Morgunblaðið - 08.10.2014, Side 11

Morgunblaðið - 08.10.2014, Side 11
Morgunblaðið/Kristinn Þjálfari Dagný Dís Magnúsdóttir, fitkid-þjálfari og dómari, kolféll fyrir íþróttinni fyrir fjórum árum. Fitkid kom til Íslands með for- manni Fitkid á Íslandi, Krisztinu Agueda, árið 2007, en hún er ung- versk. Í dag eru að jafnaði um 50 iðk- endur á Íslandi eins og síðustu ár. Hægt er að æfa fitkid á þremur stöð- um; í Fimleikafélaginu Björk í Hafn- arfirði, í Árbæjarþreki í Árbæ og í Hreyfilandi á Seltjarnarnesi. Ekki auðvelt að kynna nýja íþróttagrein til leiks „Það er ekki auðvelt að koma inn með nýja íþróttagrein og það tekur tíma að byggja hana upp.“ Dagný Dís segist ánægð með árangurinn sem hafi náðst. Öflugir foreldrar hafi stutt dyggilega við félagið og sitji í stjórn þess. Spurð út í framtíðaráformin seg- ir hún markmiðið vera að stækka hægt og rólega. Þá skiptir miklu máli að vera með vel menntaða, góða og öfluga þjálfara. „Vonandi verðum við á fleiri stöðum í framtíðinni þegar fleiri kennarar hafa slegist í hópinn.“ Dagný Dís kynntist íþróttinni árið 2010, tveimur árum seinna var hún dómari á Evrópumótinu í Ung- verjalandi. Hún hefur stundað íþóttir frá barnæsku og æfði m.a. fimleika, ballett, dans og listskauta. Þar sem íþróttin nýtur vinsælda í heimalandinu Ungverjalandi mætir fjöldi ungverskra fjölmiðla til lands- ins. Von er á 500 erlendum gestum til landsins. Í heildina eru 240 kepp- endur skráðir í fitkid, þar af um 11 ís- lenskir og 25 í hópkeppni. Keppt er í flokkum eftir aldri og getu og er skipt niður í A-, B- og C- flokk. Krakkarnir velja sér búninga og mega auk þess vera með hluti sem þau nota í keppnina. Andlitsmálning er einnig mikið notuð þar sem hvers kyns fígúrur verða oftar en ekki fyrir valinu. Um helgina verður ekki ein- göngu keppti í fitkit heldur verður einnig danskeppni sem er nýr dag- skrárliður í Evrópumótinu. Marg- verðlaunaður dansflokkur frá Ung- verjalandi mætir til leiks, einnig íslenskir dansflokkar, t.d. Rebel og frá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Í tengslum við Evrópumótið í fitkid verða fjölskyldu- og heilsudag- ar í Vondafonehöllinni 11. til 12. októ- ber. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía Walthers Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! „...veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði, mæli hiklaust með þeim!“ Katrín Skeifunni 17 HRINGDU NÚNA 820 8080 Stine H. Bang Svendsen, doktor í þverfaglegum menningarfræðum, kynnir rannsókn á fjölmiðlaskrifum norskra rithöfunda um hryðjuverkin, og þá „hvítu melankólíu“ og ras- isma sem kom í ljós í norskri sam- félagsorðræðu strax í kjölfar hroð- ans. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í Háskóla Íslands í stofu 201 í Lög- bergi klukkan 12 til 13 á dag. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Jafnréttisdaga sem haldnir eru sjötta árið í röð í Háskóla Íslands. Allir fyrirlestrarnir eru ókeypis en Jafnréttisdögum lýkur 17. október. Ræðir fjölmiðlaskrif norskra rithöfunda eftir hryðjuverkin Ósló Norðmaðurinn Stine Bang Svendsen heldur fyrirlestur á Jafnréttisdögum. „Hvít melankólía“ og rasismi Foreldranámskeiðið PMT - foreldra- færni verður á dagskrá á morgun kl. 17-19 í sal B í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Námskeiðið er á veg- um Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. PMT stendur fyrir „Parent Man- agement Training“ og er uppeldis- aðferð ætluð foreldrum barna á leik- og grunnskólaaldri. Kynnt verða helstu verkfæri PMT, s.s. skýr fyrirmæli, hvatning, mörk, eftirlit og tilfinningastjórn. Aðgangur ókeypis. Fyrir foreldra sem eiga börn á leik- og grunnskólaaldri Morgunblaðið/Ómar Börn Það þarf víst að ala þau upp. Foreldranámskeið í færni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.