Morgunblaðið - 08.10.2014, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014
E-60 Bekkur
Verð frá kr. 59.000
Fáanlegur í mismunandi lengdum.
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Íslensk hönnun og framleiðsla
www.facebook.com/solohusgogn
E-60 Stólar
Klassísk hönnun frá 1960
Hægt að velja um lit og áferð
Verð frá kr. 24.300
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS)
varaði við því í gær að hætta væri á
nýrri efnahagslægð á evrusvæðinu.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
sjóðsins um horfur í alþjóðlegum
efnahagsmálum. Bendir AGS sér-
staklega á að fjárfestingar á evru-
svæðinu, þar á meðal opinberar fjár-
festingar, séu enn langt undir því
sem var fyrir efnahagskreppuna.
Slíkt valdi áhættu fyrir þróun efna-
hagsmála á svæðinu og fyrir alþjóða-
hagkerfið í heild.
AGS lækkaði hagsvaxtaspá sína
fyrir evrusvæðið og varaði við því að
framundan gæti verið langt skeið lít-
illa efnahagsumsvifa og óæskilega
lítillar verðbólgu. Lækkaði AGS spá
sína um hagvöxt á þessu ári úr 1,3%
niður í 1,1%. Þá gerir sjóðurinn ráð
fyrir því að hagvöxtur verði 1,3% á
evrusvæðinu 2015 en ekki 1,5% eins
og áður hafði verið spáð.
Verðbólga hættulega lítil
Að sögn Olivier Blanchard, yfir-
hagfræðings AGS, felst helsta
áhættan fyrir evrusvæðið í því að eft-
irspurn dragist enn frekar saman og
að lítil verðbólga þróist yfir í verð-
hjöðnun. „Þetta er þó ekki grunnspá
okkar, heldur teljum við að hægur
undirliggjandi bati eigi sér stað um
þessar mundir. Ef mál þróuðust hins
vegar með þessum hætti myndi það
hafa afar alvarlegar afleiðingar fyrir
efnahagskerfi heimsins.“
Verðbólga í evruríkjunum er nú að
meðaltali um 0,3% sem er langt und-
ir 2% verðbólgumarkmiði Evrópska
seðlabankans. Bankinn hefur reynt
hvað hann getur að koma hjólum
efnahagslífsins á skrið, meðal annars
með því að lækka stýrivexti nánast
niður í núll og gefa bönkum aðgang
að ódýru fjármagni til þess að örva
útlán. Í ljósi þess að aðgerðirnar
hafa ekki skilað tilætluðum árangri
hvetur AGS seðlabankann til þess að
ganga enn lengra í kaupum á ríkis-
skuldabréfum. Slíkt myndi hins veg-
ar ganga þvert gegn vilja Þýska-
lands sem er leiðandi þjóð í
evrusamstarfinu.
Útilokar ekki aðra
kreppu á evrusvæðinu
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkar hagvaxtarspá evruríkja
AFP
AGS Olivier Blanchard, yfirhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kynnti
spá um efnahagshorfur í heiminum á ársfundi AGS í Washington í gær.
Hagvöxtur á
evrusvæðinu
» AGS spáir einungis 1,1%
hagvexti á evrusvæðinu á
þessu ári.
» Hagvexti á Spáni og í Þýska-
landi er spáð lítilega yfir
meðaltalinu.
» Ekki er spáð hagvexti á Ítal-
íu í ár og einungis 0,4% í
Frakklandi.
Í tilefni af því að
Jónas Haralz
hagfræðingur
hefði orðið 95
ára í ár hefur
Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands
gefið út bók með
greinum, fyrir-
lestrum og við-
tölum við Jónas
frá árinu 2009. Það ár varð Jónas
níræður, auk þess sem miklar svipt-
ingar áttu sér stað í íslensku sam-
félagi í kjölfar bankahrunsins árið
áður.
Bókin ber titilinn Í leit að stað-
festu og er ritstjóri hennar Ásgeir
Jónsson hagfræðingur. Í aðfarar-
orðum ritar Ásgeir, að fjölmargar
ræður og greinar Jónasar „sýni að
hann var einn fárra samtíðarmanna
sem raunverulega skildi efnahags-
legt samhengi atburða þegar þeir
gerðust“. Síðar skrifar Ásgeir:
„Það er álit þess sem hér ritar að
skrif Jónasar standist mun betur
tímans tönn en margt annað sem
var rætt og ritað á því róstursama
ári 2009. Nú, sex árum eftir hrunið,
er sérstaklega athyglisvert að lesa
aðvaranir hans að Íslendingar end-
urtaki mistök fortíðar og dragi sig
frá umheiminum með höftum og
einangrunarhyggju.“
Hagræðistofnun Háskóla Íslands
ásamt Landsbankanum stendur
jafnframt fyrir ráðstefnu til heið-
urs Jónasi undir yfirskriftinni Leið-
in úr höftunum kl. 17 í dag í Hátíð-
arsal Háskóla Íslands.
Rit með
greinum
Jónasar
Kápa bókarinnar
Á síðasta ári nam tap á rekstri út-
gáfufélags DV ríflega 37 milljón-
um króna borið saman við tap upp
á 65 milljónir króna á árinu 2012.
Eigið fé félagsins var jákvætt
um 94,3 milljónir króna í árslok
eftir að hafa verið neikvætt um 15
milljónir í ársbyrjun 2013. Hækk-
aði eigið fé félagsins um tæplega
68,5 milljónir króna á árinu við þá
ákvörðun stjórnar að endurmeta
virði dv.is, að því er fram kemur í
ársreikningi félagsins sem var ný-
lega skilað inn til ársreikninga-
skráar.
Eignir útgáfufélags DV námu
samtals 210,5 milljónum króna í
árslok 2013. Er eiginfjárhlutfall fé-
lagsins því liðlega 44%.
Fram kemur í skýrslu stjórnar
að á liðnu ári hafi verið haldið
áfram endurskipulagningu á
rekstri félagsins sem hófst síðari
hluta árs 2012. Batnaði rekstrar-
niðurstaða fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði (EBITDA) um tæpar 40
milljónir á milli ára. Gert er ráð
fyrir því að sá rekstrarbati haldi
áfram en á meðal hagræðingarað-
gerða á síðasta ári var fækkun út-
gáfadaga DV, úr þremur í tvo á
viku, sem kom til framkvæmda í
desember 2013. Reiknað er með að
það skili sér að fullu á þessu ári í
lækkun prentkostnaðar.
Talsverðar breytingar hafa orðið
á eignarhaldi og yfirstjórn DV á
síðustu vikum. Ný stjórn var kosin
á aðalfundi félagsins sem fór fram
í byrjun septembermánaðar. Þor-
steinn Guðnason, sem fór fyrir
hópi meirihluta hluthafa í DV ehf.,
var þá kosinn stjórnarformaður en
aðrir sem tóku sæti í stjórninni
voru Lilja Skaftadóttir, Ólafur
Magnússon, Jón Þorsteinn Gunn-
arsson og Björgvin Þorsteinsson.
Í kjölfarið var skipt um ritstjóra
DV þar sem Hallgrímur Thor-
steinsson tók við af Reyni
Traustasyni, sem fer í dag með um
30% eignarhlut í félaginu.
Tap DV nam 37 milljónum króna
Taprekstur útgáfufélags DV dróst
saman um 28 milljónir á síðasta ári
Morgunblaðið/Sverrir
Blaðaútgáfa Tap af rekstri DV var
minna í fyrra en árið á undan.
● Seðlabanki Íslands hefur gert sam-
komulag vegna samninga um sparnað-
arafurðir í erlendum gjaldeyri sem
þýska tryggingafélagið Bayern Ver-
sicherung hefur boðið viðskiptavinum
sínum hér á landi eftir setningu fjár-
magnshafta. Með því hefur tekist að
viðhalda óbreyttu samningssambandi
viðskiptavina við tryggingafélagið.
Til að draga úr neikvæðum áhrifum
á greiðslujöfnuð þarf Bayern að koma
með erlendan gjaldeyri til mótvægis við
þær iðgjaldagreiðslur sem fara úr
landi á grundvelli núgildandi samninga.
Bayern semur við Seðla-
bankann um sparnað
● Hagnaður
Samsung á
þriðja ársfjórð-
ungi dróst sam-
an um nærri
sextíu prósent
frá því á sama
tíma fyrir ári.
Nam hagnaður félagsins 3,8 millj-
örðum Bandaríkjadala. Sölutekjur
minnkuðu um ríflega 20% frá fyrra ári.
Í árshlutauppgjöri Samsung segir að
meðalsöluverð lækkaði á fjórðungnum
þar sem dregið hafi úr framleiðslu á
dýrari farsímum. Varar fyrirtækið við
því að það muni áfram standa frammi
fyrir óvissu á næsta fjórðungi en keppi-
nautur þess, Apple, kynnti nýlega
iPhone 6.
20% tekjusamdráttur
● Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að
setja 400 íbúðir úr eignasafni sjóðsins í
sérstakt söluferli sem hefst 17. október
næstkomandi, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Verða íbúðirnar boðnar til sölu í sjö
eignasöfnum, en tilboðsgjafar geta
boðið í eitt eða fleiri söfn. Eru íbúðirnar
staðsettar á Austurlandi, Norðurlandi,
Vesturlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum
og á höfuðborgarsvæðinu. Fasteigna-
mat þeirra er um 6,5 milljarðar króna.
400 eignir til sölu
Stuttar fréttir…
!
"#!$
"!
#$
$#
$"
$
#!
!
%&'() '*'
+,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4
"
5#
"
"
#!#
$
!5
"
#
!##
#
"#
"$
#$5
$ #
!
5
!5
"$#5"$
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á