Morgunblaðið - 02.10.2014, Side 35

Morgunblaðið - 02.10.2014, Side 35
Esju. Ég hætti svo hjá Hampiðj- unni árið 2002.“ Unnur sinnir nú heimilisstörfum en er auk þess stoð og stytta eigin- manns síns, Odds Helgasonar ævi- skrárritara sem fer fyrir ORG ætt- fræðiþjónustunni. Reyndar segir Oddur að eiginkonan sé kletturinn á bak við sig og þar með ORG: „Ég stæði nú líklega ekki í þessu án hennar aðstoðar á ýmsum svið- um…“ segir hann. Núna segist Unnur dunda sér við lestur og útsaum þegar heimilis- störfunum sleppir: „Ég hef alltaf les- ið töluvert og haft gaman af hann- yrðum. Ég hef saumað mikið út á undanförnum árum en hóf samt ekki útsaum fyrir alvöru fyrr en 1989. Þessi áhugamál okkar hjónanna, ættfræðin og útsaumurinn, hafa nýst okkur ágætlega til tækifæris- gjafa til vina og vandamanna. Það er ekki ónýtt að fá útsaum í afmælis- gjöf, eða ættartölu frá Oddi.“ Unnur hefur verið félagi í Mál- björg, félagi þeirra sem stama: „Ég var einn af stofnendum félagsins og hef ætíð haldið tryggð við það, mæti t.d. oft á ráðstefnur þar og fundi.“ Unnur kynntist Oddi manni sínum 1989 í Reykjavík. Þau voru lengi kunningjar en tóku saman um 1992. Þau gengu í hjónaband þegar sr. Björn Helgi Jónsson, prestur og fornbókasali, gaf þau saman á heim- ili þeirra 29.12. 1996. Fjölskylda Eiginmaður Unnar er Oddur Friðrik Helgason „spekingur“, f. á Akureyri 29.11. 1941, sjómaður og æviskrárritari. Foreldrar hans voru Helgi Friðrik Helgason, f. í Tungu í Reykjavík, 22.7. 1912, d. 2.6. 1945, fórst með e.s. Panama við austur- strönd Englands, sjómaður í Reykjavík, bifreiðarstjóri á Akur- eyri, síðar sjómaður, og Sigurlína Pálsdóttir, f. á Vatnsenda í Saur- bæjarhreppi 29.8. 1920, d. 30.9. 1995, verkakona á Akureyri. Sonur Unnar er Sigurþór Dan, f. í Reykjavík 11.1. 1972, bifreiðarstjóri í Mosfellsbæ. Alsystkini Unnar eru Daníel Jak- ob Pálsson, f. 3.5. 1953, vélstjóri og atvinnurekandi í Kópavogi, og Ólöf Gerður Pálsdóttir, f. 2.10. 1954, hús- freyja í Ólafsvík og síðar í Reykja- vík. Hálfbróðir Unnar er Þórir Ás- valdur Roff, f. 15.3. 1940, sölustjóri í San Jose í Kaliforníu og síðar djass- tónlistarmaður í Reykjavík. Foreldrar Unnar voru Páll Jakob Daníelsson, f. í Reykjavík 16.11. 1915, d. 12.6. 2000, járnsmiður í Reykjavík, og k.h., Þorbjörg Jakobs- dóttir, f. á Hamri á Barðaströnd 15.2. 1931, d. 26.10. 1995, húsfreyja og saumakona í Reykjavík. Úr frændgarði Unnar Bjargar Pálsdóttur Unnur Björg Pálsdóttir Jóna Guðmundsdóttir húsfr. í Krossdalsfirði og á Hamri Páll Guðmundsson b. í Krossdalsfirði í Arnarfirði og á Hamri Ólöf Pálsdóttir húsfr. á Hamri Jakob Jakobsson b. á Hamri á Barðaströnd Þorbjörg Jakobsdóttir húsfr. og saumakona í Rvík Auðbjörg Magnúsdóttir húsfr. á Bíldudal Ólafur Jakob Jónatansson trésmiður á Bíldudal Björn Jón Bragason sagnfr. og rithöfundur í Rvík Páll Jakobsson fyrrv. b. á Hamri á Barðaströnd Hákonía Jóhanna Pálsdóttir húsfr. í Stóra-Laugardal í Tálknafirði Páll Guðlaugsson vélstj. á Brekku í Tálknafirði og í Rvík Ólöf Sigríður Pálsdóttir húsfr. á Breiðalæk á Barðaströnd Katrín Arnbjörg Magnúsd. bókari í Rvík Magnús Daníelsson húsgagna- smíðam. í Rvík Gunnhildur Gísladóttir húsfr. á Gerðum og ráðsk. á Kambi Sigmundur Jóhannsson b. á Kambi í Flóa Arnbjörg Sigmundsdóttir húsfr. í Rvík Daníel Jóhann Daníelsson verkam. í Rvík Páll Jakob Daníelsson járnsmiður í Rvík Guðrún Hectorsdóttir vinnuk. á Sellátrum Daníel Jóhann Schutsen sjóm. í Bergen í Noregi Ingveldur Ámundadóttir húsfr. í Hraungerði, Súluholtshjáleigu og í Rvík Sigmundur Ámundason b. á Kambi og víðar í Flóa Hulda Hjörleifsdóttir húsfr. í Rvík Svavar Sigmunds. íslenskufr. og fyrrv. forstöðum. Örnefnastofunnar Brynjólfur Ámundason múrarameistari og ættfr. í Rvík Ámundi Ámundason b. á Kambi Hjörleifur Sveinbjörnsson þýðandi Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur Ámundi Sigmundsson b. á Kambi í Flóa ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014 85 ára Jón Páll Halldórsson Soffía S. Haraldsdóttir Þórarinn Brynjar Þórðarson 80 ára Ellen Helga Guðmundsdóttir 75 ára Hallgrímur Daníelsson Jóhanna Aðalsteinsdóttir Sesselja Jónsdóttir Sigurður Sigurðarson Stella Björgvinsdóttir Valmundur Eggertsson 70 ára Andrea Sigurðardóttir Ármann Þórir Björnsson Kristbjörg Kjartansdóttir Stefán P. Sveinsson Stella Guðrún Bæringsdóttir Vignir Jónsson 60 ára Aðalheiður María Karlsdóttir Birgir Finnbogason Friðgeir Börkur Hansen Hildur Pálsdóttir Hólmfríður I. Guðmundsdóttir Hrönn Ágústsdóttir Margrét Kristinsdóttir Ólöf Gerður Pálsdóttir 50 ára Bozena Regina Jaskot Cornelia Chelaru Guðfinnur Már Árnason Ingvar Kristjánsson Margrét María Sigurðardóttir María Pálsdóttir Miroslaw Walejko Phillip Andrew Hunter Þórarinn Jóhann Kristjánsson Þórður Þórðarson Örn Erlingsson 40 ára Aneta Teresa Jung Anney Þórunn Þorvaldsdóttir Auður Björnsdóttir Ásdís Gunnarsdóttir Halldór Breiðfjörð Jóhannsson Herdís Anna Þorvaldsdóttir Hólmgeir Austfjörð Jaroslaw Drozyner Kjartan Arnar Geirdal Einarsson Magnús Ingberg Gíslason Margrét Arnardóttir Ólafur Jens Sigurðsson Sigrún Herdís Arndal Smári Hrólfsson 30 ára Eiríkur Simonsen Halldór Guðjón Magnússon Helga Júlía Vilhjálmsdóttir Jurate Vilkaite Barcelos Pétur Guðmundsson Valur Hermannsson Til hamingju með daginn 30 ára Flosi býr á Akra- nesi, lauk sveinsprófi í bif- vélavirkjun og er leið- sögumaður hjá Discover Iceland. Maki: Elísabet Rut Heim- isdóttir, f. 1984, leikskóla- kennari. Dætur: Agnes Mist, f. 2006, og Aníta Sif, f. 2008. Foreldrar: Unnur Sigurð- ardóttir, f. 1955, og Páll Halldór Sigvaldason, f. 1959. Flosi Pálsson 30 ára Auður ólst upp í Reykjavík, hefur alltaf ver- ið þar búsett, lauk förð- unarprófi frá No Name og stundar nú nám á tann- tæknabraut í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla. Unnusti: Birgir Ólafur Guðlaugsson, f. 1986, starfsmaður hjá Sorpu. Dóttir: Nadía Ósk, f. 2011. Foreldrar: Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 1967, og Vilhjálmur Páll Bjarnason, f. 1962. Auður Vilhjálmsdóttir 30 ára Bjarki ólst upp á Akranesi, býr í Reykjavík og stundar nám við HÍ. Maki: Þóra Björg Ingva- dóttir, f. 1992, nemi í lyfja- fræði við HÍ. Foreldrar: Guðmundur Skúlason, f. 1959, útgerð- armaður og skipstjóri á Akranesi, og Guðrún Ís- leifsdóttir, f. 1958, d. 2014, húsfreyja og sjúkra- liði. Bjarki verður í París á af- mælisdaginn. Bjarki Þór Guðmundsson Sigurgeir Guðjónsson hefur varið dokt- orsritgerð sína við sagnfræði- og heim- spekideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Aðbúnaður geðveikra á Ís- landi og umbætur yfirvalda fyrir daga geðspítala. Leiðbeinandi Sigurgeirs var dr. Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði. Í doktorsnefnd voru ásamt leiðbeinanda dr. Ólöf Garðarsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði Há- skóla Íslands, og dr. Óttar Guðmunds- son, geðlæknir á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Í doktorsrannsókn Sigurgeirs er varpað ljósi á lífsskilyrði geðveiks fólks, opinbera stefnu í geðheilbrigðismálum og viðleitni lækna og stjórnvalda til að bæta hag geðsjúkra. Rannsóknin teygir sig aftur til 18. aldar og lýkur um 1907 þegar fyrsti geðspítalinn á Íslandi tekur til starfa. Í rannsókninni er gerð lýðfræðileg grein- ing á geðsjúkum, byggð á manntölum og skyldum heimildum. Einnig eru kannaðar hugmyndir alþýðu og lækna um geðveiki á fyrri öldum og hvernig reynt var að meðhöndla geðsjúkt fólk. Efnið er skoðað út frá sjónarhóli svo- kallaðra síðendurskoðunarsinna í geð- heilbrigðissögu sem leggja áherslu á að samskipti yf- irvalda og lækna við aðstandendur og nágranna þeirra geðveiku hafi skipt miklu þegar reynt var að leysa vanda viðkomandi. Rannsóknin sýnir að umbóta- hugmyndir í geðheilbrigðismálum komu einatt frá Danmörku. Jafnframt er lögð áhersla á að sýna hvernig umbæturnar komu að „ofan“, frá yfirvöldum og emb- ættismönnum og hvernig fyrrnefndir að- ilar leituðu eftir samvinnu í félagslegu umhverfi þess geðveika þegar reynt var að meta hvað gera skyldi í málum við- komandi. Það var einkum tvennt sem mótaði þetta verklag. Annars vegar hug- myndir um mannúð og skyldur sam- félagsins til að huga að þeim sem minna máttu sín. Hins vegar reyndu yfirvöld að halda uppi reglufestu og sjá til þess að þegnarnir yrðu fyrir sem minnstu ónæði frá geðveikum og öðrum þeim sem áttu erfitt með að lifa við reglur og almennar venjur. Doktor í sagnfræði Sigurgeir Guðjónsson fæddist árið 1965. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1985, BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og MA-prófi frá sama skóla árið 1996. Sigurgeir lauk prófi í kennslufræðum til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri árið 1999. Á árunum 1998-2009 kenndi hann félagsgreinar við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn í Hornafirði. Foreldrar Sigurgeirs eru Erla Þórhildur Sigurjónsdóttir og Guðjón Ingvar Sigurgeirsson. Þessi misserin skrifar hann skóla-, stéttar- og atvinnu- sögu vélstjóra á Íslandi. Doktor Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón HB-System ABUS kranar í öll verk Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is Stoðkranar Brúkranar Sveiflukranar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.