Morgunblaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
Gunnar Björnsson, prestur og cellóleikari, heldur tónleika íkvöld í tilefni af afmælinu. „Ég hef klimprað ögn á hljóðfærifrá því ég man eftir mér, lærði á píanó, fyrst hjá prúðmenn-
inu Carli Billich. Ég var feilnótusæll krakki og þegar ég sló vitlausa
nótu, beitti pabbi mig höstugu aðkalli. Ágústa Ágústsdóttir, kona
mín, gaf út geisladisk fyrir skemmstu með óperuaríum og ljóðalög-
um, en ég potaði undir á píanó í stórum veikleika. Ég kenndi við
Tónlistarskóla Bolungarvíkur og fleiri góða skóla, en veit ekki um
árangurinn, því að kennari getur aldrei kennt neitt annað en sjálfan
sig. Ég held samt, að ég hafi verið sæmilegur vélritunarkennari.
Dr. Heinz Edelstein stofnaði Barnamúsíkskólann árið 1952. Hann
mælti svo fyrir, að ég skyldi læra á celló. Ég innritaðist í Tónlistar-
skólann, lærði hjá Einari Vigfússyni, lauk einleiksprófi og spilaði í
Sinfóníuhljómsveitinni í nokkur ár. Á öldinni sem leið sótti ég celló-
námskeið í Weimar, Lübeck og Hartt School of Music í Connecticut í
Bandaríkjunum.
Í kvöld læt ég mig hafa það að halda afmælistónleika í Salnum í
Kópavogi og hefjast þeir kl. 20.00. Með mér leikur Halldór Haralds-
son píanóleikari, mikill virtúós og hámenntaður, fyrrverandi skóla-
stjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.“
Gunnar Björnsson er sjötugur í dag
Dúett Gunnar og Halldór munu m.a. leika Tilbrigði eftir Beethoven
við stef úr Töfraflautunni eftir Mozart og ljóðalög eftir Brahms.
Heldur tónleika
í kvöld í Salnum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Freydís Edda fæddist 5.
febrúar 2014 kl. 15.20. Hún vó 3.200 g
og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar
eru Sigrún María Guðlaugsdóttir og
Axel Freysson.
Nýir borgarar
Akureyri Júlíus Darri Guðmundsson
fæddist 29. apríl 2014 kl. 11.31 á heim-
ili sínu í Völvufelli 26, Akureyri. Hann
vó 3.850 g og var 53 cm langur. For-
eldrar hans eru Aðalheiður Hann-
esdóttir og Guðmundur Ragnar
Sverrisson.
H
örður fæddist í
Reykjavík 15.10.
1944, ólst upp í Vest-
urbænum og var
mörg sumur í sveit
hjá frændfólki sínu í Drangshlíð und-
ir Eyjafjöllum. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1964, lauk BS (Hons)-
prófi í lífefnafræði við University of
St Andrews í Skotlandi 1968, vann
við rannsóknir í ensímafræði og ens-
ímtækni til 1971 og lauk PhD-prófi í
lífefnafræði 1972.
Á námsárum vann Hörður í bygg-
ingarvinnu, við síldarverksmiðjur,
síldarsöltun og við hvalskurð.
Hörður var sérfræðingur í líf-
efnafræði við Meinefnafræðistofu
Rannsóknadeildar Landspítalans
1971-74 og í hlutastarfi þar til 1993,
var lektor og síðan dósent í hluta-
starfi við læknadeild HÍ frá 1971,
dósent þar í fullu starfi 1975-95 og
stofnaði og veitti forstöðu Lífefna-
fræðistofu læknadeildar HÍ til 1995,
var stundakennari í lífefnafræði og
rannsóknatækni við Tækniskóla Ís-
lands 1972-82, dósent við raunvís-
indadeild HÍ frá 1996, prófessor þar
frá 2004 og gegndi starfi deildar-
forseta 2001-2007.
Hörður var gestur við rannsóknir
við Háskólann í Lundi 1983, fór
kynnisferð til nokkurra háskóla,
Hörður Filippusson, prófessor við HÍ – 70 ára
Fjölskyldan Hörður og Margrét ásamt dætrum, tengdasonum, móður Margrétar og nokkrum af barnabörnunum.
Með vísindin í fyrirrúmi
Á leiðinni á Stálfjall Hörður á göngu fyrir austan Rauðasand, skammt frá Skor.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Sandblásum myndir og texta á spegla,
lýsing á bakvið spegla
afmælis
afsláttur
af speglum
30%
-VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA
Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is
Gler n speglar n sandblástur n slípun
Opið alla virka daga 08:00-17:00
Sendum um allt land
framleiðsla
í
45 ár