Morgunblaðið - 08.10.2014, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014
✝ Bjarni ÞórFriðþjófsson
fæddist á Ísafirði
16. september
1940. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 27.
september 2014.
Foreldrar
Bjarna voru Frið-
þjófur Valdimars-
son, stýrimaður frá
Ísafirði, fæddur 17.
apríl 1920, d. 26. nóvember
1943, og Jóhanna Vilhjálms-
dóttir, húsmóðir frá Ísafirði,
fædd 24. nóvember 1922, d. 13.
apríl 2001. Bjarni var ókvæntur
og barnlaus.
Systkini Bjarna eru Hulda
Friðþjófsdóttir, fædd 26. sept-
ember 1943, Jóhannes G.
Bjarnason, fæddur 1. maí 1945,
Reykjavíkur til vinnu. Eftir að
Jóhanna hóf sambúð með síðari
manni sínum, Stefáni Ingólfi
Jónssyni, húsasmíðameistara,
ólst Bjarni upp hjá þeim í
Reykjavík og gekk þar í barna-
skóla, en var talsvert á Ísafirði á
sumrin. Þegar Jóhanna og Stef-
án fluttust vestur á Ísafjörð upp
úr 1950 fór Bjarni með þeim og
var þar til 1971. Hann gekk í
Gagnfræðaskóla Ísafjarðar en
hóf fljótlega störf í tengslum við
fiskvinnslu og sjósókn. Hann var
m.a. um árabil bílstjóri hjá
Norðurtanganum, en stundaði
einnig handfæraveiðar og fleiri
störf tengd sjósókn. Bjarni flutt-
ist til Suðurnesja árið 1971,
fyrst til Sandgerðis þar sem
hann vann við að koma upp fisk-
verkunarhúsi, en lengst af bjó
hann í Keflavík og Njarðvík og
vann við fyrirtæki í fiskverkun
og útgerð.
Bjarni verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju í dag, 8. októ-
ber 2014, og hefst athöfnin
klukkan 13.
d. 28. október 2013,
Jón Kristinn Stef-
ánsson, fæddur 15.
maí 1948, Sesselja
Sveinbjörg Stefáns-
dóttir, fædd 25. maí
1951, Lilja Svanhvít
Stefánsdóttir, fædd
9. ágúst 1954, Stef-
án Jóhann Stefáns-
son, fæddur 28.
desember 1957,
Haraldur Hersir
Stefánsson, fæddur 18. maí 1960
og Elín Þóra Stefánsdóttir,
fædd 19. september 1965.
Fljótlega eftir að faðir Bjarna
fórst með skipinu Hilmi tóku
fósturforeldrar móður hans,
þau Bjarni Hávarðsson skip-
stjóri og Þóra Jónsdóttir Ein-
arsson hjúkrunarkona, Bjarna í
fóstur á meðan Jóhanna fór til
Elsku Bjarni Þór. Þegar þú
varst 25 ára fæddist ég. Þú varst
elstur og ég yngst. Þrátt fyrir það
var á milli okkar einhver ósýni-
legur þráður sem erfitt er að átta
sig á.
Iðulega þegar ég var eitthvað
óviðráðanleg í æsku fékk ég að
heyra að ég væri alveg eins og þú,
já uppeldi starfið hefur ekki alltaf
verið auðvelt með þennan stóra
barnahóp, því með vissu veit ég
að hin systkinin áttu það til að
láta hafa fyrir sér líka. Fyrstu sex
æviárin mín bjóst þú á heimili
foreldra minna. Þú stundaðir
þína vinnu svo minning mín um
þig er aðallega frá matmálstím-
um, annars varst þú í þínu her-
bergi með eftirminnilegu vegg-
lömpunum þínum. Það varst þú
sem gafst mér fyrsta skólaúrið.
Já, gjafmildi var alltaf mikil hjá
þér. Þegar þú fluttir til Sand-
gerðis upp úr 1970 var eins og þú
hefðir flust til útlanda. Þú varst
svo óralangt í burtu og komst
mjög sjaldan til baka og við heim-
sóttum þig ekki oft. Jólapakkarn-
ir frá þér innihéldu alltaf mjög
fallegt og sérstakt Barbie-dót,
eitthvað sem ekki fékkst á Ísa-
firði. Í minningunni var jólagjöfin
frá fjölskyldunni til þín alltaf bók
og vindlakassi. Ég hugsaði oft til
þín um jólin, hversu langt þú vær-
ir frá okkur aleinn. En í dag sé ég
að þú hefur verið umvafinn
tryggum vinum dýrmætari en
gull. Það er gott fyrir sálina að
hafa hitt þig í sumar, því að ekki
var alltaf hægt að hitta á þig þeg-
ar leiðin lá um Keflavík.
Elsku Bjarni, hvíldu í friði. Þín
litla systir,
Elín Þóra Stefánsdóttir.
Bjarni Þór var stóri bróðirinn
sem við ólumst upp með, dálítið
eldri en aðrir í systkinahópnum,
enda frumburður móður okkar af
fyrra hjónabandi hennar. Bjarni
missti föður sinn aðeins þriggja
ára og sjálfsagt markaði það spor
í sálina. En þótt hann væri mikið
út af fyrir sig tók hann þátt í að
setja þau viðmið sem maður varð
að fylgja. Hann var mjög hand-
laginn, hvort sem hann átti við
vélar eða timbur. Þannig tók
hann að sér á táningsaldri að gera
upp gömul og ryðguð reiðhjól svo
þau litu út og virkuðu sem ný. Þá
smíðaði hann árabát og gaf mér
þegar ég var 11 ára. Þeim báti
réri ég á Pollinum í Skutulsfirði
og fór jafnvel út fyrir Tangann og
að Dokkunni, með ausu en ekkert
björgunarvesti! Sjálfsagt færu
félagsmálayfirvöld í dag á annan
endann og björgunarsveit send til
bjargar ef börn færu í slíka leið-
angra. Aðstæður og viðhorf voru
þá önnur og áratökunum náði ég
vel. Þá átti Bjarni sinn þátt í því
að gera mig að bókaormi á
ákveðnu tímabili, því hann gaf
mér hillumetra af barna- og ung-
lingabókum sem hann átti sjálfur.
Þá voru lestrarstundirnar
ánægjulegar. Viðfangsefni
Bjarna voru oftast tengd sjávar-
útvegi, vélum og ýmsu handverki.
Hann var vel að sér um skip og
báta og einnig bifreiðar. Þannig
eignaðist hann á þrítugsaldri
flottan amerískan bíl, Rambler,
sem mér þótti þá það flottasta á
götum Ísafjarðar. Og ekki sakaði
að sumir fengju að prófa jafnvel
þótt þeir hefðu varla aldur né
getu til. Þegar ég man fyrst eftir
var Bjarni vörubílstjóri hjá Norð-
urtanganum á Ísafirði og ók þar
forláta Bedford með fisk, ís og
fleira. Hann var um tíma á hand-
færaveiðum á mótorbátnum Ver
frá Ísafirði. Þá tók hann þátt í því
fyrir eitt sjávarútvegsfyrirtækið
á Ísafirði að flytja heljarmikla
stálbita frá yfirgefinni varnar-
liðsstöð á Straumnesfjalli við Að-
alvík til Sandgerðis þar sem vest-
firskir aðilar voru að reisa
fiskvinnsluhús. Þangað fór hann
árið 1971 og var síðan í vinnu hjá
nokkrum fyrirtækjum í Sand-
gerði, Njarðvík og Keflavík.
Bjarni var þúsundþjalasmiður og
vann við það um tíma að innrétta
hvalaskoðunarstöð í skipi við
höfnina í Reykjavík, að mestu
leyti einn, auk þess sem hann átti
stóran þátt í smíði sumarhúss
með vinum sínum.
Hjálpsemi Bjarna var við
brugðið og hann mátti vart nokk-
uð aumt sjá og rangsleitni eða yf-
irgangssemi var honum mikill
þyrnir í augum.
Bjarni hafði gaman af rokktón-
list og man ég að hann hélt um
stund meira upp á Elvis en hipp-
ana sem á eftir komu, eins og
Bítlana og aðra sem tilheyrðu um
stund mótmælahreyfingu sjö-
unda áratugarins. Enda var
Bjarni lengst af fremur til hægri í
pólitík, jafnvel þótt hann ætti það
til að tala fallega um vinstri
mennina líka, svona stöku sinn-
um.
Bjarni var yfirleitt ekki mikið
gefinn fyrir veislur eða mikla
mannfagnaði og bjó lengst af
einn. Og þótt samverustundirnar
hafi verið færri en maður hefði
viljað verður hans þó sárt saknað.
Blessuð sé minning hans.
Stefán Jóhann Stefánsson.
Elsku Bjarni Þór, ég er mjög
þakklát fyrir að hafa fengið að
eiga mörg góð ár með þér.
Það sem er mér efst í huga er
hversu góður þú varst við dóttur
mín Erlu Ósk sem leit alltaf á þig
sem afa sinn. Allar þær stundir
sem þið áttuð saman í sumarbú-
staðnum á sumrin þar sem þú átt-
ir mörg handbrögð í glæsilega
sumarbústaðnum sem þú byggðir
fyrir okkur – sannkallað meist-
araverk. Það var mikill missir
fyrir okkur öll þegar við misstum
pabba en við vorum heppin að fá
að hafa þig í lífinu okkar og veit
ég að það hafa verið ánægju-
stundir þegar þú og pabbi hittust
á ný. Hjá okkur varst þú alltaf
einn af fjölskyldunni og varst þú
alltaf velkominn á heimili okkar
allra. Þú vildir allt gera fyrir
börnin okkar svo barngóður varst
þú og máttir þú ekkert aumt sjá.
Þær stundir sem við eigum eftir
að eiga í bústaðnum okkar verða
hlýjar þegar við horfum yfir og
sjáum minningarnar sem við eig-
um þar um einstaka menn eins og
þig og pabba, þar eru bæði
Maggalundur og Bjarnastaðir
svo þið verðið alltaf með okkur á
okkar besta stað í sveitinni okkar.
Það er mikill missir að þér en
ég veit að þér líður vel núna, hvíl
þú í friði, elsku vinur minn. Takk
fyrir allt. Kær kveðja,
Guðbjörg.
Í dag kveðjum við góðan vin,
Bjarna Þór, sem hefur verið stór
partur af fjölskyldunni minni í
mörg ár, eða frá því að hann fór
að vinna hjá Magga og bræðrum
hans við útgerð og svo seinna
meir með Magga. Bjarni var
mjög handlaginn og sést það best
á sumarbústaðnum sem hann
byggði fyrir okkur einn síns liðs
og mátti helst ekki hjálpa honum
þar, það var alveg sama hvort það
var timbur, rafmagn eða pípu-
lagnir, allt lék í höndunum á hon-
um.
Mér eru ofarlega í huga allar
þær stundir sem við höfum átt
þar saman, þegar hann var að
byggja bústaðinn og svo seinna
þegar hann var þar með að halda
bústaðnum við, stækka palla og
það sem þurfti að gera.
Bjarni var mjög barngóður, og
kom alltaf fram við barnabörn
mín eins og þau væru hans barna-
börn og er hans sárt saknað af
þeim núna.
Eftir að Bjarni veiktist þá hef
ég farið með hann margar ferðir
til lækna og í hina ýmsu snúninga
sem mér þótti bæði ljúft og skylt
að gera. Þin er sárt saknað, elsku
vinur. Kær kveðja,
Ásta Einarsdóttir.
Elsku Bjarni minn. Það er
komið að kveðjustund.
Ég vildi óska þess að þú hefðir
ekki kvatt okkur fjölskylduna
svona fljótt, þú varst alltaf partur
af fjölskyldunni okkar og varst
okkur barnabörnunum hennar
ömmu Ástu og afa Magga svo
góður, það var eins og afi Maggi
hefði beðið þig um að þú tækir
okkur barnabörnin að þér þegar
hann fór.
Ég er svo þakklát að hafa
kynnst þér og að hafa eytt öllum
sumrunum mínum, þegar ég var
yngri, með þér og ömmu Ástu
uppi í sumarbústað og ég á svo
sannarlega eftir að sakna þess að
fá sælgæti hjá þér, sérstaklega
brjóstsykurinn með súkku-
laðifyllingunni.
Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa eytt síðustu tveimur dögun-
um þínum með þér, því mér leið
svo vel í nærveru þinni. En leið-
inlegast þykir mér þó að hafa
ekki fengið tækifæri til að sál-
greina þig eins og þú djókaðir
með oft.
Elsku Bjarni minn, guð geymi
þig. Þín,
Ásta Erla Ósk Vignisdóttir.
Fyrstu kynni okkar Bjarna
Þórs voru þegar hann fór að
vinna hjá föður mínum og bræðr-
um hans í fiskverkuninni Andra.
Mér fannst alltaf spennandi að
fylgjast með honum og verkum
hans og dáðist að því hve laghent-
ur hann var. Sem dæmi um það
tók hann inn í hús lyftara sem bú-
ið var að afskrifa og henda út úr
húsi. Hann notaði frítíma sinn
það sumarið í að taka hann í
sundur stykki fyrir stykki, setja
hann saman aftur og gera sem
nýjan. Þessi lyftari var svo not-
aður í mörg ár á eftir.
Svona var Bjarni, hann naut
sín best ef hann hafði verkefni –
eitthvað sem þurfti að laga.
Bjarni Þór fór svo síðar að
starfa við útgerð föður míns þar
sem hann sá um veiðarfæri og
fleira. Bjarni Þór og faðir minn
urðu mestu mátar og kunnu vel
hvor á annan. Samvinna þeirra
var til fyrirmyndar. Það var því
mikill missir fyrir Bjarna Þór
þegar faðir minn fórst í sjóslysi
þann 8. janúar 1988 aðeins fimm-
tugur að aldri. Eftir það starfaði
Bjarni Þór á nokkrum stöðum en
kom svo til starfa við útgerðar-
fyrirtækið okkar og starfaði þar
eins lengi og kraftar leyfðu.
Bjarni var listasmiður. Hæfi-
leikar hans á því sviði nutu sín vel
í sumarbústaðalöndum fjölskyld-
unnar í Þrastaskógi. Hann naut
þess að vera þar, en fékkst samt
aldrei til að staldra þar við nema
hafa verk að vinna. Sumarbústað-
urinn okkar og umgjörð hans ber
þess merki. Eftir að hafa smíðað
heilan sumarbústað og allt sem
honum fylgir fyrir móður mína
kom hann yfir til okkar og smíð-
aði viðbyggingu, stóran pall, úti-
geymslu og kom fyrir heitum
potti. Það var ekki verið að
hlaupa til og kaupa hurðir og
glugga, allt var smíðað á staðn-
um. Hann vildi gera allt sjálfur,
það eina sem mátti hjálpa til með
var að grafa holur og halda við
meðan hann reisti háa veggi.
Við þökkum Bjarna Þór fyrir
samfylgdina og allar góðu stund-
irnar með honum. Hann var son-
um okkar sem besti afi og kenndi
bæði þeim og okkur margt um líf-
ið og tilveruna. Hann var hluti af
fjölskyldunni okkar. Hans verður
sárt saknað.
Einar Magnússon
og Bryndís Sævarsdóttir.
Við höfum allir þekkt Bjarna
Þór allt okkar líf. Það var svo
gaman að fylgjast með honum
þegar hann var að smíða og laga.
Hann var alltaf tilbúinn til að
spjalla og hlusta og útskýra fyrir
okkur allt í sambandi við smíðar.
Það var líka svo spennandi að
opna afmælis- og jólagjafirnar
frá honum, hann vissi alveg hvað
við vildum og kunni svo vel að
velja flott strákadót. Fjarstýrðu
bílarnir og bílabrautirnar hittu
sérstaklega vel í mark.
Við vitum að Bjarni Þór vildi
alls ekki vera veikur eða háður
öðrum. Því var það ennþá erfið-
ara að vita til þess að hann var
orðinn svona mikið veikur, það
var ekki það sem hann óskaði sér.
Þó að við söknum hans mikið vit-
um við að honum líður vel núna
og að afi Maggi hefur örugglega
tekið vel á móti vini sínum.
Við kveðjum vin okkar Bjarna
Þór með virðingu og söknuði.
Þínir vinir,
Sævar Magnús, Unnar
Geir og Einar Sveinn
Einarssynir.
Það er komið að kveðjustund,
þú ert farinn til annarra verka.
Við sitjum hér og hugsum um þig
og við finnum að þín er sárt sakn-
að. Við vitum ekki hvort þú hefur
gert þér grein fyrir því hversu
mikilvægur þú varst okkur, en
við mátum þig mikils. Þrátt fyrir
þrjósku og að vera stundum dálít-
ið öfugsnúinn, þá varstu einstak-
ur maður sem kenndi okkur mik-
ið og margt. Þú hefur gert svo
ótal margt fyrir okkur, smíðað
skúrinn okkar, sólpall, snúrus-
taura, æfingapall og margt fleira.
Sumarbústaðurinn sem þú hefur
gert fyrir fjölskylduna er staður
sem okkur þykir afskaplega vænt
um og þá sérstaklega „Bjarna-
staði“. Þú hefur kennt Bergþóri
margt í smíðinni, sem hann er þér
eilíft þakklátur fyrir. Sunnu Líf
hefur alltaf þótt spennandi að fá
jóla- og afmælisgjafir frá þér, þú
kunnir svo sannarlega að velja
rétt. Okkur er það minnisstætt
þegar þú gafst henni nánast heilt
bókasafn í jólagjöf, því þú gast
ekki valið á milli þessara góðu
bóka. Sunna Líf hafði fengið tvær
alveg eins bækur í jólagjöf og
þurftum við því að skila annarri.
Þegar við komum í bókabúðina til
að skila, þá nefndi ég það við af-
greiðsludömuna að Sunna hefði
verið ótrúlega heppin að hafa
fengið svo margar bækur í jóla-
gjöf frá einum góðum manni sem
væri svona hálfgerður afi hennar.
Þá sagði afgreiðsludaman: „Já, er
það hún sem var svona heppin, ég
afgreiddi þennan mann og ég
vissi að hann ætlaði að gefa ein-
hverri lítilli stúlku þessar bækur
og ég sagði við hann: vá, hvað
þessi stúlka er heppin.“ Já,
Sunna var heppin að fá að kynn-
ast þér. Við vissum að þér þótti
vænt um okkur, þrátt fyrir að þú
ættir erfitt með að koma orðum
að því, þú sýndir það bara á ann-
an hátt. Við vissum að þú varst
ekki mikið fyrir veisluhöld, en þú
lést þig þó ekki vanta í afmæli til
Sunnu Lífar, við vorum svaka-
lega ánægð með það. Það var svo
gaman að sjá hvað þú passaðir vel
upp á þær myndir sem þú fékkst
af krökkunum í fjölskyldunni, þú
vildir ramma þær inn og hengja
þær upp hjá þér. Við höfðum oft
gaman af því hvernig þú gast lát-
ið í sambandi við að huga að heils-
unni, þú sagðir oft við okkur þeg-
ar við vorum að koma af æfingu:
„tja … ekki er ég að hreyfa mig
og slíta mér út að óþörfu“ en við
vissum vel að þú varst að stríða
okkur, því þú hafðir gaman af því
að rölta um göturnar.
Þú hefur sýnt mörgu af því
sem við höfum verið að gera mik-
inn áhuga og það hefur veitt okk-
ur hlýju. Það hefur verið notalegt
að hafa þig í næsta húsi, en við
gátum alltaf séð þegar Bjarni Þór
var kominn á fætur, því þá var
búið að kveikja á eldhúsljósinu.
Núna hefur ljósið þitt slokknað
hér á jörðu, en við vitum að það
skín skært annars staðar. Þú ert
kominn á góðan stað þar sem þér
líður vel og vel er tekið á móti þér.
Elsku Bjarni Þór. Þú varst frá-
bær einstaklingur sem við gleym-
um aldrei. Guð veri með þér og
verndi þig. Kær kveðja frá
Kristjönu, Bergþóri og
Sunnu Líf Zan.
Bjarni Þór
Friðþjófsson
✝
Móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURBJÖRG NIELSEN,
Kirkjubraut 5,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 5. október.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 10. október kl. 13.00.
Margrét Bragadóttir, Hjalti Valur Helgason,
Sigurbjörg Dagmar Hjaltadóttir, Jón Sigurður Ingason,
Ingunn Anna Hjaltadóttir, Tryggvi Steinn Helgason,
Hildur Vala Hjaltadóttir, Einar Örn Hannesson,
Bragi Þór og Kári Freyr.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
MAGNÚS JÓNSSON,
Háteigi 19,
Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
miðvikudaginn 24. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til
starfsfólks legudeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja D-álmu.
Sigríður Magnúsdóttir, Einar Haukur Helgason,
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir,
Kristbjörg Jónína Magnúsdóttir,
Sjöfn Magnúsdóttir, Óskar Gunnarsson,
Elísabet Magnúsdóttir, Hafþór Óskarsson,
Pétur Magnússon, Valerie Jaqueline Harris,
Sigurborg Magnúsdóttir, Gunnar Ellert Geirsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi
PÁLL STEINAR BJARNASON
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands
fimmtudaginn 2. október.
Minningarathöfn verður í Vídalínskirkju í
Garðabæ fimmtudaginn 9. október
klukkan 11.00.
Hann verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju í Hornafirði
föstudaginn 10. október klukkan 14.00. Blóm og kransar
vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Heilbrigðisstofnun Suðausturlands.
Gróa Ormsdóttir,
Helga Lilja Pálsdóttir, Sturlaugur Þorsteinsson,
Birna Þórunn Pálsdóttir, Sigurður Grímsson,
Páll Rúnar Pálsson,
Jón Pálsson, Hrönn Björnsdóttir,
Björk Pálsdóttir, Geir Þorsteinsson,
barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur.