfr. leiða okkur inn í betri svefn og dýpri slökun Velkomin íHeilsuborg Afmælistilboð Laugardaginn 11. október höldum við afmælishátíð Heilsuborgar. Fylgstu með og vertu vinur okkar á Facebook. Í grein í Mbl. 17/9 sl. eftir Finn Árnason, forstj. Haga, „Bætum hag bænda“ segir Finnur svo um mjólk- ursölu. „Þess ber að minnast að þegar Hagkaup opnaði verslun sína í Skeif- unni árið 1970, máttu dagvöruverslanir ekki selja mjólk. Það var fyrir baráttu Pálma Jónssonar, stofnanda Hag- kaups, og samstarfsfólks hans, að leyfi fyrir mjólkursölu var veitt nokkru síðar. Sú breyting var gæfuspor fyrir bændur og neyt- endur.“ Þarna er ekki rétt með farið hjá Finni, því skilja má þetta hjá honum sem svo, að Pálmi og hans fólk hafi verið að berjast fyr- ir sölu mjólkur almennt í versl- unum. Svo var alls ekki. Sú breyt- ing varð vissulega gæfuspor fyrir neytendur og bændur þegar mjólkursalan var gefin frjáls mörgum árum síðar. En það var ekki Pálma Jónssyni og hans fólki að þakka. Hann fékk leyfi til mjólkursölu fyrir sína verslun og lét þar við sitja. Frá nokkurra ára tímabili þar á undan, jafnvel frá 1961/2, eru til bréf um þessi mál. Alltaf af og til höfðu verið miklar umræður um sölu mjólkur í smá- sölu. Kaupmannasamtök Íslands (KÍ) höfðu fyrir hönd margra fé- laga sinna, verið í samtölum og fundað með forráðamönnum Bændasamtaka, Stéttarsambands- ins, Framleiðsluráðsins og fjöl- mörgum aðilum fleiri sem höfðu með þessi mál að gera í kerfinu. Hvorki gekk né rak í þessu máli. Nokkur skriður komst á þetta 1971 í tíð Ingólfs Jónssonar sem þá var landbúnaðarráðherra. Fundað var með ráðherrum á þessum árum, miklar bréfaskriftir til þingmanna o.fl. KÍ höfðu nokkru áður komið á „Mjólk- ursölunefnd Kaupmannasamtak- anna“. Í henni voru kaupmenn- irnir Hreinn Sumarliðason sem var form. nefndarinnar, Hreinn Hall- dórsson, Jón Júlíusson og Sig- urður Matthíasson. Þessi nefnd hélt marga fundi, fór á fundi til ráðherra og forráðamanna innan landbúnaðarkerfisins o.fl. Nefndinni var frekar en hitt sýnt mikið tómlæti, alla- vega í byrjun. Hinn 5. maí 1971 fór nefndin á fund til Ingólfs Jóns- sonar landbúnaðar- ráðherra í ráðuneyt- inu. Á þessum fundi sagði ráðherrann að hann ætlaði að vera hreinskilinn varðandi þetta mál. Hann ætlaðist ekki til þess að Mjólkursamsalan legði nið- ur allar sínar mjólkurbúðir, sér fyndist eðlilegt að hún ræki eitt- hvað um 30 búðir, en ekki nærfellt 60. Þetta ætti að koma í veg fyrir mjólkursölubann og minnti á kjöt- bannið um 25 árum áður. Kaup- menn gætu tekið upp á því að stöðva sölu á mjólkurvörum. Hann kvaðst að öðru leyti þeirrar skoð- unar vera að þetta mætti leysa með þróun og minnti á að 7 versl- anir hefðu fengið mjólkursöluleyfi á árinu og fara mætti þá leið að 5 til 10 verslanir fengju leyfi árlega. Harðvítugar deilur höfðu orðið um margra ára skeið á nokkrum stöð- um úti á landi, einna mestar á Ólafsfirði, en einnig í Neskaupstað og víðar þar sem kaupmenn ósk- uðu eftir því að selja mjólk í sínum búðum. Á þessum stöðum voru það kaupfélögin sem sáu um þá sölu í sínum búðum. Árlega um margra ára skeið var á aðalfundum KÍ ályktað um þessi mál og þær ályktanir sendar ráðherrum land- búnaðar- og viðskiptamála og öðr- um þeim sem með þessi mál fóru. Fjölmargir fundir voru líka haldnir með stjórn og forstjóra Mjólk- ursamsölunnar, sem hér í Reykja- vík og nágrenni sá um alla sölu mjólkur í smásölu í sínum búðum sem voru nálægt 60 að tölu. Á Al- þingi, 92. löggjafarþinginu, vet- urinn 1970/71 lagði Ellert B. Schram ásamt Lárusi Jónssyni, Matthíasi Bjarnasyni og Ragnhildi Helgadóttur, sem meðflutnings- mönnum, fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 101/1966 um framleiðsluráð landbúnaðarins o.fl. Þar fylgir með ítarleg grein- argerð um sölu og dreifingu land- búnaðarvara. Svona gekk þetta um nokkurra ára skeið, þetta var rætt í þingsölum árlega þessi ár og á 97. löggjafarþinginu 1975/76 voru lögð fram nefndarálit, breyting- artillögur og enn eitt frumvarpið til laga um Framleiðsluráðið varð- andi sölu mjólkurvara. Ellert B. Schram ritar grein í Mbl. 9/11 1972; „Neytendur vilja mjólk í verzlanir.“ Í Tímanum sama dag, 9/11 1972 eftir Elías S. Jónsson segir um mjólkursölumálin á Al- þingi og er vísað í Halldór E. Sig- urðsson þá landbúnaðarráðherra. „Núverandi skipulag mjólkursölu- mála hefur reynst vel.“ Deginum áður höfðu verið harðar umræður um málið og er vísað í Ellert, Ágúst Þorvaldsson, Stefán Val- geirsson og Ingólf Jónsson. Að lokum þetta, þá leystust þessi mjólkursölumál ekki fyrr en í árs- byrjun 1977 að kaupmenn almennt fengu leyfi til sölu á mjólk. Hreinn Sumarliðason sem var formaður nefndarinnar sem skipuð var af KÍ og getið er um hér að framan, er einn eftir á lífi af þeim sem í nefndinni voru. Það var fyrir harð- fylgi þeirra sem hana skipuðu, að þetta réttlætismál leystist farsæl- lega, þann veg að matvöruversl- anir almennt fóru að selja mjólk. Hvergi á þessum langa ferli þessa máls er Pálma Jónssonar getið, enda kom hann hvergi nærri mál- inu, átti engan þátt í því að leyfi fékkst fyrir sölu mjólkur í almenn- um verslunum kaupmanna í árs- byrjun 1977. Hinsvegar er það rétt að hann fékk leyfi til sölu mjólkur í sinni verslun, Hagkaup, en átti engan þátt í því að aðrir kaup- menn fóru að selja mjólk . Þakka Finni annars fyrir hans ágætu grein. Eftir Ólaf Steinar Björnsson »Nokkur skriðurkomst á þetta 1971 í tíð Ingólfs Jónssonar sem þá var landbún- aðarráðherra. Ólafur Steinar Björnsson Höfundur er fyrrv. form. Félags mat- vörukaupmanna og í stjórn Kaup- mannasamtaka Íslands. Mjólkursölumál Telja má öruggt, að nokkur hundruð núlif- andi Íslendinga muni falla fyrir MND- sjúkdómnum. Eins og flestir vita er MND ólæknandi sjúkdómur, sem veldur vöðvalöm- un og fjölmörgum öðrum erfiðum ein- kennum. Í nær öllum tilvikum hrakar MND-sjúklingum með tímanum og að meðaltali er ævi- lengd MND-sjúklinga um 15 árum styttri en annarra landsmanna. Leitin að orsökum MND er rétt að hefjast Þótt MND hafi lengi verið með mannkyni og líklega frá upphafi er ennþá ekki vitað af hverju sjúk- dómurinn stafar. Þetta birtist lík- lega bezt í þeirri staðreynd, að á heimsvísu eru 90-95% MND-tilvika talin vera tilfallandi. Nær öll tilvik sjúkdómsins eru því talin stafa af óþekktum ástæðum, ekki ólíkt því sem gilti um lúsina sem fyrir nokkrum öldum var talin kvikna af sjálfu sér. Erfitt er að rannsaka sjúkdóma sem stafa af óþekktum ástæðum og þess vegna beinast rannsóknir á MND að þeim 5-10% tilvika sem talin eru stafa af arfgengum breyt- ingum í genum sjúklinganna – vera erfðasjúkdómar. Líffræðingar og aðrir sem fást við þessar rann- sóknir reyna að finna breytingar í genum þeirra sjúklinga sem eiga nákomna ættingja með MND og mönnum hefur orðið nokkuð ágengt. Eitt atriði við MND sem lengi hefur legið fyrir og vekur furðu er að enginn munur greinist á sjúk- dómseinkennum fólks með ætt- gengt MND og tilfallandi. Þetta kann að stafa af því, að raunveru- lega sé um erfðasjúkdóm að ræða, en erfðagallinn sé einungis ófund- inn. Staðreyndin er sú, að smátt og smátt eru menn að finna óþekkta genagalla hjá sjúklingum sem taldir hafa verið með tilfallandi MND. Hlutfall ættgengra tilvika er því smátt og smátt að aukast. Rannsóknir á MND eru hafnar hérlendis Í heiminum hafa að minnsta kosti 16 gen fundist sem virðast tengjast MND, en lengra hefur leitinni ekki miðað. Menn eru raunverulega í sömu sporum og fyrir 20 árum, þegar MND var fyrst tengt breyt- ingu í geni sem nefnt er SOD1. Fyrir 10-15 árum voru gerðar genarannsóknir hérlendis af Peter Munch Andersen við háskólann í Umeå, sem leiddu í ljós stökkbreyt- ingu í þessu geni hjá nokkrum MND-sjúklingum og nefnist hún SOD1-G93S. Að auki fannst þessi breyting hjá fólki með engin MND- einkenni. Engar aðrar MND- tengdar genabreytingar hafa verið greindar hérlendis og auk Íslands hefur SOD1-G93S einungis fundist í Japan. Það er til marks um áhugaleysi stjórnvalda hér á MND-rann- sóknum, að Svíarnir sem fundu SOD1-G93S hafa enga hvatningu fengið til að birta niðurstöður sínar. Hérlendis liggja einnig ónotuð tæki, sem gagnast gætu til að greina SOD1-G93S. Þannig var staða mála haustið 2013, þegar á vegum félagsins „Alþjóðleg miðstöð rannsókna á hreyfitaugasjúkdóm- um“ (Miðstöðin) var hafin rannsókn á erfða- tengslum MND- sjúklinga á Íslandi. Vefsetur: http:// midstodin.blog.is/blog/ midstodin/. Erlendis hafa menn komist að þeirri stað- reynd, að kynjahlutfall fólks með MND er mismunandi eftir því hvort um er að ræða tilfallandi MND eða ættgengt. Hjá þeim sem eru með tilfallandi MND er kynja-hlutfallið allt að 60:40 (karlar:konur), en þegar um er að ræða ættgengt MND er kynjahlutfallið 50:50. Rannsókn Miðstöðvarinnar leiddi í ljós að hér- lendis er kynjahlutfallið nákvæm- lega 50:50 og samkvæmt því er MND á Íslandi arfgengur sjúkdóm- ur. Allir MND-sjúklingar á Íslandi eiga sameiginlegan forföður Rannsókn Miðstöðvarinnar leiddi í ljós, að allir MND-sjúklingar á Ís- landi eiga sameiginlegan forföður, sem fæddist um 1500. Þar sem breytingin SOD1-G93S er afar fá- tíð, má ætla að allir þeir sem bera breytta genið hafi fengið það í arf. Við áframhaldandi rannsóknir fékkst sú óvænta niðurstaða, að báðir foreldrar nær allra MND-sjúklinganna eru einnig af- komendur sama ættföður. Auk þess sem telja verður sann- að, að MND á Íslandi er arfgengur sjúkdómur, benda niðurstöðurnar eindregið til þess að erfðamynstur MND í landinu sé „víkjandi“. Þetta er algjörlega á skjön við það sem talið hefur verið, með hliðsjón af niðurstöðum úr erlendum rann- sóknum. Þessi niðurstaða hefur af- gerandi áhrif við leit að MND- genum. Jafnframt liggur fyrir að á Íslandi eru einstakar aðstæður til rannsókna á MND. Leitað er eftir stuðningi lands- manna við MND-rannsóknir „Alþjóðleg miðstöð rannsókna á hreyfitaugasjúkdómum“ er hug- sjónafélag sem stofnað var 8. nóv- ember 2012. Fram að þessu hafa rannsóknir félagsins verið fjár- magnaðar með framlögum ein- staklinga, en bæði ríkisvaldið og stærstu fyrirtæki landsins hafa haldið að sér höndum. Framundan eru kostnaðarsamar rannsóknir sem ekki verður unnt að fjármagna nema með öflugu átaki allra lands- manna. Víða um heim hefur „ískalt sturtubað“ reynst fólki öflugur hvati til að styðja MND-rannsóknir. Við erum ekki á móti „ísköldu sturtubaði“, en hvaða þvottavenjur sem menn hafa tamið sér, treystum við á stuðning landsmanna. Söfn- unarreikningur MND-rannsókna er: 0515-14-409909-561112.0960. Rannsóknir sýna að MND á Íslandi er arf- gengur sjúkdómur Eftir Loft Altice Þorsteinsson Loftur Altice Þorsteinsson » Auk þess sem telja verður sannað, að MND á Íslandi er arf- gengur sjúkdómur, benda niðurstöðurnar til þess að erfðamynstur MND í landinu sé „víkj- andi“. Höfundur er verkfræðingur og stjórnarformaður Miðstöðvar MND- rannsókna. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.