Morgunblaðið - 08.10.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.10.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Viðkvæm staða er komin upp á vinnumarkaði sem kallar á að aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar rík- isstjórnarinnar leiti leiða til að lægja öldurnar í aðdraganda kjarasamn- inga. Viðræður um sérkjaraliði eru liður í þeirri sáttaumleitan. Þetta segir Þorsteinn Víglunds- son, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, aðspurður hvernig sam- tökin hyggjast bregðast við þeirri ólgu sem upp er komin meðal aðild- arfélaga Alþýðusambands Íslands. „Ég held að það sé fullt tilefni til þess að menn skoði hvernig við tök- umst á við þessa stöðu. Því þessi ólga getur á endanum leitt til þess að við glutrum niður þeim mikla ávinn- ingi sem náðst hefur. Markmið kjarasamningsins í fyrra náðust.“ Kaupmáttur hefur aukist „Við erum með litla verðbólgu og mikla kaupmáttaraukningu, en engu að síður mjög mikla ólgu innan verkalýðshreyfingarinnar. Á þeim vanda verður að taka án þess að stefna stöðugleikanum í hættu. Því horfum við til þess með hvaða hætti við skipuleggjum okkar kjaravið- ræður til að taka á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, en um leið verjum þann árangur sem þegar hefur náðst.“ – Hefur ákvörðun verið tekin um að flýta viðræðum um launaliðinn? „Nei. Við höfum hins vegar rætt mikilvægi þess að menn setjist yfir stóru myndina. Þrátt fyrir að margt hafi tekist vel við gerð síðustu kjara- samninga stöndum við einnig frammi fyrir óánægju með launaþró- un einstakra hópa. Það er kunnug- legt vandamál á íslenskum vinnu- markaði og ljóst að til að ráða þar bót á verða aðilar á almennum og opinberum vinnumarkaði að móta skýrari leikreglur við gerð kjara- samninga. Að sama skapi er afar mikilvægt að við náum betur utan um samspil ríkisfjármála, peninga- stefnu og vinnumarkaðar, en þessir þrír þættir eru hornsteinar efna- hagslegs stöðugleika. Þetta kallar á betra samstarf við stjórnvöld.“ Forsenda lengri samninga Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir aðildarfélög sambandsins gera þá kröfu að misræmi í síðustu launa- hækkun félagsmanna ASÍ og BSRB annars vegar og hjá öðrum hópum hins vegar „verði leiðrétt“. Það sé forsenda þess að hægt sé að lægja þá miklu ólgu sem ríki innan ASÍ og geti haft „afgerandi áhrif á viðræður um nýja kjarasamninga“. „Aðildarfélögin eru að undirbúa næstu kjarasamninga. Það er ljóst að það sem gerðist hér á vinnumark- aði sl. vor hefur áhrif á þann undir- búning. Fólk upplifir misskiptingu, að menn hafi ekki staðið jafnt að vígi. Ef það tekst að lægja þá ólgu verður meira svigrúm til að ræða framtíðina undir öðrum formerkjum en nú stefnir í að verði gert. Eftir að ASÍ og BSRB sömdu sl. vetur var mótuð önnur launastefna. Það er auðvitað mikil reiði yfir því að það hafi gerst. Þetta hófst með kennurum og háskólamönnum hjá ríki og sveitarfélögum og síðan sáum við miklar hækkanir stjórnenda sl. sumar. Ef menn vilja freista þess að koma undirbúningi kjarasamninga í annan farveg er nú tækifæri til að rétta þann hlut. Á þeim grunni má nálgast samráð um framtíðina.“ Brothætt staða á vinnumarkaði  Samtök atvinnulífsins kalla eftir sáttaumleitan til að lægja öldur innan verkalýðshreyfingarinnar  Forseti ASÍ segir „leiðréttingu“ launa hjá félagsmönnum ASÍ og BSRB forsendu lengri samninga Þorsteinn Víglundsson Gylfi Arnbjörnsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Seldar voru rúmlega 1.636 þúsund gistinætur á hótelum á fyrstu átta mánuðum ársins og er það um 11,3% aukning milli ára. Seldum nóttum á tímabilinu hefur fjölgað um 67% síð- an 2009, þegar seldar nætur voru tæplega 980 þúsund, eins og sýnt er hér til hliðar. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands yfir seldar nætur á hótelum sem eru opin allt árið. Sé eingöngu horft til seldra gisti- nátta til útlendinga á tímabilinu frá janúar til ágúst kemur í ljós að þeim hefur fjölgað úr 801,4 þúsund árið 2009 í tæplega 1.411 þúsund árið 2014, eða um 76%. Aukningin milli áranna 2013 og 2014 er 12,9%. Á vef Ferðamálastofu er að finna tölfræði yfir fjölda erlendra gesta sem fara um Keflavíkurflugvöll. Samkvæmt þeim tölum komu hingað rúmlega 353 þúsund ferða- menn á fyrstu átta mánuðum ársins 2009, borið saman við 699,8 þúsund þessa sömu mánuði í ár. Það sam- svarar 98,2% aukningu. Fjölgaði um 23,4% Jafnframt fjölgaði erlendum ferðamönnum sem komu til landsins frá janúar til ágúst um 23,4% milli ára, fóru úr 566,8 þús. í 699,8 þús. Í báðum tilfellum er um að ræða meiri aukningu en kemur fram í seldum gistinóttum. Það er vísbend- ing um að hluti ferðamanna sæki í óskráða gistingu. Tekið skal fram að hér er aðeins horft til flugfarþega. Ætla má að hluti ferðamanna kaupi sér gistingu á stöðum sem eru ekki opnir allt árið en halda skrár yf- ir viðskiptin. Slík gisting er ekki höfð með í tölum Hagstofu Íslands. Seldum gistinóttum fjölgar hægar en ferðamönnum  Seldar nætur eru 67% fleiri í ár en árið 2009 Hér eru eingöngu hótel sem eru opin allt árið. 0 Heimild: Hagstofa Íslands 1, 8 m ill jó ni r 20 09 97 8. 86 1 96 5. 99 1 1. 0 85 .4 73 1. 29 0. 0 63 1. 47 0. 4 4 5 1. 63 6. 0 20 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 * Gistinætur á hótel- um 2009-2014* janúar til ágúst Brennisteinstvíildi frá eldgosinu í Holuhrauni berst suðvestur frá eld- stöðinni í dag samkvæmt spá Veð- urstofunnar. Áttin lá einnig til vest- urs og suðvesturs í gær en ekki mátti merkja mikinn styrk brenni- steins í loftgæðamælistöðvum í Reykjavík eða á Grundartanga. Skv. upplýsingum landlæknis hafa engin alvarleg tilfelli verið til- kynnt til heilbrigðisyfirvalda vegna gassins frá því gosið hófst að því er segir á vef Almannavarna. Gosið heldur áfram af sambæri- legum styrk og áður. Frá miðnætti til kl. 19 í gærkvöldi höfðu fjörutíu jarðskjálftar mælst í öskju Bárð- arbungu. Stærsti skjálftinn var af stærðinni 5,5 í suðausturhluta hennar kl. 10.22. Annar jarðskjálfti af stærðinni 5 reið yfir í norðvest- urhluta öskjunnar á fjórða tím- anum í fyrrinótt. Áfram líkur á að gas dreifist yfir SV-land Kort/Veðurstofa Íslands Spá Bleika svæðið sýnir dreifingu gassins. Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Hágæða flísar frá Ítalíu 60 x 60 cm Í hlýju veðri eins og hefur verið á landinu síðustu tvo daga er oft gott að fá sér eitthvað létt og ferskt í matinn. Þessir viðskiptavinir Frú Laugu Hitastigið á að vera um 8-13 gráður í borginni í dag. Ekki á þó að vera framhald á hlýindunum en Veðurstofan spáir svo hægt kólnandi veðri. í Laugarnesi voru að minnsta kosti á þeim bux- unum og voru í óða önn að velja sér grænmeti þegar ljósmyndara bar að garði. Grænmetiskaup í óvæntum hausthlýindum Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.