Morgunblaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
VIFTUR
Í MIKLU ÚRVALI
Það borgar sig að nota það besta!
• Bor›viftur
• Gluggaviftur
• I›na›arviftur
• Loftviftur
• Rörablásarar
• Ba›viftur
• Veggviftur
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
Almennri skurðdeild 12G á Land-
spítala Hringbraut hafa verið færðir
að gjöf tveir La-Z-Boy-hvíldarstólar.
Gefendur eru Helga og Kolbrún
Jónsdætur. Tildrögin eru þau að
faðir þeirra, Jón Þráinn Magnússon,
var sjúklingur á deildinni í nokkra
mánuði á árinu 2013. Systurnar
vildu þakka fyrir dvölina með því að
færa sjúklingum á deildinni eitthvað
sem kæmi að góðu gagni. Svona stól-
ar koma sér vel því hægt er að fara
með þá inn á stofur og gefa sjúkling-
um kost á að sitja í þeim og hvíla sig
þannig frá langri rúmlegu. Kolbrún
og Helga söfnuðu fyrir stólunum
með því að hlaupa hálft maraþon í
Reykjavíkurmaraþoninu í sumar í
nafni föður síns.
Á myndinni eru Jón Þráinn Magn-
ússon og Elín María Sigurðardóttir
deildarstjóri. Aftan við Helga og
Kolbrún og tveir starfsmenn, Bertha
Sigurðardóttir og Inga Valdimars-
dóttir.
Hlupu maraþon og
gáfu hvíldarstóla
Hrafnaþing er heiti á fræðslu-
erindum Náttúrufræðistofnunar
Íslands sem eru á dagskrá yfir
vetrartímann. Flutt verða fimm
erindi og hefst Hrafnaþing fram-
vegis kl. 9.15. Fyrsta Hrafnaþing
vetrarins verður haldið að
morgni miðvikudagsins 15. októ-
ber. Þá mun Friðþór Sófus Sig-
urmundsson, doktorsnemi við Há-
skóla Íslands, flytja erindi sem
nefnist Hnignun skóg- og kjarr-
lendis í Þjórsárdal frá 1587 til
1938.
Hrafnaþing er haldið í húsa-
kynnum Náttúrufræðistofnunar
að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garða-
bæ. Það er öllum opið.
Yfirlit yfir erindin fimm hafa
verið birt á vef stofnunarinnar.
Ræðir um hnignun
skóg- og kjarrlendis
Brjóstaheill - Samhjálp kvenna,
Styrktarfélagið Göngum saman og
Krabbameinsfélag Íslands efna til
samstöðugöngu í tilefni af alþjóð-
legum degi helguðum baráttunni
gegn brjóstakrabbameini miðviku-
daginn 15. október. Gangan hefst
hjá Hljómskálanum kl. 17.30 og
verður gengið í kringum Tjörnina
í Reykjavík. Fólk er hvatt til að
taka þátt í göngunni klætt ein-
hverju bleiku og vekja þannig at-
hygli á málstaðnum, segir í til-
kynningu.
Samstöðuganga
STUTT
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mikið framboð af fæðu, ekki síst á
kornökrum bænda, á þátt í að stöð-
ugt fjölgar í álftastofninum og að
fjölgun er í gæsastofnum, öðrum en
blesgæs, eða jafnvægi. Sumum
bændum sem verða fyrir tjóni svíður
að mega ekki verja akra sína með
skotvopnum ef annað dugar ekki til.
Tjón af völdum álfta og gæsa hef-
ur verið umrætt svo lengi sem korn-
rækt hefur verið stunduð hér á landi
og lengur því gæs og álft rífa einnig
upp sáðgresi í nýrækt.
Varnir duga skammt
Bændur hafa reynt að verjast
fuglunum með ýmsum aðferðum.
Fuglahræðan er vel þekkt. Gas-
byssur hafa verið notaðar og ýmsar
aðrar hljóð- og hreyfifælur. Ekkert
virðist duga nema skamman tíma
því fuglarnir venjast áreitinu og
fljótt sækir í sama farið. Tilraunir
hafa verið gerðar með að strengja
borða yfir tún og akra til að hræða
fuglinn frá því að setjast en það er
mikið fyrirtæki þar sem akrar eru
víðáttumiklir. Vel hefur gefist að sá
höfrum eða öðrum plöntum sem
standa vel í rönd í kringum akra.
Það hindrar för álfta og gæsa.
„Aðstæður eru mismunandi og
varnir þurfa að vera í samræmi við
þær. Það er alltaf að koma eitthvað
nýtt fram. Mér virðist fjölbreytileiki
í fælingu góður,“ segir Borgar Páll
Bragason, fagstjóri á sviði nytja-
plantna hjá Ráðgjafarmiðstöð land-
búnaðarins (RML).
Erfitt er að meta tjón á nýrækt en
unnt á að vera að meta uppskerutjón
við kornrækt og er að því unnið á
vegum Umhverfisstofnunar og
Bændasamtakanna. Þegar hafa
rúmlega 100 tilkynningar borist í
gegn um ræktunarvef bænda, svo-
kallað Bændatorg, en bændur hafa
frest út mánuðinn til að senda til-
kynningar. Tjónið er þá tengt
ákveðnum spildum sem skráðar eru
inn á vefinn. Fjárhagslegt tjón er
ekki eingöngu vegna þess sem fugl-
arnir éta heldur geta þeir einnig sest
á akra og brotið grösin.
Stöðug fjölgun í álftastofninum
Kristinn Haukur Skarphéðinsson,
sviðsstjóri dýravistfræði hjá Nátt-
úrufræðistofnun, staðfestir að mjög
hafi fjölgað í álftastofninum. Talið er
að um 30 þúsund fuglar hafi verið í
stofninum þegar talið var síðast, í
janúar 2010, en að stofninn hafi talið
um 12 þúsund fugla 1980. Einnig er
fjölgun eða jafnvægi í gæsastofnum,
öðrum en blesgæs.
Hann segir vitað að fuglinn sæki í
kornið. Fuglar hafi ekki meira fyrir
hlutunum en þeir þurfi og nýti þetta
hlaðborð eins og þeir geta. Drýgst
telur hann þó að sé það korn sem sit-
ur eftir á ökrunum þegar búið er að
þreskja. Það dugi fram á vetur.
Hann segir að gera þurfi óháða
rannsókn á tjóni af völdum fugla.
Hann upplifir málið þannig að mest
sé kvartað undan tjóni þegar önnur
vandamál steðji að kornræktinni,
svo sem bleyta og rok, eins og var í
fyrrasumar.
Á hverju ári koma fram kröfur frá
bændum eða félögum þeirra um að
gripið verði til aðgerða gegn ágangi
álftar í ræktarlönd. Bændum verði
gefið leyfi til að verja akra sína með
skotvopnum en greiddar bætur ella.
Búnaðarþing hefur ekki tekið beint
undir slíkar kröfur heldur lagt
áherslu á söfnun upplýsinga um
tjónið og að á grundvelli þeirra verði
metið hvort veiðar verði heimilaðar í
tilraunaskyni.
Vitað er að eitthvað er skotið á
álftir, til að fæla hópa frá ökrum.
Högl finnast til dæmis í fuglum sem
rannsakaðir eru á vetrarstöðvunum í
Bretlandi.
Álftin hefur verið friðuð í hundrað
ár og telur Kristinn Haukur að seint
yrði leyft að taka upp veiðar enda
myndi það valda uppnámi hjá fólki
víða í heimkynnum svansins. Hann
telur einnig að veiðar myndu hafa
takmörkuð áhrif og alltaf yrði eitt-
hvert tjón. „Það væri uppgjöf að
grípa til byssunnar og leita ætti allra
annarra ráða. Það vantar til dæmis
frumkvæði ríkisins og leiðbeiningar
við að hjálpa bændum að takast á við
þetta vandamál.“
Álftir og gæsir valda miklu tjóni
Fuglar valda tjóni á kornökrum Bændasamtökin og Umhverfisstofnun taka saman upplýsingar
Fuglafræðingur telur uppgjöf að aflétta friðun álftar og reyna ætti allar aðrar leiðir
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þröng á þingi Álft og gæs á hlaðborði korns á akri sem búið er að þreskja á Suðurlandi. Fóðrið dugar fram á vetur. Fuglafræðingar hafa talið mörg þúsund gæsir og hundruð álfta saman á akri.