Morgunblaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Elliðaárdalur Undanfarna daga hefur snöggkólnað í Reykjavík en fólk sem hugar að heilsunni lætur það ekki á sig fá heldur býr sig eftir aðstæðum og stundar áfram heilsubótargöngu. Ómar Nokkrum dögum eftir að þing kom sam- an að nýju óskaði for- maður þingflokks Sam- fylkingarinnar eftir aðstoð frá fjár- málaráðherra. Hann vildi hressa upp á eigið minni og spurði því hvort það væri rétt munað að fyrirhuguð hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts væri ekki „stærsta skattahækkun Íslandssögunnar eða a.m.k. eftir hrun“? Auðvitað er það skiljanlegt að þingmenn, sem samþykktu hverja skattahækkunina á fætur annarri í síðustu vinstri ríkisstjórn, eigi erfitt með að muna og að sumir vilji ein- faldlega gleyma. Í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna voru gerðar um 200 breytingar á skattkerfinu, flestir skattar hækk- aðir og nýir teknir upp. Ein- staklingar og fyrirtæki áttu erfitt með að fylgjast með öllum breyting- unum og svo virðist sem þáverandi stjórnarþingmenn hafi einnig verið í erfiðleikum. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra kom þingflokksformanninum til hjálpar en benti um leið á að það sé „svo fjarri vinstri mönnum í þessu landi að geta séð fyrir sér skatta- lækkun að þegar hún raunverulega birtist þeim með jafnskýrum hætti og í þessu máli trúa þeir því ekki að þetta sé hún“. Það bara geti ekki verið að hægt sé að lækka skatta. „En það er hægt,“ sagði Bjarni Benediktsson og bætti við: „Við erum með þeim skattkerf- isbreytingum sem hér er verið að kynna til sögunnar að gefa eftir af ríkistekjum tæpa 4 milljarða. Hvert fara þeir 4 milljarðar? Þeir verða eftir hjá fyr- irtækjum og þeir verða eftir hjá almenningi. Í þessu tilviki fyrst og fremst hjá almenningi sem greiðir þessi vöru- gjöld og greiðir þennan virðisaukaskatt. Það er íslenskur almenningur sem nýtur góðs af því að við leggjum fram tillögu um að draga úr tekjum ríkisins um 4 milljarða. Það heitir, háttvirtur þingmaður, skattalækk- un, það er skattalækkun.“ Árás á launafólk Þegar stuðningsmenn „norrænu velferðarstjórnarinnar“ leggja mat á fyrirhugaðar kerfisbreytingar í inn- heimtu neysluskatta færi vel á því að þeir horfðu á heildaráhrifin; hækkun á neðra virðisaukaskattsþrepi, lækk- un á því efra og loks afnám al- mennra vörugjalda, fyrir utan veru- lega hækkun barnabóta. Slík yfirsýn hefði kannski breytt afstöðu þeirra til skattastefnu vinstri stjórn- arinnar. Þeir hefðu ef til vill spyrnt við fótum þegar tekjuskattskerfið var eyðilagt með stighækkandi skatthlutföllum (þremur skatt- þrepum) og auknum tekjuteng- ingum. Þeim hefði þá orðið ljóst hve freklega var gengið fram gagnvart almennu launafólki. Árið 2008 var tekjuskattsprósent- an 22,75% og meðalútsvar 12,97%. Eftir að vinstri stjórnin hafði koll- varpað kerfinu var lægsta prósentan komin upp í 22,90% og meðalút- svarið hafði hækkað töluvert. Árið 2013 var skattprósentan í stað- greiðslu eftirfarandi: · 22,90% af tekjum 0 – 241.475 kr. + 14,42% meðalútsvar: Alls 37,32% · 25,80% af tekjum 241.476 – 739.509 kr. + 14,42% meðalútsvar: Alls 40,22% · 31,80% af tekjum yfir 739.509 kr. + 14,42% meðalútsvar: Alls 46,22% Þannig var tekjuskattskerfið gert flóknara og dýrara jafnt fyrir rík- issjóð sem skattgreiðendur „Afrekalistinn“ Áhlaupi vinstri stjórnarinnar á einstaklinga var þar með ekki lokið – langt í frá. Þeir sem nú hafa áhyggj- ur af kerfisbreytingu í innheimtu óbeinna skatta höfðu litlar áhyggjur af auknum álögum á einstaklinga þegar þeir sátu við völd: - Heimild til frádráttar iðgjalda frá tekjuskattsstofni vegna viðbót- arlífeyrissparnaðar lækkuð um helming; fór úr 4% í 2%. - Fjármagnstekjuskattur ein- staklinga hækkaður í tveimur áföng- um árin 2010 og 2011, fyrst úr 10% í 18% og síðan í 20%. - Auðlegðarskattur lagður á árið 2009 og átti að vera til þriggja ára. Skatturinn var í upphafi 1,25% á eignir einstaklinga yfir 90 milljónir króna að frádregnum skuldum en 120 milljónir hjá hjónum/sambýlis- fólki. - Auðlegðarskatturinn fram- lengdur til ársloka 2014 og skatt- hlutfallið hækkað í 1,50%. Frímörk eigna lækkuð úr 90 milljónum í 75 milljónir hjá einstaklingum og úr 120 milljónum í 100 milljónir hjá hjónum. Nýtt þrep innleitt þannig að á hreina eign einstaklings um- fram 150 milljónir króna og hreina eign hjóna umfram 200 milljónir leggst 2% skattur. - Almenna virðisaukaskattsþrepið hækkað úr 24,5% í 25,5%. - Sjómannaafsláttur afnuminn í þrepum og síðast veittur við álagn- ingu 2014 vegna tekjuársins 2013. - Olíugjald hækkað um 1,65 krón- ur á lítra og bensíngjald hækkað um 2,5 krónur. - Bifreiðagjöld hækkuð um 0,85 krónur fyrir hvert kíló af eigin þyngd bifreiðar allt að 1.000 kíló og um 1,15 krónur á hvert kíló af eigin þyngd bifreiðar umfram það að 3.000 kg og um 2,82 kr. af hverju byrjuðu tonni af eigin þyngd bifreið- ar umfram 3.000 kg. - Gjald af áfengi og tóbaki hækkað um 10%. - Hlutfall erfðafjárskatts hækkað úr 5% í 10% auk hækkunar á frí- eignamörkum. Listinn hér að ofan er ekki tæm- andi en „norræna velferðarstjórnin“ gekk ekki aðeins hressilega gegn einstaklingum á valdatíma sínum. Eðli máls samkvæmt var einnig gengið að atvinnulífinu. Tekjuskatt- ur fyrirtækja var hækkaður úr 15% í 20% og tryggingagjald hækkað úr 5,34% í 8,65%. Veiðigjöld tífölduð og kolefnisgjöld lögð á, svo fátt eitt sé nefnt. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að vinstri stjórnin hafi hækkað skatta á einstaklinga og fyrirtæki um liðlega 80 þúsund milljónir króna m.v. við heilt ár. Lélegt minni ASÍ Minni forystumanna Alþýðu- sambands Íslands er lítið betra en hjá formanni þingflokks Samfylk- ingarinnar. Þess vegna er fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar mót- mælt og blásið til mikillar auglýsingaherferðar. En barátta ASÍ væri ólíkt trúverðugri ef bar- áttugleðin hefði verið jafnmikil á síð- asta kjörtímabili þegar gengið var harðar fram í skattheimtu á ein- staklinga og fyrirtæki en dæmi eru um á síðari tímum. Þá var stjórn- sýslan þanin út á kostnað heilbrigð- isþjónustu og álögur á sjúklinga náðu nýjum hæðum. Getur það verið að það skipti mestu hverjir það eru sem hækka skattana og hverjir framkvæma skattalækkanir? Fjárlagafrumvarp 2015 er langt í frá hafið yfir gagnrýni. Álögur á ein- staklinga og fyrirtæki eru enn of miklar. Lækkun skatta gengur of hægt og umfang ríkisrekstrar er of mikið. Forgangsröðun ríkisútgjalda er enn skökk þótt núverandi rík- isstjórn hafi tekist að rétta af kúrs- inn í þeim efnum m.a. með auknum fjárveitingum til heilbrigðismála og almannatrygginga. En gagnrýni skattaglaðra vinstri manna, sem glíma auk þess við minnisleysi, snýst ekki um þetta. Eftir Óla Björn Kárason » Auðvitað er það skiljanlegt að þing- menn, sem samþykktu hverja skattahækk- unina á fætur annarri í síðustu vinstri ríkis- stjórn, eigi erfitt með að muna. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Hresst upp á minni vinstri manna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.