Morgunblaðið - 08.10.2014, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Yfirvöld á Spáni hófu í gær rann-
sókn á því hvers vegna hjúkr-
unarfræðingur á sjúkrahúsi í Madr-
íd smitaðist af ebóluveirunni. Þetta
er fyrsta ebólusmitið utan Afríku.
Hjúkrunarfræðingurinn, fertug
kona, hafði tekið þátt í umönnun
tveggja trúboða sem voru í sóttkví á
sjúkrahúsinu eftir að hafa smitast af
ebóluveirunni í Vestur-Afríku og
verið fluttir til Spánar. Þeir dóu báð-
ir af völdum sjúkdómsins.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins krafðist skýringa frá heil-
brigðisráðuneyti Spánar á því
hvernig hjúkrunarkonan smitaðist
og mál hennar kynti undir ótta
manna við að sjúkdómurinn gæti
breiðst út í Evrópu. Það varð til þess
að gengi hlutabréfa í spænskum
fyrirtækjum lækkaði í kauphöllinni í
Madríd, einkum í fyrirtækjum í
ferðaþjónustu. Gengi hlutabréfa í
IAG, eiganda spænska flugfélagsins
Iberia, lækkaði um 6%.
Hundruð lækna og hjúkrunar-
fræðinga hafa dáið af völdum ebólu-
faraldursins í Vestur-Afríku en yfir-
völd í Bandaríkjunum og Evrópu-
löndum hafa sagt að ef faraldurinn
berist þangað sé heilbrigðiskerfi
þeirra nógu öflugt til að geta komið í
veg fyrir að starfsfólk sjúkrahúsa
smitist og veiran breiðist út.
„Fólk veit ekki sitt rjúkandi ráð,“
sagði læknir á sjúkrahúsinu í Ma-
drid þar sem hjúkrunarfræðing-
urinn starfar. „Við skiljum ekki
hvernig starfsmaður gat smitast,
þótt hann væri í tvöföldum
hlífðarbúnaði og með tvö pör
af hönskum.“
Jonathan Ball, prófessor
í veirufræði við Nott-
ingham-háskóla, segir að
hægt hefði verið að koma í
veg fyrir að starfsfólk
sjúkrahússins í Madríd
smitaðist af veirunni. Þótt
alltaf sé hætta á að slíkt gerist
sé hún lítil og hægt sé að af-
stýra henni ef ýtrustu var-
úðar er gætt. „Hefðu
viðeigandi varúðarráð-
stafanir verið gerðar hefði þetta
ekki getað gerst,“ hefur fréttaveitan
AFP eftir Ball. „Það er bráðnauð-
synlegt að komast að því hvað fór úr-
skeiðis í þessu tilviki svo hægt verði
að gera nauðsynlegar ráðstafanir til
að hindra að þetta gerist aftur.“
Þjálfun ábótavant?
Hjúkrunarkonan hafði tekið þátt í
ummönnun spænsku prestanna
Miguels Pajares og Manuels Garcia
Viejo sem smituðust af ebóluveir-
unni í Afríku. Pajares dó 12. ágúst
og Garcia Viejo 25. september eftir
að hafa verið fluttir á sjúkrahúsið.
Hjúkrunarkonan er talin hafa
fengið veiruna í herbergi Garcia
Viejo á sjúkrahúsinu. Hún fór tvisv-
ar í herbergið, í fyrra skiptið til að
þvo sjúklingnum og síðan til að
sækja áhöld eftir að hann dó.
Hjúkrunarkonan fór í frí daginn
eftir að presturinn dó og hún veiktist
30. september þegar hún var á
ferðalagi, en ekki hefur verið greint
frá því hvar hún var. Konan var flutt
á sjúkrahúsið á sunnudaginn var.
Hún er með sótthita en ekki talin í
lífshættu.
Eiginmaður hennar er sagður í
„mikilli hættu“ og hefur verið settur
í sóttkví á sjúkrahúsinu. Önnur
hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu er
einnig undir eftirliti lækna vegna
gruns um að hún hafi smitast.
Elena Moral, formaður samtaka
spænskra ríkisstarfsmanna, gagn-
rýndi í gær heilbrigðisyfirvöld fyrir
að tryggja ekki öryggi starfsmanna
sjúkrahússins. „Ekki var gripið til
þeirra varúðarráðstafana sem
þurfti. Starfsfólkið fékk ekki næga
þjálfun og við þurfum að fá að vita
hver ber ábyrgð á því.“
Spænsk stjórnvöld hafa einnig
verið gagnrýnd fyrir að hafa látið
flytja prestana til Spánar eftir að
þeir smituðust án þess að tryggja að
veiran gæti ekki breiðst út.
Ana Mato, heilbrigðisráðherra
Spánar, sagði að rannsakað yrði
hvort öllum öryggisreglum sjúkra-
hússins hefði verið hlítt.
Um 70% sýktra hafa dáið af völdum ebóluveirunnar
Heimildir: WHO/The New England Journal of Medecine
Barátta upp á líf og dauða
Dánartíðni eftir aldri (í %)Hlutfall smitaðra
Þróun sjúkdómsins
að meðaltali
Helstu einkenni
11,4 dagar
13,8%
48,4%
Karlmenn Konur
51,6%
60,8%
Meðalaldur
25,4%
32
73,4 66,1
80,4
Undir
15
Undir 15
15-44
15-44
Yfir 45
Yfir 45
1 ebólusjúklingur smitar
2 aðra menn
að meðaltali
Sótthiti Þreyta
Lystar-
leysi
Uppköst Niðurgangur
Óútskýrð
blóðtæming Blæðingar
18% allt 5,7%
87,1% 76,4%
64,5%
67,6% 65,6%
Hámarkstími frá smitun og þar til
einkenni koma í ljós: 21 dagur
+5 dagar: dvöl á sjúkrahúsi
Höfuðverkur
53,4%
Sjúkdómurinn verður
smitandi þegar fyrstu
einkenni koma í ljós
Fyrstu einkenni
Smitun
+5 dagar: dauði
Eftir
kyni
Eftir
aldri
Hægt hefði verið að
koma í veg fyrir smitið
Fyrsta ebólusmitið utan Afríku rannsakað á Spáni
Norskur læknir var í gær fluttur
með franskri sjúkraflugvél til
Óslóar frá Síerra Leóne eftir að
hafa smitast af ebólu.
Læknirinn, þrítug kona, er
nú í sóttkví á Háskólasjúkra-
húsinu í Ósló. Norsk heilbrigð-
isyfirvöld hafa pantað til-
raunalyf við
sjúkdómnum.
Embættismaður í
norska heil-
brigðisráðuneytinu sagði í sjón-
varpsviðtali að hættan á að konan
smitaði aðra á sjúkrahúsinu væri
„hverfandi lítil“.
Konan starfaði á vegum samtak-
anna Lækna án landamæra í Bo,
næststærstu borg Síerra Leóne.
Samtökin rannsaka nú hvernig
hún smitaðist af veirunni. Að sögn
norskra fjölmiðla er hugsanlegt að
konan hafi smitast þegar hún
skipti um hlífðarbúning.
Smithættan „hverfandi lítil“
NORSKUR LÆKNIR FLUTTUR TIL ÓSLÓAR EFTIR EBÓLUSMIT
Heilbrigðisstarfsmaður í
hlífðarbúningi á sjúkra-
húsi í Líberíu.
Hátt í 3.500 látnir
» Alls hafa 3.439 manns dáið
úr ebólu og 7.478 sýkst í Líb-
eríu, Gíneu, Síerra Leóne, Níg-
eríu og Senegal.
» Barack Obama Bandaríkja-
forseti sagði í fyrradag að
„nokkur stór ríki“ hefðu ekki
gert nóg til að koma í veg fyrir
að veiran breiddist út. Hann
sagði að mjög lítil hætta væri á
ebólufaraldri í Bandaríkjunum.
Hundruð manna liggja í valnum eftir
þriggja vikna sókn vígasveita „Ríkis
íslams“, samtaka íslamista, að sýr-
lenska bænum Kobane, við landa-
mærin að Tyrklandi.
Fregnir hermdu í gær að víga-
sveitir íslamistanna væru að ná Kob-
ane á sitt vald eftir harða bardaga
við Kúrda sem reyndu að verja bæ-
inn. Íslamistarnir hafa reynt að
leggja undir sig stórt svæði við tyrk-
nesku landamærin.
Um 200.000 íbúar Kobane og ná-
lægra bæja hafa flúið heimkynni sín
vegna átakanna, að sögn fréttaveit-
unnar AFP. Hún hafði eftir flótta-
manni við landamærin að allir íbúar
Kobane hefðu flúið úr bænum áður
en vígasveitir íslamistanna réðust
inn í hann.
Að minnsta kosti 412 manns, þar
af rúmur helmingur íslamistar, hafa
beðið bana í átökunum frá því að
sókn íslamistanna hófst um miðjan
september, að sögn hreyfingarinnar
Syrian Observatory for Human
Rights.
Hafa gert 2.000 loftárásir
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, sagði að sókn íslamist-
anna sýndi að beita þyrfti landhern-
aði til að sigra þá. „Ég segi það við
leiðtoga Vesturlanda – sprengju-
árásir úr lofti duga engan veginn til
að leysa vandamálið,“ sagði Erdog-
an.
Stjórnvöld í Íran, sem styðja ein-
ræðisstjórnina í Sýrlandi, gagnrýndi
„aðgerðaleysi þjóða heims“ gagnvart
hættunni sem stafaði af samtökum
íslamistanna.
Herflugvélar Bandaríkjanna og
samstarfslanda þeirra hafa gert um
2.000 sprengjuárásir á liðsmenn
samtakanna í Írak og Sýrlandi, þar
af fimm í grennd við Kobane í gær og
fyrradag. bogi@mbl.is
Segir að ekki dugi
að gera loftárásir
Erdogan vill landhernað í Sýrlandi
AFP
Hörð átök Reykmökkur stígur upp
eftir sprengjuárás á Kobane.
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Sólskálar
-sælureitur innan seilingar