Morgunblaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Jónas Guðbjarts- son, útgerðar- maður á Ísafirði, var í gær dæmd- ur til að greiða Helga Áss Grét- arssyni, dósent við lagadeild Há- skóla Íslands, 300 þúsund krón- ur í skaðabætur vegna ummæla sem hann lét falla um Helga í þætt- inum Í bítið á Bylgjunni 18. febrúar 2014 og ummæla sem höfð voru eft- ir honum á vef Bæjarins besta 13. febrúar 2014. Fjögur ummæli voru dæmd dauð og ómerk, þ. á m. „… það svolítið skrýtið að Helgi Áss Grétarsson starfsmaður LÍÚ upp í háskóla hann skuli hafa verið beðinn um að búa til álit fyrir atvinnuveganefnd“, sem féllu á Bylgjunni, og „Helgi Áss er á launum hjá LÍÚ sem borgar stöðu hans við háskólann“, sem voru höfð eftir á fréttavefnum bb.is. Helgi taldi ummælin ekki eiga við rök að styðjast, þau væru röng enda væri hann ekki og hefði aldrei verið á launum hjá LÍÚ. Auk skaðabótanna þarf Jónas að greiða 63.252 kr. til að kosta birt- ingu dómsins í einu dagblaði og 660.600 kr. í málskostnað. Jónas dæmd- ur fyrir meiðyrði Helgi Áss Grétarsson „Þrátt fyrir varfærar forsendur kemst Talnakönnun að þeirri nið- urstöðu í skýrslu sinni að starf VIRK sé mjög arðbært og um 10 milljarða króna ávinningur hafi verið af starfseminni árið 2013,“ segir í umfjöllun VIRK Starfsend- urhæfingarsjóðs um niðurstöður nýrrar úttektar Talnakönnunar á starfsemi VIRK. Þar kemur fram að hagnaður líf- eyrissjóða af starfi VIRK hafi numið nærri fimm milljörðum í fyrra, hagnaður Tryggingastofn- unar hátt í fjórum milljörðum króna og ríkið hafi fengið viðbót- arskatttekjur upp á 1,5 milljarða króna. Ofan á þetta bætist svo bættur hagur einstaklinga, bæði fjárhagslegur auk þeirra lífsgæða sem felist í því að geta tekið þátt í samfélaginu. VIRK fékk Talnakönnun til að greina árangur og hagnað af starf- semi VIRK árið 2013 út frá óper- sónugreinanlegum upplýsingum úr gagnagrunni VIRK auk þess sem unnið var með upplýsingar lífeyr- issjóða um meðallaun. Fram kem- ur í fréttatilkynningu að markmið- ið var að finna mælikvarða á sparnað af starfsemi VIRK sem taki mið af raunverulegum árangri undanfarin ár. Sá árangur felist í að flýta endurhæfingu, stytta tímabil óvinnufærni einstaklinga og minnka tíðni örorku. Í skýrslu Talnakönnunar segir að eftir miklu geti verið að slægj- ast ef endurhæfing tekst vel til. Þá sé fjárhagslegur hagnaður reikn- aður í milljörðum króna. 10 milljarða ávinningur Morgunblaðið/Golli Störf Markmið VIRK er að fólk komist aftur út á vinnumarkaðinn.  Endurhæfing skilar miklu skv. úttekt Talnakönnunar Héraðsdómur staðfesti í gær ákvörðun Sam- keppniseftirlits- ins þess efnis að Forlagið ehf. hefði brotið gegn samkeppnis- lögum þegar það fór á svig við sátt fyrirtækisins og Samkeppniseftir- litsins um samruna JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. frá 2008. Samkeppniseftirlitið sektaði For- lagið um 25 milljónir króna í júlí ár- ið 2011, fyrir að hafa brotið gegn sáttinni með því m.a. að hafa gefið smásöluaðilum leiðbeinandi verð á bókum sínum. Forlagið hafnaði því hins vegar að það hefði reynt að hafa áhrif á smásöluverð útgáfu- verka sinna og sagðist enn fremur ítrekað hafa reynt að fá sáttina fellda niður eða endurskoðaða, þar sem fyrirtækið væri ekki í ráðandi stöðu á markaði og því ósanngjarnt að það væri bundið af fyrrnefndri sátt. Héraðsdómur féllst ekki á það með Forlaginu að brot fyrirtækisins hefðu verið framin af gáleysi né að álögð sekt hefði verið óhófleg og staðfesti hana. Dómurinn staðfesti 25 milljóna sekt Forlagið laut í lægra haldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.