Morgunblaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Skrýtið er að kveðja gamlan vin, Atla Hauksson, sem stóð frískur og kátur á tröppunum á Garðarsvegi 6, 25. maí sl., þar sem við vorum festir saman á filmu, um leið og upp voru rifjuð brot af liðinni tíð hér á Seyðisfirði. Ekki grunaði mig þá að þetta yrði síð- asti fundur okkar. Vafalaust hefur það heldur ekki hvarflað að hon- um. Mig langar hér í fáum orðum að kveðja þennan fermingarbróður minn, og þakka áratuga vináttu sem hélst frá því í fyrsta bekk barnaskóla Seyðisfjarðar. Í námi skaraði Atli fram úr. Hann var „dúxinn“ í bekknum, og þurfti ekki mikið fyrir því að hafa. Drengurinn var nefnilega góðum gáfum gæddur. Atli ólst upp á Sólbakka hér á Atli Hauksson ✝ Atli Haukssonfæddist á Seyð- isfirði 26. nóvember 1934. Hann varð bráðkvaddur 1. september 2014. Foreldrar hans voru Huld Gísladótt- ir, f. 1917, d. 1989 og Haukur Eyjólfsson, f. 1915, d. 1963. Systkini hans eru Guðbjörg Ólöf Bjarnadóttir, Eyjólfur og Guð- mundur Haukssynir. Hann lætur eftir sig þrjú börn, sex barnabörn og eitt barnabarnabarn. Útför Atla fór fram í kyrrþey. Seyðisfirði hjá Háv- arði Helgasyni, sem hann að sjálfsögðu kallaði afa, og ömmu sinni, Þorbjörgu Sigurðardóttur, ásamt frænku sinni og uppeldissystur, Svanhvíti Háv- arðsdóttur. Í þess- ari hinstu ferð sinni til heim Seyðisfjarð- ar kom hann til að fylgja fóstursystur sinni til grafar. Hér er ekki ætlunin að segja ævisögu Atla, því til þess eru aðrir mér hæfari. Aðeins skal minnast æskudaganna í stórum dráttum. Héðan frá Seyðisfirði flutti hann að mig minnir um tvítugt. Eftir þann tíma lágu leiðir okkar of sjaldan saman. Á æskuárunum, sem voru stríðstímar, brallaði Atli margt með okkur jafnöldrunum, svo sem að ná til okkar ýmsu góssi frá her- mönnunum, sem annars átti að nota á Þjóðverjana. Við töldum okkur þurfa þessa hluti í leiki okk- ar, ekki síður en hermennirnir til að klekkja á þýskum. Að sjálfsögðu gengu ekki allir okkar leikir út á stríð og bófahas- ar, þó svo að þeir tækju sinn tíma. Mikið var um alls konar boltaleiki, svo sem þakbolta, slábolta og fót- bolta. Einnig margskonar feluleiki og „fallna spýtu“ umhverfis gömlu símstöðina á Búðareyri, þegar rökkva tók. Í öllu þessu tók Atli þátt af lífi og sál, enda kröftugur og fylginn sér. Sund stundaði hann reglulega sér til heilsubótar. Í kappræðum var Atli rökfastur og lét ekki eftir sinn hlut í þeim efnum. Til að verða ekki undir í slíkum átökum þótti mörgum viss- ara að vera á sama máli. Já, „tilvera okkar er undarlegt ferðalag“. Nú þegar Atli hefur bókað sig út af „Hótel jörð“ er stórt skarð höggvið í röð okkar fermingarstrákanna frá 1948. Á undan eru farnir Palli Ásgríms, Einar í Bjargholti, Leifur Har- alds, Kalli Long og máske fleiri úr hópnum. Allir horfnir yfir í tilveru, sem máske býður upp á útsýni langt að baki „Miklahvelli“, þar sem upphafið að upphafinu varð til. Góði vinur, þú ert kvaddur með söknuði, þegar þú nú hverfur bak við ystu sjónarrönd. Þökk sé þér fyrir allt og allt. Börnum þínum, Þorbjörgu, Al- freð og Steinunni Huld, og öllum þeirra, er vottuð samúð. Jóhann B. Sveinbjörnsson. Mikið getur maður stundum verið óánægður með sjálfan sig. Þetta skynjaði ég sterkt þegar ég fékk fregnir af andláti gamals vin- ar, Atla Haukssonar, og hafði ekki haft samband við í mörg ár. Góð kynni okkar hófust í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi þegar hann, sem löggiltur endurskoð- andi, fór að glugga í bókhaldsgögn verksmiðjunnar sem ég bar víst ábyrgð á, hluta af sjöunda tug síð- ustu aldar. Nokkur ár á undan var það annar heiðursmaður, Svavar Páls- son, sem kom og horfði yfir öxlina á mér, og öllum varð okkur vel til vina. Þeir voru ólíkir félagarnir, Svavar og Atli, en báðir einstak- lega töluglöggir, þægilegir í öllum samskiptum, en fyrst og fremst fagmenn fram í fingurgóma. Á ég eingöngu góðar minningar frá þessum árum, minningar sem tengjast skemmtilegu samstarfs- fólki, viðskiptavinum og þessum ágætu endurskoðendum verk- smiðjunnar. Samskipti okkar Atla urðu mik- il, og mér mjög gefandi, næstu áratugi. Alltaf var hressilegt að koma til hans á skrifstofuna, stutt í grínið og gáskann, umræðuefnin margvísleg, enda Atli margfróður. Aldrei heyrði ég styggðarorð þótt erindið væri oftast að biðja hann að leggja lokahönd á einhvern árs- reikning eða skattframtal. Fyrir utan hinn þurra heim talna og uppgjöra áttum við margar ánægjustundir á badmintonvöll- um í hinum ýmsu íþróttahúsum, síðast hjá TBR. Þar fékk ég auð- vitað oft að heyra það þegar send- ingar mínar enduðu í netinu eða rötuðu utan vallar, en ávallt gengu menn sáttir til búningsklefa. Því miður minnkuðu samskipti okkar þegar fram liðu stundir og nú finn ég óánægju yfir framtaks- leysi mínu í þeim efnum. Mér finnst að ég hafi aldrei þakkað honum nógu vel fyrir samstarfið forðum, og góðu stundirnar mörgu. Við skyndilegt fráfall hans finn ég til mikils saknaðar – bless- uð sé minning góðs drengs, Atla Haukssonar. Aðstandendum öll- um sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Óli H. Þórðarson. Mig langar að minnast elskulegrar móðursystur minn- ar, Steinunnar Lilju. Öll mín upp- vaxtarár var mikill samgangur og vinátta á milli þeirra systra Lóló- ar og Steinunnar, kærleikar sem Steinunn Lilja Steinarsdóttir ✝ Steinunn LiljaSteinarsdóttir fæddist 23. júní 1940. Hún lést 29. ágúst 2014. Útför hennar fór fram í kyrrþey. héldust alla tíð. Ég fékk að njóta þess að kynnast og tengj- ast frænku minni kærleiksböndum. Bernskan er tengd Steinunni órjúfan- legum böndum. Birta og gleði eru yfir þeim minning- um og frænka mín björt og falleg. Steinunn bjó yfir mörgum mannkostum, einna helstir voru hlýja, umhyggja og nærgætni. Hógværð og kurteisi lituðu fas hennar allt, hún var ágætlega greind og fylgdist vel með gangi mála í þjóðfélaginu, las ýmiss konar fróðleik en fag- urbókmenntirnar áttu þó hug hennar allan. Steinunn var lista- góður kokkur og kökugerðar- kona og áhugamanneskja um garðyrkju, þá sérstaklega blóm. Það var alltaf yndislegt að setjast út í fallega og blómum skrýdda garðinn hjá Steinunni og Inga. Gestrisnin var henni líka í blóð borin og góðgætið aldrei af skornum skammti. Allt gert til að gleðja maga og mannsins hjarta. Margar minningar á ég um frænku mína og allar góðar, það sem mest er um vert er það sem hjartað hefur skynjað og man. Nærveran sem var góð og hlýja faðmlagið hennar, athyglin og góðmennskan í augunum, skiln- ingur og hvatning í raddblænum. Ég minnist hlátra svo innilegra og glaðværs söngs, fjörugra um- ræðna um menn og málefni, frið- sældar. Við mæðgur erum þakk- látar fyrir að hafa átt góð og gleðirík samskipti við Steinunni og fjölskyldu hennar alla tíð. Blessuð veri minning hennar. Öllum ástvinum færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem) Elísabet Pétursdóttir. ✝ Hrólfur Sig-urjóns Gunn- arsson fæddist á Hólmavík 6. júní 1935. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi hinn 4. októ- ber 2014. Foreldrar hans voru Gunnar Guð- mundsson, út- g.maður og skip- stjóri frá Bæ á Selströnd, f. 1907, d. 1976, og Jakobína Guðmundsdóttir, frá Kleifum á Selströnd, f. 1902, d. 1982. Hrólfur ólst upp á Hólmavík og var næstyngstur 6 systkina, en þau eru Vilmund- ur, f. 1925, d. 1985, Guðbjörg, f. 1930, Mundheiður, f. 1932, Flosi, f. 1933, d. 1990 og Guð- mundur, f. 1943, d. 2010. Hrólf- ur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigurrós Jónasdóttir, Hann byrjaði ungur til sjós með föður sínum, og varð sjó- mennskan hans ævistarf. Hann var skipstjóri á nóta- og síld- arveiðiskipum nánast allan sinn skipstjórnarferil. Árið 1956 byrjar hann sem skipstjóri á Völusteini, og eftir það skip- stjóri á Sæljóni, Sólrúnu, Árna Magnússyni GK, Arnari RE, Súlunni EA, Guðmundi RE og Júpiter RE. Var hann alla tíð fengsæll skipstjóri og mikill aflakóngur. Eftir að hann kom í land kynntist hann golfíþrótt- inni og stundaði hana af kappi, þar til heilsan gaf sig. Hann gekk í Golfklúbb Oddfellowa og spilaði þar, ásamt því að vera við dómgæslu og vall- arstjórn á mótum. Síðustu árin spilaði hann í Golfklúbbnum Keili. Útför Hrólfs fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 15. október 2014, kl. 13. f. 1935, d. 1975 og eignuðust þau 5 börn, en þau eru Sigríður Alda, f. 1955, maki Ingólfur J. Sigurðsson, f. 1950, Jónas Sævar, f. 1957, maki Að- alheiður Guðjóns- dóttir, f. 1956, Gunnar Sigurjón, f. 1959, maki Díana Oddsdóttir, f. 1960, Rögnvaldur Arnar, f. 1965, maki Ella Kristín Björnsdóttir, f. 1965 og Anna Rún, f. 1968, d. 2014. Barna- börnin eru 14, 12 þeirra eru á lífi, og langafabörnin 10. Seinni kona Hrólfs var Unnur Gréta Ketilsdóttir, f. 1947, d. 2005. Hrólfur stundaði nám við Reykjaskóla í Hrútafirði og Stýrimannaskólann í Reykja- vík, og lauk þaðan prófi í skip- stjórnarréttindum árið 1955. Vinur minn til 65 ára, Hrólfur Gunnarsson, er fallinn frá. Kynni okkar hófust þegar við vorum saman á síldveiðum ungir að ár- um á Víði frá Akranesi með þeim sómaskipstjóra Þorvaldi Árna- syni. Eftir að við eignuðumst fjöl- skyldur var samband fjölskyldna okkar mjög náið. Þegar við vor- um úti á sjó var mikið og gott samband á milli Rósu og Erlu sem hittust oft þegar við vorum í burtu. Við vorum saman á togara um tíma þar sem ég var að byrja sem stýrimaður, en síðan fór Hrólfur á bátana en ég hélt áfram á togaranum. Hrólfur byrjaði senmma til sjós, fyrst á minni bátum og reri þar með pabba sín- um, sem var mikil aflakló. Hrólf- ur byrjaði fyrst sem stýrimaður á Sæljóninu og varð síðan skip- stjóri. Hann tók síðan við Sólrúnu frá Bolungarvík og eitt árið var hann aflahæstur þá vertíðina. Næst gerist það að Hrólfur verð- ur sameignamaður með Einari Árnasyni. Hlutafélagið sem þeir stofnuðu hét Borgarklettur og fyrra skipið hét Árni Magnússon. Ári síðar var Hrólfur kominn með annað nýtt skip til landsins sem hét Arnar. Bæði þessi skip voru smíðuð í Noregi. Við vorum saman til sjós þegar ég fór til Hrólfs eftir að hann tók við Árna Magnússyni og Arnari. Eftir það fór ég aftur yfir á togarana. Hrólfur var með þessi skip í fjög- ur ár, en hætti þá útgerð og fór sem skipstjóri á Súluna frá Ak- ureyri, sem var þá nýtt og glæsi- legt skip. Hrólfur stundaði síld- veiðar í Norðursjónum á Súlunni og aflaði þar vel eins og venju- lega. Hann átti síðan eftir að fara í útgerð með Páli Guðmundssyni og gerðu þeir út Guðmund ER sem reyndist aflaskip eins og öll þau skip sem Hrólfur var skip- stjóri á. Eftir þetta gerði hann út Júpíter um tíma, en seldi hann svo. Svo var hann með önnur skip þar til hann hætti til sjós. Eftir að ég hætti á sjó vorum við Erla bú- sett um tíma í Sviss. Hrólfur og Rósa komu í heimsókn til okkar og dvöldu um tíma hjá okkur. Við gátum ferðast töluvert á þessum tíma, bæði um Sviss, Ítalíu og Frakkland. Við vorum með tjald með okkur í þessum ferðalögum okkar og gistum þá á tjaldstæð- um. Þetta voru skemmtilegar ferðir sem við höfðum mikla ánægju af. Með þökk fyrir öll þau góðu ár sem vinátta okkar hélst. Við Erla vottum börnum Hrólfs og öðrum ættingjum dýpstu sam- úð. Björgvin. Hrólfur S. Gunnarsson✝ Ástkær dóttir, tengdadóttir, móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, GUÐBJÖRG ELSIE EINARSDÓTTIR, Brekkustíg 35c, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 11. október. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 21. október kl. 12.00. Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfsfólks kvenlækningadeildar LSH 21A-álmu og starfsfólks legudeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja D-álmu. Guðbjörg Jóhanna Vagnsdóttir, Dagga Lis Kjærnested, Vilhjálmur Vagn Steinarsson, María I. Vilborgardóttir, Sæmundur Örn Kjærnested, Bylgja Pálsdóttir, Jón Oddur Sigurðsson, Gunnar Örn Arnarson, Soffía Rún Skúladóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐMUNDSSON pípulagningameistari, Víðigerði 12, Grindavík, lést á deild 11-G Landspítalanum við Hringbraut mánudagskvöld 6. október. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 18. október kl. 13.00. Ingveldur Kristjana Eiðsdóttir, Eiður Ágúst Jónsson, Birgitta Helga Sigurðardóttir, Guðmundur Stefán Jónsson, Guðrún Kristjana Jónsdóttir, Adam Miroslaw Sworowski og barnabörn. ✝ Áskær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET PÉTURSDÓTTIR Hvassaleiti 56, áður Álftamýri 30, sem lést á Landakotsspítalanum laugardaginn 11. október, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 17. október kl. 13.00. Gylfi N. Jóhannesson, Hrefna Einarsdóttir, Guðrún J. Jóhannesdóttir, Guðjón J. Jensson, Anna Jóhannesdóttir, Hjörvar Ari Hjörvar, Pétur Þ. Jóhannesson, Kolbrún Bessadóttir, Sigríður J. Jóhannesdóttir Waack, Hans Waack, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn,faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGVALDI GUÐNI JÓNSSON Sóltúni 15, Keflavík lést föstudaginn 10. október á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Jarðsungið verður í Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21. október kl. 13.00. Erna Geirmundsdóttir Geirmundur Sigvaldason, Ásdís Gunnarsdóttir, Þorsteinn Ingi Sigvaldason, Auður Gunnarsdóttir, Sigrún Sigvaldadóttir, Kristinn Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR HELGI KARLSSON loftskeytamaður og fyrrv. símafulltrúi, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar laugardaginn 11. október. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 18. október kl. 14.00. Magðalena Sigríður Hallsdóttir, Guðný Sigríður Guðlaugsdóttir, Ómar Einarsson, Guðrún Herdís Guðlaugsdóttir, Kristján S. Sigmundsson, Karl Guðlaugsson, Kristjana Sæberg, Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, Nils Gústavsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.