Morgunblaðið - 08.10.2014, Page 30

Morgunblaðið - 08.10.2014, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Verkin á sýningunni eru öll unnin í Brighton árin 2013 og 2014, ég var búsettur þar síðastliðið ár ásamt fjölskyldu minni. Viðfangs- efni verka minna eru náttúrufyrir- brigði sem ég hef lagt mikla áherslu á síðustu ár,“ segir list- málarinn Sigtryggur Bjarni Bald- vinsson sem opnar sýninguna Veðra von í Hverfisgalleríi á morgun klukkan 17. „Verkin eru annars vegar gerð eftir fyrirmyndum frá Íslandi og hinsvegar frá Brighton. Þetta var nú bara eitt ár sem ég bjó þarna úti en það komst töluvert rót á hugann, margt nýtt að sjá og mað- ur speglar sig svolítið upp á nýtt sem er mjög hollt og gott. Mér finnst verkin eiga það sameigin- legt að þau eru þyngri en þau verk sem ég hef unnið áður. Þetta eru myndir af trjám, brimi og blómum í mýri. Ég hef verið að mála svo til daglega í aldarfjórð- ung og það að mála er orðið það eðlilegur hluti hins daglega amst- urs að innihald og merking verk- anna er ekki augljós meðan ég vinn að þeim. Greiningin kemur eftir á,“ segir hann. Breyting á lífríki og veðurfari Í gegnum tíðina hefur Sig- tryggur meðal annars gert af- mörkun náttúrufyrirbrigða skil í málverkum, ljósmyndum og vatns- litamyndum. Vatnsfletir hafa verið leiðandi stef í verkum hans, straumvatn og haffletir sem end- urspegla hinar höfuðskepnurnar, ljós, loft og jörð og einstaka krafta náttúrunnar svo sem vind og þyngdarafl. Það má þó greina nýja náttúrutóna í nýjustu verkum hans. „Veturinn í Brighton var ein- hver sá vindasamasti frá því mæl- ingar hófust og gekk á með flóðum og ósköpum. Veðurfar á jörðinni er almennt að breytast og verkin taka meðal annars á því. Fréttir um hnattræna hlýnun eru ekki lengur bara í útvarpinu heldur er maður farinn að upplifa þetta sjálfur. Undirmeðvitund mín varp- aði því fram þegar ég málaði þessi málverk. Mýrarmyndirnar sem ég málaði, sem eru með mótíf frá Héðinsfirði fyrir norðan, bera þess einnig keim. Þegar ég var í Brighton var veðrið óvenjuelgt en það er búið að vera óeðlilegt í mörg ár í Héðinsfirði. Það hefur verið mikill snjór, þurrkar, fiðr- ildalirfur sem étið hafa lyngið og bleikjan er að hopa. Þessar breyt- ingar hafa læðst inn í verkin mín og gert þau einhvernveginn myrk- ari,“ segir hann. Verkin ætluð sem speglar „Það var í sjálfu sér ekki mikill eðlismunur á því að vinna verkin í Englandi og á Íslandi en það hef- ur allt áhrif. Ég býst kannski frek- ar við því að það komi betur fram seinna hjá mér þegar ég vinn verk síðar ár ferlinum. Kannski hefur þessi dvöl mín sest meira inn á mig en mig grunar,“ segir Sig- tryggur. „Sýningin kemur til með að standa í sex vikur. Ég mun síðan taka á móti fólki 1. nóvember og spjalla við það um verkin. Mér finnst það mjög mikilvægur þáttur að deila skoðunum um það sem maður sér. Því er nefnilega svo farið með málverk að þó að ég sé með minn skilning á því sem ég er að gera, þá eru þau opin fyrir túlkun. Verkin eru í rauninni op- inn spegill og ætluð til þess að fólk spegli sjálft sig. Það er líka eiginlega það sem ég sjálfur er að gera. Styrkur og gæði listaverka eru hversu góður spegill þau eru, hversu gott er að spegla sig í þeim. Ég vona að verkin mín séu opin fyrir slíkri nálgun,“ segir Sig- tryggur að lokum. Verkin í raun ætluð sem speglar  Listmálarinn Sigtryggur Bjarni Baldvinsson opnar sýninguna Veðra von í Hverfisgalleríi  Mótíf frá Brighton á Englandi og Héðinsfirði fyrir norðan  Sýningin stendur í sex vikur Morgunblaðið/Golli List „Verkin eru í rauninni opinn spegill og ætluð til þess að fólk spegli sjálft sig,“ segir Sigtryggur en sýningin tekur meðal annars á náttúrufyrirbrigðum. Málverk Mýri 2, olía á striga. Brot úr einu af verkum Sigtryggs. Bústaðakirkja er nú á bleiku skýi en hún er lýst með bleikum ljósum í til- efni átaks Krabbameins- félagsins og listamánaðar kirkjunnar í október. Há- degistón- leikar verða fastir liðir alla mið- vikudaga í listamánuðinum og að þessu sinni eru það Rósalind Gísladóttir, messósópran, og Jón- as Þórir, píanóleikari, sem stíga á svið og flytja létta tóna, meðal annars úr söngleikjum. Í lok tón- leikanna flytur séra Pálmi Matt- híasson nokkur orð en boðið verður uppá súpu og brauð í safnaðarheimilinu að loknum tón- leikum. Tónleikarnir hefjast kl. 12.10 og eru öllum opnir og ókeypis. Fluttir léttir tónar á bleiku skýi Rósalind Gísladóttir Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun VELDU VIÐHALDSFRÍTT PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.