Morgunblaðið - 08.10.2014, Side 13

Morgunblaðið - 08.10.2014, Side 13
Flugslysaæfing fór fram á Bíldudalsflugvelli sl. laugardag og voru allir við- bragðsaðilar á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði boðaðir til aðgerða. Í nágrenni vallarins var búinn til slysavettvangur þar sem æfð voru viðbrögð við flugslysi, þátttakendum sem léku slasaða var dreift um svæðið og verk- efni slökkviliðs, björgunarsveita, Rauðakrossfólks, lögreglu og heilbrigðis- fólks var að bjarga fólki. Alls komu hátt í 100 manns að æfingunni. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Æfðu viðbrögðin MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ekki er ástæða til þess að leggjast gegn fyrirætlunum um vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. Aðeins um 1% skógarins fer undir veg sam- kvæmt nýrri tillögu um vegstæði sem Vegagerðin hefur lagt fram. Skaði er því óverulegur. Þetta segir í ályktun sem Skógræktarfélag Ís- lands og skógræktarfélög á Vest- fjörðum sendu frá sér nýlega. Segja má að þar kveði við nýjan tón í umræðu um Teigsskóg. fyrir- hugaðar framkvæmdir þar hafa lengi verið á dagskrá en hafa hvorki fengið grænt ljós hjá skipulags- yfirvöldum né dómstólum. Þá hafa umhverfissamtök verið á móti. „Álit skógræktarmanna styður okkar sjónarmið. Nýlega kynntum við hugmyndir um nýja veglínu um Teigsskóg þar sem tekið er eins mik- ið tillit til skógarins og er unnt. Til- lagan á að okkar mati að brúa ólík sjónarmið. Skipulagsstofnun hefur hafnað því að veglínan fari í mat á umhverfisáhrifum ólíkt því sem á við um aðrar veglínur sem við höfum lagt fram. Sú niðurstaða Skipulags- stofnunar verður kærð til úrskurð- arnefndar og fleiri leiðir til lausna einnig skoðaðar. Við höfum vænt- ingar um að með þessari veglínu skapist grundvöllur til þess að þoka málinu áfram,“ segir G. Pétur Matt- híasson, upplýsingafulltrúi Vega- gerðarinnar. „Skipulagsstofnun telur að um sömu framkvæmd sé að ræða en við metum það svo að breyting veg- línunnar um Teigsskóg sé ný fram- kvæmd sem eigi að fara í mat á um- hverfisáhrifum.“ Jafnstórt svæði ræktað upp Í ályktun skógræktarfélaganna segir að skerðingu birkis í Teigs- skógi fylgi að rækta verði á nær- liggjandi svæðum jafnstóran skóg. Þá er bent á að unnið hafi verið að vegabótum í Barðastrandarsýslum að undanförnu. Vegna þeirra hafi þurft að ryðja út 5 hektara skóg- lendi, litlu minna en gera þurfi í Teigsskógi. Engin rök hnígi því til þess að fáeinir hektarar af birki í Teigsskógi skuli vera farartálmi nauðsynlegum vegabótum. Birkið ekki talið vera farartálmi  Vegur um Teigsskóg er talinn í lagi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Slóði Þrýst er á um að leggja góðan veg um Teigsskóg vestra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.