Morgunblaðið - 02.10.2014, Side 30

Morgunblaðið - 02.10.2014, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014 Það er barið að dyrum í upphafi að- ventu veturinn 1990 hjá litlu fjölskyld- unni sem flutti heim frá Danmörku árið áður. Siggi á Hæli stendur þar, hógvær að vanda, og afhendir mér hand- prjónaða vettlinga á nokkurra mánaða soninn. Með kveðju frá þeim hjónum, Bolettu og honum. Ég vissi hver hann var en þekkti ekkert þá. Það átti eftir að breyt- ast. Hlýleiki gjafarinnar var lýs- andi þeim hjónum. Önnur mynd kemur upp í hug- ann, við Siggi erum að ganga upp brekkuna bröttu frá útihúsum að íbúðarhúsinu eftir að hafa lokið læknisverkum í fjósinu, mér er boðið í kvöldmat. Siggi er léttur í spori og lund, blæs ekki úr nös og segir brekkuna góðu halda sér í toppformi. Inni eru eiginkonan og dæturnar þrjár og Steinþór, faðir hans, aldraður höfðingi. Við borðum m.a. súrsaðar sviðalappir sem allir njóta – fágæti fyrir mig. Það eru menningarlegar umræð- ur sem allir taka þátt í. Dæturnar sem nú eru allar komnar í fullorð- inna manna tölu taka þátt með sömu hógværð og pabbinn en langt í frá skoðanalausar. Sveita- menning eins og hún gerist best. Þær hafa fyrirmyndir sem þær líta upp til – það eru forréttindi að alast upp í þriggja kynslóða húsi. Hæll er stórbýli þar er búið á þremur jörðum – þrjár fjölskyld- ur, náskyldar, þar af tvær undir sama þaki. Eitt sinn á Þorláks- messu halda Siggi og Boletta upp á koparbrúðkaup sitt með fjöl- skyldunni, m.a. fjölmörgum frá Danmörku. Í hinu fjósinu erum við Ari og Dísa að taka keisara- skurð á uppáhaldskúnni. Eftir aðgerðina liggja fyrir boð að koma við í veislunni. Þar er sung- Sigurður Steinþórsson ✝ Sigurður Stein-þórsson fædd- ist 21. mars 1954. Hann lést 24. sept- ember 2014. Útför Sigurðar fór fram 1. október 2014. ið og glaðst saman. Siggi er þar á heimavelli með sína fögru og háu tenór- rödd. Það er gaman að gleðjast með stórfjölskyldunni. Siggi var traust- ur félagi í Karlakór Hreppamanna – á hann var alltaf hægt að treysta – tónviss og kunni allt. Það er gaman að syngja með slíkum mönnum. Nú verður skarð fyrir skildi í tenórnum. Eystra-Hrepps sam- félagið hefur misst einn sinna mætustu sona en mestur er miss- ir fjölskyldunnar. Elsku Boletta, Dóra, Helga og Jóhanna og stór- fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Minn- ingin um góðan mann lifir. Inni- legar samúðarkveðjur. Sigurður Ingi. Vorið 1975 útskrifuðust 11 búfræðikandídatar frá fram- haldsdeildinni á Hvanneyri. Einn þeirra var Sigurður Steinþórsson frá Hæli í Gnúpverjahreppi og var hann yngstur í hópnum. Ég kynntist Sigurði fyrst er leiðir okkar lágu saman í Bændaskól- anum á Hvanneyri. Að Bænda- skólanum loknum ákváðum við báðir að fara í framhaldsnám sem í boði var á Hvanneyri. Við vorum bekkjarfélagar í fimm ár og her- bergisfélagar í tvö ár. Við urðu fljótt góðir vinir, höfðum báðir mikinn áhuga á landbúnaði, ekki síst búfénu. Með náminu tókum við virkan þátt í félagslífi skólans, stunduðum íþróttir, hesta- mennsku, spiluðum brids og sungum í kór. Á þessum tíma bjuggu allir nemendur í heima- vist á Hvanneyri, borðuðu í sam- eiginlegu mötuneyti og fóru ekki af staðnum nema nokkrum sinn- um yfir veturinn. Þetta varð til þess að nemendur kynntust vel í námi og leik. Í þessu nána sam- félagi komu mannkostir Sigurðar vel í ljós. Honum reyndist létt að lynda við samnemendur sína og aðra sem á vegi hans urðu. Hann var dagfarsprúður en jafnframt skemmtilegur og góður félagi sem alltaf reyndi að sjá björtu hliðarnar í lífinu og það góða sem býr í hverjum og einum. Einnig var honum lagið að draga fram spaugilegar hliðar mála og var ágætur í að herma eftir. Þessir eiginleikar nýttust Sigurði vel síðar í lífinu, bæði í ýmsum trún- aðarstörfum sem honum voru fal- in en einnig í daglegu lífi heima fyrir. Sigurður var mikill bóndi, sveitamaður og náttúruunnandi í sér. Hann var t.d. mikill áhuga- maður um afrétt Gnúpverja og fjallferðir. Innra með Sigurði bjó einnig taug listamannsins. Hann hafði yndi af söng og leiklist og gaf sér tíma til að sinna þessum hugðarefnum með búskapnum. Þegar leiðir skildi að loknu nám- inu á Hvanneyri hófst nýtt líf hjá hverjum og einum í hópnum en við höfum þó reynt að hittast á útskriftarafmælum, síðast á Hæli 2010 þar sem fjölskyldan á Hæli tók höfðinglega á móti okkur. Við sem útskrifuðumst frá fram- haldsdeildinni á Hvanneyri 1975 þökkum Sigurði afar góð kynni sem við vildum að hefðu orðið miklu lengri. Við færum Bolette konu hans, dætrum og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Guðni Þorvaldsson. Haustið 1971 hóf undirritaður ásamt fleirum nám við Bænda- skólann á Hvanneyri. Við vorum komin alls staðar að af landinu og þekktustum fæst áður. Einn í hópnum var Siggi frá Hæli í Gnúpverjahreppi. Hann var yngri en flest okkar en það skipti ekki máli. Hann ávann sér fljótt traust og virðingu allra í hópnum. Hann var góður félagi, öflugur námsmaður, glaðlyndur og hlát- urmildur, rökfastur og tillögu- góður, söngmaður, hestamaður, íþróttamaður og góð eftirherma. Veturinn leið og að vori við skóla- slit vorum við ýmis óráðin með framtíðina. Nóttina áður en leiðir skildi sátum við Siggi og veltum vöngum um hvert framhaldið yrði. Samtalinu lauk þannig að við bundumst fastmælum um að mæta á hausti komanda til Hvanneyrar í frekara nám. Við vorum síðan samtíða við nám á Hvanneyri næstu fjögur árin í góðum félagahóp. Á þessum ár- um myndast oft vinátta sem slitn- ar ekki þótt leiðir skilji og vega- lengdir milli manna séu miklar. Að loknu námi hóf Siggi fljótlega búskap á heimajörðinni og höf- uðbólinu, Hæli í Hreppum. Það bjó hann myndarbúi meðan ævin entist. Hann varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Bolette, danskri stúlku sem hafði komið í ævintýraleit til Íslands. Ég efast um að pickup-línan sem Siggi sagði okkur að hefði ráðið úrslit- um í því sambandi verði nokkurn tíma toppuð. Bolette og Siggi voru sem sniðin fyrir hvort ann- að. Þau bjuggu sér og dætrum sínum þremur myndar- og menn- ingarheimili á Hæli. Við sem út- skrifuðumst frá Hvanneyri vorið 1975 höfum haldið góðum tengslum þau ár sem liðin eru frá því að leiðir skildi. Fyrir fjórum árum sótti hópurinn Sigga og Bo- lette heim yfir eina helgi. Þau fóru með okkur um sína fögru sveit með fallega nafnið. Um kvöldið var slegið í veislu á Hæli. Það bar margt á góma þetta góða kvöld og var glatt á hjalla. Tón- leikarnir sem systurnar héldu undir borðhaldinu gleymast ekki. Á slíkum endurfundum hverfa árin sem liðin eru og strákarnir sem luku sameiginlegri skóla- göngu fyrir einhverjum áratug- um eru mættir aftur. Það er verð- mætt að eiga þessa stund í minningunni nú þegar Siggi er allur. Á erfiðum stundum er gott að hafa þakklætið í huga. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þeim góða dreng Sigga frá Hæli. Gunnlaugur Júlíusson. Sigurður Steinþórsson vinur okkar er látinn, alltof snemma. Landið var fagurt og frítt, og sveitin ljómaði í haustinu þegar við keyrðum austur að Hæli þremur dögum fyrir andlát Sigga. Mikið hvað sveitin hans var falleg og jörðin búsældarleg. Heimilið öðrum heimilum fal- legra. Siggi vildi kveðja heima og það hlotnaðist honum. Okkur hjónin langar að þakka svo margt. Ógleymanlegar stundir í áranna rás. Þegar ljósin þeirra Sigga og Bolettu kviknuðu hvert á fætur öðru. Heimasæturnar á Hæli, þessar yndislegu og vel gerðu dætur, sem bera uppeldi sínu svo fagurt vitni og allri þeirri umhyggju sem lögð var í uppvöxt þeirra. Við þökkum Sigga vinátt- una, hún er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Siggi var í senn kátur og ábyrgur. Traustur mað- ur, honum var óhætt að treysta og fylgja. Það gerði unga danska stúlkan sem kom til Íslands fyrir meira en þrjátíu árum og ætlaði að vera hálft ár á Íslandi, en varð ástfangin og þau hvort af öðru, hún og ungi bóndasonurinn á næsta bæ. Mikið vorum við lán- söm að kynnast, þér kæri vinur. Vinátta þín, Bolette og dætranna hefur sannarlega auðgað líf okk- ar. Friður fjallanna fylgi þér þar sem þú ert nú. Guð styrki ykkur mæðgurnar og tengdason í sorg og söknuði. Og nána ástvini. Minning um góðan dreng lifir. Sigrún og Vilmundur. Lífið skiptist í kafla og það skiptast á skin og skúrir. Erfið- um veikindum, sem Siggi tókst á við af mikilli seiglu og æðruleysi nú síðustu misserin, verður þó ekki líkt við skúr sem gerir ofan í flekk, miklu fremur dimmt él. Að vera rændur starfsþróttinum á aðeins örfáum mánuðum tók hann nærri sér og að geta ekki sinnt sem skyldi búskapnum sem átti hug hans allan. Þegar litið er yfir farinn veg verður ekki annað sagt en að Siggi hafi verið sólarmegin í líf- inu. Við vorum þrjú jafnaldrar hérna á nágrannabæjunum og á sumrin bættist við hópur af krökkum sem voru hér í sveit. Mikill samgangur og samvinna bæði í leik og starfi og oft var glatt á hjalla. Íþróttafélög voru stofnuð, Stormur á Hæli og Eld- ing í Hlíð og á hverju sumri var haldið íþróttamót þar sem félögin tókust á. Siggi var drjúgur í stigasöfnun fyrir Storm enda þótti okkur Eldingarkrökkunum með ólíkindum hvað hann gat hlaupið hratt. Hann var seinna vel liðtækur íþróttamaður og hefði örugglega getað náð langt, ekki skorti hæfileikana og keppn- isskapið í fínu lagi. En það var snemma ljóst að hugurinn stefndi inn á önnur svið. Búskapur eða störf tengd landbúnaði yrðu hans lífsstarf og mörg önnur áhuga- mál. Siggi kom úr fjölskyldu þar sem söngurinn hefur alltaf verið í hávegum hafður. Rétt rúmlega tvítugur kom hann fram sem full- mótaður söngvari í hlutverki Indriða í Pilti og stúlku og þar hljómaði hans fallega tenórrödd og kom það engum á óvart. Það kom kannski meira á óvart að Siggi skyldi syngja bassa með fé- lögum sínum á Hvanneyri og sýn- ir hve fjölhæfur hann var. Siggi var traustur hlekkur í þeim kór- um sem hann tók þátt í, sem aðrir gátu reitt sig á. Að hafa Sigga sér við hlið var algerlega einstakt. Félagsmál voru Sigga líka hugleikin, og þeir sem sáu hann stjórna fundi gátu margt af því lært. Hann var formaður Hesta- mannafélagsins Smára í allmörg ár og sat í stjórn Landssambands hestamanna. Honum var það kappsmál að taka þátt í að auka veg og virðingu hestamennsk- unnar sem Steinþór faðir hans var brautryðjandi í, nokkrum áratugum fyrr. Sigga var umhug- að um að dæturnar nytu alls þess sem bæði hestamennskan og tón- listin hafði gefið honum og lagði allt kapp á að gera þeim kleift að stunda þau áhugamál eins og þeim var lagið. Nú á þessum fallegu haustdög- um þegar fé kemur lagðprútt af fjalli, kveðjum við nágrannar hans og vinir mætan mann. Kæra Bolette, Dóra, Helga og Jóhanna og fjölskylda öll. Nú tekur við nýr kafli. Minningarnar sem Siggi skilur eftir sig hjálpa til við að takast á við sorg og söknuð. Þessar glaðværu mæðgur sem voru stóra sólskinið í lífi Sigga, þær munu með brosi sínu breyta dimmu í dagsljós. Innilegar samúðarkveðjur héðan frá Hlíð. Tryggvi, Anna María, Guðný Stefanía, Helga Katrín og Jóhanna Ósk. Hann Siggi Stei. er dáinn. Okkur setur hljóð við að heyra þessa frétt. Þrátt fyrir að vita að hverju stefndi er maður ekki viðbúinn og sest niður hnípinn með tár á hvarmi og minninga- brotin hrannast upp. Við Siggi ólumst upp á sama bæjarhlaðinu, nánast í sama húsi. Eftir að húsið brann á Hæli, byggðu foreldrar okkar sitt hvort húsið sem tengt var með sameig- inlegri forstofu. Siggi var heldur yngri en ég og vorum þar að leið- andi ekki leikfélagar fyrstu árin en Dísa systir mín og hann léku sér mikið og vel saman sem gerði mig oft afbrýðisaman og vildi ég komast inn í hópinn, sem endaði þá stundum með ósamkomulagi milli okkar systkinanna og Siggi reyndi þá að sætta okkur. Einnig er mér minnisstætt hve góður hann var Lása, gömlum manni sem endaði ævina á heimili for- eldra hans en þannig var hann alla tíð, fullur af hjálpsemi og kærleik. Svo liðu bernskuárin og við brölluðum ýmislegt, eins og það að við ætluðum að prófa reyking- ar. Við fundum sennilega báðir þá að það ætti ekki fyrir okkur að liggja að verða reykingamenn, þegar við vorum búnir að svíða bæði augabrúnir og hártopp. Strax á unglingsárum kom í ljós að Siggi var liðtækur íþrótta- maður en gaf sér ekki tíma til æf- inga því hugurinn stefndi annað. Þannig var líka með söng og leik- list, hefði eflaust náð langt á þeim vettvangi en lét sér það nægja að stunda það í frístundum, því hug- urinn stefndi alltaf á annað. Því þurfti hann ekki lengi að hugsa sig um þegar honum bauðst að taka við búi á Hæli. Þá var oft gaman þegar við hittumst í fjósinu og ræddum framtíðardraumana í búskapn- um. Hann gaf sig allan í verkefn- ið. Svo kom Bolette í sveitina, fal- leg stelpa frá Danmörku og auðvitað varð hún skotin í Sigga og var tilbúin að takast á við framtíðardraumana honum við hlið. Þau vissu bæði að maður lifir ekki á brauði einu saman og gleymdu aldrei að gera sér daga- mun, en þau þurftu ekki mikið því að þau höfðu hvort annað. Síðan komu dæturnar í heiminn: Dóra, Helga og Jóhanna. Þeir sem þekktu Sigga og Bolette eru ekk- ert hissa á því hversu vel þeim vegnar í lífinu; það er eðlilegt framhald lífssýnar þeirra og vinnusemi í hjálpsemi og kær- leika. Elsku Bolette, Dóra og Jón Emil, Helga og Jóhanna: Hugg- unarorð vega ekki mikið á þessari stundu, en megi kærleikur Sigga vísa og leiða veginn áfram. Ari Einarsson frá Hæli. „Er þetta bóndi?“ Fyrsta sum- arið eftir að við fjölskyldan flutt- um heim frá útlöndum fyrir rúm- um tveimur áratugum var farið austur að Hæli. Framundan voru réttir og spenningurinn var mik- ill hjá elsta syninum að komast í sveitina og hitta fyrir alvöru- bónda. Við hverju barnið bjóst af undrunartóninum að dæma vit- um við ekki en það voru fáir meiri bændur en Sigurður Steinþórs- son á Hæli. Það hafa alla tíð verið forréttindi að fylgja Sigga í störf- um sínum, virðingin sem hann bar fyrir jörðinni sem hann var svo nátengdur, fyrir búfénu sem var hans lifibrauð og landinu öllu. Búskapurinn var rekinn af vís- indalegri nákvæmni, stakri um- hyggju og rósemd. Sömu rósemd og hann átti eftir að sýna í veik- indum sínum og umhyggju fyrir fólkinu sínu. Þær eru fjölmargar yndislegu kvöldstundirnar sem við höfum átt með Sigga og Bolette, þar sem spjallað var um alla heima og geima meðan börnin þá nokkuð yngri sömdu, settu upp og fluttu heilu kvöldvökurnar með leik, söng og hljóðfæraleik þar sem meðal annars var leikið fjórhent á fiðlu. Fastir liðir í gegnum árin, dagarnir í kringum réttir, þorra- blótin í sveitinni sem hófust heima með vel kæstum hárkarli og súrum blóðmör, önnur tilefni, svo margar góðar stundir en þó of fáar. Söknuðurinn er sár og sorgin yfir andláti Sigga er mikil en þó er okkur ekki síst þakklæti í huga. Þakklæti fyrir að hafa kynnst þessu gulli af manni, þakklæti fyrir að hafa átt hann að sem fyrirmynd heilsteyptrar manneskju, frænda og vin og þakklæti fyrir yndislegar stundir fyrr og síðar hvort sem það var austur á Hæli þar sem hann naut sín best, á okkar heimili þegar færi gafst frá sveitinni, hvar sem við hittumst, innilegt þakklæti. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elsku, elsku Bolette, Dóra og Jón Emil, Helga og Jóhanna. Hugur okkar er hjá ykkur öllum. Kristján, Droplaug (Dodda), Anna Björk og Birkir. Góður liðsmaður úr Karlakór Hreppamanna er fallinn frá. Sig- urður, eða Siggi eins og hann var venjulega kallaður, gekk til liðs við kórinn þegar ákveðið var að heiðra minningu Sigurðar Ágústssonar frá Birtingaholti ár- ið 2007 á 100 ára afmæli skálds- ins. Siggi ólst upp við mikinn söng á æskuheimili sínu því faðir hans, Steinþór, var einstakur og landsþekktur söngmaður sem starfaði mikið með Sigurði Ágústssyni. Sem betur fer ílent- ist Siggi í kórnum og söng með honum meðan kraftar leyfðu. Siggi hafði fallega tenórrödd og var sérlega lagviss og öruggur söngmaður og því mikill fengur hvaða kór sem er. Siggi fór ungur maður í söng- nám sem átti eftir að nýtast hon- um vel á lífsleiðinni. Hann var alla tíð viðloðandi tónlist, starfaði í kirkjukór, blönduðum kór, karlakór og tróð upp einn eða söng á skemmtunum með minni hópum. Siggi var hæglátur maður en þeir sem kynntust honum varð fljótlega ljóst að þar fór víðlesinn og fróður maður með góðan húm- or. Siggi var vel máli farinn og átti gott með að setja saman tækifærisvísur. Þessar urðu eftir á blaðsnepli í hléi á vortónleikum í Guðríðarkirkju. Tölum okkar tæra mál, hrærum tónastrengi. Bergjum tón úr tónaskál teygum lengi, lengi! Tómur hugur, tóm er skál, tómt er allt þó „valla“. Hefjum saman söngsins mál er sumri fer að halla. Bolette og dætrum sendum við einlægar samúðarkveðjur. Fyrir hönd KKH, Þorleifur Jóhannesson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, MAGNEA EYRÚN JENSDÓTTIR, Háteigi 20, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 17. september, var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í kyrrþey að ósk hinnar látnu. María Ísabel Grace Fisher, Unnar Sveinn Stefánsson, Róbert Jens Fisher, Bryndís Lúðvíksdóttir, Magnea Lynn Fisher, Ellert Hannesson, Halldóra Jensdóttir, Ari Sigurðsson, Eygló Jensdóttir, Jóhanna Jensdóttir Sehner, Erich Sehner og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR HJARTARSON, frá Seyðisfirði, til heimilis að Skipholti 43, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 22. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þann 7. október kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélagið í Reykjavík. Sigfríð Hallgrímsdóttir, Bjarndís Harðardóttir, Valur Harðarson, Þuríður Höskuldsdóttir, Hjörtur Harðarson, Mimie Fríða Libongcogon, Hallgrímur Harðarson, Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, Helena Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.