Morgunblaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Marserað við lúðraþyt og ærinn faldafeyki Morgunblaðið/Árni Sæberg Nasaflauta Meðlimir Mnozil Brass eru sprenglærðir en langt frá því að taka sig of hátíðlega. Gerhard Füssl, Zoltan Kiss og Wilf- red Brandströtter eru, að því er mér best skilst, allir sprenglærðir tónlistarmenn og í raun virtúósar hver á sínu sviði og það er hrein un- un að lygna aftur augum og láta tónlistina leika við eyrun – en þá vandast málið. Sjónarspilið sem þeir Mnozlar bjóða upp á og þögli leik- urinn þeirra á milli er nefnilega sprenghlægilegur. Mér varð einmitt á orði í hléi, þegar mætur maður sagðist vera að njóta óhefðbund- innar tónlistar, að ég væri á því að ég væri að njóta óhefðbundins leik- húss og finnst mér það vera nokkuð greinargóð lýsing á viðburðinum. Spilagleði þeirra drengja er al- gjör og skín úr framkomunni að tónlistarflutningurinn er þeim hjartfólginn og uppspretta mikillar ánægju.    Á efnisskránni kenndi ýmissagrasa. Þar mátti finna marsa á borð við hinn rómaða Florentiner- mars, sem þá stökkbreyttist yfir í meting tveggja af básúnuleik- urunum og endaði sem fimmtán til tuttugu mínútna testósterónkeppni með hinum ótrúlegustu æfingum í tungufimi við blásturinn og allt að því yfirnáttúrulegra yfirtóna þar sem „öskrað“ var upp í hæstu hæð- ir. Það hefur lengi háð undirrit- uðum að eiga erfitt með að muna nöfn laga og því er ekki endilega margt sem verður tíundað, hins- vegar mátti gjarnan heyra samsuðu laga þar sem þekkt minni á við Dón- árvalsinn og Grikkjann Zorba laum- uðust með. Þá var efnt til ólympíu- leika þar sem keppt var í helstu kastgreinum með misgóðum ár- angri og grindahlaupskeppnin átti sér stað undir upphafslagi Chariots of fire, nema hvað. Leikrænir til- burðir hljómsveitarmeðlima voru á þeim tíma svo stórbrotnir að ég er þess fullviss að nokkur hluti áhorf- enda fylgdi sleggjunni eftir þar sem hún fór í öfuga átt, út um vegg Há- skólabíós, allt án orða. Í raun voru fyrstu orðin mæld þegar rúmir tveir tímar voru liðnir af tónleikunum og þá rétt til að kynna hljómsveitar- meðlimi. Þrátt fyrir það veltust gestir um af hlátri og undirritaður þurfti oftar en einu sinni að þurrka tár af hvarmi. Lokalagið var svo óviðjafnan- leg útgáfa hljómsveitarinnar af Queen-laginu Bohemian Rapsody sem áhugasamir geta kynnt sér á óravegum internetsins. Mætingin var prýðileg og það má vel vera að Íslendingar hafi lagt Hollendinga, en í mínum augum átti Austurríki kvöldið, þó með smá ungverskri að- stoð. » Spilagleði þeirradrengja er algjör og skín úr framkomunni að tónlistarflutningurinn er þeim hjartfólginn og uppspretta mikillar ánægju. TÓNLIST Hjalti St. Kristjánsson hjaltistef@mbl.is Það fór ekki á milli mála, þegargengið var inn í Háskólabíónýliðið mánudagskvöld, að flestir þeir sem þangað voru komnir voru fullir eftirvæntingar. Þó svo að hljómsveitin sem stíga átti á svið sé ekki sú víðheyrðasta á landinu þekktu þeir er saman voru komnir augljóslega jafn vel til hennar og undirritaður, ef ekki betur, og áttu von á sjónarspili. Skemmst er frá því að segja að það varð úr. Leikurinn hófst á látlausan hátt þó að klæðaburður þeirra á sviðinu hafi getað talist óhefðbund- inn og ekki að sjá að hljómsveitar- meðlimir hafi verið ofurseldir stíl- istum. Ljúfur lúðraþytur lék um salinn og auðheyrt að hér voru á ferð menn sem báru virðingu fyrir tónlistinni. Sú auðheyrða virðing umbreyttist fljótlega í háð og menn fóru mikinn. Því er þannig farið með háð að það er vandrataður vegur að snúa út úr tónum annarra án þess að bera virðingu fyrir þeim. Sá sem grínast með annarra tóna, sem og orð, gerir lítið úr þeim en sá sem virðir, hann leikur sér með við- fangsefnið. Þetta er það sem verður að hafa í huga þegar hlustað er á flutning Mnozil Brass á mörgum þrekvirkjum tónlistarsögunnar. Þeir félagarnir, forsprakkinn Thomas Gansch, Robert Rother, Roman Rindberger, Leonard Paul, Háholti 13-15 Mosfellsbæ, Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík, s 566 6145, mosfellsbakari.is KAHLÚAeftirréttir Við erum stolt af starfsmönnum okkar sem hrepptu öll verðlaunasætin í eftirréttakeppni Kahlúa sem haldin var í maí síðastliðinn. Við bjóðum allar þrjá vinningseftirréttina til sölu í verslunum okkar á Háaleitisbraut 58-60, Rvk. og Háholti 13-15, Mosfellsbæ. Fullkominn endir á góðu kvöldi... Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 18/10 kl. 13:00 15.k. Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Lau 18/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Sun 19/10 kl. 13:00 16.k. Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Sun 19/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 26/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Bláskjár (Litla sviðið) Sun 19/10 kl. 20:00 7.k. Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k. Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar! Gullna hliðið (Stóra sviðið) Fim 16/10 kl. 20:00 8.k. Fös 17/10 kl. 20:00 9.k. Fös 24/10 kl. 20:00 10.k. Vinsæl verðlaunasýning frá Leikfélagi Akureyrar Kenneth Máni (Litla sviðið) Mið 22/10 kl. 20:00 aukas. Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Fim 23/10 kl. 20:00 11.k. Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Fös 21/11 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Lau 22/11 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Sun 23/11 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Lau 29/11 kl. 20:00 Mið 29/10 kl. 20:00 Aukas. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Sýningar í Hofi Akureyri 17. október kl. 19 22 Gaukar (Nýja sviðið) Fös 17/10 kl. 20:00 7.k. Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Lau 18/10 kl. 20:00 8.k. Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fim 20/11 kl. 20:00 Fim 23/10 kl. 20:00 9.k. Fim 6/11 kl. 20:00 Sun 30/11 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. Sun 9/11 kl. 20:00 13.k. Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur ★★★★ – SGV, MblHamlet – Róðarí (Aðalsalur) Fös 17/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Eldklerkurinn (Aðalsalur) Sun 19/10 kl. 20:00 Lífið (Aðalsalur) Lau 18/10 kl. 14:00 Sun 26/10 kl. 13:00 Lau 8/11 kl. 14:00 Sun 19/10 kl. 14:00 Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00 Strengir (8 ólík rými Tjarnarbíós) Fim 23/10 kl. 19:00 Fös 31/10 kl. 19:00 Fös 24/10 kl. 19:00 Lau 1/11 kl. 19:00 Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.