Morgunblaðið - 02.10.2014, Page 38

Morgunblaðið - 02.10.2014, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Palme, fjórða hljóðversskífa Ólafar Arnalds, kom út 29. september sl. á vegum ensku plötuútgáfunnar One Little Indian. Plötuna gerði Ólöf í samstarfi við tónlistarmenn- ina Skúla Sverrisson og Gunnar Örn Tynes og er hljóðheimurinn töluvert frábrugðinn þeim sem ein- kennir fyrri plötur hennar, Við og við (2007), Inn- undir skinni (2009) og Sud- den Elevation (2013). Platan hefur að geyma lög eft- ir Ólöfu frá ýmsum tímum. Það elsta, „Half Steady“, samdi hún á táningsaldri. Með tilkomu Gunnars Arnar hefur tónlist Ólafar tekið á sig raf- skotnari blæ. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer inn í þennan „digital“ heim,“ segir Ólöf. Önnur aðferð Útsetningar laganna eru býsna fjölbreyttar, í einu þeirra, „Def- ining Gender“, er t.d. bossa nova hrynjandi og í öðrum leiðir raf- tónlistin, m.a. í „Hypnose“. „Sum lögin eru lög sem ég er búin að eiga mjög lengi en var ekki búin að finna farveg fyrir þau,“ segir Ólöf, hæstánægð með að hafa fundið þeim farveg. – Ber platan þess keim að lögin eru misgömul? „Nei, ég myndi nú ekki segja að hún gerði það frekar en aðrar plöt- ur sem ég hef gert. Ég er alltaf að vinna með eitthvað sem er glænýtt í hausnum og annað sem ég er bú- in að ganga með miklu lengur. Það sem er skemmtilegast við þessa plötu var hvað þetta var náið sam- starf. Að því leytinu til er hún plata sem mig hefur alltaf langað til að gera og svona „intensíf“ vinna í afmarkaðan tíma. Ég hef alltaf farið meira inn og út úr stúd- íói, þetta var markvissara,“ segir Ólöf. – Þetta er í fyrsta sinn sem þú skrifar lögin, flytur þau og hljóð- ritar á sama tíma. Hvers vegna valdirðu þá aðferð núna? „Ég veit það ekki, þetta er ein- hver spennufíkn,“ segir Ólöf og hlær, „að setja mig í stöðu þar sem ég er að vinna mjög hratt.“ Spurð að því hvort slík pressa sé henni nauðsynleg í listsköpuninni segir Ólöf svo ekki vera. „Það er bara mismunandi, ég var bara í þannig stuði núna,“ segir hún. – Þú hefur starfað áður með Skúla og haldið fjölda tónleika með honum. Þú hefur líka starfað með fleiri tónlistarmönnum, m.a. Björk. Er slíkt samstarf nauðsynlegt til að uppgötva eitthvað nýtt? „Það er náttúrlega ekkert gam- an að gera hlutina einn. Í raun og veru er þessi plata mesta sam- starfsplata sem ég hef gert, ég er yfirleitt mjög akkúrat og get verið svolítið einstrengingsleg með það hvernig allt á að vera, þarf alltaf að ráða öllu. Í þessu ferli þurfti ég mikið að gefa eftir þannig að það sem virkaði best fengi að standa upp úr,“ segir Ólöf. Spurð að því hvort samstarfið hafi verið átakalaust segist Ólöf halda að það gerist sjaldan neitt gott í listum nema einhver smá- vægileg átök eigi sér stað. „Þá er einhver hreyfing. Ef allir eru alltaf sammála verður það meira miðju- moð.“ Ólöf segir það skemmtilegt að þau Skúli og Gunnar hafi sérhæft sig hvert með sínum hætti í tónlist en eigi líka margt sameiginlegt þegar komi að ástríðunni fyrir henni. „Í tilviki Skúla myndi ég segja að okkar fagurfræði hafi allt- af verið svolítið samtvinnuð, við er- um búin að gera svo mörg verk saman,“ segir Ólöf. Gunnar sé hið sk. „wild card“ í þríeykinu, óvissu- þátturinn. Olof Palme – Nú heitir platan Palme, líkt og eitt lagið á plötunni. Hver er þessi Palme? „Palme er náttúrlega bara Olof Palme (fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar sem skotinn var til bana árið 1986, innskot blaða- manns). Þetta er eiginlega bara grín því ég heiti Ólöf. Ég er nú þegar með einn nafnarugling með honum Ólafi Arnalds, frænda mín- um, þannig að þetta er bara húm- or, að bæta við öðrum nafnarugl- ingi í mixið,“ segir Ólöf. En er þá sungið um Palme í lag- inu „Palme“? Nei, ekki segir Ólöf. Hún fylgi þeirri vinnureglu að láta eitt lag á hverri plötu heita sama nafni og platan. Hún hafi einfald- lega gefið laginu þennan titil svo platan gæti heitið Palme. „Mér þótti það fyndið,“ segir Ólöf sposk. Palme verður dreift um helstu markaðssvæði Evrópu og Banda- ríkjanna, að sögn Ólafar og til að fylgja plötunni eftir lagði hún af stað í tónleikaferð með Skúla Sverrissyni um liðna helgi. Fyrstu tónleikarnir fóru fram í Brighton á Englandi á sunnudaginn var og þeir seinustu verða haldnir 1. des- ember í Brussel. „Ég hef ekki túr- að mikið síðustu tvö árin og er mjög til í að fara aftur af stað. Þetta er mín ástríða,“ segir Ólöf. Að lokum getur Ólöf hóp- fjármögnunar fyrir tónleikaferðina sem hún stendur fyrir á vefnum Pledge Music (www.pledgemu- sic.com/artists/olofarnalds). Þar getur fólk keypt plötuna áritaða og ýmsan annan varning, t.d. VIP- tónleikamiða. Draumaplatan Palme  Fjórða plata Ólafar Arnalds er hennar mesta samstarfsverkefni til þessa og platan sem hana hefur alltaf langað að gera  „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer inn í þennan „digital“ heim,“ segir Ólöf Morgunblaðið/Ómar Nafnaruglingur „Þetta er eiginlega bara grín því ég heiti Ólöf,“ segir Ólöf um titil plötunnar sem vísar í nafn Olofs Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Fólk á það til að ruglast á Ólöfu og frænda hennar, Ólafi Arnalds. Heimasíða Ólafar: olofarnalds.com „Jón Kalman – Í fótspor stráksins“ er heiti námskeiðs sem Ingi Björn Guðnason bókmenntafræðingur heldur í Gerðubergi á laugardag, 4. október, kl. 13 til 17. Námskeiðið er haldið í tengslum við væntanlegt Ritþing um líf og feril Jóns Kalmans 25. október næstkomandi. Námskeiðið er ætlað áhugasöm- um lesendum en umfjöllunarefnið verða bækurnar Himnaríki og hel- víti, Harmur englanna og Hjarta mannsins sem saman mynda þríleik sem notið hefur mikillar hylli á með- al lesenda. Sögusvið bókanna er íslensk sjáv- arbyggð undir lok 19. aldar á þeim árum þegar stórtækar breytingar áttu sér stað bæði í atvinnuháttum og hugarheimi fólks. Á námskeiðinu verður sjónum meðal annars beint að sögusviði og samfélagsmynd verkanna, ólíkum aðstæðum alþýðu og borgarastéttar og stöðu kynjanna. Þá verður einnig hugað að öðrum verkum Jóns Kalmans, m.a. í tengslum við aðalpersónu þríleiks- ins, strákinn, og tengslum hans við aðra stráka sem birtast í verkum höfundarins. Fleira kann að bera á góma svo sem frásagnarháttur, hlut- verk sendibréfa og máttur orðanna. Ingi Björn hefur rannsakað verk Jóns Kalmans og skrifað um hann. Morgunblaðið/RAX Höfundurinn Fjallað er um verk Jóns Kalmans á Ritþingi og námskeiði. Heldur námskeið um þríleik Jóns Kalman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.